Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Síða 15
15
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002
X>V_________________________________________________________________________________________________Menning
Sjaldheyrð en gullfalleg
- bandaríski sellóleikarinn Nina G. Flyer leikur með Tríói Reykjavíkur
Á sunnudagskvöldið kl. 20 verða
fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð
Tríós Reykjavíkur og Hafnarborg-
ar, menningar- og listastofnunar
Hafnarfjaröar. Af því tilefni hefur
Gunnar Kvaran, sellóleikari tríós-
ins, vikið sœti fyrir þekktum
bandarískum sellóleikara, Ninu G.
Flyer. Hún mun leika með Guðnýju
Guðmundsdóttur fiöluleikara og
Peter Máté píanóleikara fjögur
sjaldheyrð tríó frá 20. öld eftir tékk-
neska tónskáldió Bohuslav Mart-
inu, Rússann Dmitri Shostakovítsj,
Tékkann Josef Suk og Frakkann
Claude Debussy.
Nina Flyer er íslenskum tónlist-
aráhugamönnum aö góðu kunn
því hún lék með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands í hálft annað ár fyrir
rúmum tuttugu árum og hefur
iðulega komið hingað síðan.
Hvemig stóð á þvi að rúmlega tví-
tug bandarísk stúlka á hraðri
framabraut í heimalandinu kaus
að koma til íslands?
Island fyrsta útlandið
„Guðný Guðmundsdóttir ög ég
vorum saman í Eastman Scliöol of
Music i Rochester i Bandarikjun-
um, við vorum meira að segja her-
bergisfélagar," segir Nina og dökk
augun eru full af hlátri þegar hún
riíjar upp skólaárin. Guðnýju,
virðulegan konsertmeistara ís-
lensku sinfóníuhljómsveitarinnar,
kallar hún GiGi og allt í einu sér
maður fyrir sér undurfríða ljósku
á léttum sumarkjól.
„ísland var fyrsta útlandið sem
ég fór til!“ heldur hún áfram, „svo
að ísland er ótrúlega stór hluti af
lífi minu. Ég var þá að leika með
sinfóníuhljómsveit í New Jersey
en langaði mikið til Evrópu og
þegar Guðný kom í heimsókn,
einu sinni sem oftar, spurði hún hvort ég vildi
ráða mig hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Ég
sagði „Sure!“ og dreif mig hingað. Lék hér bæði
í hljómsveitinni og með Reykjavík Ensemble i
eitt ár. Þá fór ég með Karsten Andersen hljóm-
sveitarstjóra til Noregs og var þar í hálft ár, síð-
an til Englands um tíma en kom svo aftur hing-
að í hálft ár.“
- Svo þér hefur ekki leiðst svo mikið að þú
vildir aldrei koma hingað aftur?
„Ekki aldeilis, ég elska þetta land og fólkið
mitt hér. Og ég elska íslenskan mat!“
Héðan fór Nina til ísrael og varð sóló sellóleik-
ari með Sinfóníuhljómsveitinni í Jerúsalem.
Þangað heimsótti Guðný hana líka og saman
lögðu þær drög að menningarsáttmála milli
þjóðanna sem ekki hafði verið til áður. „Það
gerðum við auðvitað til aö við gætum spilað
saman,“ segir Nina og hlær dátt.
Kringlan var ekki þá
- Hefur tónlistarlífið hér á landi breyst mikið
síðan þú komst hingað fyrst?
„Ja, sinfóníuhljómsveitin er að minnsta kosti
orðin æðisleg," segir Nina, „það er auðheyrt af
DV-MYND TEmjR
Sellóleikararnir og vinlrnir Nina G. Ryer og Gunnar Kvaran
Hún grípur hvert tækifæri til að koma aftur til fyrsta útlandsins síns.
geisladiskunum sem Guðný hefur gefið mér með
hljómsveitinni. Ég tel að Guðný og Gunnar
Kvaran séu ábyrg fyrir þessari þróun því þau
hafa kennt svo mörgum af ungu hæfileikaríku
strengjaleikurunum sem nú leika með hljóm-
sveitinni. Svo er auðvitað svo miklu meira um
kammertónleika en áður. Þróunin í Bandaríkj-
unum er ekki góð. Auðvitað eru milljón konsert-
ar í stórborgum eins og New York en í minni
borgum er orðið nær ómögulegt að fá styrki til
tónleikahalds. Niðurskurður alls staðar. Hér
virðist heilsufarið á tónlistarlífmu vera mun
betra og ég vona að það haldist. Að öðru leyti er
helsta breytingin á íslandi sú að nú eru komnar
stórar verslunarmiðstöðvar sem ekki voru í
gamla daga!“
- Hvað með efnisskrána? Þekktirðu þessi
verk?
„Nei, þau eru öll ný fyrir mér sem er stórund-
arlegt því ég hef alltaf leikið í tríóum og hélt að
ég þekkti allt sem hefði verið samið fyrir þessa
hljóðfærasamsetningu. Þegar ég fékk listann yfir
þau með tölvupóstinum spurði ég örvæntingar-
fúU hvort við gætum ekki leikið einhver önnur
verk eftir þessi tónskáld. En yfirskrift tónleik-
anna var „Sjaldheyrð tríó frá siöustu öld“ svo
því varð ekki breytt! En þessi verk
eru svo gullfalleg og skemmtileg
að ég er mjög ánægð með að hafa
lært þau og ætla sannarlega að
stela hugmyndinni og leika þau
heima. Til dæmis er verkið eftir
Debussy frá því þegar hann var
um tvítugt og maður sér bæði
ýmis einkenni sem maður kannast
ekkert við og önnur sem hann átti
eftir að þróa, og það sama má
segja um Shostakovítsj sem var
bara 16 ára þegar hann samdi sitt
tríó.“
- Eru þetta þá ekki auðveld
verk úr því þeir voru hálfgerð
börn?
„Ónei, ekki aldeilis!" segir hún
með þunga. „En yndisleg eru
þau.“
Kennum börnum líka að
hlusta
Gunnar Kvaran er ánægður
með aðsóknina og áhugann á tón-
leikaröðum Triós Reykjavíkur i
Hafnarborg sem nú hafa verið
haldnar síðan 1990.
„Það tók svolítinn tíma að venja
fólk á að koma,“ segir hann, „þetta
var fremur nýtt þá. En það þarf að
vinna vel að kynningu á svona
tónleikum. Tríóið ber sjálft fjár-
hagslega ábyrgð á launum til tón-
listarmannanna, en húsnæðið
fáum við hjá Hafnarfjarðarbæ,
sem betur fer, og ýmiss konar fyr-
irgreiðslu. Nú hefur samkeppnin
aukist til muna því alltaf fjölgar
því hæfileikarika fólki sem kemur
úr námi hér heima og erlendis, og
því miður eykst fjöldi gesta ekki I
réttu hlutfaÚi við það. Því berjast
margir um hóp af fólki sem ekki
er alltof stór. Þegar ég hélt tón-
leika i Austurbæjarbíói, kornung-
ur maður, þá fyllti ég húsið, fékk
800 áheyrendur. Nú er maður sæll
og glaður með 120-30 manns á kammertónleika."
- Hvað með alla tónlistamemana sem skipta
þúsundum á landinu, koma þeir ekki?
„Þessari spurningu hef ég lengi velt fyrir
mér,“ segir Gunnar. „Þeir skila sér nefnilega
ekki sem skyldi og það er okkur að kenna. Við
kennum fólki að syngja og leika á hljóðfæri en
við höfum ekki kennt því að fara á tónleika og
hlusta á tónlist. Maður kemur í bæ úti á landi
þar sem er 50-100 manna tónlistarskóli og það
koma kannski fimm manns á tónleika! Það er
hægt að kenna öllum bömum að meta góða tón-
list en það þarf að byija strax í leikskóla. Þessi
þáttur uppeldisins hefur bmgðist en með sam-
stilltu átaki getum við breytt því!“
Tónleikarnir á sunnudagskvöldið eru hinir
fyrstu af femum í vetur. 17. nóvember verða tón-
leikar undir yfirskriftinni „Mozart að mestu“, á
nýárstónleikum 26. janúar syngja Diddú og
Bergþór Pálsson Vínartónlist og sígaunatónlist
með tríóinu og 30. mars syngur Elin Ósk Óskars-
dóttir ljóð og óperuaríur með tríóinu auk þess
sem leikin verða verk eftir Áskel Másson og
Mendelssohn. Gestir á sunnudagskvöldið geta
keypt áskriftarkort á alla tónleikana og tryggt
sér þar með sæti.
Tónlist
Akademískt teknó
UNM-hátíðin, Ung nordisk musik, stendur nú
yfir, og á miðvikudagskvöldið var komið að
tveimur tónlistarhópum, Poing og UNM-band,
að flytja verk eftir nokkur ung norræn tónskáld
í Salnum i Kópavogi. Besta verkið var eftir Ólaf
B. Ólafsson, Arithmetic exercise of the... Það var
látlaus en hæfilega flókin rafræn hrynjandi, sem
tónskáldið sjálft kallaði „akademískt teknó“.
Ljósin í salnum blikkuðu í takt við tónlistina
sem var óþarfi þar sem maður var ekki staddur
á dansgólfi og í raun dálítið óþægilegt. Að
minnsta kosti hefði viðvörun til flogaveikisjúk-
linga átt að fylgja með í efnisskránni; vonandi
fékk enginn flog á tónleikunum.
Það lá þó við að maður fengi flog af leiðindum
við að hlusta á Impressions of an Appearance
eftir David Bratlie (Noregur), píanóverk sem Pál
Storset flutti af miklum krafti. Krafturinn dugði
engan veginn til að lappa upp á tónsmíðina, sem
minnti mjög á það sem var í tísku í kringum
1970. í sjálfu sér var verkið ekki illa samið, form
þess var skýrt og stígandin rökrétt, en það var
afar ófrumlegt og gamaldags, og má því segja að
útkoman hafi ekki verið meira spennandi en illa
lyktandi sokkar.
Ekki betra var Altair 4 eftir Ere Lievonen
(Finnland), fyrir flautu, klarinett, slagverk,
víólu og kontrabassa. Það mun hafa verið í suö-
ur-indversku tónlistarformi sem nefnist kriti og
í tónleikaskránni var sagt að hér væri um kriti
frá annarri plánetu að ræða. Nú veit maður ekki
hvernig tónlist frá annarri plánetu hljómar, það
sem heyrðist á tónleikunum var einhvers konar
hryglukennt sírenuvæl og hrærigrautur af
óskyldum hendingum sem virtust eiga í mikilli
baráttu innbyrðis. Verður því miður að segjast
að þrátt fyrir góðan og nákvæman flutning hins
íslenska UNM-bands hljómuðu herlegheitin eins
og þau kæmu úr afturendanum á manni sem er
nýbúinn að fara í þarmaspeglun.
Verk Önnu S. Þorvaldsdóttur, -mitt- , fyrir
selló og píanó var mun áheyrilegra. Það var
lýrísk hugleiðing sem komst á flug í fjörlegum
millikafla en hneig svo aftur niður i enn meiri
innhverfu, og var tónsmíðin glæsilega flutt af
Sigurgeiri Agnarssyni sellóleikara og Hrönn
Þráinsdóttur píanóleikara.
Sama má segja um saxófónverkiö Sick Puppy,
Sad Puppy eftir Davíð B. Franzson sem Rolf-Erik
Nystrom lék. Þetta er hnitmiðuð tónsmíð, ekkert
endilega skemmtileg, en vel unnin.
Annað á þessum tónleikum er varla hægt að
skrifa um. Uppgjör eftir Guðmund St. Guð-
mundsson var skelfilega einhæft, en myndi
hugsanlega passa við einhvers konar fræðslu-
þátt í sjónvarpinu. Sejd eftir Erik Peters (Sví-
þjóð) var bara óskiljanlegt skrjáfur og Giants of
Jazz eftir óyvind Torvund (Noregur), sem
norski tónlistarhópurinn Poing flutti, var við-
undrasýning sem ekki nokkur leið var aö átta
sig á, en óneitanlega i stíl við megnið af verkun-
um á þessum hálfglötuðu tónleikum.
Jónas Sen
Vaxtarbroddar
I Galleríi Rifi við Sölvhólsgötu 11 -
þar sem rapparamir skemmtu á menn-
ingarnótt - stendur nú yfir sýning á
teikningum og módelum ungra arki-
tekta og má þar sjá hvert stefnir í is-
lenskri byggingarlist. Þar aö aúki hafa
ungu arkitektarnir reist hús sem
krakkarnir byggðu á smíðavöllum
íþrótta- og tómstundaráðs í sumar til að
sýna verk enn þá yngri listamanna.
Sýningin hefur nú verið framlengd
til 16. september og er opin virka daga
kl. 16-19 og um helgar kl. 12-18.
Ljóð Einars Más
Aðdáendur ljóða
Einars Más Guð-
mundssonar munu
fagna því að nú eru
komin út hjá Máli og
menningu í einni
stórri bók öll ljóð
hans frá 1980-1995, al-
veg frá litlu kverun-
um sem bæði seldust upp til agna,
Sendisveinninn er einmana og Er nokk-
ur í kórónafötum hér inni, til í auga
óreiðunnar frá 1995.
Einar Már er kunnastur hér á landi
og erlendis sem skáldsagnahöfundur,
en í augum margra sem fylgdust með
honum frá byrjun er hann fyrst og
fremst ljóðskáld - enda ljóðin hans ekk-
ert lítið frumleg og skemmtileg. Sum
þeirra hafa orðið eins konar orðtæki í
málinu - eins og þetta til dæmis úr Kór-
ónafötunum:
vœri ég
bilað sjónvarp
mundi ég örugglega
valda frekari truflunum
í lífi ykkar
Ekki reyndist hann þó sannspár þar
því ekkert bilað sjónvarp heföi haldið
þeirri athygli og aðdáun vakandi sem
hann hefur gert með bókum sínum síð-
an. Skafti Þ. Halldórsson bókmennta-
fræðingur ritar rækilegan inngang um
ljóð Einars Más.
Mál og menning hef-
iu líka gefið út Engla
alheimsins í enskri
þýðingu Bemards
Scudders en hún var
fyrst gefin út af Mare’s
Nest forlaginu í London
1995. Sagan kom út á ís-
lensku 1993 og hlaut
Menningarverðlaun DV
fyrir það ár og Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 1995.
Arkitektúr
og skáldskapur
A dagskrá Menningarmiðstöðvarinn-
ar Gerðubergs i haust er bæði ritþing
og sjónþing þar sem listamenn rekja
feril sinn og svara nærgöngulum spurn-
ingum sérvalinna spyrla. Þessi þing
hafa verið óhemju vinsæl enda veita
þau sjaldgæfa innsýn í innra úrverk
listamanna.
Nú stendur yfir í Gerðubergi norræna
farandssýningin Viö með verkum ung-
linga sem sýna sjálfskilning þeirra á lif-
andi hátt. Seinna í mánuðinum koma
átta ólíkar fiðlur frá Bandaríkjunum
sem verða kynntar saman og einar sér
með tóndæmum úr ólíkum tónverkum.
Hinn 28. september verður í fyrsta skipti
haldið sjónþing arkitekts. Það er Man-
freð Vilhjálmsson sem verður spurður
spjörunum úr undir stjórn Aðalsteins
Ingólfssonar. Spyrlar eru Albína
Thordarson og Pétur Ármannsson.
Dagana 19. og 20.
október stendur Evr-
ópusamband píanó-
kennara fyrir nám-
skeiði í píanóleik fyr-
ir byrjendur og lengra
komna. 9. nóvember
situr Matthías Jo-
hannessen, skáld og
fyrrum ritstjóri Morg-
unblaðsins, fyrir svör-
um á ritþingi. Stjómandi er Silja Aðal-
steinsdóttir. Sama dag verður opnuð
sýning á verkum úr eigu Matthíasar en
hann hefur þekkt marga af helstu
myndlistarmönnum þjóðarinnar og á
merkilegt safn myndlistar.
Hinn árlegi bókmenntadagur bam-
anna, Viltu lesa fyrir mig? verður 23.
nóvember með upplestri, tónlist og leik-
list. Auk þess verður þá opnuð sýning á
myndskreytingum úr nýútkomnum is-
lenskum bamabókum.