Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Síða 20
4 20 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 Islendingaþættir DV Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Fólk í fréttum 90 ára______________________________ Guðbjörg Guðmundsdóttir, , Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. 80 Órg______________________________ Helga Svanlaugsdóttir, Kársnesbraut 27, Kópavogi. Kristín Þórarinsdóttir, Breiöagerði 25, Reykjavík. Ragnhlldur Pétursdóttir, Bólstaðarhlíö 41, Reykjavík. 75 ára______________________________ Sigrún Árnadóttir, Grenimel 40, Reykjavík. Sigurður Ingvarsson, Egilsbraut 18, Þorlákshöfn. ?0 ára______________________________ Ólafur Árnason, Hjallavegi 11, Reykjavík. 60 ára______________________________ Ómar Hillers, Langholtsvegi 105, Reykjavík. Stefán Arnórsson, Búlandi 6, Djúpavogi. 50 Óra______________________________ Adolf Örn Kristjánsson, Vallarbaröi 16, Hafnarfirði. Danuté Kalinskiené, Skúlagötu 52, Reykjavík. Guðmundur Jón Jónsson, Háarifi 5, Rifi. Halldór O.L. Guðmundsson, Langageröi 56, Reykjavík. Jón Kristinn Kristinsson, Ásgaröi 3, Keflavík. Kristín Ólafsdóttir, Sigtúni 17, Selfossi. 40 ára______________________________ Bára Hauksdóttir, Nesvegi 80, Reykjavík. Bárður Jónasson, Kolbeinsgötu 18, Vopnafirði. Elísabet Sigurjónsdóttir, Álakvísl 67, Reykjavík. Eygló Egilsdóttir, Helgamagrastræti 53, Akureyri. Guðmundur Ásgeir Björnsson, Sigluvogi 4, Reykjavík. Guðmundur Stelnar Guðmannsson, Bleiksárhlíð 2, Eskifiröi. ” Helgi Georgsson, Hringbraut 81, Reykjavík. Ingveldur Eyjólfsdóttir, Hraunbæ 134, Reykjavík. Jakob Rúnar Jónsson, Hlíðarvegi 62, Kópavogi. Kristín Halldórsdóttir, Merkigeröi 2, Akranesi. Marteinn Sverrisson, Krossalind 7, Kópavogi. Timothy Paul Violette, Hvammabraut 16, Hafnarfiröi. Vllhjálmur Páll Bjarnason, Gaukshólum 2, Reykjavík. Andlát Sturlaug Rebekka Rut Jóhannesdóttir Anuforo, Barmahlíö 33, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánud. 2.9. Vilbergur S. Jónsson lést á Sólvangi, Hafnarfiröi, þriðjud. 27.8. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna. Magna S. Guðmundsdóttir Pfeifer, frá Melstaö í Njarövík, lést á heimili sínu í Idaho, Bandaríkjunum laugard. 24.8. Útförin hefur fariö frarr,. Hannes G. Thorarensen, Kjalarlandi 21, Reykjavík, andaðist á gjögæsludeild Landspítala í Fossvogi mánud. 2.9. Jarðarfarir Magnús Jónsson óperusöngvari, Fornu- strönd 6, Seltjarnarnesi, lést mánud. 26.8. Útför hans fer fram frá Bústaða- kirkju föstud. 6.9. kl. 13.30. Sveinn Skaftason verktaki, Þinghólsbraut 74, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Digraneskirkju föstud. 6.9. kl. 13.30. Elínborg Þórðardóttir, Brúarhrauni, Kol- beinsstaöahreppi, veröur jarösungin frá Kolbeinsstaðakirkju laugard. 7.9. kl. 14.00. BJörn Sigurðsson frá Hrófá lést á heil- brigöisstofnun Hólmavíkur 2. sept. Útför hans fer fram frá Hólmavíkurkirkju laug- ard. 7.9. kl. 11.00. Aðalstelnn Bjarnason, fyrrv. bóndi aö Höföa á Völlum, Fljótsdalshéraöi, verður jarösunginn frá Vallaneskirkju laugard. 7.9. kl. 14.00. Elín Elísabet Bjarnadóttir frá Ögri, Skólastíg 16, Stykkishólmi, lést á St. Franciskuspítalanum í Stykkishólmi sunnud. 1.9. Útförin fer fram frá Stykk- ishólmskirkju laugard. 7.9. kl. 14.00. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal, veröur jarösunginn frá ísafjaröarkirkju 7. sept- ember kl. 14.00. Halldóra Sigríður Gísladóttir frá Sleggju- læk verður jarðsungin frá Reykholts- kirkju mánud. 9.9. kl. 14.00. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona Guörún Jóhanna Ólafsdóttir kemur fram annað kvöld, á fyrstu tónleikum Salarins á þessu hausti, ásamt Francisco Javier Jáuregui gitarleikara. Starfsferiil Guörún Jóhanna er fædd 22. júlí 1977. Hún stundaði nám viö Oddeyr- arskóla á Akureyri, Landakotsskóla í Reykjavík, Kársnesskóla í Kópa- vogi, Hagaskóla í Reykjavík, Gagn- fræðaskóla Akureyrar og Mennta- skólann við Hamrahlíð, þaðan sem hún lauk stúdentsprófi árið 1997 af nýmálabraut með ágætiseinkunn og hlaut verðlaun fyrir frönsku, ensku og íslensku. Árið 1993 sótti hún einkatíma í söng hjá Máire Lang á Akureyri og 1996- 1997 sótti hún einkatíma í söng hjá Rut Magnússon í Reykjavik. 1997- 2000 stundaði hún nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók 8. stigs próf i klassískum söng með ágætiseinkunn. Kennari hennar var Rut Magnússon. Guðrún Jóhanna lauk mastersgráðu í söng frá Guild- hall School of Music and Drama 2001. Prófessor hennar var Laura Sarti. Haustið 2001 hóf Guðrún Jó- hanna tveggja ára nám við óperu- deild sama skóla, hjá sama prófess- or. Hún hefur sungið á mörgum tónleikum og í þremur óperuupp- færslum á vegum skóla síns í London og hér á landi fór hún með hlutverk Prins Orlofskys í Leður- blökunni eftir J. Strauss í upp- færslu íslensku óperunnar vorið 1999. Sumarið 2002 söng hún hlut- verk Rosinu í uppfærslu Opera á la Carte á Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini, sem sýnd var á írlandi og í The Linbury Studio Theatre í Kon- unglega óperuhúsinu Covent Gar- den í London. Hún var líka einn fjögurra ungra íslenskra tónlistar- manna sem valdir voru til að koma fram á tónleikunum Tónlistarmenn Fertugur 21. aldar sem haldnir voru á vegum Listahátíðar í Reykjavík vorið 2000. Guðrún vann til verðlauna í hinni alþjóðlegu söngkeppni um The Miri- am Licette Scholarship í Konung- lega óperuhúsinu Covent Garden í London 2001 og árið 2002 vann hún fyrstu verðlaun í The Schubert Lieder Prize söngkeppninni í Guild- hall School of Music and Drama. Fjöiskylda Maki Guðrúnar er Francisco Javier Jáuregui, f. 3.10. 1974, klass- ískur gítarleikari. Foreldrar hans eru José Antonio Jáuregui, mann- fræðiprófessor og rithöfundur, og Teodora Narvaez. Systkini Guðrúnar Jóhönnu: Mel- korka Tekla Ólafsdóttir, f. 5.1. 1970, leiklistarráðunautur Þjóðleikhúss- ins, maki: Kristján Þórður Hrafns- son, f. 1.12.1968, rithöfundur; Guð- rún Ólafsdóttir, f. 29.8. 1973, d. 4.9. 1973 og Torfi Frans Ólafsson, f. 13.5. 1975, tæknistjóri hjá CCP, maki: Bryndís Isfold Hlöðversdóttir, f. 7.1. 1977, framkvæmdastjóri Ungra jafn- aðarmanna. Faðir Guðrúnar er Ólafur Her- mann Torfason, f. 27.7. 1947, rithöf- undur og fjölmiðlamaður, en kona hans er Þorgerður Sigurðardóttir f. 28.11. 1945, myndlistarmaður. Móðir Guðrúnar Jóhönnu er Signý Pálsdóttir, f. 11.3. 1950, menn- ingarmálastjóri Reykjavíkurborgar, maður hennar er Árni Möller, f. 18.1. 1952, skrifstofustjóri. Ætt Ólafur Hermann er sonur Torfa, fyrrv. deildarstjóra í Seðlabanka ís- lands, Ólafssonar, b. í Stakkadal, bróðir Sigurvins, alþm. og bónda í Saurbæ á Rauðasandi. Ólafur var sonur Einars, b. í Stakkadal, Sig- freðssonar. Móðir Torfa var Anna Guðrún Torfadóttir frá Kollsvík, systir Halldóru Dagbjartar, móður Ksææ' Kjartan P. Sigurðsson fjarskiptafræðingur Kjartan Pétur Sigurðs- son, fjarskiptatæknifræð- ingur, Faxaskjóli 24, Reykjavik, er fertugur í dag. Starfsferill Kjartan ólst upp í Reykjavík, á Eskifirði, í Kópavogi, Garðabæ, á Blönduósi og að Kíl- hrauni á Skeiðum. Kjartan stundaði nám í rafeinda- virkjun (útvarpsvirkjun) við Iðnskól- ann i Reykjavík 1979-81, við Tækni- skóla íslands 1981-83 og við Odense Technikum í Danmörku 1983-86 (E.E. B.Sc., Telicomunication, Apparat technic, Acustic og Data- mat). Kjartan hefur starfað sjálfstætt við eigin rekstur, KPS, sérhæfða tækni- þjónustu, frá 1986. Hann sinnir þjón- ustu fyrir iðnað i þróun, viðhaldi og forritun á hvers kyns stýri- og stjórnbúnaði. Kjartan stofnaði Tæknimyndir ehf. 1996 sem m.a. hafa gefið út ljós- mynda- og ferðabækurnar íslands- bókin, Photo Islandica og nú síðast 4x4 á hálendi Islands. Tæknimyndir sérhæfa sig m.a. í 360° ljósmyndun og starfsrækja www.photo.is. Kjartan hefur sinnt ýmsum félags- störfum, m.a. fyrir Félag íslenskra einkaflugmanna og Svifdrekafélag Reykjavíkur. Fjölskylda Kona Kjartans er Ragnheiður Sig- urðardóttir, f. 26.5.1967, efnafræöing- ur M.Sc. Foreldrar Ragnheiðar eru Sigurður Steinþórsson, f. 29.9. 1940, prófessor við HÍ, og k.h., Helga Þór- arinsdóttir f. 3.11. 1943, BA í sagn- fræði og þýðandi. Sonur Kjartans og Ragnheiðar er Sigurður Kjartansson, f. 9.11. 2000. Sonur Rangheiðar er Sigursteinn Pálsson, f. 20.3. 1994. Fyrri kona Kjartans er Unnur Sigurbjörnsdóttir, f. 8.7. 1964, eirikaritari og prentsmiður í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Sig- urbjörn Davíðsson, f. 22.5. 1934, bifreiðarstjóri, og Birna Sigurðardóttir, f. 14.11. 1941, verslunarmaður. Börn Kjartans og Unnar eru Krist- ín Dögg Kjartansdóttir, f. 19.2. 1985, nemi; Grétar Már Kjartansson, f. 21.10. 1990, nemi; Ómar Pétur Kjart- ansson, f. 11.6.1996. Systkini Kjartans eru Valgarður Sigurðsson, f. 23.6. 1956, sjómaður, búsettur í Svíþjóð; Fanney Sigurðar- dóttir, f. 19.9. 1957, hjúkrunarfræð- ingur, búsett í Kópavogi, eiginmaður hennar er Birgir Einarsson veffræð- ingur; Dröfn Sigurðardóttir, f. 9.7. 1965, húsmóðir í Kópavogi, eigin- maður hennar er Guðmundur Þor- steinsson húsasmiður; Kolbrún Sig- urðardóttir, f. 16.9.1970, hárgreiðslu- meistari í Kópavogi, eiginmaður hennar er Jón Þór Guðmundsson prentsmiður. Hálfbróðir Kjartans, sammæðra, er Þórður Jóhann Guðmundsson, f. 17.1. 1978, kjötiðnaðarmaður, búsett- ur á Kílhrauni á Skeiöum. Foreldrar Kjartans eru Sigurður Helgi Valgarðsson f. 11.8. 1933, vél- stjóri í Kópavogi, og Kristjana Kjart- ansdóttir, f. 24.12. 1937, húsfreyja að Kílhrauni á Skeiðum. Eigimaður hennar er Guðmundur Þórðarson, bóndi á Kílhrauni. Tekið verður á móti gestum að Faxaskjóli 24, Reykjavík, í kvöld, fóstudaginn 6.9., frá kl. 20.00. Magnúsar Torfa Ólafssonar, rit- stjóra og ráð- herra. Anna Guðrún var dóttir Torfa Jónssonar, b. í Kollsvík, og Guðbjargar Guðbjartsdótt- ur, systur Ólafs, b. f Hænuvík, föður Guðbjarts, hafnsögumanns í Reykjavík, föð- ur Dóru Guð- bjartsdóttur, ekkju Ólafs Jó- hannessonar forsætisráð- herra. Móðir Ólafs Hermanns er Jóhanna en meðal bræðra hennar má nefna Steinþór, föður Níelsar Hafstein myndlistarmanns, Veturliða Gunn- arsson listmálara og Benedikt Gunnarsson listmálara. Jóhanna er dóttir Gunnars Halldórssonar, hálf- bróöur, samfeðra, Páls Halldórsson- ar, skólastjóra Stýrimannaskólans, föður Níelsar Dungal læknaprófess- ors. Móðir Jóhönnu var Sigrún Benediktsdóttir. Signý er dóttir Páls hrl. í Reykja- vík, bróður Gísla á Hofi og Her- manns heitins, prófessors í Edin- borg. Páll var sonur Páls, b. í Sauða- nesi í Torfulækjarhreppi, Jónsson- ar, b. þar, Jónssonar. Móðir Páls í Sauðanesi var Helga Gísladóttir. Móðir Páls hrl. var Sesselja Þórðar- dóttir, b. í Steindyrum, ættföður Steindyraættar, Jónssonar og Guð- rúnar Bjömsdóttur. Móðir Signýjar er Guðrún Steph- ensen, dóttir Stefáns, trésmiðs í Winnipeg og í Reykjavík, bróður Ögmundar, fóður Þorsteins Ö. Níræð Stephensen, leiklistarstjóra Ríkisút- varpsins, og afa Ögmundar Jónas- sonar, alþm. og formanns BSRB. Stefán var sonur Hans Stephensen, b. á Hurðarbaki í Kjós, bróður Sig- ríðar, ömmu Helga Hálfdanarsonar og langömmu Hannesar Pétursson- ar skálds. Hans var sonur Stefáns Stephensen, pr. á Reynivöllum í Kjós, Stefánssonar, Stephensen, amtmanns á Hvítárvöllum, Ólafs- sonar, stiftamtmanns í Viðey, Stef- ánssonar, ættfóður Stephensenætt- ar. Móðir Hans var Guðrún, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Guðrún var dóttir Þor- valds, prófasts og skálds í Holti, Böðvarssonar. Móðir Guðrúnar Stephensen var Friðný Gunnlaugs- dóttir, b. í Hlíð í Álftafirði, Gunn- laugssonar, b. á Svarfhóli, Gunn- laugssonar. Móðir Friðnýjar var Jónína, systir Efemíu, langömmu Gunnars Hanssonar forstjóra og Óskars Vigfússonar, fyrrv. for- manns Sjómannasambands íslands. Fanney Stefánsson húsfreyja í Winnipeg í Fanney Stefánsdóttir, V estur-íslendingur, ts- landsvinur og húsfreyja, 408-610 Portage Avenue, Winnipeg, Manitoba, R3C 0G5, Kanada, er níræð í dag. Starfsferill Fanney Victoria Jóhannsdóttir Stefánsson fæddist í Winnipeg en flutti til Árborgar með foreldrum sínum 1916. Hún vann á skrifstofu Eaton-verslunarfélagsins í Winnipeg 1929-40. Eftir að Fanney gifti sig var hún heimavinnandi húsmóðir. Hún varð ekkja eftir aðeins þriggja ára hjóna- band. Eftir þaö hélt hún heimili með systkinum mannsins sfns, þeim Stefáni og Önnu, meðan þau lifðu, í fallegu húsi hennar að Bann- ingstræti 674, Winnipeg. Þar voru þau búsett um fjörutíu ára skeið. Fanney starfaði mikið í íslenska Þjóðræknisfélaginu Frón meðan það starfaði og sat í stjóm kvenfé- lagsins innan kirkju sinnar. Fanney var yngst sinna systkina og sú eina sem fæddist í Vestur- heimi. Hin fæddust í Hænuvík við Patreksfjörð. Fjölskylda hennar fluttist vestur um haf 1911. Fanney hefur komið til íslands sex sinnum. Hún á stóra fjölskyldu og vinahóp á íslandi sem hefur dvalið lengur eða skemur á heimili hennar og notið þar einstakrar gestrisni og rausnar. Fjölskylda Fanney giftist 4.7. 1940 Inga Stef- ánssyni, f. 23.3. 1908, d. 13.6. 1943, bankastarfsmanni. Hann var sonur Kristjáns Stefánssonar, f. á Undir- vegg í Kelduhverfi 21.3. 1873, d. 6.6. 1943, smiðs, og k.h., Rannveigar Ei- ríksdóttur, f. á Hrærekslæk í Hró- Kanada d. arstungu 30.3. 1877; 18.1. 1943, húsfreyju. Dóttir Fanneyjar og Inga er Þóra Anna Inga- dóttir Stefánsson, f. 29.10. 1941, húsmóðir í Ottawa, gift Roger Eyvindsson, f. 22.12. 1938, búfræðiverk- fæðingi. Börn þeirra eru Katrine, f. 12.4. 1963, jarðfræðiprófessor í Utah í Bandaríkjunum, gift Desmond, f. 1.5. 1964, lektor, og er dóttir þeirra Miryally, f. 2.7. 1998; Stephan, f. 16.2. 1965, jarðfræðing- ur, kvæntur Alisu, f. 7.8. 1969, véla- verkfræðingi og eiga þau Atla, f. 29.1. 1995, og Björk, f. 18.6. 1997; Sara, f. 30.11. 1967, hagfræðingur, gift Bill, f. 16.9. 1960, tölvunarverk- fræðingi og eiga þau Magnús Storm, f. 5.8. 2001. Stefán Alisa Atli og Björk bjuggu á íslandi síðustu sex mánuðina til að læra íslensku og kynnast landi og þjóð. Systkini: Guðrún, f. 18.7. 1895, nú látin, giftist Páli Johnson; Kristján Águst, f 20.8. 1897, d. þriggja ára; Þóra, f. í Hænuvík 20.10. 1905, nú lát- in, giftist Einari Árnasyni verkfræð- ingi, f. 7.6. 1910, nú látinn; Arnbjörg (Edna), f. í Hænuvík 24.2. 1907, nú látin, giftist Roy Haugen, lækni í Armstrong BC, sem er látinn. Uppeldisbróðir Fanneyjar er Pét- ur Magnússon, f. á íslandi 10.10. 1915. Hann dvaldi hjá fjölskyldu Fanneyjar frá fimm ára aldri og fram að tvítugu. Hann er kvæntur Guðmunda Dagbjartsdóttir. Foreldrar Fanneyjar voru Jó- hann Magnússon, f. að Siglunesi á Barðaströnd 22.8. 1866, smiður, og Ólöf Össurardóttir, f. á Hvallátrum i Rauðasandshreppi 3.9. 1872, hús- freyja. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.