Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002
27
DV
Sport
ísland mætir Ungverjalandi á Egilsstöðum:
Vígsluleikur
- þegar U-21 árs liðin leika á Vilhjálmsvelli
íslenska landsliðiö skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ungverjum í
vináttulandsleik á Viihjálmsvelli á Egilsstöðum á laugardaginn og hefst leik-
urinn kl. 13. Leikurinn er merkiiegur fyrir þær sakir að þetta er fyrsti knatt-
spyrnuleikurinn sem fram fer á Vilhjálmsvelli en hann hefur áður verið not-
aður undir frjálsar iþróttir. Hattarmenn sjá um framkvæmd leiksins og er von
á góðri aðsókn enda ekki oft sem landsleikir eru spilaðir á Austurlandi.
Ólafur Þórðarson, þjáifari liðsins, gerði átta breytingar á hópnum frá því í
leiknum gegn Frakklandi á dögunum og ætlar sér að nota þennan leik til að
móta betur hópinn sem hann velur þegar alvaran byrjar, gegn Skotum 9. októ-
ber næstkomandi. Sex nýliðar eru í hópnum að þessu sinni. -ósk
^ íslendingar mæta Ungverjum á Laugardalsvelli á laugardaginn:
Ahersla á sókn
Engar ævisögur
Forráðamenn Manchester
United ætla í framtiðinni að
banna leikmönnum sínum að
skrifa ævisögur á meðan þeir eru
leikmenn með félaginu. Þessi
ákvörðun kemur í kjölfar útgáfu
umdeildrar ævisögu Roy Keane
en hann á yfir höfði sér kæru
vegna ummæla í bókinni.
„Við trúum því að leikmenn
geti fundið sér eitthvað betra við
tímann að gera en skrifa bækur á
meðan þeir spila fyrir okkur. Þeir
geta þénað peninga á annan hátt
ef það er það sem þeir leita að,“
sagði David Giil, einn af æðstu
mönnum félagsins, í gær. -ósk
Ragnar er
með slitin
krossbönd
Ragnar Óskarsson, landsliðs-
maður i handbolta og leikmaður
með franska 1. deildarliðinu
Dunkerque, varð fyrir því óláni
að slíta krossbönd í æfingaleik á
dögunum en þetta kom fram hjá
Stöð 2 í gær. Það er ljóst að
Ragnar verður frá i hálft ár og
missir því af keppni með
Dunkerque og íslenska landslið-
inu það sem eftir er árs. -ÓÓJ
Býst við erfiðum leik
- segir Imre Gellei, landsliðsþjálfari Ungverja
Imre Gellei, landsliðsþjálfari Ung-
verja, var kaldur en léttur í lund
þegar DV-Sport ræddi við hann eft-
ir æfingu hjá ungverska liðinu á
Fram-vellinum í gær.
„Við erum nýkomnir til landsins
og það er mikill munur á veðrinu
hér og heima í Búdapest þar sem er
25 stiga hiti,“ sagði Imre Gellei.
Aðspurður um leikinn gegn ís-
lendingum á laugardaginn sagðist
hann eiga von á mjög erfiðum leik.
„íslenska liðið er mjög sterkt. Ég
þekki ekki marga leikmenn þess en
veit að leikmenn eins og (Eiður
Smári) Guðjohnsen og (Rúnar)
Kristinsson eru frábærir knatt-
spymumenn. íslenska liðið er gífur-
lega baráttuglatt, mjög líkamlega
sterkt og ég býst við mjög erfiðum
leik þar sem ekkert verður gefið eft-
ir á laugardaginn. Það hentar okkur
vel því aö við erum í riðli meö Sví-
um sem eru líka mjög líkamlega
sterkir. Við spilum við þá í október
þannig að þessi leikur við íslend-
inga er góður undirbúningur,“
sagði Imre Gellei.
Aðspurður um möguleika liðsins
á að komast í lokakeppni EM2004
sagði hann að byrjunin væri mikil-
væg.
„Okkur gekk ekki vel í síðustu
undankeppni og því er mikilvægt
fyrir sjálfstraust liðsins að byrja vel
núna,“ sagði Imre Gellei. -ósk
- segir Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari um leikinn gegn Ungverjum
Undirbúningi íslenska landsliðs-
ins í knattspyrnu fyrir leikina tvo í
undankeppni EM í október lýkur á
laugardaginn þegar liðið mætir Ung-
verjum á Laugardalsvelli.
Það er að mörgu að hyggja hjá
Atla Eðvaldssyni landsliðsþjálfara
enda er stutt í alvöruna og leikinn
mikilvæga gegn Skotum. DV-Sport
ræddi við Atla í gær um leikinn og
hvaða þýðingu hann hefði í undir-
búningnum fyrir leikina gegn Skot-
um og Litháum í undankeppni EM í
næsta mánuði.
Ætlar þú að breyta einhverju
frá siðasta leik gegn Andorra?
„Það er alveg ljóst að ég mun gera
einhverjar breytingar og það gæti
jafnvel farið svo að einhverjir leik-
menn muni spila stöður sem þeir
hafa aldrei spilað áður með
landsliðinu. Ég verð að nota tæki-
færiö í þessum leikjum til að prófa
mig áfram og sjá hvemig liðið virk-
ar best. Ég hef hins vegar ekki til-
kynnt byrjunarliðið og mun ekki
gera það fyrr en seinni partinn á
morgun (í dag),“ sagði Atli.
Hyað veistu um Ungverjana?
„Ég þekki ekki mikið til liðsins en
ég þekki nokkra leikmenn. Þeir em
meö marga menn sem spila í þýsku
deildinni og það eitt segir manni að
hér er á ferðinni gott lið. Það er
mikil knattspyrnuhefð hjá þeim og
þeir sýndu styrk sinn með því að
gera jafntefli við Spánverja um dag-
inn. Þeir eru reyndar fyrir neðan
okkur á styrkleikalista FIFA en það
gefur okkur ekkert. Þeir em með
gott lið fyrir því og það verður dags-
formið sem ræður úrslitum á laugar-
daginn. Ef við lendum á rétta leikn-
um. þá getum við unnið þá og alla
aðra andstæðinga en það er jafnstutt
í vesöldina ef við eigum slakan leik.“
Hvernig œtlar þú að leggja upp
þennan leik?
„Ég legg þennan leik upp svipað
og á móti Andorra þó aö andstæð-
ingurinn sé mun sterkari í þetta
skiptið. Það sem við erum að reyna
að gera núna er að fá ákveðið sókn-
armynstur í leik liðsins og okkur
hefur að því er ég held tekist þaö
betur en oft áður í síðustu leikjum.
Ég vil láta bakverðina sækja sem
mér fannst ganga vel á móti And-
orra, sérstáklega vinstra megin.
Annað er að við þurfum að finna Eið
Smára og Rúnar eins fljótt og nokk-
ur kostur er. Ef það tekst þá vil ég
að kantmennirnir séu tilbúnir að
hlaupa í svæðin bak við vömina og
Eiður og Rúnar em báðir það góðir
spymumenn og útsjónarsamir að
þeir geta splundrað vörnum með
einni sendingu.
Til þess að þetta sé hægt þurfum
við að hafa fljóta kantmenn sem eru
hugrakkir og duglegir að stinga sér
en einnig fljótir að vinna til baka.
Við erum að reyna að skapa ákveðið
spilamynstur sem byggir á fyrir
fram ákveðnum leiðum í stað tilvilj-
unarkenndra hreinsana hér áður
fyrr. Við emm með spilandi menn
sem verða að fá að njóta sín og því
er aðaláherslan á sóknina á laugar-
daginn.
Mér finnst vamarþátturinn sitja
betur og menn vita upp á hár til
hvers er ætlast á því sviði. Þess
vegna eyðum viö mestum tíma í
sóknarleikinn þessa daga sem við
eram saman nú,“ sagði Atli Eðvalds-
son landsliðsþjálfari í samtali við
DV-Sport í gærkvöld. -ósk
Atli Sveinn Þórarinsson og Ríkharður Daðason berjast hér um boltann á landsliðsæfingu á miðvikudaginn en Marel
Baldvinsson fylgist grannt með að baki þeim. DV-mynd Teitur
Bjarni og Sig-
urður njósna
Atli Eðvaldsson, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, nýtur að-
stoöar tveggja þjálfara í Síma-
deildinni við að fylgjast með
andstæðingum íslands í 5. riðli
undankeppninnar í fyrstu leikj-
um riðilsins.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Grindavíkur, verður í Færeyjum
á laugardaginn þar sem Færey-
ingar taka á móti Skotum og Sig-
urður Jónsson, þjálfari FH, verð-
ur í Litháen þar sem Þjóðverjar
sækja Litháa heim. -ósk
Líklegt byrjunarlið
gegn Ungverjum
Markvörður
Árni Gautur Arason 0&k Mörk Sigrar Jafnt. Töp 10 5 7 Leikir 56,8% árangur
Fjögurra manna vörn
Lárus Orri Sipurösson
Sigrar Jafnt. Töp gíji| Mörk 14 7 14 50% árangur Leikir
Brvniar Biörn Gunnarsson
0^k Mörk Sigrar Jafnt. Töp 0% 13 Leikir 50% árangur
Hermann Hreiöarsson
Mörk Sigrar Jafnt. Töp 40^ 19 8 15 Leikir 54,8% árangur
Arnar Þór Viöarsson
Sigrar Jafnt. Töp Mörk 10 4 5 táSf 63,1%árangur Leikir
Fjögurra manna miðja
Jóhannes Karl Guöiónsson
0% Mörk Sigrar Jafnt. Töp w A 2 2 2 Leikir 50% árangur
Rúnar Kristinsson
Sigrar Jafnt. Töp Mörk 34 17 43 á% 45,2% árangur Leikir
ívar Inaimarsson
Mörk Sigrar Jafnt. Töp 1 3 1 Leikir 50% árangur
Hiálmar Jónsson
Sigrar Jafnt. Töp Mörk 1 1 . 37,5%árangur Leikir
Tveggja manna sókn
Eiöur Smári Guöiohnsen
Mörk Sigrar Jafnt. Töp 8 8 8 Leikir 50% árangur
Ríkharöur Daöason Sigrar Jafnt. Töp Mörk 18 6 17 ffk 51,2%árangur Leikir W
Varamannabekkur Birkir Kristinsson 71 leikur/0 mörk 29 sigrar, 16 jafntefli, 26 töp, 52,1% Marel Baldvinsson 8/0 2 sigrar, 3 jafntefli, 3 töp, 43,8% Sævar Þór Gislason 7/0 1 sigur, 2 jafntefli, 4 töp, 28,6% Ólafur Stígsson 6/0 1 sigur, 3 jafntefli, 2 töp, 41,7% Gylfi Einarsson 5/0 3 sigrar, 1 jafhtefli, 1 tap, 70% Haukur Ingi Guönason 4/0 2 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap, 62,5% Atli Sveinn Þórarinsson .... nýliði Landsliðsþjálfarinn
Atli Eövaldsson ~ \
Sigrar Jafnt. Töp ! -^j 10 5 10 50% árangur Leikir