Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 DV Fréttir „Framboðsræður“ í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöld: Átakalínur skerpast DV-MYND E.ÓL Stefnuræðan flutt Forsætisráöherra lagöi megináhersiu á jákvæö umskipti i efnahagsmálum í stefnuræöu sinni i gærkvöld og sneri vinsælli sólgleraugnalíkingu um sjálfan sig upp á stjórnarandstööuna, sem er aö hans mati óhætt aö leggja frá sér regnhlífina. Stjórnarandstaöan sagöi umskiptin ekki stjórnvöldum aö þakka. Undanfarnar vikur hefur hver áhugamaöurinn um stjómmál á fætur öðmm lofað landsmönnum óvenjufjörugum og skemmtilegum kosningavetri. Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á Al- þingi í gærkvöld voru hins vegar ekki venju fremur skemmtilegar, ef undan er skilin innblásin ræða Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra, sem gat þess meðal ann- ars að „þar sem tveir eða fleiri dropar koma saman, þar er rign- ing.“ En ræðumenn mörkuðu flokk- um sínum stöðu í aðdraganda átakanna og drógu víglínur. Upp úr stendur að formaður Samfylk- ingarinnar varði bróðurparti ræðutíma síns í að skilgreina stefnu síns flokks í brýnustu mál- um þjóðarinnar sem algjöra and- stæðu við stefnu Sjálfstæðisflokks- ins á meðan formaður Vinstri- hreyfingarinar - græns framboðs hjó nokkum veginn jafnt i allar áttir og lagði þunga áherslu á nauðsyn þess að mynduð yrði „velferðarstjóm" eftir næstu kosningar - en notaði þó ekki hug- takið „vinstri stjórn“ eins og landsfundur ungliðahreyfingar flokksins gerði i ályktun í haust. Sólgleraugu og regnhlífar í stefnuræðu sinni minntist Davið Oddsson á málefni allra ráðuneyta nema sjávarútvegs-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta. Efnahagsmálin voru efst á blaði enda sagði Davið að þau myndu ásamt fjárlagafrumvarpinu yfir- gnæfa önnur mál fram að jólum. Hann rifjaði upp ummæli for- ingja stjórnarandstöðunnar um efnahagsmál fyrr á árinu, um að rikisstjórnin hefði „farið í jóla- köttinn" í þeim málum og að hann sjálfur væri veruleikafirrtur setti sifellt upp ný sólgleraugu þótt hellirigndi. Davíð sagði útlit fyrir að kaupmáttur myndi aukast á næsta ári níunda árið i röð, en engin dæmi væru um slíkt í ís- lenskri efnahagssögu. Hann sneri því sólgleraugnalíkingunni upp á stjórnarandstöðuna og sagði held- ur spaugilegt að „spássera í regn- stakk með uppspennta regnhlíf í glaðasólskini og góðviðri." Össur Skarphéðinsson svaraði því til að betri horfur nú breyttu ekki þvi að Davíð hefði leitt þjóð- ina í dýrkeyptar ógöngur, sem Al- þýðusamband íslands heföi bjarg- að henni úr. Steingrímur J. Sig- fússon tók i svipaðan streng og vildi ekki síst þakka Seðlabankan- um að ræst hefði úr málum. írak og fjármál flokka Davíð lagði mikla áherslu á eflt samráð stjórnvalda við heildar- samtök aldraðra þar sem stefnt væri að sáttargjörð til næstu ára, minnti á fyrirhuguð stórverkefhi á sviði samgangna og sérstakt átak til að auka framboð á leigu- húsnæði fyrir tekjulága einstak- linga, og sagði þýðingarmikið að búa landbúnaðarframleiðslu und- ir aukna samkeppni svo að fátt eitt sé nefnt. Þýðingarmest voru kannski um- mæli forsætisráðherra um íraks- stjórn. „Takist öryggisráðinu [Sameinuðu þjóðanna] ekki að fást við svo hættulega ógn sem þá er stafar frá íraksstjóm og brölti hennar má ekki útiloka að farnar verði aðrar leiðir," sagði Davíð. Þá vekja athygli ummæli hans um Qármál stjórnmálaflokka. Hann sagði óþolandi að „pólitískir loddarar" reyndu æ ofan í æ að gera starfsemi flokkanna tor- tryggilega án þess að nefna dæmi máli sínu til stuðnings. Þýðingar- mest væri að reglur um fjármál flokkanna væru skýrar og mátti ráða af orðum hans að til stæði að ganga til athugunar á þessum efn- um. Hvorki var minnst á einkavæð- ingu né stóriðjuáform í stefnuræö- unni. Heilbrigðismálin Líklega var enginn einstakur málaflokkur jafnmörgum ræðu- mönnum jafnhugleikinn í gær- kvöld og heilbrigðismálin. Davið vék snemma að þeim í stefnuræð- rrnni og minnti á, að i fjárlögum þessa árs var um fjórðungi af heildarútgjöldum ríkisins ráðstaf- að til heilbrigðismála. Óábyrgt væri að halda því fram að stór- kostlega fjármuni vantaði til málaflokksins; kerfið væri ekki hafið yfir gagnrýni og heilbrigðis- ráðherra hefði ákveðið að setja af stað heildarendurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu. Davíð rifjaði upp að fyrir tveim- ur árum var rekstrarhalli hefl- brigðisstofnana gerður upp til þess að gefa þeim hreint borð en nú virtist allt komið í fyrra horf á ný. Össur Skarphéðinsson sagði Sjálfstæðisflokkinn engar lausnir boða í heilbrigðismálum nema einkavæðingu, sem væri í algjörri andstöðu við stefnu Samfylkingar- innar. Jónína Bjartmarz sagði Fram- sóknarflokkinn andvígan einka- væðingu en bætti samt við: „[Við] skýlum okkur ekki á bak við póli- tískan rétttrúnað gagnvart ólíkum og mismunandi rekstrarformum hafi verið sýnt fram á með óyggj- andi hætti að önnur form en rikis- rekstur séu hagkvæmari og dragi ekki úr gæðunum." Andstæða Sjálfstæðisflokksins össur Skarphéðinsson stillti sem fyrr segir stefnu Samfylking- arinnar í helstu málaflokkum upp sem algjörri andstæðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að stærstu kosningamálin yrðu fjögur: Evrópumái, velferðarmál, kvótakerfið og menntamál. Stefna flokkanna tveggja í þeim öllum væri eins og svart og hvitt. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ræða aðild að ESB; í heilbrigðis- málum væri reginmunur á af- stöðu til einkavæðingar; í sjávar- útvegsmálxun stæði valið um fym- ingarleið Samfylkingarinnar eöa varðstööu um sérhagsmuni hinna útvöldu; og í menntamálum vildi Samfylkingin stórauka framlög en eftir ellefu ára valdatíð Sjálfstæð- isflokksins í menntamálum væri nú meira fé varið til landbúnaðar en allra framhaldsskóla landsins og Háskóla íslands samanlagt. Össur minntist ekki á Fram- sóknarflokkinn í ræðu sinni. Velferðarstjórn Steingrimur J. Sigfússon gagn- rýndi á hinn bóginn alla stóru flokkana (nema vitanlega sinn eig- in) og minnti meðal annars á, að Össur Skarphéðinsson og félagar hefðu hafið breytingarnar á heil- brigðiskerfinu sem þjóðin væri nú að súpa seyðið af, en umskiptin þegar framsókn tók við hefðu „gengið svo smurt að það tók varla nokkur maður eftir þeim.“ Fyrst og fremst gagnrýndi Steingrímur þó það ástand sem hann sagði vera á bak við glans- mynd stjórnvalda: gríðarlegar skuldir heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga og brotalamir i vel- ferðarkerfinu. Steingrímur sagði skattbyrði láglaunafólks hneppa þúsundir einstaklinga i fátækt á sama tíma og eignarskattar, hátekjuskattur og skattur á hagnað fyrirtækja væru lækkaðir. í fjárlagafrum- varpi næsta árs skini sólin því að- eins á gróðafyrirtæki, hátekjufólk og eignafólk. Gegn þessu - og helmingaskiptum stjórnarflokk- anna, þar sem Framsóknarflokk- urinn „sæti i kóngulóarvefnum miðjum" - tefldu vinstri-grænir kröfunni um myndun velferðar- stjómar. „Myndun velferðar- stjórnar að loknum næstu kosn- ingum verður meginbaráttumál okkar í vetur,“ sagði Steingrímur. Tveir skipstjórar Að öðrum ólöstuðum fór Guðni Ágústsson á mestum kostum í gærkvöld; talaði blaðalaust og sló oft á létta strengi. Rauði þráður- inn í ræðu hans var að það ríkti „þróttur á íslandi", kaupmáttur hefði vaxið, tekjuskattur verið lækkaður og þannig hefði meðal annars tekist að laða burtflutta ís- lendinga aftur til landsins undan- farin ár. Þjóðarskútan væri á réttri leið. Ummæli Guðna mn að tveir öfl- ugir skipstjórar sætu í brúnni á þjóðarskútunni vöktu kátínu sumra í þingsalnum og þeir Davíð og Halldór brostu sjálfir í kamp- inn. Össur hafði áður minnst á mat- arverð i ESB og því minnti Guðni á að Össur og hans flokkur hefðu á sinmn tíma barist með kjafti og klóm fyrir matarskattinum. Vinstri-grænir væru hins vegar „skemmtilegur flokkur". „Hann er staöfastur," sagði Guðni. „Við vitum hvar við höfum þá, þeir eru Eilltaf á móti. En ég man þó eftir því að á síðasta þingi studdu þeir eitt frumvarp. Það var girðingarfrumvarpið sem ég flutti. Enda alræmdir þvergirðingar." Víglínur dregnar Þótt umræðan í gærkvöld hafi að nafninu til verið „um stefnu- ræðu forsætisráðherra" voru þarna í raun fluttar sjálfstæðar framboðsræður allra flokka við upphaf kosningabaráttu. Enginn fór með afgerandi sigur af hólmi. Viðsnúningur í efnahagsmálum hefur slegið beitt vopn úr höndum stjómarandstöðunnar en hún hélt engu að síður uppi hvassri og oft beinskeyttri gagnrýni. Athyglisverðar víglínur voru dregnar i umræðunum og fróðlegt verður að sjá hvort reynist happa- drýgra; að velja sér einn höfuð- andstæðing eins og Samfylkingin eða eitt höfuðmarkmið eins og Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð. -ÓTG Beingreiöslur Beinar greiðslur til bænda vegna mjólkurframleiðslu eru í frumvarp- inu áætlaðar 3.872 miiljónir króna eða ríflega tíu milljónir á dag. Bein- ar greiðslur vegna sauðfjárfram- leiðslu verði 1.839 miiljónir króna eða fimm milljónir á dag. í stað tollanna Grænmetisframleiðsla verður styrkt í fyrsta sinn samkvæmt sérstökum samn- ingi til tíu ára. Styrkurinn nem- ur alls 280 millj- ónum króna eða 750 þúsundum á dag. Framleiðsla tómata verður styrkt um 81 milljón, gúrkurækt um 74 milljónir og paprikuframleiðsla um 40 milljónir. Fleiri tré Skógrækt í landinu verður styrkt um 517 milljónir króna eða næstum eina og hálfa milljón á dag. Framlög til landshlutabundinnar skógræktar hafa hækkað að meðaltali um 38% á ári frá 1997. Markmið verkefnisins er „að veita atvinnu, bæta ásýnd og landsskilyrði á landbúnaðarsvæð- um og að binda kolefni." Nýjar tölvur Lagt er til að 15 milljónum verði varið til að endurnýja tölvubúnað alþingismanna, eða 240 þúsundum á hvern þingmann. Búnaðurinn er að jafnaði endumýjaður á fjögurra ára fresti. Fleiri á skólabekk Gert er ráð fyrir að beinn viðbót- arkostnaður vegna fjölgunar há- skólanemenda veröi 414 milijónir króna. Margir „teknir“ Gert er ráð fyrir að lögreglusekt- ir skili ríkis- sjóði 380 milljónum króna á næsta ári, eða ríflega einni milljón á dag. Fjölföldun Höfundarréttargreiðslur vegna ljósritunar í skólum verði 37 millj- ónir eða 100 þúsund á dag. Handritin sýnd Fjárveiting til Þjóðmenningar- hússins hækkar samkvæmt frum- varpinu um fjórðung og verður 72 milljónir. Þar á að verja ríflega 17 mifljónum til aö efla öryggismál í tengslum við sýningu á nokkmm af merkustu handritum þjóðarinnar í Þjóðmenningarhúsinu. Þaö út- heimtir m.a. að gæslumenn séu í húsinu allan sólarhringinn. Gert er ráð fyrir að sýningin standi í nokk- ur ár. Stofnun Áma Magnússonar fái aðrar 15 mflljónir til þess að und- irbúa sýninguna. -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.