Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Síða 7
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002
DV
Fréttir
7
Nektardansstaðir hverfa úr Reykjavík:
Vegas fer úr súlu-
dansi í rokkið
Með umdeildri breytingu á lögreglu-
samþykkt Reykjavikur nú nýverið um
bann við einkadansi og fleiru var nekt-
ardans- eða svokölluðum súlustöðum
endanlega gert ómögulegt að starfa í
borginni og hafa þeir lagt upp laupana
einn af öðrum. Einn þessara staða er
Club Vegas, fyrrum Tveir vinir, sem er
á homi Laugavegar og Frakkastígs.
Honum hefúr nú verið breytt i rokk-
stað undir nafninu Barinn.
Hjónin Amheiður Ragnarsdóttir og
Þór Ostensen ráku Club Vegas síðustu
tvö árin en staðurinn hefur verið starf-
ræktur á þessum stað síðan 1995. Þór
segir þau hafa setið uppi með gríðar-
lega fjárfestingu sem skilaði engu
nema útgjöldum frá byijun árs 2001,
þegar neikvæð umfjöllun og ýmsar að-
gerðir yfirvalda fóru af stað.
Viðbrögð þeirra við nýrri lögreglu-
samþykkt var að umbylta staðnum í al-
mennan skemmtistað fyrir lifandi tón-
listarflutnmg. „Við skildum þó eftir
eina súlu svona til gamans," sagði Þór
í samtali við DV.
Hann segir að rokkunnendum á höf-
uðborgarsvæðinu hafi ekkert verið
sinnt um árabil þannig að sá markaður
þótti spennandi. Var staðurinn opnað-
ur á ný gjörbreyttur laugardagskvöldið
28. september undir nafninu Barinn. Á
staðurinn að verða athvarf rokkara
Reykjavíkur og verður opinn öll kvöld
vikunnar. Þar verða ýmsar uppákomur
með trúbadorum, uppistandi, tónleik-
um og ýmsu öðru sem rekstraraðilum
db - 'M
DV-MYND ÞOK
Síðasta súlan
Þór Ostensen, Arnheiöur
Ragnarsdóttir eigendur og Sigurjón
Skæringsson rekstrarstjóri viö síö-
ustu súluna á Barnum í fyrrum nekt-
ardansstað Club Vegas.
staðarins kemur til hugar hverju sinni.
Einnig er myndvarpi á staðnum til nýt-
ingar fyrir ýmsa viðburði, svo sem box
og aðra kappleiki. Fyrrum eigendui-
Rosenberg-kjallarans, þau Siguijón
Skæringsson og Oddný Fortescue, hafa
verið fengin til að annast reksturinn.
Meðal hljómsveita sem þar spila á
næstunni má nefna Sniglabandið, Plast,
Stálfélagiö, Rokkslæðuna og
Fræbbblana svo eitthvað sé nefnt.-HKr.
Ferðalausnir enn í ósætti við Ferðamálaráð:
Verið að hagræða
sannleikanum
- segir framkvæmdastjórinn
Tryggvi Sveinbjömsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðalausna ehf., gefúr
lítið fyrir skýringar Elíasar B. Gisla-
sonar hjá Ferðamálaráði á að ferðavef-
ur Tryggva, visit.is., hafi ekki þótt
styrktækur þegar ráðið úthlutaði ný-
verið. Eins og kom ffam í DV segir
Ferðamálaráð að styrkjunum hafi ver-
ið ætlað að fara í grunnþjónustu en vef-
ur Tryggva sé fyrst og fremst miðill.
„Ég ætla að benda Elíasi á að þeir
auglýstu aldrei eftir fyrfrtækjum í
grunnþjónustu og átti ég fund með Elí-
asi þar sem ailt annað kom fram en þá
kallaðist vefúrinn www.visit.is ekki
fjölmiðill. Það er bara verið að hag-
ræða sannleikanum. Það hefði verið
miklu gáfúlegra fyrir Ferðamálaráð að
segja nei við umsókn minni heldur en
að fara í þessar æfingar og skilgrein-
ingar á fyrirtækinu,“ segir Tryggvi.
„Ég vil líka taka ffarn að ég er ekki
einn um þá skoðun mína á Ferðmála-
ráði að það verði að taka verulega til
þama og breyta áherslum. Ég vil jafii-
framt skora á samgönguráðherra og
nýkjörin formann Ferðamálaráðs að
skoða þetta nánar,“ segir Tryggvi. -BÞ
ARROW TRAX POLYPLUSH
ENCORE
CITY HEAVY OCT-O-MAT
TRAFFIC
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
Netfang: sala@rv.is
Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8:00 - 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða
líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. - fös. 8:00 - 18:00.
Forvarnir í ræstingu
GOLFMOTTUR
V
\ I /j
v \
Smáauglýsingar
tómstundir og afþreying
550 5000
Partner K1250 / Þyngd 14,6 / Skurðd. 14,5 cm.
DIMAS ELD 20/ELD
45/ELD 70/ELD 90
Þurr 8 blaut
steinsögunarblöð
Partner HP 40 bensínvökvadæja fyrin
Partner K2500 8 Partner K3B00 >
Þyngd 8B kg /16 hö BSS f /
Paitner K25Ð0 / Pvnnd 8,3 kg / Skurdd. 14.5 cnT
Partner K700 / Þyngd 9.3 kg / Skurðdýpt 12,5 cm
Partner K3600 / tyngd 7.9 kg / Skurðd. 26.
Partner K950 / Þyngd 11
,2 kg / Skurðdýpt 14,5 cm
.
Th® smssri miay, DIMAS
Dalvegur 16a 201 Kópavogur