Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002
DV
Fréttir
Aðhaldsaðgerðir deCODE með fækkun starfsmanna úr 650 í 450:
„Þetta sýnir að fyrir-
tækinu er alvara"
- hefur leitt til hækkunar hlutabréfa, segir verðbréfamiðlari
Barátta gegn offitu vekur tlltrú
Samningur íslenskrar erföagreiningar og Merck & Co„ Inc. um umfangsmikiö samstarf um þróun nýrra meöferöarúr-
ræöa gegn offitu viröist ætla aö skapa aukna tiltrú sérfræöinga á fyrirtækinu.
Valdimar Þorkelsson, verðbréfa-
miðlari hjá íslandsbanka, segir að
erfitt sé að spá um gengi hlutabréfa
í deCODE næstu misserin. Aðhalds-
aðgerðir fyrirtækisins með fækkun
starfsmanna úr G50 i 450 hafi þó
klárlega áhrif til hækkunar á verði
bréfanna á Nasdaq-markaði undan-
fama daga. „Þetta sýnir að fyrirtæk-
inu er alvara með kostnaðaraðhald
og alvara með að reyna að láta
þessa peninga sem þeir hafa í kass-
anum duga þangað til þeir byrja að
skila hagnaði."
Valdimar segir aö það sem var
einna helst á bak við allra mestu
lækkanimar í sumar, úr 5 i 2 doll-
ara, hafi verið breytingar á forsend-
um. Nasdaq-markaðurinn hafi t.d.
farið niður um 40%. Þegar menn
hafi á sama tíma horft fram á að fyr-
irtækiö ætti ekki til peninga í kass-
anum nema til að reka félagið út
næsta ár, þá hafi þeir hinir sömu
misst tiltrúna á deCODE. Þetta hafi
síðan greinilega breyst eftir að
kunngerðar voru stífar aðhaldsaö-
gerðir i fyrirtækinu.
Vandræði í Vatnsmýrii
Þrlöjl hlutl
Fleiri stoðir
- Er þá kannski rétti timinn að
kaupa núna?
„Það er góð spuming. Það hefur
tvennt jákvætt gerst núna i siðustu
viku. Annars vegar jákvæðar að-
gerðir í kostnaðaraðhaldi og hitt
sem er sýnu jákvæðara er að þeir
náðu sambandi við annan aðila en
lyfjarisann Hoffman-LaRoche. Þeir
em því komnir í samstarf við
þriðja aðila, en lengi vel hefur fé-
lagið verið mjög háð LaRoche."
Þarna vísar Valdimar til samn-
ings íslenskrar erfðagreiningar og
Merck & Co., Inc. um umfangsmik-
ið samstarf um þróun nýrra með-
ferðarúrræða gegn offitu. Samning-
urinn er til þriggja ára og mun að
sögn fyrirtækisins skapa íslenskri
erfðagreiningu umtalsverðar tekj-
ur. Þar er um að ræða fastar rann-
sóknagreiðslur, greiðslur fyrir að-
gang að tækni og þjónustu, áfanga-
greiðslur þegar ákveðnum áföng-
um í þróun lyfja er náð, svo og
hlutdeild í tekjum af sölu nýrra
lyfja. Virði samningsins fyrir ís-
lenska erfðagreiningu gæti orðið
meira en 90 milljónir Bandaríkja-
dala ef Merck tekst að þróa og
markaðssetja fleiri en eina afurð
sem byggist á samstarfinu. í þess-
ari upphæð er ekki tekið tillit til
hlutdeildar í hugsanlegri sölu
nýrra lyfja.
Rétt að halda í bréfin
Valdimar segir að það hafi verið
viðloðandi hlutabréfamarkaðinn frá
þvi hann byrjaöi hérlendis 1985, að
hlutabréf væru langtímafjárfesting.
Það eru einmitt þau skilaboð sem
hérlendar fjármálastofnanir hafa
sent fjárfestum, ásamt því að menn
tækju tillit til áhættudreiflngar.
Þetta breyttist nokkuð með „Net-
bólunni“ svokölluðu sem sprungiö
hefur illilega í andlitið á fjölmörg-
um fjárfestum.
Valdimar telur að miðað við það
verð sem sést hafi á bréfum
deCODE undanfama daga, þá væri
réttast hjá mönnum að reyna að
halda í sín bréf í deCODE Genetics.
Gallaðar greiningar
Mat sem þekktir bandarískir
fjárfestingabankar á borð við Morg-
an Stanley og Lehman Brothers
gáfu út í ágúst 2000 á framtíðar-
verði deCODE Genetics, reyndist
verulega skakkt. Mat þeirra, sem
gert var skömmu eftir að deCODE
var skráð á Nasdaq-markaði, hljóð-
aði upp á að framtíðarverð til 12
mánaða yrði á bilinu 35 til 37
Bandaríkjadalir. Það gerðist hins
vegar ekki og hæst fór gengið
skömmu eftir þetta mat í 29 dollara
í september 2000. Síðan var fallið
hratt.
„Það er erfitt að segja til um
hvaða skýringar liggja að baki
þessu ofmati Morgan Stanley og
fleiri aðila. í greiningarskýrslum í
fyrrahaust kom fram að bréfm
væru um 12 til 15 dollara virði. Það
stoppaði í um 10,60 dollurum um
áramótin síðustu og hefur síðan
verið beint strik niður. Forsendur
fyrir þessum greiningum voru gall-
aðar að því leyti að verið var að
taka mælistikur sem hafa verið að
virka í líftækniiðnaðinum og heim-
færa þær upp á deCODE. Þeir
höfðu ekkert annað í höndunum
þar sem fyrirtækið hafði aldrei
skilað hagnaði," segir Valdimar
Þorkelsson.
Ekkert í hendi
Hann bendir á að menn hafi í
raun ekki haft neitt í höndunum til
að meta deCODE. Ekki frekar en
mörg þessara „dot com“ og Netfyrir-
tækja fyrir nokkrum árum og höfðu
aldrei skilað hagnaði og ekki heldur
haft jákvætt sjóðsstreymi. Allar hefð-
bundnar greiningar- og matsaðferðir
byggi á að um jákvætt sjóðsstreymi
og hagnaö sé að ræða. Það sé því enn
sem komið er fátt annað en vænting-
ar sem hægt er að byggja á.
Vanmat hérlendis
Hérlendir verðbréfamiðlarar
mátu aðstæður einnig greinilega
rangt skömmu áður en fyrirtækið
var skráð á Nasdaq-markað í júlí
2000 er verð á gráa markaðnum var
um 25 dollara á hlut. Héldu margir
verðbréfamiðlarar hérlendis þá
áfram að leggja að eigendum bréf-
anna að halda þeim enn um sinn. í
maí 2000 var jafnvel talað um að fyr-
irtækið gæti verið allt aö tífalt verð-
mætara en markaðsverðmætið þá
stundina gæfi til kynna. Ekkert af
þessu gekk eftir og margir þurftu
því að sitja eftir með sárt ennið og
mikið tap á þessum hlutabréfavið-
skiptum.
Breytinga að vænta
í ljósi orða Valdimars virðast for-
sendur fyrir mati á fyrirtækinu
vera að breytast. Hann ítrekar þó að
mikið flökt sé enn á mörkuðum,
meðal annars vegna yfirvofandi
stríðs í írak og neikvæð áhrif vegna
hækkandi olíuverðs. Mikið fall
hlutabréfavisitalna siðan á áramót-
um ætti þó að gefa vísbendingar mn
aö rétt sé að kaupa nú. Þá geti menn
líka nýtt sér afar sterka stöðu krón-
unnar gagnvart dollar. Ekkert sé þó
geflð um að vísitölur geti ekki lækk-
að enn frekar. Bendir hann í því
sambandi á að nokkuð hafi verið
um afkomuviðvaranir fyrirtækja á
þriðja ársfjórðungi. Það hafi kynt
undir enn frekari lækkunum og
flökti á markaði. Á móti gera menn
ráð fyrir að þegar kemur fram í lok
október, þá nái markaöurinn að
rétta við og muni hækka það sem
eftir er árs. Hvort það hafl áhrif á
stöðu deCODE sé hins vegar erfitt
að segja til um. Til lengri tíma litið
ætti hlutabréfaeign í fyrirtækinu og
í þessum geira að geta verið góð
fjárfesting.
Jákvæðar aðgerðir
Almar Guðmundsson, hjá grein-
ingadeild íslandsbanka, segir að
nýjustu aðgerðir íslenskrar erfða-
greiningar hljóti að vera jákvæðar í
augum markaðarins. Miðað við
áætlanir félagsins ætti það að
tryggja að félagið nái fyrr jafnvægi
en áætlað var.
„Menn verða þó auðvitaö að sjá
hvemig þetta skilar sér i ársfjórð-
ungslegum tölum sem félagið skilar
frá sér. Það mun þó ekki koma fram
strax, enda tóku þeir fram að þeir
muni næst inna af hendi ákveðnar
gjaldfærslur sem tengjast m.a. þess-
um breytingum."
Almar segir þó varlegt að gefa út
einhverjar spár um gengi fyrir-
tækja eins og deCODE. Það sé ein-
faldlega erfitt þar sem tekjugrunn-
urinn sé tiltölulega veikur. Hann
segir að spár um fyrirtæki í þessari
grein séu háð mikilli óvissu sem
minnki þó í tilfelli deCODE eftir
þær breytingar sem nú eiga sér
stað. Eftir þetta þurfi þeir ekki eins
á auknu fjármagni að halda inn í
reksturinn. Hann segir að menn
hafi einmitt horft á fyrirtæki í
Bandaríkjunum lenda í vandræð-
um vegna þess að þeir hafi stólað á
að geta útvegað sér aukið fjármagn
á markaði. Þetta er nú mjög erfitt
og raunar telur Kári Stefánsson,
forstjóri deCODE, að það sé nær
útilokað í dag.
„Ef þeir ná sínum markmiðum
með þessum aðgerðum, þá verða
þeir komnir í tiltölulega gott jafn-
vægi strax á næsta ári. Það munar
mikið um slíkt og auðveldara verð-
ur þá að gera raunhæft mat á fyrir-
tækinu," segir Almar Guðmunds-
son. „Menn bíða bara spenntir eftir
að sjá hvort áætlanir félagsins
ganga upp.“ -HKr.
Rannsóknarvinna í íslenskri erfðagrelningu
Menn bíöa spenntir eftir aö sjá hvort áætlanir félagsins í kjölfar aöhaldsaö-
geröa ganga upp.
Stofnun Umferðarstofu
Umferðarstofa tók til starfa í
fyrradag en henni er ætlað að fara
með stjómsýslu á sviði umferðar-
mála, einkum varðandi umferðar-
reglur, ökutæki, ökupróf, slysarann-
sóknir, fræðslu, slysaskráningar og
fleira. í Umferðarstofu sameinast
Skráningarstofan ehf. og Umferðar-
ráð en einnig flytjast til stofnunar-
innar verkefni frá dómsmálaráðu-
neyti. Dómsmálaráðherra, Sólveig
Pétursdóttir, var viöstödd formlega
opnun Umferöarstofu.
Ráðgjöf fyrir foreldra
Foreldrasamtökin, Vímulaus
æska, sem reka Foreldrahúsið opn-
uðu nýja heimasíðu i gær. Knútur
Hauksson, aðstoðarforstjóri Sam-
skipa, hleypti heimasíðunni af
stokkunum en Samskip eru styrkt-
araðilar Vímulausrar æsku.
Á síðunni eru margvíslegar upp-
lýsingar fyrir foreldra ungra vímu-
efnanotenda, ráðgjöf og yfirlit yfir
starf samtakanna. Slóðin er
www.foreldrahus. is.
Sátt í „diekamáli"
Deiluaðilar
vegna heimilda-
myndarinnar, 1
skóm drekans, hafa
komist að sam-
komulagi. Aðstand-
endur Ungfrú ís-
land.is og þátttak-
endur í keppni ætla
að falla frá lögbanni sem þeir fengu
sett á myndina í vor. Þó setja að-
standendur ákveðin skilyrði sem
mun felast í því að andlit stúlkn-
anna verða hulin í nokkrum atriö-
um myndarinnar. Á þetta hefur
framleiðandinn, 20 geitur, fallist og
ætti því ekkert að standa i vegi fyr-
ir opinberri sýningu myndarinnar.
Skelfiskkvóti skertur
Kvóti á skelfisk í Breiðafuði hefur
skerst um 39% frá síðasta fiskveiði-
ári. Á síðustu þremur árum hefur
heildarkvótinn við íslandsstrendur
skerst um tæp 50%. Breiðafjörður
geymir stærstu skelflskmiðin viö ís-
landsstrendur, en frá 1985 hefur
heildaraflamark þar hrapað jafnt og
þétt. í fyrra var leyfilegt að veiða þar
6.500 tonn en á nýju fiskveiðiári, sem
hófst þann 1. september sl., verður
leyft að veiða 4.000 tonn.
Talaö við álfa
Kvikmyndafélagið Pegasus hefur
undanfarið verið við myndatöku á
frönsku sjónvarpsmyndinni, Virus
au Paradise, í Hólum í Nesjum. Þar
kom Þorleifur bóndi Hjaltason til
skjalanna en hann leikur álfamiðU í
myndinni. Sagðist hann kunna því
hlutverki vel en hann er enginn ný-
græðingur þegar kemur að kvik-
myndaleik, hefur leikið í nokkrum
myndum. Að sögn forráðamanna
hafa tökur gengið vel og veður hef-
ur leikið við kvikmyndafólkið.
-aþ/JI/GG