Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 15
15 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 DV í anda tónlistarinnar DV-MYND HARI Elín Ósk Óskarsdóttlr sópran Rödd hennar var svo tær og hljómfögur aö það var eins og hún væri meö innbyggðan bergmálsmekanisma í barkanum. Elín Ósk Óskarsdóttir sópran hefur ekki verið mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi hin síðari ár. Persónulega hef ég ekki heyrt í henni siðan hún stal senunni frá Kristjáni Jóhannssyni í Þjóðleik- húsinu í Valdi örlaganna eftir Verdi fyrir allmörg- um árum. Er því fagnaðareftii að hún skuli vera í aðalhlutverki í Macbeth eftir Verdi í næstu upp- færslu íslensku óperunnar í vetur. Óperuunnend- ur veröa örugglega ekki fyrir vonbrigðum ef marka má frammistöðu hennar á tónleikum með Richard Simm, píanóleikara í Salnum í Kópavogi, á þriðjudagskvöldið. Tónleikamir hófust á tónsmíðum eftir Pál ísólfs- son, söngvum úr Ljóðaljóðunum. Þar er tónmálið blátt áfram og innilegt en um leið skynjar maður einhvers konar tímaleysi sem erfitt er að skil- greina. Laglínumar em grípandi og þar fyrir utan beitir Páll alls konar stílbrögðum til að fylgja inn- taki textans, án þess að ofgera eins og oft vill verða þegar menn semja við efiii úr Biblíunni. Útkoman er hrífandi og hljóta þetta að teljast með bestu verkum Páls. Túlkun Elínar var fyllilega í anda tónlistarinnar, stórbrotin og tignarleg, kraftmikil þegar við átti en annars innhverf og dreymandi og var þetta mergjuð byijun á tónleikunum. Næst á dagskrá voru tvö verk eftir Jón Ásgeirs- son, Spilafiflið og „Ég fmn þina náveru" - sena og aría Steinunnar úr óperunni Galdra-Lofti. Hér not- aði söngkonan allt sviðið með dramatískum tilþrif- mn og var söngur hennar ákaflega áhrifarikur. Sérstaklega dáðist maður að atriðinu úr Galdra- Lofti þar sem löng stígandi er í magnaðri tónlist- inni og komst hún vel til skila í tilfmningaþrung- inni túlkun Elínar. Eftir hlé söng Elín nokkrar frægar aríur eftir Puccini og þar fyrst opinberaði hún til fulls hvers hún er megnug. Verður að segjast eins og er að frammistaða hennar var fádæma glæsileg. Rödd hennar var svo tær og hljómfógur að þaö var eins og hún væri með innbyggðan bergmálsmekanisma i barkanum, hvemig sem hún fór nú að því. Ekki varð maður var við nein tæknileg vandamál, tón- listin fékk að njóta sín án nokkurrar fyrirstöðu og var hún svo unaðslega fögur að maður komst við. Tónlist Píanóleikur Richards var traustur og vandaður, hann bókstaflega sameinaðist söngröddinni, hamp- aði henni, rammaði hana inn - ef svo má að orði komast. Hann hefði þó átt að kyssa Elínu eins og hún bauð honum eftir að hún hafði brugðið sér í hlutverk daðursdrósarinnar Músettu úr La Bohéme; það hefði fullkomnað atriðiö. Hver aría var kynnt af Bryndísi Jónsdóttur, og gerði hún það skilmerkilega, á hæfilega dramatísk- an máta án þess að vera tilgerðarleg. Er því ekki annaö hægt að segja en að þetta hafi verið frábær- ir tónleikar og eiga þeir án efa eftir að lifa í minn- ingunni um ókomna tíð. Jónas Sen Bókmenntir Sigrún fer til Samiraka Ferðin til Samiraka hlaut íslensku bama- bókaverðlaunin 2002 í vikunni sem leið og er þetta frumraun höfundar, Hörpu Jónsdóttur. Hér segir frá Sigrúnu sem á heima á ísafirði ásamt mömmu sinni og pabba. Foreldramir kynntust á sínum tima á sérkenni- legan hátt því pabbi Sig- rúnar fann mömmu henn- ar niðri í fjöru, meðvitundar- og minnislausa. Mamma Sigrúnar hefúr aldrei fengið minnið aft- ur og er kölluð „huldukonan" af fjölmiðlum. Einn góðan veðurdag hverfur Sigrún inn í ann- an heim, Samfraka, þar sem hún fær að vita hver mamma hennar er í raun og veru. Þar kynnist hún Arasi, samíröskum jafnaldra sínum, og fær það verkefni að hjálpa íbúum þessa nýja heims að berj- ast gegn svokölluðum Brautryðjendum sem vilja innlima alla íbúa Samiraka í samtök sín, en þar gerir fólk ekkert annað en að strita. Það dularfulla er að þeir sem á annað borð hafa gengið í samtök- in virðast um leið missa sixm frjálsa vilja og Sig- rún þarf að leysa gátuna á bak við það. Ferðin til Samiraka er ein margra ævintýra- bóka sem fást við aðra heima þar sem góð og 01 öfl takast á. Þetta sagnamynstur er til að mynda þekkt úr sögum Philips Pull- manns sem notið hafa mikilla vin- sælda. Óhjá- kvæmilegt er að bera bókina sam- an við þær bækur en sá samanburð- ur getur ekki orð- ið hagstæður þar sem hér er um mun tilþrifam- inna verk að ræða. Heimsmynd sögunnar minnir um margt á vís- indaskáldsögu en þó er ýmsum spurningum ósvarað eins og hvað valdi hellaveikinni hræði- legu, hver sé raunverulegur tilgangur Brautryðj- endanna og af hverju Aras lifði af hinn almenna bamadauða í Samiraka og er ólíkur öðrum. Les- endur hafa því miður ekki miklar forsendur til að velta þessu fyrir sér og setja fram eigin tilgátur fram að næstu bók, en gera má ráð fyrir að mál- in skýrist frekar í boðuðu framhaldi. Sigrún sjálf er geðþekk en dæmigerð ævintýra- hetja, ósköp venjuleg stúlka við upphaf sögu en reynist vera hugrökk og þrautseig. Aras er litlaus félagi en ýmsar skemmtilegar aukapersónur koma við sögu. Sérstaklega má nefna bláu gufuna Medelu og Baret lækni sem sést yfir aðalatriðin þegar hann heldur að hann hafi gert merka upp- götvun. Þá er margt í umhverfmu forvitnilegt, tft dæmis sefið eitraða og hinar grimmu vatnadísir. Ferðin til Samiraka er lipur og auðlesin saga. Hún er nokkuð gott íslenskt framlag í þann straum nútímaævintýra sem nú rennur yfir heimsbyggðina þó að hún sé ekki jafn ígrunduð og þær bestu i þeim flokki. Sem frumraun er þetta ágætlega heppnuð saga og vonandi að við fáum að heyra meira frá Samiraka í framtíðinni. Katrín Jakobsdóttir Harpa Jónsdóttir: Feröin til Samiraka. Vaka-Helgafell 2002. Harpa Jónsdóttir Saga hennar er framlag í straum nútímaævintýra. Kyngervi, ofbeldi og konur í listum - ráðstefna um kvenna- og kynjarannsóknir hefst á morgun í aðalbyggingu Háskóla Islands Á morgun og laugardag stendur Rann- sóknastofa í kvennafrœðum fyrir fjöl- breyttri og athyglisveröri rúöstefnu um kvenna- og kynjarannsóknir. Alls taka um 60 frœöimenn þátt í 12 málstofum þar sem rætt veröur um kvikmyndir og kyngervi, ofbeldi, kvenfrelsishugmyndir 19. aldar, líkamann, lífsýni, konur í listum, ævisög- ur, heilsu kvenna, vinnu og velferöarkerf- iö, svo fátt eitt sé nefnt. Sýnir ráöstefnan vel gróskuna í þessum nýju frœöum. Ráðstefnan verður sett í hátiðasal Háskóla íslands kl. 14 á morgun og fyrsti fyrirlesari er dr. Rosi Braidotti, víðkunnur heimspekingur og prófessor við Utrecht-háskóla í Hollandi. Hún fjallar um kvenna- og kynjafræði og verð- ur fyrirlesturinn á ensku. Að honum loknum verða pallborðsumræður og þátttakendur með dr. Braidotti verða Ingólfur Á. Jóhannesson, Sigríður Þorgeirsdóttir og Þorgerður Einars- dóttir. Hallgerður hló Málstofur verða haldnar í Odda og verða þær þrjár fyrstu kl. 16.30 á morgun. í stofu 101 verður málstofa um kvikmyndir og kyngervi og fyrsta erindið þar flytur dr. Anneke Smelik kvik- myndafræðingur sem er heiðursgestur ráðstefnunnar ásamt dr. Braidotti. Auk hennar tala Geir Svansson og Úlfhildur Dagsdóttir. Aðr- ar málstofur á morgun eru um rými, vald og andóf (stofa 201) og ungt fólk, kyn og ofbeldi (stofa 202). Að morgni laugardags hefst dagskrá kl. 9 meö mál- stofum um ofbeldi, þjáningu og frelsun í femínískri guð- fræði (stofa 202), rómanskar bókmenntir (stofa 201) og Helga Kress prófessor Erindi hennar um hlátur Hall- geröar er lokaatriöi ráöstefnu um kvenna- og kynjarannsóknir. velferðarkerfíð (stofa 101). Kl. 10.45 hefjast málstofur um konur í listum (stofa 101), hugveru, aðferð og kyn (stofa 201) og konur, vinnu og heilsu (stofa 202). Eftir matarhlé hefjast málstofur kl. 13.15 um nám, námsval, kennslukonur og femínisma (stofa 202), orðræður um líkamann (stofa 101) og (kven)frelsishugmyndir (stofa 201). Öllum málstofum verður lokið kl. 15.15 og eftir stutt kaffihlé flytur Helga Kress prófessor erindið „Hláttn- Hallgerðar“ í stofu 101. Þetta er í þriðja sinn sem haldin er ráðstefna um kvenna- og kynja- fræði við Háskóla íslands og að vanda er aðgangur ókeypis og öll- um heimill. Dagskrá ráðsteftiunnar og útdrættir erinda eru á heima- síðu Rannsóknastofu í kvennafræð- um www.hi.is/stofh/fem. Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Muna Jazzhátíð Jazzhátíð Reykjavíkur heldur áfram meö tvennum tónleikum í kvöld á Kaffl Reykja- vík, Tríó B3 kl. 20.30 og Kvintett Sunnu Gunnlaugs kl. 22. Annað kvöld, kl. 21, verður^ Tríó Flís á sama stað með, Liudas Mockunas á sax,, Davíð Þór Jónsson á pí-/ anó, Valdimar Kolbeinf Sigurjónsson á bassa ogt Helga Svavar Helgason á’ trommur. Kl. 23 stígur svo’ Septett Jóels Pálssonar á svið með Greg Hopkins, Sigurði Flosasyni, Eyþóri Gunn- arssyni, Valdimar Kolbeini, Einari Val Scheving og Helga Svávari. Á laugardaginn, kl. 18, nær hátíðin viss- um hátindi með tónleikum Tiny Bell-tríós- ins i Loftkastalanum og síðan verður djammað til sunnudagsmorguns á Kafli Reykjavík. Forsala á Iceland Airwaves Dagana 16. til 20. október nk. verður Airwaves-hátíðin haldin í fjórða sinn í miö- borg Reykjavíkur og Laugardalshöflinni. Þar verður fleyttur rjóminn ofan af því sem er að gerast í tónlist hér heima og boðið upp á úrval af erlendum tónlistarmönnum. Á meðal gesta verða um 600 manns úr tón- listarheiminum, þar á meðal fulltrúar allra stærstu plötufyrirtækja heims og nálægt 300 fulltrúar fjölmiðla frá 15 löndum. Helstu tónleikastaðir í miðbænum eru Nasa, Gaukur á Stöng og Iðnó. Hátíðin nær hápunkti með stórtónleik- um i Laugardagshöll 19. október. Þar koma fram íslenska sýru-lounge-grúppan Apparat Organ Quartet, bandaríska hiphopsveitin Blackalicious, sænsku rokkararnir í The Hives og Gus Gus, nýkomin úr tónleika- ferðalagi um Bandaríkin. Breski kraftstuð- DJ-inn og fyrrverandi bassaleikari The House Martins Fatboy Slim lokar kvöldinu. Upplýsingar um flytjendur á hátíðinni má finna á http://www.destiny.is/press. Forsala hefst á laugardaginn í verslunum Tals og er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma. Jaromír Klepác í Salnum Tékkneski píanóleikarinn Jaromír Klepác heldur einleikstónleika í Salnum á sunnudagskvöldið kl. 20. Á efnisskrá eru Ballaða í g moll eftir Chopin, By the Seas- hore eftir Smetana, Sónata l.X.1905 eftir Janácek, Sónata i a moll eftir Mozart og Myndir á sýningu eftir Musorgsky. Jaromír Klepác er meðal þekktustu pí- anóleikara Tékklands og er fagnaðarefni aö fá hann í heimsókn. Hann vakti fyrst at- hygli þegar harrn vann til verðlauna í Chop- in-keppni ungra píanista í Mariánske Lázné (Marienbad) og síðan hefur 'hann hlotið viðurkenningar víða, m.a. 3. verð- laun í ARD-alþjóðakeppninni i Múnchen og önnur verðlaun í Prix Martinu-keppninni í París. Hann hefur leikið inn á fjölda geisla- diska, bæði sem einleikari og með öðrum. Sem einleikari og kammermúsíkant hefur hann leikið í virtustu tónleikasölum Evr- ópu, Ameríku, Asíu og Afríku. Þrautabók Gralla Gorms Bergljót Amalds hefur gefið út Þrauta- bók Gralla Gorms til að styðja við börn sem eru að læra að lesa, skrifa og reikna. í bókinni eru ýmis létt dæmi og orðaleik- ir sem auðvelda böm- um námið. Bergljót byggir bók sína á ýmsum erlend- um þrauta- og verkefnabókum en slíkar bækur hafa nýst bömum vel gegnum tíð- ina. Daniel Savagieau teiknar myndir í bókina sem má lita. Virago gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.