Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 18
18
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002
Tilvera Z>V
Kaffibrúsakarlarnir með hádegisgrín á föstudögum:
Höfum sjóast í sam-
skiptum við konur
- segja þeir Júlli Brjáns og Gísli Rúnar
brestimir. Þeir voru ekki djúpspakir,
blessaðir karlamir, og hafa lítið
þroskast."
Júili: „Þetta eru samt ekkert óskap-
lega vitlausir menn. Svona diskúsjónir
hafa heyrst á mörgum kaffistofum. Ég
meina af þessari dýpt.“
Gísli Rúnar: „Já, eða þessum grunn-
leika. Það er kannski þess vegna sem
fólk, ómeðvitað, kannast við þetta og
hefur gaman af. í því liggur galdur-
inn.“
Ættum að fá laun úr krana
Júlli: „Á þessum þrjátiu árum hafa
lika farið fram vísindalegar rannsókn-
ir á hlátri og hann er miklu hollari en
almennt var talið. í raun ættum við að
vera á vegum heilbrigðisráðuneytisins
og fá laun úr krana hjá Tryggingastofn-
un eins og sérfræðingar. Það eru hald-
in hlátumámskeið því hlátur er svo
mikil heilsubót. Það er endorfín sem
sprautast út í líkamann við hláturinn
sem má likja við morfrn og aðra vímu-
gjafa. Þetta er náttúrulegt verkja- og
deyfilyf."
Gísli Rúnar: „Þannig að auglýsingin
ætti að hljóða svó: „Sértu þjáður af
hausverk, tíðaverkjum eða tannpínu.
Komdu þá í Iðnó að kynnast kaffi-
brúsakörlunum." -Gun.
arettar vom hljóðritaðir og settir á
disk sem kemur út um helgina. Afmæl-
ishaldið gerði sig þannig að fjöldi
manns varð frá að hverfa og þessar
góðu undirtektir í vor em ástæðan fyr-
ir þvi sem við erum að gera núna.“
Skraut í skemmtanaflóruna
Júlli: „Okkur fmnst svona hádegis-
grin vera smá skraut í skemmtanaflór-
una. Það hefur löngum verið vitað að
fólk gerir sér stundum dagamun og fer
út að borða í hádeginu, ekki sist í viku-
lokin og nú ætlum við að bjóða því upp
á að hlæja og borða og fara svo „bros-
andi“ í vinnuna - nú eða í helgarfríið.
Það á ekki að þurfa að fara í pælingar
eftir matinn og reyna að komast til
botns í einhveiju sem hér hefur farið
fram. Efhið gefúr ekki tilefhi til þess.“
Gisli Rúnar: „Eða eins og gagnrýn-
andinn sagði i sjónvarpinu um árið:
„Þetta skildi nú ekki mikið eftir sig.“
En starfsfólk hússins er sérhæft í að
hjálpa gestum sem missa niður á sig og
svelgist á súpunni."
„Við verðum með nýja prógrammið
sem við fluttum á afmælinu í vor en
samkvæmt sérstökum óskum fær
stöku sparibrandari frá fyrri tíð að
fljóta með. Kaffibrúsakarlamir voru
ekki þekktir fyrir að vera með rammar
ádeilur eða ætla að breyta samfélaginu.
I besta falli voru það konumar sem
urðu fyrir barðinu á þeim.“
Gísli Rúnar: „Samtöl brúsakarla
snemst iðulega um konur, ekki síst
þeirra eiginkonur og persónubresti
þeirra. Þá flokkaðist þetta undir mein-
fýsni en tveimur árum síðar var farið
að kaila svona lagað kvenfyrirlitningu.
En þá höfðu Kaffibrúsakarlamir líka
forðað sér af sjónarsviðinu."
Júlli: „Já, við vorum ungir og ólofað-
ir en munum taka allt annan pól í hæð-
ina í dag. Við höfúm sjóast svo ansi
mikið í samskiptum við konur."
Gísli Rúnar: „Efnið sem þessir kaffi-
brúsakarlar ___
spunnu úr
var í raun
mannlegt
og
Þeir vom staddir niðri í Iðnó eitt síð-
degið í vikunni, Júlli Bijáns og Gísli
Rúnar. Gervin koma kunnuglega fýrir
sjónir þótt liðin séu ár og öld, derhúf-
umar, köflóttu skyrtumar og bláu
smekkgallabuxumar. Kaffibrúsakarl-
amir komu þjóðinni til að hlæja fyrir
þijátíu árum og kunna það ömgglega
enn. Skyldu þeir nú vera búnir að her-
taka sviðið í Iðnó til að sötra þar sitt
kaffi?
Júlli: „Já, en bara sviðið. Við geflim
öðra fólki eftir salinn og þar getur það
setið við langborð og snætt hádegis-
verö frá veitingahúsinu Tjamarbakk-
anum um leið og það fylgist með okk-
ur. Við byijum kl. tólf og emm búnir
eitt og erum á fóstudögum til að byija
með. Við viljum nefliilega að fólk fari
brosandi inn i helgina."
Diskur kominn á koppinn
Gisli Rúnar: „Við áttum 30 ára
leikafmæli í vor og úr varð að við vökt-
um upp þessa karla sem við jörðuðum
með viðhöfn á sínum tíma eftir að hafa
notað gervin þeirra í rúmt ár sam-
kvæmt hollráðinu: „Hætta ber leik
þá hæst hann stendur." Við héldum
upp á afmælið með því að búa til
nýtt prógramm, fengum til liðs við
okkur nokkra af samferða-
mönnum okkar gegn um
tíðina og höfðum tvo
kabaretta í ís-
lensku óper-
unni fyrir
fullu húsi.
Þeir kab-
DV-MYND E.ÓL.
Kaffibrúsakarlarnir
„Eins oggagnrýnandinn sagði í sjónvarpinu um árið: „Þetta skildi nú ekki mikið eftir sig. “ En starfsfólk hússins er sérhæft í að hjálpa gestum sem missa nið-
ur á sig og svelgist á súpunni. “
í
Sungfð að hættl Slnatra
Geir Ólafsson hefur sérhæft sig í tónlist sem Frank Sinatra hélt lengi á lofti.
Hér heiðrar hann „Frankie Boy“ með söng sínum.
Broadway:
Geir og stór-
sveitin sló í gegn
Söngvarinn Geir Ólafsson eöidi til
tónleika á Broadway á fostudags-
kvöldið þar sem hann bauð upp á
big-band tónleika. Til liðs við sig
hafði Geir fengið marga af fremstu
tónlistarmönnum íslands, þeirra á
meðal 13 blásara. Margmenni mætti
til að hlýða á stórsveitina og söngvar-
ana og setið var við hvert borð á
Broadway og komust fáerri en vildu í
sæti. Þeir sem stóðu skiptu tugum en
létu það ekkert á sig fá og skemmtu
sér hið besta.
Á dagskránni vom lög sem menn
eins og Sammy Davis, Dean Martin og
Frank Sinatra hafa gert fræg gegnum
tlðina, en útsetningar laganna þetta
kvöld vom nýjar og í höndum Þóris
Baldurssonar. Þá var frumflutt lag
Ólafs Gauks, „Farvel Frans, sem Ólaf-
ur Gaukur samdi er hann fregnaði and-
lát Sinatra. Stjómaði Ólafúr Gaukur
stórhljómsveitinni í þessu lagi og fékk
stórkostlegar undirtektir.
Mál margra var að tímabært væri að
bjóða reglulega upp á big-band tónleika
sem þessa og þeir þúsundir dansáhuga-
manna sem landið byggja geti notið sín
í rómantísku andrúmslofti og stigið
dans við viðeigandi tónlist. Viðtökur
tónleikagesta á Broadway vom góðar
og stóðu gestir á fætur undir lok tón-
leikanna og hylltu söngvarann með
glymjandi lófataki. -rt
Tommy Lee fertugur
Rokkarinn og vand-
ræðagemlingurinn
Tommy Lee á stóraf-
mæli í dag. Hvort hann
eyðir því í fanginu á
bamsmóður sinni
Pamelu Anderson er
óvíst. Þau hafa á undanfomum áram
verið að skilja og taka saman aftur í
tíma og ótíma. Fyrir utan að vera með-
reiðarsveinn Pamelu er Tommy Lee
þekktastur fyrir að vera í þungarokks-
hljómsveitinni Mötley Cme. Tommy er
grískrar ættar og fæddist í Aþenu.
Flutti snemma til Bandarikjanna þar
sem hann ásamt vini sínum Nikki Sixx
stofnaði Crae þegar þeir vom í skóla.
Gildir fyrir föstudaginn 4. október
Vatnsberinn (20. ian,-18. febr.l:
Þú ert búinn að koma
þér í einhver vandræði
og enginn nema þú
sjálfur getur losað
þig út úr þeim.
Happatölur þínar eru 5, 27 og 31.
Fiskamir(19. febr,-20. marsl:
Það ríkir glaumur og
gleði í kringum þig og
fleira er í boði en þú
getur með góðu móti
sinnt. Ferðalag er á döflnni.
Happatölur þínar eru 1, 15 og 16.
Hrúturinn . mars-19. apríh:
Vinir þínir eru eitt-
hvað að bralla sem
þú mátt ekki vita af.
Það skýrist í kvöld
hvað um er að vera.
Happatölur þínar eru 3, 28 og 29.
Nautið (20. april-20. maí):
Einhver biður þig um
greiða og þér er ljúft
að verða við þeirri
bón. Hugsaðu þó um
það sem þú þarft sjálfur að gera.
Kvöldið verður mjög ánægjulegt.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
V Ástin er í aðalhlut-
y^^verki hjá þér og fer
__I mikill tími í að sinna
henni. Bjartir timar
eru fram undan hjá þér. Þú færð
óvæntar fréttir í kvöld.
Krabblnn (22. íúní-22. iúiíi:
Morgxmninn verður
drýgsti timi dagsins til
að sinna nauðsynlegum
verkefnum. Síðdegis
verður þér htið úr verki vegna
truflana sem þú verður fyrir.
Llónið (23. iúlí- 22. áeústl:
Þú þarft að sinna
mörgu í einu og átt
í erfiðleikum með að
koma öllu sem þér
finnst þú þurfa að gera á
dagskrána hjá þér.
Mevlan (23. áeúst-22. sept.l:
Gerðu ekkert sem þú
ert ekki viss um að sé
^^W^»*rétt. Einhver er að
* ' reyna að fá þig til að
taka þátt í einhverju vafasömu.
Happatölur þínar eru 7,14 og 30.
Vogin (23. sept-23. okt.):
J Þér gengur best að
vinna einn þar sem
Vaðrir virðast aðeins
r f trufla þig. Þú nýtur
aukinnar virðingar í vinnunni.
Happatölur þínar eru 3, 9 og 16.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.):
Gerðu ekkert nema að
vel athugðu máh. Það
er ýmislegt sem þú
þarft að varast og því
nauðsynlegt að fara varlega. Kvöldið
verður ánægjulegt með fjölskyldunni.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l:
Öll viðskipti ættu
að ganga einstaklega
vel og þú nýtur þess
að vasast í þeim.
Líklegt er að þú flytjir búferlum
á næstunni.
Stelngeltin (22. des.-19. ianl:
Vertu ekki of trúgjam,
það gæti komið þér í
koll. Það er ekki öllum
að treysta þó að þeir
láti sem svo sé. Gamall vinur
skýtur upp kollinum.