Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002
Sport
DV
U-19 ára landslið kvenna:
Sigur gegn
Bosníu
íslenska landsliöið skipaö
stúlkum 19 ára og yngri bar í
gær sigurorð af Bosníu/Her-
segóvínu, 1-0, í fyrsta leik liðsins
í undankeppni EM sem fram fer
í Póllandi. íslenska liðið sótti lát-
laust allan leikinn og fékk fjöl-
mörg tækifæri til að skora en
tókst þó ekki að koma boltanum
í netið fyrr en á 89. mínútu þeg-
ar Kristín Ýr Bjamadóttir skor-
aði en hún hafði komið inn á
sem varamaður tíu mínútum áð-
ur. íslenska liðið leikur gegn
Póllandi á morgun en auk þess
er Belgía í riðlinum. -ósk
Bolton og
WBA úr leik
Ensku úrvalsdeildarliðin
Bolton og West Bromwich Al-
bion eru úr leik eftir töp gegn 2.
deildar liðunum Bury og Wigan
í 2. umferð enska deildabikars-
ins í gærkvöldi. Guðni Bergsson
var ekki i leikmannahópi Bolton
sem stillti upp varaliðinu gegn
Bury og tapaði 1-0 á heimavelli.
Lárus Orri Sigurðsson lék allan
leikinn í vöm West Bromwich
Albion sem tapaði 3-1 fyrir Wig-
an á útivelli. Úrslitin í gær-
kvöldi voru eftirfarandi:
Bolton-Bury..................0-1
Crystal Palace-Cheltenham .... 7-0
Coventry-Rushden & Diam......8-0
Derby-Oldham.................1-2
Leyton Orient-Birmingham .... 2-3
Nott. Forest-Walsall.........1-2
Sheff. Wed.-Leicester........1-2
Southampton-Tranmere.........6-1
Wigan-WBA ...................3-1
Aston Villa-Luton............3-0
Vogts
velur hóp
Berti Vogts, landsliðsþjálfari
Skota, hefur valið 25 manna hóp
fyrir leikinn gegn íslendingum á
Laugardalsvelli 12. október næst-
komandi. Sex leikmenn, sem voru
í hópnum í jafhteflisleiknum gegn
Færeyjum, eru ekki með. Vamar-
maðurinn David Weir er hættur
eins og fram kom í DV-Sport í gær,
Stephen Crainey, Paul Dickov og
Allan Johnston duttu út úr hópn-
um fyrir slaka frammistöðu gegn
Færeyingum og Kevin McN-
aughton og Derek Mclnnes, félagi
Lárusar Orra Sigurðssonar hjá
WBA, eru meiddir. Vogts valdi
einn nýliða, Paul Devlin frá
Birmingham, en hann valdi einnig
Russell Anderson, Callum David-
son, Stephen Pressley, Jamie
McFadden og Jackie McNamara í
hópinn á nýjan leik eftir nokkra
íjarveru. Hópurinn er skipaður eft-
irtöldum leikmönnum:
Markverðir: Neil Alexander
(Cardiö), Robert Douglas (Celtic),
Paul GaUacher (Dundee Utd.).
Vamarmenn: Graham Alexand-
er (Preston), Russell Anderson
(Aberdeen), Christian Dailly (West
Ham), Callum Davidson (Leicest-
er), Steven Pressley (Hearts),
Maurice Ross (Rangers), Robbie
Stockdale (Middlesbrough), Lee
Wilkie (Dundee).
Miðjumenn: Paul Devlin
(Birmingham), Barry Ferguson
(Rangers), Scot Gemmill (Everton),
Paul Lambert (Celtic), James
McFadden (Motherwell), Jackie
McNamara (Celtic), Dominic
Matteo (Leeds), Gary Naysmith
(Everton), Scott Severin (Hearts),
Gareth Williams (Nott. Forest).
Sóknarmenn: Stephen Crawford
(Dunfermline), Scott Dobie (WBA),
Neil McCann (Rangers), Kevin
Kyle (Sunderland), Steven Thomp-
son (Dundee Utd.). -ósk
Framherjavandamál hjá íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Skotum:
íslenska landsliðið í knattspymu varð fyrir
miklu áfalli í síðustu viku þegar ljóst varð
að sóknarmaðurinn Ríkharður Daðason,
sem leikur með Lillestrom í Noregi,
verður ekki með í landsleikjun-
um gegn Skotum og Lithá-
um 12. og 16. október
næstkomandi vegna
meiðsla í hné.
Þetta er
sérstaklega
slæmt fyrir
Atla Eðvalds-
son landsliðsþjálfara
sem hefúr ekki farið í
grafgötur með mikilvægi
Ríkharðs fyrir liðið.
„Ríkharöur hefur sýnt það
og sannað í gegnum árin að
hann er ótrúlega öflugur í
loftinu og sá maður sem
ég tel að henti best
með Eiði Smára í
framlínu liðsins,"
sagði Atli Eðvalds-
son í samtali við
DV-Sport fyrir
leikinn gegn And-
orra 21. ágúst.
Atli sagði
einnig í samtali
við DV-sport fyrir
Ungveijaleikinn fyrir
tæpum mánuði að Rík-
harður gegndi lykilhlutverki
í sóknarleik íslenska liðsins
og uppbyggingu hans.
„Það mun mikið koma til
með að mæða á Ríkharði
gegn Ungveijum því að
hann er einn af mið-
punktum sóknarupp-
byggingar liðsins. Ég
vil að hann fái bolt-
ann í fætur, haldi
honum og komi
honum siðan á
Eið Smára eða
Rúnar sem geta
spilað boltan-
um bak við
vamir andstæð-
inganna. Síðan
þurfum við Ríkharð
inn i teig til að taka við fyr-
irgjöfum frá kantmönnum
okkar enda er hann okkar
öflugasti skallamaður," sagði
Atli.
Miðað við þessi orð má
draga þá ályktun að hlutverk
Rfkharðs í leikjunum tveimur
gegn Skotum og Litháum hafi átt
að vera veigamikið. Það sýndu
einnig vináttuleikimir tveir gegn
Andorra og Ungverjalandi þar sem
Ríkharður var í byrjunarliðinu þrátt
fyrir að hafa verið mikið meiddur imd-
anfarið ár.
Ríkharður gerði það sem hann
þurfti að gera gegn Andorra, skoraði
tvö auðveld mörk. Gegn Ungverjum
var hann hins vegar meginástæða þess
að sóknarleikur íslendinga var eins bit-
laus og raun bar vitni og liðið náði ekki
að halda boltanum innan liðsins. Hann
hélt boltanum illa, skilaði honum enn verr frá
sér og svo virtist sem hann væri hræddur við að fá
menn I bakið á sér. Kannski ekki skrýtið miðað við
rafn Þorvaldsson
meiðslasögu hans en framherji hjá íslenska lands-
liðinu verður að geta haldið boltanum til að liðið
sem heild geti flutt sig framar á völlinn.
En hvaða möguleika á Atli Eðvaldsson í stöðunni
til að fylla skarð Ríkharðs?
Hann hefur kosið að velja fimm sóknarmenn í
hópinn fyrir leikina gegn Skotum og Litháum. Það
em þeir Heiðar Helguson, Eiður Smári
Guðjohnsen, Marel Baldvinsson, Helgi Sigurðsson
og Haukur Ingi Guðnason. Af þessum fimm leik-
mönnum era aðeins tveir sem gætu hugsanlega tek-
ið við stöðu Ríkharðs og hlutverki því sem hann á
að gegna í sóknarleiknum. Það era Marel Baldvins-
son, sem leikur með Stabæk í Noregi, og Heiðar
Helguson sem leikur með Watford.
Tveir kostir í stað Ríkharðs
Marel hefur hins vegar ekki náð að festa sig í
sessi i liði Stabæk í sumar og hann hefur ekki sann-
fært mig i þeim landsleikjum sem
hann hefur spilað að hann sé
rétti maðurinn til að taka
við af Ríkharði. Hann vant-
ar reynsluna til að takast
á við vamarmenn í al-
þjóðlegum gæðaflokki og
hefúr virkað einu núm-
eri of lítill gegn sterkari
þjóðum.
Heiðar er nokkuð væn-
legur kostur. Hann er
sennilega sá leikmaðúr ís-
lenskur sem stendur næst Rík-
harði í styrk í skallaeinvígjum og
fáir efast um dugnað og fómfýsi hans fyrir málstað-
inn. Hann er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli en
hefur skorað tvö mörk í tveimur leikjum fyrir
Watford eftir að hann byrjaði að spOa og ætti því að
vera með sjálfstraustið í lagi. Hann hefur hins
vegar sjaldan spilað i fremstu víglínu með
landsliðinu heldur verið settur út á kant þar sem
hann hefur hlaupið úr sér lungu og lifur og tæklað
andstæðingana upp í nára íslenskum
knattspymuáhugamönnum tU ómældrar gleði.
Eiður Smári Guðjohnsen hentar ekki sem
staðgengUl Ríkharðs. Hans styrkur liggur í að fá
boltann í fætur og hætt er við að hann og hans
óumdeUanlegu hæfileikar myndu týnast ef hann
yrði einn í framlínunni stökkvandi upp í endalaus
skaUaeinvígi gegn mönnum sem hafa það nánast að
lifibrauði.
Hinir tveir, Helgi og Haukur Ingi, era leikmenn
sem treysta á hraða og vUja frekar snúa að marki
andstæðinganna og elta boltann heldur en að fá
boltann í fætur og halda.
Ef Atli ætlar að nota einhvem þessara leikmanna
þarf hann að kúvenda áherslum í sóknarleik liðsins
sem hefði þýtt að leikimir tveir sem áttu að vera tU
undirbúnings fyrir alvöruna nýtast ekki neitt.
Rúnar í sóknina?
Hér á undan hefur verið einblint á möguleika
Atla á að viðhalda þeim sóknarleik sem hann hefur
verið að leggja upp að undanfómu. Honum er það
hins vegar í lófa lagið að gjörbreyta leikstU liðsins
og treysta á getu manna á jörðu niðri frekar en í
háloftunum.
Hann getur hugsanlega fært Eið Smára upp á
topp og Rúnar í stöðuna sem Eiður hefur spUað að
undanfömu. Rúnar hefur verið að spUa þá stöðu,
sem framliggjandi miðjumaður eða djúpur fram-
herji hjá félagi sínu, Lokeren, með góðum árangri
að undanfómu. Þessir tveir leikmenn, Eiður og
Rúnar, era þeir leUunenn liðsins sem skapa mest.
Það hentar Eiði Smára ekki vel að vera einn uppi á
toppi þar sem hans styrkur liggur ekki í að hlaupa
eins og hestur á mUli vamarmanna andstæðing-
anna sem verður óneitanlega oft hlutskipti sóknar-
manna sem spUa einir frammi.