Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 8
8 Jöfnunarstyrkur til náms - Umsóknarfrestur er til 31. október nk. - Nemendur framhaldsskóla geta átt rétt á: • Dvalarstyrk (verða að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Styrk vegna skólaaksturs (sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri skóla). Skráning umsókna er á www.lin.is vegna skólaársins 2002-2003. Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Toyota Cellca 1, 8, nýskráður 11/99, ekinn Ford F-350 dísll, nýskráður 07/00, ekinn 50 35 þús., svartur, topplúga, leöur, tölvustýrö þús., leöur, cruise control, loftkæling, miöstöö. Verö 1.600 þús. Ath skipti. dráttarbeisli. Verö 3.950 þús., ath. skipti. Toyota Rav4 2,0, nýskráður 12/00, ekinn Toyota Land Crulser GX, Common Rall, 32 þús., sjálfskiptur, kampavínsbrúnn, leöur, nýskráður 03/01, ekinn 26 þús., grár, lúga, dráttarbeisli, spoiler, silsarör, aksturtölva sjálfskiptur, 33” breyting, grillgrind, o.fl. Verö 2.450 þús., ath. skipti. dráttarbeisli, toppgrindarbogar, varadekkshlíf. Verö 3.800 þús. atvinna 550 5000 Toyota Land Cruiser VX 3,0, turbo dísll, Toyota Land Crulser GX, 3,0 turbo dísll, nýskráður 07/98, ekinn 127 þús., sjálfskiptur, nýskráður 08/00, ekinn 66 þús., sjálfskiptur, átta manna, topplúga, hvítur, lítur mjög vel gullsans, 33” breyting, dráttarbeisli. Verö út. Verö 2.570 þús., ath skiþti. 3.290 þús. Toyota Land Cruiser 100 VX 4,2, turbo dísil, Nl. Bens E280, 4matic (4X4) Avantgarde, nýskráður 09/ 00, ekinn 60 þús., silfurgrár, nýskráður 06/99, ekinn 48 þús., silfurgrár, dráttarbeísli. 5.000 þús. sjálfskiptur, digital miöstöö, Xenon Ijós. Verö 3.990 þús. Toyota Und Crulser VX, 4,2, turbo dísll Lexus GS 300, nýskráöur 06/01, ekinn 16 intercooler, árg. 95, ekinn 209 þús., grár, þos., silfurgrár, svart leöur, einn meö öllu. sjálfskiptur, 35" breyting, grillgrind, bíll sem Verö 4.390 þús., ath skipti. hefur veriö í toppviöhaldi. Verö 3.000 þús. Renault Mascot, nýskráöur 12/00, ekinn 56 þús., beiskiptur, vörulyfta. Verö 3.500 þús. Toyota Land Crulser U, 3,0 turbo dísil, nýskráður 06/00, ekinn 38” breyting, grillgrind, toppgrindarbogar, Vx kantar o.fl. o.fl. Toppeintak. Verö 3.750 þús. Fréttir MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 DV Veiði á innfjarðarrækju í vetur: Alvarlegt ástand fyrir Norðurlandi Alvarlegar horfur Allar líkur eru á að ekki veröi leyft að veiða á svæðunum þremur, Húnaflóa, Skagafirði og Öxarfirði. Rannsóknarskipið Dröfn er nú við rannsóknir á ísa- fjaröardjúpi en hefur lokið yfirferð um Arnarfjörð og Norðurland. Mjög alvarlega horfir með inn- fjarðarrækjuveiði á komandi vetri, og allar líkur á að ekki verði leyft að veiöa á svæðunum þremur, Húnaflóa, Skagafirði og Öxarfirði. Rannsóknarskipið Dröfn er nú við rannsóknir á ísafjarðardjúpi en hef- ur lokið yfirferð um Arnarfjörð og Norðurland. í vor var gefið út bráöabirgðaleyfi til veiða, en endan- legt leyfi fæst ekki fyrr en niður- stöður rannsóknarleiðangursins liggja fyrir. Gefið var út 500 tonna leyfi fyrir Arnarfjörð, 1000 tonn fyr- ir ísafjarðardjúp og 100 tonn fyrir Öxarfjörð, en ekkert fyrir Húnaflóa og Skagafjörð. Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, segir stöðuna fyrir norðan alls ekki góða, ástandið raunar skelfilegt. „Það hefur verið svo mikill þorsk- ur á grunnslóð undanfarin ár og því hefur rækjustofninn látið stórlega á sjá. Það verður fundað um einhver svæðin næsta þriðjudag og önnur fljótlega og í kjölfarið verður gefln út tilkynning um það hvað verður gert. Þaö getur verið töluvert um rækju á sumum svæöum en hins vegar svo mikið af þorskfiskseiðum að ekki er hægt að opna veiðisvæði, þá er lokað vegna 0-grúppu þorsk- og ýsuseiða. Stærri þorskurinn, þ.e. eins árs og eldri, heldur sig yfirleitt utar en rækjan," segir Unnur Skúla- dóttir. Kristján Þ. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri rækjuverksmiðjunn- ar Geflu á Kópaskeri, segir það mjög vonda stöðu ef ekki verður leyft að veiöa neina innfjaröarrækju á Öxarfxrði á komandi vetri. Yfir sumarið hefur verksmiðjan verið að vinna úr aðkeyptu efni. En tilvist Geflu hefur fyrst og fremst byggst á innfjarðarrækjunni. „Það er því mjög alvarlegt fyrir verksmiöjuna og atvinnulífið á Kópaskeri yfir vet- urinn ef ekki má veiða, ekki síst vegna þess að þá er erfiðara að fá aðkeypt hráefni. Við erum ekki með vinnslu í gangi eins og er, hættum seinni hluta ágústmánaðar, og ætl- um að sjá hvemig afurðamarkaður- inn þróast. Það er mjög erfitt að fá hráefni á viðunandi verði, það er mjög hátt, og á sama tíma er afurða- verðið mjög lágt. Við vorum að vona að fjörðurinn kæmi eitthvað til, það komu ekki á land nema tæp 90 tonn. En þetta leit ekki vel út eft- ir rannsóknina fyrir skömmu," seg- ir Kristján Þ. Halldórsson. -GG Eftir að veiða 20 þúsund tonn af kolmunna Eftirstöðvar útgefms kolmunna- kvóta eru liðlega 20 þúsund tonn en leyft var að veiða 282 þúsund tonn. Af liðlega 260 þúsund tonna afla hef- ur verið landað 1.210 tonnum í Fær- eyjum en erlend skip hafa landað 7 þúsund tonnum hérlendis, mestu á Eskifirði og í Neskaupstað. Mestu hefur verið landað hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar, eða 60 þúsund tonnum, 52 þúsund tonnum hjá Síld- arvinnslunni í Neskaupstað og 50 þúsund tonnum hjá SR-mjöli á Seyð- isfirði. Veiðisvæðið er sem fyrr á Rauða torginu og á hafsvæðinu milli íslands og Færeyja. Síldveiðamar hafa farið fremur rólega af staö en þó er búið að veiða nær 16 þúsund tonn. Heildarkvót- inn er 129.666 tonn. Megnið af aflan- um fer til manneldis og hefur verið landað aðallega á Austfjarðahöfnum en einnig á Homafirði, í Vest- mannaeyjum og Grindavík. -GG Landbúnaðarráöherrann, Guðni Ágústsson, kom akandi í Borgarfjöröinn í veOurblíöunni á fimmtudag og tók þátt í fyrstu skóflustungu að nýja fjósinu á Hvanneyri. Gamla McCormick-vélin er hin brattasta eins og sjá má, þrátt fyrir háan aldur. Meö ráðherranum tóku á skóflunni þeir Guðmundur Hallgrímsson bústjóri og Bjarni Þorsteinsson. Túnfiskveiðar ganga vel Túnfiskveiðarnar djúpt suður af landinu ganga nokkuð vel en þar byrjuðu 4 japönsk skip veiðar 1. september og síðan bættist eitt við. Þau verða flest á veiðum út októbermánuð. Þar er einnig eitt íslensk skip, Guðni Ólafsson VE-606. í fyrra stundaði Byr VE veiðarnar en það skip veiðir nú túnfisk við strendur Brasilíu. Áreiðanlegar tölur um afla hafa ekki borist til Hafrannsóknastofnunar en það þykir mjög gott að fá 10 fiska á dag og venjulega eru þetta 4 til 5 fiskar, stundum eng- inn í heilan sólarhring. Verö er oft ótrúlega Landaö í Reykjavík Mjöggott þykir að fá tíu fiska á dag en venjulega eru að veiðast á bilinu fjórír til fimm. hátt, eða 10.000 krónur fyrir kílóið fyrir besta hluta fisksins á markaði í Japan. Hæst verð fæst fyrir þann fisk sem veiðist nú þar sem hann er nú feitastur. Hann hrygnir á vorin í Mið- jarðarhafi og fer svo í ætisgöngu hingað norður eftir. aðalfæða hans er smokkfiskur og lax og síld. Túnfiskur er veiddur á línu. Lögð er um 100 km löng lína sem rétt flýtur undir yfirborðinu. Niður úr henni hanga svo taumar niður á um 100 metra dýpi með önglum og beitu á. Það tekur um 12 tíma að draga línuna. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.