Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 Fréttir DV DV kannar afstöðuna til búse^u fólks af öðrum litarhætti á íslandi: Þriðjungur Islendinga vill ekkí að litað fólk búi hér Tæplega 3 af hverjum 10 íslend- ingum eru andvígir varanlegri bú- setu fólks af öðrum litarhætti hér á landi, viija ekki að litað fólk búi á Islandi. Þetta eru niðurstöður skoð- anakönnunar DV sem gerð var á fimmtudag. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- víg(ur) varanlegri búsetu fólks af öðrum litarhætti á Islandi? Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar sem og kynja. Af öllu úrtakinu sögðust 62,8 pró- sent vera fylgjandi varanlegri bú- setu litaðs fólks hér á landi, 24,7 prósent sögðust andvíg, 8,2 prósent voru óákveðin og 4,3 prósent neit- uðu að svara spumingunni. Alls tóku því 87,5 prósent aö- spurðra afstöðu í könnun DV. Af þeim sögðust 72 prósent vera fylgj- andi búsetu fólks af öðrum litarhætti hér á landi en 28 prósent á móti. Fleiri karlar en konur eru á móti búsetu fólks af öðrum litarhætti hér á landi, 30,3 prósent karla en 26 pró- sent kvenna. Mun fleiri konur eru hins vegar óákveðnar eða svara ekki, Búseta litaðs fólks á íslandi Andvíglr: 28% eða 15,3 prósent á móti 9,7 prósent- um karla. And- staðan er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu, 30,6 á móti 25,6 prósent- um. Þar er fólk einnig ákveðnara en á höfuðborgar- svæðinu. 91,3 pró- sent landsbyggðar- fólks tóku afstöðu til spumingarinnar en aðeins 84,6 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Fordómavaki DV er ekki kunnugt um að af- staða landans til varanlegrar búsetu fólks af öðrum litarhætti á íslandi hafi verið könnuð með þessum hætti áður. Erfitt er að nálgast við- horf til kynþátta eða kynþáttafor- dóma í einni spurningu í skoðana- könnun og sveigja um leið frá gild- ishlöðnum hugtökum. Þegar spum- ingin hér að ofan var orðuð var lit- ið til þess að litarháttur er það sem Fylgjandi: 72% helst greinir fólk af öðrum kyn- þætti frá „inn- fæddum" hér á landi og er það sem helst virðist geta vakið upp kynþáttafordóma í öðrum löndum og um leið truflað aðlögun innflytj- enda að nýjum heimkynnum. 1 könnun sem gerð var við Háskóla íslands fyrir nokkrum misserum var fólk spurt um uppruna innflytjenda á Islandi, átti að segja hvaðan það teldi að flestir innflytjendur kæmu. Niður- stöðurnar voru á þann veg að hér væri mest af fólki frá Taílandi, Fil- ippseyjum, Víetnam og Pakistan. Frá þessum löndum kemur fólk með annan litarhátt og fólk virtist fyrst og fremst horfa á þau einkenni. En reyndin var hins vegar allt önnur. Innflytjendur á íslandi er fjölbreytt- ur hópur eins og tölur frá Hagstof- unni sýna. I árslok 2001 áttu 18.338 íbúar fæddir erlendis lögheimili hér á landi eða 6,4% landsmanna. Er- lendir ríkisborgarar voru 9.850, eða 3,4%. Flestir erlendu ríkisborgar- amir koma frá Póllandi (1.666), Dan- mörku (945), Bandaríkjunum (601), Þýskalandi (591), Filippseyjum (547) og Júgóslavíu (501). Skemmdarverk og ryskingar Afstaða til innflytjenda hefur ver- ið mikið hitamál i mörgum löndum Evrópu undanfarin ár en ekki sett jafnafgerandi svip á pólitíska um- ræðu hér á landi. Umræða um þessi mál hefur hins vegar aukist hér á landi síðustu misseri og strangari reglur um flutning hingað til lands tekið gildi. Af og til hafa hins vegar birst fréttir í íslenskum fjölmiðlum af skemmdarverkum þar sem kyn- þáttafordómar eru undirtónninn. Þá hefur af og til komið til ryskinga eða áfloga milli unglingahópa af ólíkum uppruna, nú síðast í Breið- holti þar sem hópur íslenskra ung- linga og unglinga ættaðra frá Fil- ippseyjum tókust svo harkalega á að kalla varð á lögreglu. -hlh Samkomulag við Samson um sölu á 45,8% hlut í Landsbankanum: Meiri einkavæðing en við áttum von á - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra „Við töiuðum um að selja 25% í Landsbankanum og því er þetta nær helmingi stærri hlutur en við lögðum upp með. Þetta er miklu meiri einka- væðing en við áttum von á að ná í þess- um áfanga,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra í samtali við DV þegar til- kynnt var síðastliðinn laugardag að samkomulag hefði náðst við Samson eignarhaldsfelag ehf. um kaup félagsins á 45,8% hlut ríkisins í Landsbankanum. „Nú verður ríkið ekki lengur með bönd á bankanum. Ég tel að það hafi tilheyrt gömlum tíma að stjómmálamenn hefðu stýringu á banka. Með fúliri virðingu fyrir þeim þá held ég að þeir eigi að vera að gera eitthvað annað en stýra bankakerfmu." NOTAÐAR VINNUVELAR T3-021 Case 590 Super LE traktorsgrafa, 95 hö., skotbóma 45 og 90 cm skóflur, 1600 vst. Helgasonhf. VÉLADEILD Davið telur líklegt að í fyllingu tím- ans muni Samson ehf. minnka eign sína og selja hlut til erlendra aðila. Þá segir hann að ekki standi til að taka inn í íslenskt hagkerfi þá fjármuni sem ríkið fái með sölunni heldur verði þeir notaðir td að lækka erlendar skuldir og muni salan því ekki koma við gengi krónunnar með beinum hætti. Andvirðið - alls rúmir 12,3 milljarð- ar króna - verður greitt út og hlutabréf afhent í tveimur áföngum. Alls verða afhent 33,3% við undirritun og 12,5% að ári liðnu. Greitt verður í Banda- ríkjadölum. Gengi bréfa i viðskiptun- um er 3,91 sem er 6% hærra en meðal- gengi síðustu 90 daga og 12% hærra en gengið var þegar ríkið seldi vænan hlut i bankanum sl. sumar í gegnum viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Sam- son er i eigu Björgólfs Guðmundsson- ar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar. Kaldbakur og S-hópur Jafnframt þvi sem náðst hefur sam- komulag um sölu á Landsbankanum hefur einkavæðingarnefnd ákveðið að ræða við tvo aðila um ráðandi hlut i Búnaðarbanka. Annar vegar er um að ræða Kaldbak hf. á Akureyri og S-hóp- inn svonefnda,> en í honum eru félög sem tengjast. samvinnuhreyfingunni. Að sögn forsætisráðherra, hvað varðar Búnaðarbankann, er gengið út frá því að selja minnst 25% hlut, rétt eins og lagt var upp með í Landsbankasölunni. Frá fyrsta fundi íyfírlýsingu sem Eignarhaldsfélagið Samson sendi frá sér er lýst yfír ánægju meö þá niðurstöðu viðræöna um kaup á Landsbanknum sem nú sé fengin. I yfirlýsingu sem Eignarhaldsfé- lagið Samson sendi frá sér er lýst yfir ánægju með þá niðurstöðu við- ræðna um kaup á Landsbankanum sem nú sé fengin. Sé eigendum fé- lagsins ljós sú mikla ábyrgð sem fylgi forystu í bankanum, sem veiti þúsundum íslendinga um allt land mikilvæga þjónustu. -sbs/ÓTG r J lóga h á Guð óni Bergmann Ármúla 38, 3.hæð - www.gbergmann.is - yoga@gbergmann.is - 690-1818 Bílaleiga Rugleiða missti 23 bíla Jóqa fyrir 60 óra oq eldri Síðasta námskeið fyrir áramót hefst 29. október. Le'iðbeinandi: Guðrún Egilsdóttir. Skráðu þig núna! Bílaleiga Flugleiða, Hertz, hefur í sumar misst 23 bíla vegna útafakst- urs eða vegna þess að bílamir hafa oltið. I mörgum tilfellanna er um er- lenda ökumenn að ræða. Hjálmar Pétursson, framkvæmdastjóri bUa- leigunnar, segir það allt of marga bíla og heldur fleiri en oft áður. Þeir staðir sem helst eru viðsjárverðir eru Vatnsnes, Holtavörðuheiði, Geirlandsvegur og Lyngdalsheiði. Oft má rekja orsakir slysanna tU þess að merkingum vegna t.d. vega- framkvæmda, malbikunar eöa við- gerða er mjög ábótavant og mun verri en erlendir ökumenn eiga al- mennt að venjast frá sínum heima- löndum. T.d. sé lítt varað við lausa- möl sem verður vegna nýlagðrar ol- iumalar og hafi orðið banaslys af þeim sökum. BUaleiga Flugleiða er með 650 bUa í leigu og yfir sumartímann eða um 8 vikna skeið er nýtingin yfir 92%. Að jafnaði er hver bUl keyrður um 200 km á dag. Hjálmar segir að i ljósi þess séu afíoUin ekki eins óskapleg. -GG Séfar: og csjíiynjVLJJ REYKJAViK AKUREYRi Sólariag i kvöld 17.48 Sólarupprás á morgun 08.38 Síödegisflóð 18.37 Árdegisflóft á morgun 06.51 17.26 08.30 23.10 11.24 Kuldarok á norðan Norðanátt, víða 8-16 m/s. Él á norðanverðu landinu, en léttskýjað syðra. Hiti 0 til 5 stig aö deginum. El fyrir norðan Norðlæg átt, 8-13 m/s og él noröan- og austantil, en annars bjartviöri. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast sunnanlands. Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur '°VocP Hi« 0° Hiti 2° Hiti 2" til 6° til 8° til 8° Vindun Vindur: Vindur: 8-13 "!/s 10-19™/“ 8-15 "'/“ 4» t£ t£ Norðlæg átt, 8- Hvöss Norðaustlæg átt 13 m/s og él norðaustanátt og slydda eða noröan- og um landið rigning, en austantil, en norðanvert og úrkcmulítið annars slydda eöa suðvestantil. bjartviðri. Hiti 0 snjókoma, en Hitl 2 til 8 stig. til 6 stig, hægari og hlýjast úrkomulítiö sunnanlands. sunnanlands. Heldur hlýnandi. m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 AKUREYRI snjóél 0 BERGSSTAÐIR snjóél 0 BOLUNGARVÍK úrkoma I gr. 2 EGILSSTAÐIR úrkoma í gr. 0 KEFLAVÍK hálfskýjað 2 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 4 RAUFARHÖFN snjóél 1 REYKJAVÍK léttskýjaö 3 STÓRHÖFÐI rykmmistur 2 BERGEN úrkoma 3 HELSINKI skýjað -0 KAUPMANNAHÖFN haglél 7 ÓSLÓ skýjaö 2 STOKKHÓLMUR 3 ÞÓRSHÖFN skúr 3 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma í gr. 2 ALGARVE rigning 20 AMSTERDAM skýjað 10 BARCELONA léttskýjaö 22 berlIn skýjaö 8 CHICAGO heiðskírt 1 DUBLIN rigning 7 HALIFAX skýjaö 12 HAMBORG skúr 9 FRANKFURT skýjaö 8 JAN MAYEN úrkoma í gr. 0 LONDON rigning 8 LÚXEMBORG skýjaö 8 MALLORCA léttskýjaö 25 MONTREAL heiösktrt 3 NARSSARSSUAQ 6 NEW YORK hálfskýjað 10 ORLANDO skýjað 19 PARÍS skýjað 14 VÍN skýjaö 11 WASHINGTON skýjaö 13 WINNIÞEG heiöskírt 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.