Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Linda Blöndal, dagskrárgeröarmaður á Rás 2, missti allt sitt í Laugavegsbrunanum: Hélt ég væri lokuð inni í reyknum - var í stöðugu sambandi við konu á Neyðarlínunni þar til hún stökk fram af svölum DV-MYND ÞÓK Rauða dúnúipan er aleiga Lindu í dag Gallabuxur, sokkar, vettlingar, skór, úlpa oggsm-sími. Annaö á hún ekki í dag. Margir óbætanlegir persónulegir munir, sumir sem erföust, allar bækurnar hennar, öll fötin. Allt er fariö. Svipaö er ástatt fyrir mörgum öörum íbúum viö Laugaveginn. Þegar DV tök myndina afLindu ígærkvöld sagöi hún: „Ég þori ekki einu sinni aö líta viö til aö horfa þarna upp. “ „Sem betur fer var ég ekki farin að sofa en var farin að huga að því. Ég var að horfa á sjónvarpið rétt fyrir klukkan tólf uppi í risíbúðinni minni þegar ég sá bjarma fyrir utan gluggann, einhveija birtu sem ég kannaðist ekki við, mjög sérkenniiega. Ég gekk út að glugganum. Þá sá ég að portið vestan megin við hús- ið var í ljósum logum. Ég var í náttföt- unum, berfætt, greip símann og hringdi í 112,“ sagði Linda Blöndal, dagskrár- gerðarmaður á Rás 2, sem var nálægt þvi að lokast inni í húsinu númer 40a við Laugaveg þar sem eldurinn kom fyrst upp á laugardagskvöldið. „Ég hélt á sím- anum, greip úlpuna mína og ætlaði niður stiga- ganginn en þá kom bara þykkur og svartur reykur snöggt á móti mér. Ég fór aftur inn til mín og hélt ég væri lokuð inni í reykhaílnu. Þetta var hálf geðklofin blanda af algjörri örvæntingu en mjög skarpri hugsun. Þetta var mjög sérstakt en fyrst og fremst algjör panik. Konan á Neyðarlínunni, í 112, var alltaf í símanum. Ég lýsti fyrir henni hvað ég væri að gera. Hún spurði hvort aðrir væru í húsinu en ég gat upplýst hana um að enginn annar væri þarna. DV-MYNDI KÓ Slökkvistarf Nokkur þúsund lítrum af vatni var dælt hverja mínútu í margar klukkustundir. Það býr enginn fyrir neðan okkur en svo er verslun á neðri hæðinni. Ég sagði konunni að ég teldi mig vera lokaða inni enda var ekki hægt að komast út úr risinu nema að fara niður í íbúð á hæð- inni fyrir neðan. Svo mundi ég eftir að það væru svalir þar. Ég sá að fólk í næstu húsum var komið út á palla til að horfa á hvað væri að gerast. Það er eins og eldurinn hafi náð að malla áður en fólk tók eftir honum.“ Ég var eins og Móglí Linda var i rauðu dúnúlpunni sinni utan um náttfótin en berfætt. Hún hélt á farsímanum sinum og sagði konunni á Neyðarlínunni að hún hygðist stökkva niður. „Ég ætla bara að stökkva niður," sagði ég. Hún hefur örugglega haldið að ég væri sturluð - haldið að ég væri orðin geðveik." Linda gekk niður á hæðina fyrir neðan risíbúðina sem var mannlaus og fór þar út á svalimar sem eru rúma tvo metra frá jörð. „Ég stökk svo fram af, berfætt, alveg öins og Móglí. í þeim svifum sem ég lenti á jörðinni heyrði ég hvílíka sírenusinfóníu. Slökkvilið, sjúkrabílar og lögregla voru komin á staðinn. Mér fannst þeir bara komnir um leið - þeir voru svo fljótir, sennilega voru þeir 5 mínútur á leiðinni. Ég heyrði að ég hefði verið ein af 80 sem létu vita af brunanum." Þá brotnaði ég saman Nú tók við áfallatími hjá Lindu. Hún segist hafa talið að slökkvilið myndi ná að ráða niðurlögum eldsins áður en hann næði íbúð hennar. Svo fór ekki. Linda gekk um svæðið og horfði á hús- ið brenna. Hún segir engan hafa verið að hlúa að fólkinu í húsunum sem voru að brenna, sumt fólk illa klætt. „Ég fékk ekki einu sinni teppi,“ segir hún. „Okkur var bara sagt að fara í ein- hvem strætisvagn á Vitastíg til að gefa skýrslu. Þegar ég kom þaðan, búin að ganga Skólavörðustíginn og hálfa Njáls- götuna, sá ég að íbúðin mín var að brenna. Miðað við upplýsta umræðu um áfallahjálp og slík teymi fannst mér ein- kennilegt að fólkinu sem átti um sárt að binda þama skyldi ekki vera hóað sam- an og því veitt aðstoð. Ég var þama á náttfótunum en kunningjakona haiði látið mig fá stóra strigaskó og sokka.“ Kuldaleg framkoma „Tveir mjög almennilegir lögreglu- menn buðu mér inn í bíl tfl sín en svo þurfti ég að fara út úr honum - hann var að fyllast af reyk Um klukkan tvö stóð ég fyrir utan homið þar sem Vegas var. Ég sá að risíbúðin mín var að fara. Ég hafði haldið að þetta myndi sleppa. Þetta leit ekki út fyrir að eldurinn myndi taka fjögur heil hús, Nú þyrmdi yfir mig. Ég fór að lög- reglumanni sem stóð við gula línu. Ég spurði hvemig hann teldi þetta fara. Hann svaraði snöggt: „Ertu búin að gefa skýrslu?" „Já,“ svaraði ég og brotnaði þá algjörlega saman. Lögreglumaðurinn ýtti mér bara í burtu og sneri sér frá.“ Linda segir að hjartagóð skagfirsk kona hefði komið og tekið utan um sig. -Ótt DV-MYND KÖ Um 90 slökkviliðsmenn börðust við eldinn Reykkafarar þurftu á tímabili aö hörfa, komust í hættu og stöngur þeirra brunnu inni. DV-MYND KO Lögregla ræðir við vegfarendur Handtaka þurfti nokkra ótátabetgi. Amerískur hvíldarstóll Ótrúlega bœgileguri Agnar Jón Egilsson leikari, íbúi að Laugavegi 40a: Ég fékk algjört lost „Ég var á ferð í leigubíl nið- ur í bæ um eittleytið þegar við sáum reykský. Ég spurði hvar þetta væri og bílstjórinn sagði að þetta væri við Laugaveginn, einmitt þar sem ég hef búið síð- astliðin fimm ár. Við ókum því á staðinn og ég horfði á heimili mitt brenna. Ég sá hvemig eld- urinn var kominn upp í gegn- um þakið. Ég fékk algjört lost. Fyrst hélt ég að vinir mínir væru inni og í lífshættu," sagði Agnar Jón Egilsson leikari sem missti allt sitt í brunanum aðfaranótt sunnudagsins. „Ég á bara jakkann minn - fótin sem ég er í núna, annað er allt brunnið - per- sónulegir munir, fótin mín, tölvumar, húsgögnin, hnífapörin, vekjaraklukkan, allt. Hver einasta arða.“ Agnar Jón segist hafa orðið skelfingu lostinn og talið að nágrannar sínir, þær Linda Blöndal, Guðrún Ama Gylfadótt- ir og Ásta Hafþórsdóttir, væru i lífs- hættu innan dyra. Þær bjuggu í tveimur íbúðum sem hafa sama inngang á Laugavegi 40a. Raunar hafði Agnar ekki búið á staðnum síðustu tvo mánuði en allir munir hans vom í íbúð sem Linda bjó í. „Þetta var svona vottur af kommúnu hjá okkur. Ég hringdi og hringdi og náði loks sambandi við Lindu. Hún sagði mér að hún hefði komist berfætt og fáklædd fram af svölunum." Agnar fregnaði að þær Linda, Guð- rún Ama og Ásta hefðu komið sér frá Laugaveginum. „Maður reynir að vera ekki að horfa á allar eigur sínar brenna. En það dó enginn, það er fyrir öllu.“ Agnar var í vinnu sinni i Borgarleik- húsinu þegar DV ræddi við hann í gær. í tölvugögnum sem fóru í brunanum var meðal annars uppkast að leikriti sem hann hefur verið að skrifa síðustu mánuði. -Ótt Agnar Jón Egilsson. Bófar á ferð Brotist var inn í hús við Súðarvog í gærmorgun. Þar voru tveir menn að verki og náðist annar þeirra á hlaup- um en hinn slapp. Langar í Fossvogsdalinn Tveir hópar aldr- aðra sækjast eftir að fá að búa í fjölbýlis- húsum sem byggð verði á auðu svæði austan Skógræktar Reykjavíkur í Foss- vogsdal. Fyrir öðr- um hópnum fara Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, og Baldvin Tryggvason, fyrrv. sparisjóðsstjóri. Þrír aðfiar hafa sótt um leyfi til að byggja á svæðinu. Enginn með fimm réttar Fyrsti vinningur í lottóinu á laug- ardaginn gekk ekki út og verður þvi Qórfaldur næst. Tveir voru hins vegar með fjórar tölur réttar og bónustöl- una. Þeir fá 248 þúsund hvor. Hanna líklega hitaveitu í Peking Líkur era á að tvö íslensk fyrir- tæki, Orkuveita Reykjavíkur og Enex hf., fái það verkefni að hanna hita- veitu í norðurhluta Pekingborgar og veita þar tæknilega ráðgjöf. Fyrirtæk- in standa í viðræðum við yfírvöld í Peking. Samningurinn yrði upp á 40 milljónir króna. Ekkert alltaf að breyta Ekki vfil Páll Magnússon, fram- kvæmdastjóri sam- skipta- og upplýs- ingasviðs íslenskrar erfðagreiningar, meina að fyrirtækið hafi stöðugt vOjað breyta hönnun hins miðlæga gagnagrunns á heObrigðis- sviði, eins og Persónuvemd hefur haldið fram. Mbl. sagði frá. Vilja slitlag um Djúpið Bæjarstjórn ísafjarðar leggur áherslu á að hraðað verði lagningu bundins slitlags um Isafjarðardjúp inn á þjóðveg 1 og mælist tO að auknu fé verði varið til vegagerðar á Vest- fiörðum við gerð nýrrar vegaáætlunar á Alþingi. BB sagði frá. Bilun í kallkerfi TæknOeg bOun kom upp í hátalara- kerfi verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar sl. laugardag en engin hætta var á ferðum og almenningur tók atvikinu með ró. Sjaldséður gestur Húmgali sást hér á landi nýlega - í fyrsta sinn að talið er. Hann er ná- skyldur næturgala og söngur þeirra svipaður en báðir eru af þrastaætt. Húmgalinn flaug á glugga i Hólmgerði í Reykjavík og dó svo hann syngur ekki meira i þessu lífi. Guðni vissi... Auglýsjng á malti frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, þar sem Jóhannes Krist- jánsson eftirherma líkir eftir Guðna Ágústssyni landbún- aðarráðherra, var gerð með vitund og leyfi Guðna, að því er fram kemur i yfirlýsingu frá fýrirtækinu. Vilja veiða meira Einungis náðist að veiða sex af 30 hreindýrakúm sem heimOt var að feOa á veiðisvæði 9 fyrir lok veiði- tímabOsins, 15. september. Hreindýra- ráð hefur óskað leyfis tO að feOa 24 kýr tO viðbótar á næstu vikum tO að halda stofnstærð í skefium. Svæði 9 nær yfir Suðursveit og Mýrar í Aust- ur-SkaftafeOssýslu. horn.is greinir fi'á. -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.