Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 24
48 Tilvera MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 I>V ...með GSM áskrift hjá Íslandssíma. r 18.900 kr. 9.900 kr. Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjaid ?-10ö kr. J Nokia 3510 á 18.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 3»1G0 kr. _____________________________J 14.900 kr. Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald EJ-OÖ-ftr. ______________________) Hringdu í 800 1111 , komdu í verslun okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is. Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. f~x Isiandssími Selló og píanó í Salnum í kvöld: Losnum ekki svo glatt hvor við aðra - segja Bryndís Halla og Steinunn Birna Meistaraverk fyrir selló og píanó eftir Beethoven, Debussy, Brahms og Chopin munu hljóma í Salnum í kvöld í meðfórum þeirra Bryndísar Höllu Gylfadóttur og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. Þetta eru Tíbrártón- leikar og dagskráin hefst kl. 20. Þær Bryndís Halla og Steinunn Birna eiga að baki farsælt samstarf i fimmtán ár. „Við höfum fylgst að frá því við vorum í námi við sama skóla úti í Boston og losnum ekki svo glatt hvor við aðra,“ segir Bryndís Halla glettnislega. „Enda erum við búnar að gefast upp á að reyna og tónleikamir í kvöld undirstrika það,“ bætir Stein- unn Bima við í sama tón. Á efnisskrá kvöldsins eru Sónata fyrir píanó og selló op. 102 nr. 2 í D- dúr eftir Beethoven, Sónata nr. 1 í d- moll eftir Debussy, Sónata fyrir píanó og selló op. 38 í e-moll eftir Brahms og Polonaise brillante op. 3 eftir Chopin. Þær vinkonur segja verkin öll þekkt en hvernig vilja þær lýsa þeim í orð- um? „Þetta eru stóru topparnir, bæði hjá Brahms og Beethoven og við erum að spreyta okkur á þeim í fyrsta skipti," segir Bryndis Halla. „Já, ég var einmitt að lesa það í gær að það hefði verið gert grin að Beethoven fyr- ir þessa sónötu sem við ætlum að flytja eftir hann því hún var talin óspilandi. Hann hefði ekkert mið tek- ið af takmörkunum hljóðfæranna," segir Steinunn Bima og heldur áfram hlæjandi. „Við höfum komist að því að mikið er til í því.“ Alvarlegri. „Þeg- ar hann sest niður og gerir þessa fúgu í sónötunni þá fer hann á algert flipp. Þetta er það erfíðasta sem ég hef spil- að eftir hann.“ „Beethoven kunni að nota hljóðfær- in en var ekkert að spekúlera í hvort verkin væru þægileg eða ekki fyrir hljóðfæraleikarana. Þannig á tónsmið- ur líka að hugsa.“ segir Bryndís Halla. „Hún er algerlega á bandi tón- skálda, enda er hún gift einu þeirra." segir Steinunn Birna til útskýringar. Þótt stutt sé í skensið hjá þeim stallsystrum eru þær sammála um að nauðsynlegt sé að takast á við erfíð og ögrandi verk. Það sé krefjandi en jafn- framt spennandi. -Gun. Laugarásbíó/Háskólabíó/Sambíóin/Borgarbíó - Red Dragon 'k'k'k Aldrei skal treysta Hannibal Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Ætli ástæðan fyrir því að Red Dragon var gerð sé sú að Anthony Hopkins lék ekki i Manhunter (1986) sem gerð var eftir fyrstu skáldsögu Thomas Harris. Þar var kynntur Hannibal Lecter sem síðan hefur orð- ið frægasti raðmorðingi kvikmynda- sögunnar. Svarið hlýtur að vera já- kvætt (gróðasjónarmið hefur örugg- lega einnig ráðið ferðinni). Sá Hanni- bal Lecter sem Hopkins hefur skapað á hvíta tjaldinu er persóna sem smýg- ur inn í hugann. Og jafn óhugnanleg- ur og hann er hefur Hopkins tekist að koma á einstaklega nánu sambandi milli persónunnar og áhorfandans sem helst má líkja við ástar/hatur samband. Allir óttast hann en enginn vill missa af honum. Manhunter, sem Michael Mann leikstýrði af mikilli prýði, hafði Hannibal Lecter sem aukapersónu og ég minnist þess þegar ég sá myndina á myndbandi áður en Silence of the Lambs var gerð, að áhrifín af nær- veru Hannibals Lecters voru jöfn á við raðmorðingjann sem var enn að störfum. í Red Dragon er nærvera Anthony Hopkins aftur á móti ógn- vekjandi þó hann sé megnið af mynd- inni á bak við lás og slá og ósjálfrátt er beðið eftir því að hann birtist. Það þarf ekki lengi að bíða eftir Hannibal Lecter i Red Dragon. I löngu upphafsatriði þar sem hann meðal annars býður til matarveislu að eigin hætti, sýnir hann allar sinar bestu eða verstu hliðar, eftir því hvemig á það er litið. Þetta atriði er beinlínis gert til að auka hlut Hannibals í myndinni og er dálitið tilgerðarlegt þar til Will Graham (Edward Norton) kemur til sögunnar. Þar fær Hannibal verðugan andstæðing sem kemur hon- um í fangelsi, en leitar siðar á náðir hans þegar hann er fenginn til að að- stoða FBI við að hafa uppi á raðmorð- ingja sem gengur undir nafninu Tann- álfurinn. Sá myrðir heilu fjölskyld- umar þegar fullt tungl er. Þegar Gra- ham er fenginn til að snúa aftur til starfa hefur hann myrt tvær fjölskyld- ur og eru þrjár vikur í að fullt tungl verði á ný. Sem fulltrúi hins illa var Hannibal Lecter ávallt sýnilegur í Silence of the Lambs og Hannibal. Hér er ekkert breytt út frá þeirri aðferð. Tannálfur- inn (Ralph Fiennes) er allt frá þvi hann kemur til sögunnar sýnilegur og við fylgjumst jafn mikið með hans að- gerðum og samskiptum á milli Gra- hams og Hannibals. Þar má segja að mætist stálin stinn. Graham á í fúllu tré við Hannibal. Hann veit hvemig hann hugsar og gerir sér grein fyrir því að aldrei skal treysta honum hversu sannfærandi sem hann er. Öðru máli gegnir um sálfræðinginn sem á að stunda Hannibal, hann á enga möguleika. Tannálfurinn er dýr í mannsmynd eða svo heldur hann. Til að vega upp á móti sambandi Hannibals og Gra- hams er hann látinn kynnast blindri stúlku (Emily Watson) sem hrærir í truflaðri sál hans. Þetta samband er mótvægi við samband Hannibals og Grahams og vegur þungt í myndinni. Þetta er samband góðs og ills og minni leikarar en Fiennes og Watson hefðu auðveldlega getað klúðrað þessu. Hvað varðar leik Anthony Hop- kins og Edwards Nortons þá er Hanni- bal fullsköpuð persóna og Hopkins er í raun aðeins að endurtaka það sem hann hefur áður gert og fengið hrós fyrir. Norton er frábær leikari og hef- ur í fullu tré við Hopkins. Skapar hann eftirminnilega persónu sem gæti átt lengra líf í bókmenntum og á hvíta tjaldinu ef Thomas Harris kærir sig um. Ekki verður skilið við leikarana svo að ekki sé minnst á Harvey Keitel sem leikur FBI-lögguna Jack Craw- ford (kemur einnig við sögu í Silence of the Lambs) og Philip Seymour Hoffman í hlutverki æsifréttamanns sem hefði átt að vita betur en vera að abbast upp á brjálaðan morðingja í blaði sínu. Þeir fullkomna úrvals leik- arahóp sem leggur mikið af mörkum við að gera Red Dragon að skemmti- legum og spennandi sakamálatrylli. Leikstjóri: Brett Ratner. Handrit: Ted Tally eftir skáldsögu Thomas Harris. Kvikmyndataka: Diante Spinotti. Tónlist: Danny Elfman. Aöalleikarar: Anthony Hopkins, Edward Norton, Ralph Fiennes, Harvey Keitel, Emily Watson, Mary-Louis Parker og Philip Seymour Hoffman. Lögregla leitar hjálpar hjá morölngja Anthony Hopkins í hlutverki Hannibais Lecters og Edward Norton í hlutverki FBI-löggunar Will Graham.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.