Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 DV Klórar sér í kolli Yfirvöldum gengur erfiðlega að hafa hendur í hári leyniskyttunnar. 12. fórnarlamb leyniskyttunnar? Talið er að leyniskyttan alræmda sem skotið hefur á 11 manns í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum, hafi fundið sitt 12. fómarlamb á laugardaginn. Þar var skotið á mann sem var að ganga út af veitingastað síðla kvölds ásamt eiginkonu sinni. Hann liggur nú þungt haldinn en ástand hans er þó stöðugt. 9 manns em látnir og 2 slasaðir af völdum skyttunnar. Að undanfömu hafa kenningar verið á lofti um að skyttan tengist einhverjum hryðjuverkasamtökum en yfirvöld i Bandaríkjunum hafa nú gefið út að þau telja það ekki vera svo. Aftur sprengt á Filippseyjum Sprengja sprakk nærri kaþólskri kirkju í bænum Zamboanga á sunnanverðum Filippseyjum í gær. Eitt bam lést og minnst 15 eru slasaðir. Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem borgurum er sýnt sprengjutilræði, en 7 létust og meira en 100 slösuðust í sprengingu í verslunarmiðstöð fyrr í vikunni. Lögreglan þar í landi telur að íslömsk öfgasamtök standi fyrir sprengingunum, ásamt tveimur öðrum í höfuðborginni Manila á fostudag. Þar létust tveir. Kjarnorkusátt- máli úr sógunni Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið það út að samkomulag þeirra við Norður- Kóreu frá árinu 1994 sé úr sögunni. Hann kvað á um að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu aðstoð við að byggja orkustöðvar og gefa eldsneyti, gegn því að Norður-Kórea myndi hætta öllum áætlunum um byggingu kjarnorkuvopna. Erindreki Bandaríkjastjórnar, James Kelly, hafði komið að máli við yfirvöld í Norður-Kóreu með sönnunargögn þess efnis að síðar- nefnda landið byggi til úraníum í þeim tilgangi að framleiða kjam- orkuvopn, og munu stjórnvöldin hafa gengist við því. Powell sagði þó ekki ástæðu til að grípa til hemaðarráðstafana enda ástandið þar ekki nærri því eins al- varlegt og í írak. NOTAÐAR VINNUVÉLAR Tl-018 Massey Ferguson 860 traktorsgrafa, 80 ha. skotbóma, 60 cm bachoskófla, 5300 vst. Ingvar Helgason hf. VÉLADEILD 62,89% íra sögðu „já“ við stækkun Evrópusambandsins: Urslitunum fagnað víða um Evrópu Meiri kjörsókn er að mestu þakk- að það að írar bættust í hóp hinna 14 aðildarlanda ESB sem sam- þykktu Nice-sáttmálann svokallaða í gær. Hann kveður á um stækkun sambandsins árið 2004 þegar 10 ríkj- um verður hleypt inn í það. írar höfðu áður fellt samkomulagið en þá var kjörsókn einungis um 36%. Sá fjöldi sem kaus „nei“ þá er svip- aður og nú en kjörsókn um helgina var 48,45%. „Hin sögulega stækkun Evrópu- sambandsins getur haldið áfram í réttum farvegi," sagði forsætisráð- herra írlands, Bertie Ahem. „Við viljum bjóða fólk þeirra landa sem sækir um aðild velkomið i Evrópu- sambandið,“ sagði hann. Úrslitin í kosningunum voru ekki síst talin vera mikill sigur fyrir hann per- sónulega en hefði þjóðin neitað í annað sinn hefði það kostað hann mikinn álitshnekki, jafnt innan lands sem utan. REUTERSMYND Fagnað með írunum að þeirra sið Leszek Miller, forsætisráðherra Póllands, fær sér Guinnes i gær. Ráðamenn þeirra ríkja sem biða aðildar, einkum í Austur-Evrópu, fógnuðu úrslitunum með írum, sem og hátt settir embættismenn sam- bandsins sjálfs. „Þjóðaratkvæðagreiðsla íra hefur sýnt svo ekki verður um villst að ESB er byggt á lýðræðislegum grunni og að hinar smærri þjóðir sambandsins geta haft stór og mikil áhrif á það,“ sagði utanríkisráð- herra Tékka sem munu væntanlega ganga i sambandið að tveimur árum liðnum. Að mörgu þarf þó enn að huga varðandi stækkunina og munu leið- togar sambandsins hittast i Brússel í vikunni til að ræða eitt stærsta vandamálið, hvernig eigi að greiða fyrir inngöngu ríkjanna sem flest eru fátæk fyrrum kommúnistaríki. „Við erum nærri takmarki okkar, en ekki enn komnir á leiðarenda," sagði Romano Prodi, forseti ESB, glaðbeittur í gær. REUTERSMYND Sorg í Ástralíu Mikil sorg ríkir í Ástralíu eftir sprengiutilræðið á Balí í Indónesíu í síðustu viku þar sem 180 manns létust, þar af um 90 Ástralir. Þjóðarsorg var í Ástralíu í gær þar sem fórnarlambanna var minnst. Bandaríkjamenn gefa lítið fyrir nýjasta útspil íraksforseta: Saddam þakkar fyrir sig meö því aö náöa flesta fanga í írak Saddam Hussein íraksforseti náð- aði í gær alla fanga sem dúsa í fang- elsum í írak, hvort sem er af póli- tískum eða lagalegum ástæðum, til að þakka þjóðinni fyrir þá samstöðu sem hún sýndi í nýyfirstöðnum for- setakosningum. Þar hlaut eini mað- urinn á kjörseðlinum, Saddam Hussein, 100% atkvæða. Eina undantekningin var sú að dæmdum morðingjum yrði aðeins sleppt ef fjölskyldur fórnar- lambanna samþykktu það. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Colin Powell, gaf þó lítið fyrir athæfi forsetans í sjónvarpsviðtali í gær. „Heldur þú virkilega að ef þetta fólk er hættulegt stjóm lands- ins verði því leyft að vera frjálst? Eða verður það aftur komið á bak við lás og slá eftir þrjá daga eða svo?“ spurði hann. Breska ríkis- REUTERSMYND Fagnaðarlæti fanga Fangar í Irak og ættingjar þeirra fögnuðu frelsinu af innlifun. stjómin gaf það svo út að þetta breytti engu um afstöðu Bretlands til íraks og málefna forseta þess. írakar höfðu áður neitað tilvist pólitískra fanga í landinu, sem nú hafa hlotið frelsi. Mannréttindasam- tök höfðu áður ásakað þarlend stjórnvöld um að fangelsa tugþús- undir íraka af pólitískum ástæðum. Talið er að margir þeirra hafi verið teknir af lífi í gegnum árin. Það verður þó aldrei vitað með fullri vissu, hversu mörgum föngum var sleppt í gær. Þá hófu írakar að skila skjölum úr skjalasafni Kúveit sem þeir rændu á meðan írakar hertóku landið árin 1990-1. Fyrsti kassinn var afhentur á landamærum land- anna í gær undir eftirliti Samein- uðu þjóðanna. msmms:: . Þrjár sprengjur á Balí? Lögreglan á Balí rannsakar nú hvort þrjár sprengjur hafi verið sprengdar á Balí en ekki tvær eins og haldið hefur verið fram til þessa. Þetta hefur þó ekki verið endanlega staðfest. Ráðherra hótar að hætta Varnarmálaráðherra ísraels, Binyamin Ben-Eliezer, hefur hótað að ganga úr ríkisstjórn Ariels Shar- ons í kjölfar gagnrýni sem hann hef- ur hlotið frá kollegum sínum fyrir að bera út ísraelska landnámsmenn á vesturbakka Jórdanár. Til rysk- inga kom þegar landnemar voru fjarlægðir af lögreglunni. Kosið til forseta í Ekvador 11 eru í framboði til forseta i kosningum í Ekvador sem hófust í gær. Þetta eru fyrstu kosningarnar þar í landi síðan janúar árið 2000 þegar hin svokallaða indíánaupp- reisn átti sér stað. Sósíalistinn Leon Roldos hefur nauma forystu sam- kvæmt könnunum. Lést eftir sprengingu Bílasprengja sprakk fyrir utan McDonalds veitingastað í Moskvu á laugardag og slösuðust sjö. Einn þeirra, 17 ára unglingur, lést af sárum sínum í gær. 4 milljónir hjálparþurfi Sameinuðu þjóð- irnar hafa gefið það út að 4 milljónir íbúa í Afganistan þurfi að stóla á mat- argjafir til að kom- ast af á næsta ári. Mikill þurrkur hef- ur verið í landinu en það eru aðallega íbúar i sveitum landsins sem eru hjálparþurfi. Sjálfsmorðsbelti fundið Yfirvöld á Ítalíu hafa fundið svo- kallað sjálfsmorðsbelti sem notað er í sjálfsmorðsárásum í íbúð þriggja Egypta sem handteknir voru fyrr í mánuðinum. Talið var að þeir hefðu verið að skipuleggja sjálfs- morðsárás þar í landi. Churchill besti Bretinn? Bm Veðbankar í Bretlandi telja ij mestar likur á því B að leiðtogi Breta í ■ seinni heimsstyrj- I öldinni, Winston ■ Churchill, verði ■ kosinn tilkomu- ” mesti Breti allra tíma. William Shakespeare og Isaac Newton eru næstir í röðinni en á næstu vikum mun fara fram kosn- ing á BBC2 sjónvarpsstöðinni þess efnis. Pagrotsky iðnaðarráðherra Sænski viðskiptaráðherrann Leif Pagrotsky tekur við iðnaðarráðu- neytinu í kjölfar afsagnar Björns Rosengren sem hætti afskiptum af stjórnmálum í síðustu viku af per- sónulegum ástæðum. Bandarískt skip í Jemen í fyrsta sinn í tvö ár hefur banda- rískt skip lagst við akkeri í Aden- höfninni í Jemen en þar átti sér stað árásin á bandaríska herskipið Cole sem varð 17 sjóliðum að bana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.