Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 Skoðun I Ekki tukta krakkana Agaleysi umfram önnur þjóðfélög Vandamál sem ekki viröist öllum Ijóst. “ Spurning dagsins Hlakkarðu til þegar snjórinn kemur? Já, þaö geri ég svo sannarlega. Siguröur Sveinbjarnarson: Ef hann kemur. Davíö Unnarsson: Nei, langt frá því. Birna Oddsdóttir: Nei, ekkert sérstaklega. Sigríður Kristín Birnudóttir: Nei, ég hlakka ekki til aö fá snjóinn. Þórey Guðjónsdóttir: Já, þá ætla ég aö leika mér úti. Geir R. Andersen blaðamaöur skrifar: Hvort sem það er alvara Péturs H. Blöndals alþm. eða ekki að leggja til að sett verði ákvæði í barnalögin um að bömum beri að hlýða foreldrum sínum og hlíta reglum þeirra, þá hef- ur umræða um bamalögin vakið verð- uga athygli vegna hugmyndar þing- mannsins. Agaleysi það sem einkennir þetta þjóðfélag i háttum og framgöngu um- fram önnur þjóðfélög er vandamál sem ekki virðist öllum augljóst. Því verður auðvitað ekki snúið við með beinum lagasetningum. Ýmsar laga- setningar, einkum á seinni árum, hafa þó, ásamt flumbruhætti í fram- vindu uppeldismála hér, átt sinn þátt i því að veikja þjóðfélagsgerðina, um- fram það sem viðunandi er. Þannig var að tilefnislausu, með nýjum lög- um (líklega árið 1992) fellt úr gildi lagaákvæði gömlu framfærslulaganna sem skyldaði börn til að annast fram- færslu foreldra sinna á elliárum. - Var það svo óskammfeilið? Segja má að sú niðurfelling hafi verð tímanna tákn, og túlki það hver eftir sínum smekk. Þjóðin er enn að „sækja fram“ til betri lífskjara og lög- gjafanum hefur fundist, að það sem markaði mörgum íslenskum heimil- um einkenni á árum áður, að hafa gamalmenni í kör, eða líta til með for- eldrum, þyrfti að hverfa. Gamalt fólk á heimilum afkomenda heyrir nú sögunni til. Vinnan tekur hug og hjörtu landsmanna og séu for- eldrar við aldur lítils háttar ógangfær til sálar eða líkama eru þau umsvifa- laust send á stofnanir, eða talaðir til að selja ofan af sér. Allt til að auka lífsgleði afkomendanna og sóknarfæri í lausaskuldir. Börnin njóta ekki lengur gæslu og Ásmundur Sigurösson skrifar: Fimmtudaginn 10. október sl. sagði 12 ára sonur minn mér að byrjað væri að sýna þáttinn „That 70’s Show“ sem er krakka- og ung- lingaþáttur, ansi skemmtilegur. Við feðgar vorum vanir að horfa á hann í fyrra og nú skyldi sami háttur hafður á. Fyrir einhver mistök var hann settur á dagskrá 15 mínútur fyrir kl. 23 að kvöldi og á undan var sett á dagskrána Beðmál í borginni. Við horfðum á siðustu mínútumar af „beðmálunum”. Fyrir þá sem ekki vita fjallar hann um karlastand fjögurra kynóðra kvenna í New York. Það sem við fengum upplýsingar um í þættinum var að kona númer eitt brjálaðist í rúminu því að maður- „Vinnan tekur hug og hjörtu landsmanna, og séu foreldrar við aldur lítils háttar ógangfœr eru þau umsvifalaust send á stofn- anir, eða töluð til að selja ofan af sér. Allt til að auka lífsgleðina og sóknarfæri i lausaskuldir. “ uppfræðslu heima, en uppeldið sett óformlega á námsskrá skólanna. For- eldrar líta til langþráðs frelsis utan heimilisins. Æ fleiri húsmæður henda frá sér skuplu og svuntu og skilja við „ Við þurfum eins og flestir á íslandi að vakna kl. 7. / gœr var svo fimmtudagur og við slökktum á sjónvarp- inu. Það voru sem sagt eng- in mistök að hafa kynóðu konumar á undan krakka- og unglingaþættinum!“ inn, sem hún var með, var alltaf að biðja hana að mæla tippið á sér. Kona númer tvö var orðin lesbía. Kona númer þrjú var frekar venju- leg og hafði bara samfarir í rúminu og uppi á borðum og svoleiðis. Sú fjórða var ekki með neinn karl í tak- inu en var farin að éta ósköpin öll af súkkulaðikökum. Var henni sagt að krakkana í bítið með viðeigandi kveðju: „Bye, bye, see you later“. Nú sperrir þjóðin eyrun og spyr hvað gangi þingmanninum Pétri H. Blöndal til með innleggi sínu í um- ræðuna um barnalögin. - Ætli það verði ekki einfaldlega niðurstaða um- ræðunnar að Pétur fái sérstakan stimpil fyrir vikið, og þýðingarmesta ákvæðið sem tekur gildi í barnalögum verði það að ekki megi tukta blessuð börnin, hvorki heima né heiman. - Það væri í samræmi við varnaðarorð frúar einnar er á árum áður hélt vinnukonu, sem lét gamminn geisa þegar krakkamir á heimilinu völtuðu yfir hana: „Blótaðu ekki börnunum, Björg mín, það gæti komið fram á þeim seinna, helvískum ormunum". það væri mjög eðlilegt og kæmi í stað kynlífs. Nú, klukkan að verða ellefu, byij- aði svo krakka- og unglingaþáttur- inn en þá sagði konan að allir ættu að fara að hátta. Við þurfum eins og flestir á íslandi að vakna kl. 7. í gær var svo fimmtudagur og við slökkt- um á sjónvarpinu. Það voru sem sagt engin mistök að hafa kynóðu konurnar á undan krakka- og ung- lingaþættinum! Eitt lítið dæmi um niðurröðun dagskrár í Sjónvarpinu. Ef eitthvað er bitastætt í dagskrá Sjónvarpsins er fólk svælt til þess að horfa fyrst á efni nátthrafna og síðan á fjöl- skylduefnið. Af siðferðilegum ástæðum kaupi ég ekki áskrift að Stöð tvö en Skjár einn hefur oft bjargað okkur á vetrarkvöldum. Sjónvarpsdagskrá á hvolfi Garri Agalaus lýður Foreldrum finnst sjálfsagt að bömin hlýði þeim og beri virðingu fyrir þeim. Foreldrar vilja ekki að börnin séu óþæg og skeyti engu um til hvers er ætlast af þeim. En tilveran er nú einu sinni þannig að böm eru stundum óhlýðin, sum meira en önnur, og foreldrar eru misjafnlega í stakk búnir að bregðast við óhlýðni barna sinna. Þegar í óefni er komið og örvæntingin alger er kannski talað við lækni og bamið látið gleypa lyf sem gerir það þæg- ara og meðfærilegra eða að leitað er til sér- fræðinga í uppeldismálum sem reyna að segja foreldrunum hvemig þeir eigi að bregðast við óþægðinni í ormunum. Meö lögum skal... Nýverið kom þingmaður með þá hugmynd að festa ætti í lög að böm ættu að hlýða for- eldrum sínum. Með óhlýðni og öðrum vand- ræðum væri sem sagt ekki nóg að bömin væru að óhlýðnast foreldrum sínum og brjóta þar með siðaboðskap Hallgríms Péturssonar um að bam skuli virða föður sinn og móður heldur væru þau líka að brjóta landslög sem kvæðu á um að þau ættu að vera stillt og prúð. Eins og landslög hefðu eitthvað um það að segja hvernig börn hegðuðu sér á heimilun- um. Eins og ráðþrota foreldrar væru liklegir til að kæra böm sín og í versta falli draga þau fyrir dómstóla. Kannski að foreldramir fengju þannig eitthvað af tíköllunum til baka sem þeir hafa notað í uppeldinu samkvæmt uppeld- isforskrift sama þingmanns. Garri sér að þama vaða sjálfskipaðir uppeldissérfræðingar í villu og svíma því rót vandans liggur ein- faldlega hjá foreldrunum sem margir eru bæði ráðþrota og gjaldþrota í uppeldinu. Agalausir foreldrar íslendingar eru upp til hópa agalaus lýður sem ekki vill hlýða einum eða neinum og hafa aldrei gert. Þar ganga foreldrarnir fremstir í flokki og börnin í humátt á eftir. Leyfl sér ein- hver að tala um aga koma sjálfskipaðir betur- vitrungar fram úr fylgsnum sínum og biðja guð að forða þjóðinni frá kerfisbundnu ofbeldi á hendur börnum og unglingum þessa lands. Eins og að agi og ofbeldi sé sami hluturinn. Meðan ekki má beita eðlilegum aga og leið- beina bömunum i frumskógi nútíma tilveru og meðan upeldissérfræöingar grafa kerfls- bundið undan sjálfstrausti foreldra með mis- visandi leiðbeiningum um uppeldi er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt að þingmenn vilji setja í lög að bömin skulu vera stillt og prúð. Lögin skilja einu sinni allir þótt fæstir vilji fara eftir þeim. CsPvrrl Trúboð frá Noregi Guíjjón Snarsson skrifar: í morgunþætti Stöðvar 2 sl. mið- vikudag var viðtal frá Noregi við Eirík nokkum Berg- mann. Hefur Eirík- ur skrifað talsvert í blöð hér heima, þ.á m. í DV og leggur ávallt allt kapp á að tylla undir ESB og hvetja til aðildar ís- lendinga að banda- laginu. Eiríkur var spurður frétta frá Noregi. Hann fór hægt af stað og sagði allt gott af sér. En síðan for allt í baklás og hann tók að gefa Norðmönnum einkunnir um hvað- eina; þeir væm kreddufullir, reglugerð- arfargan yfirþyrmandi og ofsatrúar- hópar í hverju dalverpi. Norskt samfé- lag væri „vísifingurþjóðfélag" vegna þess hve iðnir þeir væru að benda sam- ferðamönnum á allt sem aflaga færi hjá náunganum. - Og þetta er samfélagið sem trúboðinn okkar íslenski í Ósló vill heimfæra til okkar hér! Vildarkjör fyrir SAF PálUónsson skrifar: Lesa mátti frétt í Mbl. um nýjan samning um sérstök vildarkjör hjá Flugfélagi Islands fyrir félagsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar, sem þýðir að starfsfólk samtakanna fá 25% afslátt af fullu flugverði, og veitir jafiiframt forgang á biðlista, afslátt hjá hótelum og bílaleigum. Margir furða sig á því hve starfsfólk í ferðaþjónustu virðist eiga greiðan aðgang að lággjaldaþjón- ustu hvers konar, jafnvel þótt hluthaf- ar í viðkomandi fýrirtækjum sjái ekki grænan eyri með neins konar hætti úr þessari starfsemi. Nær hefði verið að bjóða almennum farþegum FÍ 25% af- slátt en SAF. Smjörpistill Siguróur Egill Garðarsson skrifar: Þar sem umræð- an um verðlag og verðskyn almenn- ings er í algleym- ingi fmnst mér ekki tiltökumál þótt maður kíki vand- lega eftir verðmerk- ingum á hinum ýmsu hlutum í mörkuðum áður en þeir enda í körf- unni. Ég nota smjör í litlum pakkning- um, þessi 10 gramma stykki. Þau eru á verulega misjöfhu verði i búðum, svo ekki sé dýpra tekið í árina. Dæmi frá tveimur þekktum „klukkuverslunum” í borginni: stykkið kostar 16 kr. í 10-11 verslun, en 25 kr. í 11-11 verslun. Mér • þykir þessi verðmunur mikill. Eiríkur Berg- mann Einarsson stjórnmálafr. Ótrúverðugur trúboöi í Ósló? Ótrúlegur útdráttur Þorgerður hringdi: Ég „spilá’ í Happdrætti Háskólans eins og það er kallað. Lít því í blöðin eftir að dregið er og vænti hins besta eins og ávallt. Hef unnið, þarf því ekk- ert sérstaklega að kvarta. En stundum er maður spældur þegar vinningsnúm- er eru kannski einum staf hærri eða lægri en hjá manni sjálfum. En síðast þegar ég leit á útdrátt í vinningaskrá brá mér þegar ég las tölumar: 8493 (3 milljónir), og 8492 og 8494 (vegna 50 þús. kr. vinninga). Getur verið að svona raðnúmer komi upp ef um tölvu- útdrátt er að ræða? Mér datt í hug hvort gamla aðferðin - lítil stúlka dreg- ur miða úr tromlu - væri enn í gangi! mmsm Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.