Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 41 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfuféiagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Landsbankinn seldur Eftir þrautagöngu, sem á stundum var óskiljanleg, hefur tekist að selja hluta- bréf ríkisins í Landsbanka íslands. Samson eignar- haldsfélag Björgólfs Guð- mundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, hefur náð samkomulagi við einkavæðingarnefnd um kaup á 45,8% hlutabréfa ríkisins í bankanum. Söluverð- ið er rúmlega 12,3 milljarðar króna. Þó enn eigi eftir að ganga frá ýmsum formsatriðum í sambandi við söluna á hlutabréfum ríkisins er um mik- ilvægt skref að ræða - skref sem hefur tekið allt of lang- an tíma að stíga. Á undanförnum árum hefur skipulega verið unnið að þvi að auka frjálsræði á íslenskum fjármálamarkaði og um leið að draga ríkið út úr beinni starfsemi á markað- inum. Eignarhald ríkisins á fjármálastofnunum kom til skamms tíma í veg fyrir eðlilega og nauðsynlega hagræð- ingu á íslenskum fjármálamarkaði. Með einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka opnast enn frekari mögu- leikar á hagræðingu fjármálakerfisins. Samson eignar- haldsfélag og nýir eigendur sem væntanlega eignast Bún- aðarbanka að stórum hluta munu leika þar mikilvægt hlutverk. Þess vegna er yfirlýsing eigenda Samson, eftir að samningar náðust, mikilvæg en þar sagði meðal ann- ars: „Eigendum félagsins er ljós sú mikla ábyrgð sem fylgir forystu i Landsbanka íslands sem veitir tugþús- undum íslendinga mikilvæga þjónustu og stendur að baki fjölda atvinnufyrirtækja allt í kringum landið.“ í leiðara DV í liðnum mánuði þegar formlegar viðræð- ur við Samson hófust sagði meðal annars: „Hugmynda- fræðingar um dreifða eignaraðild að fjármálastofnunum hafa enn á ný tekið til við áróður. Um leið og beitt er rómantískum og huggulegum hugmyndum hefur verið reynt að gera sölu á Landsbankanum tortryggilega, þó leikreglur séu skýrar og eðlilegar. Þar ræður dægurpóli- tíkin ferðinni enda kosningavetur að ganga í garð ... Með einkavæðingu Landsbankans og síðar Búnaðar- bankans verður til jarðvegur fyrir enn frekari breyting- ar í átt til nauðsynlegrar hagræðingar á fjármálamarkað- inum. Mikilvægt er að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gangi frá sölu beggja bankanna fyrir komandi kosningar. Og þar getur staðfesta Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra ráðið miklu.“ Einkavæðingarnefnd hefur ákveðið að taka upp við- ræður við tvo hópa fjárfesta um hugsanleg kaup á hluta- bréfum ríkisins í Búnaðarbankanum. Annars vegar við Kaldbak og hins vegar við Eignarhaldsfélagið Andvöku, Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Fiskiðjuna Skagstrending, Kaupfélag Skagfirðinga, Samskip og Sam- vinnulífeyrissjóðinn. Því miður hefur nefndin kosið að líta fram hjá Gildingarhópnum svokallaða, sem mun eiga nær fjórðungs hlut í bankanum. Sannfærandi rök fyrir því að útiloka Gildingarhópinn með þessum hætti hafa ekki komið fram. Vonandi takast samningar um sölu Búnaðarbankans fyrir áramót eins og að er stefnt. Með einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka er stigið gríðarlega mikil- vægt skref í þróun fjármálamarkaðar - þróun sem ís- lensk heimili og fyrirtæki munu njóta góðs af. Óli Björn Kárason DV Skoðun Eldsneyti frá uröunarstaö Nú aka 38 bíiar um á göt- um Reykjavíkur knúnir metangasi. Metangasið er unnið úr hauggasi frá urðunarstaðnum í Álfs- nesi. Talið er að vinna megi metangas úr urðun- arstaðnum þarna sem nægi til að knýja 2500-3500 bíla. Ætli það séu ekki rúmlega 100 þúsund bílar á höfuðborg- arsvæðinu? Hauggasvinnslan er arðbær, kemur i stað innflutts eldsneytis og veldur mun minni mengun en bensínnotkun. í fyrsta lagi fer hauggasið ekki út í andrúmsloftið þar sem það mundi valda gróður- húsaáhrifum. Við aksturinn breyt- ist metanið í koltvísýrling, vatns- gufu og köfnunarefnissambönd. Þarna vinnst talsvert við notkun metansins því metan er um 21 sinnum virkari gróðurhúsaloftteg- und en koltvísýrlingur. C02 frá einum bensínbíl er á við sama út- blástur frá rúmlega 100 metanbíl- um. Metanbílarnir eru fjölorkubíl- ar, þ.e. ganga bæði fyrir bensíni og metani og siðast þegar ég vissi var einn afhendingarstaður metans á bíla í Bíldshöfða. Flestir bílaframleiðendur fram- leiða fjölorkubíla og vélarending þeirra er betri en bensínbíla vegna þess að metan er mun hreinna „Sá tími kann að koma að 3 af hverjum 100 hifreiðum höfuðborgarsvæðisins verði knúnar eldsneyti frá urðunarstað.“ eldsneyti en bensín. Auk þessa er metanbíll hljóðlátari en bensínbíll. Aka má 150-250 km á metanáfyll- ingu. Hér er því um athyglisverðan þátt i endurnýtingu úrgangs að ræða. Endurnýting er framtíðin Mikið er rætt um sjálfbæra þró- un og endurnýting úrgangs er stór hluti í því markmiði. Endurnýting- ariðnaður er vaxandi atvinnu- grein. Umhverfisráðherra er nú að leggja fyrir Alþingi frumvarp um úrvinnslusjóð og reyndar annað um meðferð úrgangs. Úrvinnslu- sjóður verður opinber stofnun sem hefur það hlutverk að efla úr- vinnslu og hefur að tekjulind úr- vinnslugjald sem lagt verður á um næstu áramót ef allt gengur upp. Hugmyndin er að hefja þá endur- vinnslu fyrir alvöru á hjólbörðum, ökutækjum, heyrúlluplasti, sam- settum pappaumbúðum, þ.e. um- búðum mjólkur- og ávaxtadrykkja auk þess sem stöðugt verður bætt við þennan vöruhóp. Góð reynsla er af endurvinnslu einnota drykkj- arvöruumbúða hjá Endurvinnsl- unni hf. Aukin flokkun úrgangs er því fram undan. í vaxandi mæli verður litið á endurvinnslukostnað sem hluta af vöruverði, hluta af framleiðslukostnaði vörunnar. Heiður sé Sorpu Erlendis nýtist úrgangur víða til upphitunar eftir brennslu í sorp- brennslum. Hérlendis er víðast um að ræða ódýran jarðvarma þannig að hér ríkja aðrar aðstæður. En fram undan er aukin endurnýting og nánast bylting í meðferð og end- urnýtingu úrgangs. Sá tími kann að koma að 3 af hverjum 100 bif- reiðum höfuðborgarsvæðisins verði knúnar endsneyti frá urðun- arstað. Minni mengun, minni há- vaði, gjaldeyrissparnaður o.s.frv. Sorpa á heiður skilinn fyrir frumkvæði sitt á þessu sviði. Ekki er ég viss um að margir borgarbú- ar geri sér grein fyrir því sem þarna er verið að gera. Á Læk í Ölfusi er stundaður heilmikill end- urvinnsluiðnaður og framleiddar vörur til útflutnings. Tilkoma Úr- vinnslusjóðs mun stórefla endur- vinnsluiðnað og opna ný tækifæri. Vonandi að Alþingi takist að af- greiða frumvarpið á nýbyrjuðu þingi. Sjókvíalax Guðna Ágústssonar WZfa Bubbi Morthens 'v , tónlistarmaður Kjallari Fyrir nokkru síðan varð um- hverfisslys hjá iaxeldisfyrir- tæki í Mjóafirði. Reynt var að fela hvað hefði skeö, en það tókst ekki betur en svo að menn voru staðnir að því að urða dauðan eldislax svo til við vegarkantinn - og það heilu tonnin. Forstöðumaður mengunardeildar Hollustuverndar ríkisins sagði Sæsilfur hafa brotið tvö ákvæði i starfsleyfi sínu. En þá kom Guðni Ágústsson fram fyrir skjöldu í sjón- varpi og varði gjörðir þeirra, enda í raun guðfaðir þeirra Mjófjarð- armanna hér á landi. Þegar frétta- maður spurði Guðna hvort þarna hefðu ekki verið brotin lög svaraði Guðni á þann veg að þessi úldna laxakös sem blasti við mönnum yrði úrvalsgróðurmold eftir nokkrar vik- ur. Svikin orð Guðni er snillingur í að svara út í hött og kannski fremstur meðal jafn- ingja á þinginu í þeirri grein sem lögfræðingar eru hvað þjálfaðastir i: að toga og teygja orðið. Til eru á prenti orð Guðna þar sem hann lofar öllu fogru og talar um mikilvægi þess að islenskir laxastofnar haldi sinum hreinleika (kannast einhver við málfarið?) - og að ekkert verði gert sem gæti skaðað villta stofninn og svo framvegis. Allt sem Guðni hefur sagt í sam- bandi við að verja villta laxastofninn eru svikin orð. Það má búast við slysi þegar haustlægðimar mæta og þær koma til með að standa í röðum við fjarðarmynnið og rífast um hver á að bruna næst inn fjörðinn. Og þeg- ar þær skella á kvíarnar þá má búast við að djöfullinn verði laus. Það er því bara tímaspursmál hvenær eldismartröð númer tvö verður að raunveruleika. Guðni hefur gefið í skyn að eldis- laxar haldi sig heima við sínar kviar og ef þeir sleppi þá muni þeir hlýða óskum manna að vera ekki að þvæl- ast eitt eða neitt. En málið er að hvort sem Guðna líkar betur eða verr þá eru þessir ræflar með sporð og fara þangað sem þá langar, hvort sem það er suður fyrir, norður í land eða barasta til Noregs, Færeyja eða Skotlands án þess að spyrja Guðna um leyfl. Skrifað undir dauðadóm Verð á eldislaxi er ekki hátt á heimsmarkaðinum. Við erum ára- tugum of sein að reyna að græða á þessu glapræði. Noregur er búinn að hertaka markaðinn fyrir löngu og stinga aðrar þjóðir af og um leið að rústa vistkerfi ánna sinna. Spumingin er ekki hvort það skeö- ur, heldur hvenær það skeður, að Verð á eldislaxi er ekki hátt á heimsmarkaðin- um. Við erum áratugum of sein að reyna að grœða á þessu glaprœði. Noregur er búinn að hertaka markaðinn fyrir löngu og stinga aðrar þjóðir af og ^ um leið að rústa vistkerfi ánna sinna. þúsundir krypplinga synda upp í árnar hér á landi. Landbúnaðarráð- herra hefur hunsað allar ábendingar í þessu máli og sýnir enga dóm- greind, en kannski er óréttlátt að gera þá kröfu til hans eins og hann er af guði gerður. í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru hátt í þrjú þúsund manns og^p Framsóknarflokkurinn, sem ætti í raun að standa vörð um ámar okkar með Guðna í fararbroddi, hefur skrifað undir mögulegan dauðadóm þeirra vegna heimsku og skamm- sýni. Guðni getur verið skemmtileg- ur, en það hefur ekkert með hæfni hans sem ráðherra að gera. Hún er nánast engin - fyrir utan það að hafa þor til að kyssa kýr. Sandkom sandkorn@dv.is Ekki dónalegt 1 fréttum DV undan- farna daga hefur mátt greina mikinn fnyk. Ekki er hann þó vegna frétta af ólögmætu eða ólöglegu samráði í viðskiptum, heldur af ódaun sem skapaðist er safnþró við Hótel Valhöll á Þingvöllum var tæmd á dögunum og gúmmilaðinu dreift um tún nokkru ofan við helgasta stað íslenskrar menningar, sjálfa Þingvelli. Þótt fæstir tengi þetta mál sukki eða svínaríi úr íslensku stjórn- málalifi, þá hafa glöggir menn bent á að víst sé pólitísk- ur fnykur af seyrunni sem dreift var innan hrossagirð- ingar á svæðinu. í Hótel Valhöll komi nefnilega póli- tikusar af margvíslegum toga, bæði innlendir og erlend- ir, til að snæða dýrindis krásir. Þar hafi m.a. komið for- seti Kína og fleiri stórmenni. Heilbrigöisyfirvöld á Sel- fossi hugðust fara á svæðið og rannsaka þetta mikla seyrumál. Ekki hefur þó verið upplýst hvort rannsókn- in beinist aö því að fmna út hvað tilheyri hverjum á túninu við Svartagil... Góð kjötsúpa Og meira af heilbrigðismálum. Ný vatnsveitumannvirki í Mikladal við Patreksfjörð voru formlega tekin í notkun á fimmtudag. Af því tilefni skálaði bæjarstjórn Vesturbyggðar í „hreinu vatni“- í húsnæði sem hýsir sérstakan búnað sem geislar vatn Patreksfirðinga. Byggist hreinsunin m.a. á því að steindrepa alla gerla sem í vatninu kunna að vera. Á ísafirði geta menn líka skálað í „hreinu vatni“ eftir að tenging fékkst við mikla og góða upp- sprettu sem kom í ljós við gerð Vestfjarðaganga. Fram að því höfðu ísfirðingar mátt súpa misgörótt yfirborðs- vatn. Sagan greinir frá því að eitt vorið er starfsmenn bæjarins voru að athuga hvemig uppistöðulón vatns- veitunnar í Dagverðardal hefði komið undan vetri, þá urðu þeir sér til mikillar skelfmgar varir við morkið kindarhræ í lóninu. Kom í ljós að vesalings kindin hafði líklega álpast fram af snjóhengju og fallið í lónið haust- ið áður. ísfirðingar máttu því súpa seyðið af rollunni allan veturinn, en ekki er vitað til að nokkur hafi kvsirt- að yfir gæðum súpunnar ... Ummæli Stefnan er óréttlát „Það er sama hvar borið er niö- ur i skattastefnu ríkisstjórnarinn- ar. Skattlækkanir gagnast þeim sem eiga mest og hafa hæstar tekjur en kreppt er að þeim sem verr standa. Þetta verður að breytast. Gagnvart einstaklingum er stefn- an óréttlát og en gagnvart fyrir- tækjum er hún óskynsamleg. Verkefni næstu ríkisstjórnar verður að snúa þessu ferli viö, bæta kjör almenns launafólks, rétta hlut hinna verst settu og setja hagsmuni almennings ofar sérhagsmunum hinna fáu.“ Bryndís Hlööversdóttir á heimasíöu sinni. Mikil uppbygging „Griðarleg uppbygging hefur átt sér stað í íslenskri ferðaþjón- ustu undanfarin ár. Fjárfestingar hafa verið miklar, einkanlega í hótelum, en einnig í afþreyingu af hvers konar tagi. Gamalreynd- ir ferðaþjónustu- menn þykjast sá einna mestu breytingarnar á því sviði. Ferða- þjónusta á íslandi hefur einfaldlega upp á svo miklu fleira að bjóða nú en áður. Við sem ferðumst um land- ið okkar vitum þetta. Ef við bara í huganum hveifum fáein ár aft- ur í tímann skynjum við þessar breytingar.“ Einar Kr. Guöfinnsson alþingismaöur á heimasíðu sinni. Ageng skoðanakugun Það líður varia sá dagur að ekki berist fréttir af tilburð- um til skoðanakúgunar sem nú lætur æ meir á sér kræla í íslensku samfélagi. Fyrir henni verða einstaklingar á ýmsum stigum þjóðfélagsins sem eiga það sammerkt að vera undir aðra settir. Starfs- menn flölmiðla eru þar einnig í skotlínu. Oft eru skaaboðin óbein og þess efn- is, að viðkomandi er látinn skynja hvað sé yfirmönnum eða ráðandi öflum þókn- anlegt. Látið er að því liggja að mönnum sé fyrir bestu að viðra ekki óæskilegar skoðanir. Andleg ánauð af þessu tagi er ekki ný af nálinni. Rannsóknarréttur kirkjunnar stóð á miðöldum dyggan vörð um rétttrúnað og öll meðul voru leyfileg til að þagga niðri í gagnrýni. í árdaga kapítalismans voru hæg heimatök atvinnurekenda áður en verkalýðshreyfingin skaut skildi fyrir sitt fólk. Andlegt helsi tók á sig skelfileg- ar myndir i alræðisríkjum sovéttímans og margir guldu með lífi fyrir skoðanir sínar. Nú þegar lýðræði og mannréttindi eiga að teljast viðtekið norm í okkar heimshluta er enn stutt í svipuna, ef menn ekki halda sig á mottunni. Oftast eru mörk hins leyfilega óskilgreind og treyst á að óræður ótti fái menn til að hafa hægt um sig. Stóriðjuliðið ágengast Upp á siðkastið er það stðriðjuliðið, Landsvirkjun og álspekúlantar, sem lengst gengur í tilraunum til að þagga niðri í gagnrýnum röddum. Þar skáka menn í skjóli núverandi ríkisstjómar- flokka sem mestu ráða í fiölmiðlum og tyllt hafa sinum mönnum í forstjóra- stóla. Andrúmsloftið á Austurlandi er táknrænt fyrir þessa stöðu, þar sem ráðamenn þola ekki gagnrýni á stóriðju- áfoimin og þau náttúmspjöll sem þeim fylgja. Minna má á atlögu Aflsmanna að Náttúmvemdarsamtökum Austurlands við Snæfell fyrir tveimur árum, þar sem reynt var að hneppa félagið í gíslingu. Kjallari Hjörleífur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur Þegar mótmælt var framkvæmdum Landsvirkjunar við Kárahnjúkaveg í ágúst síðastliðnum heimtuðu stóriðju- menn, að fjölmiðlar segðu ekki frá at- burðum og viðtalsþættir við gagn- rýnendur vora teknir af dagskrá sam- kvæmt skipunum að ofan. Með hinni hendinni sáldrar svo Landsvirkjunarfor- ystan út silfri til þeirra sem faúast á að hafa sig hæga. Þetta er baksvið lýðræð- isins á íslandi nú um stundir. Hliöstæða við hergagnaiðnaðinn Stóriðja og orkusala í hennar þágu • • Ofug Hróa hattar Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur með markvissum hætti fært fjármuni frá hinum efnaminni tii fjármagnseigenda og stórfyrirtækja á liðnum árum. Á sama tíma og skattleysismörkum er haldið lágum og síðan lagður 38,5% skattur á tekjur al- mennings er sköttum aflétt af stóreignafólki og stórfyrir- tækjum. Gifurleg flölgun svonefndra einka- hlutafélaga leiðir til mikils tekjutaps sveitarfélaga og lakari stöðu almenns launafólks. Hin allt of lágu skattleysis- mörk valda því að illa settir bótaþegar og þiggjendur fjárhagsaðstoðar sveitar- félaga þurfa að greiða skatta af tekjuvið- bótinni sem nýtist því ekki sem skyldi. Það ófremdarástand sem af þessu hlýst kemur sveitarstjómum þessa lands svo sannarlega við. F-listinn hafnar óréttlætinu Með hliðsjón af ffamansögðu er það bæði rökrétt og nauðsynlegt að kjömir fulltrúar í stærsta sveitarfélagi landsins krefjist þess að skattleysismörk verði hækkuð til samræmis við þróun verð- pólitík lags og kaupgjalds Um það voru gefin fyrirheit þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp og um árabil hefur forystu- flokkur ríkisstjómarinnar sagt það vera stefnu sína að afnema tekjuskatt af al- mennum launatekjum. í dag em skattleysismörkin tæplega 67.500 krónur en væm ríflega 82.000 krónur hefðu þau fylgt þróun verðlags frá 1990 og tæplega 104.500 krónur hefðu þau fylgt þróun kaupgjalds.' Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins studdu ekki tillögu mína í borgarstjóm Reykjavíkur 3. október sl. um að skora á ríkisvaldið að hækka skattleysismörkin og beindu spjótum sínum aðallega að fjarstöddum fulltrúa F-listans, vegna framgöngu hans i borgarstjóm mánuði fyrr. Ólafur F. Magnússon, iæknir og borgar- fulltrúi Undarleg samsuða Á fundi borgarstjómar Reykjavíkur 5. september sl. fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um 25% lækkun holræsagjalds fyrir alla greið- endur og hækkað tekjuviðmið fasteigna- gjalds hjá lífeyrisþegum. Lækkun fast- eignagjalda skyldi ná til tekna allt að 2,2 milljónir kr. á ári (183 þúsund á mánuði) hjá einstaklingum og 3,2 milljónir kr. á ári (266 þúsund á mánuði) hjá hjónum. Það verður að teljast undarleg ráðstöfun að blanda saman svo ólíkum tillögum, hefur um margt svipaða stöðu hér á landi og hergagnaiðnaður víða erlendis. í báðum tilvikum em stjómmál og hags- munir stórfyrirtækja samofin. Leynd og baktjaldasamningar eru einkenni beggja, eins og hér sést best á því að síð- ^ asta áratuginn hefur verið neitað að gefa upp raforkuverð til stóriðjufyrirtækja. Hergagnaiðnaðurinn skákar í skjóli leyndar vegna þjóðaröryggis, en hér- lendis er borið við viðskiptaleynd þótt opinber fyrirtæki eins og Landsvirkjun eigi í hlut. Sem betur fer láta fæstir hræða sig til hlýöni við sjónarmiö sem ganga gegn eigin samvisku og sannfæringu. Um'það vitnar mikil og vaxandi andstaða við til- raunir valdsmanna til að þvinga al- menning, félagasamtök og stofnanir til undirgefni. í þessum efnum reynir á hvort lýðræði í landinu er annað en naínið tómt eða heldur velli gegn ofur- þunga þröngra hagsmuna. sem vekur efasemdir um tilgang tillögu- flutningsins, því R-listinn hefur margoft hafnað tillögum um lækkun holræsa- gjalds. Borgarfulltrúar R-listans fefldu til- lögu Sjálfstæðisflokksins en Gísli Helga- son, fulltrúi F-listans og baráttumaður fyrir réttindum öryrkja um árabil, sat hjá. Gísli kvaðst þeirrar skoðunar að besta leiðin til þess að jafna kjör aldr- aðra og öryrkja væri hæklcun skattleys- ismarka sem lengi hefði verið baráttu- mál Öryrkjabandalagsins. Bjöm Bjama- son, sem fyrir tveim árum hnekkti ör- •**- yrkjadómnum svonefnda á Alþingi, hef- ur reynt að gera þessa afstöðu Gísla tor- tryggilega. Það sama gerir ungliði úr Sjálfstæðisflokknum í grein í DV sl. mánudag. Slíkur málflutningur stenst ekki þegar hin öfuga Hróa hattar pólitík Sjálfstæðisflokksins er höfð í huga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.