Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 DV Fréttir DV ræðir við fyrrverandi safnaðarmeðlim Omega-safnaðarins: Aleiga mín fór í safnaðarstarfið þeim sem ekki borga er sagt að þeir fari beint í „elddyngjuna“ í helvíti 1 Þess eru dæmi að meðlimir trúar- safnaða hér á landi keyri sig svo hart fjárhagslega og setji sig í svo miklar skuldbindingar fyrir söfnuð- inn að þeir lendi í greiðsluþroti, að sögn fyrrverandi safnaðarmeðlims í söfnuðinum Samfélagi trúaðra. Söfnuðurinn á og rekur meðal ann- ars sjónvarpsstöð- ina Omega. Safnaðarmeð- limurinn fyrrver- andi sem DV ræddi við segist hafa innt af hendi svo mikil fjárút- lát í þágu safnað- arins og Omega- stöðvarinnar að hann átti ekki orðið fyrir nauð- synjum, svo sem mat, fatnaði, húsaleigu og öðr- um heimilisút- gjöldum. Á end- anum sagði hann sig úr söfnuðin- um. Viðmælandi DV kvaðst ekki viija koma fram undir nafni þar sem hann bæði skammaðist sín fyrir að hafa látið teyma sig í greiðsluþrot, auk þess sem hann væri hræddur við forstöðumenn safnaðarins. Hann er öryrki og hefur 70-80 þúsund krónur á mánuði til ráðstöfunar. Þar af greiddi hann tiund til safnað- arins, þ.e. 10 prósent af ráðstöfunar- fé sínu. Að auki skuldbatt hann sig, með samningi til þriggja ára, til þess að greiða 12 þúsund krónur á mán- uði til uppbyggingar á jarðstöð Omega-sjónvarpsstöðvarinnar. Sam- kvæmt tilmælum forstöðumanna safnaðarins tók hann þátt í nám- skeiði til að læra að lækna sig og aðra og reka út illa anda. Hann seg- ir það hafa kostað 15.000 krónur. Því fylgdu kaup á svokölluðu bænaglasi sem er svipað og þau sem notuð eru til eggjasuðu. Það kostaði 40 þúsund krónur. Hann I M mBgsg&z&iSJzznz'. Dlplóma Fjöldamargir hafa tekiö þátt í nám- skeiöum til aö lækna og læra aö reka út illa anda. Námskeiöiö kostar 15 þúsund krónur og þátttakendur fá „dipioma". eins og sést á meöfylgj- andi mynd. keypti einnig minna stunda- glas handa ætt- ingja, það kost- aði 30 þúsund. Hann styrkti svokallaðan Arn- arklúbb safnað- arins með 50 þúsund króna framlagi. Arnar- klúbburinn var heiti á einni fjár- söfnun af mörg- um sem efnt var til. Þeir sem borguðu 50 þús- und fengu styttu af erni, hinir sem gátu ekki greitt svo mikið fengu enga styttu. Fljótt varð ljóst að við- mælandi blaðsins stæði ekki undir þessum stöðugu og vaxandi útgjöld- um til safnaðarins. Hann jók því fyr- irgreiðslu sina hjá banka sínum. Það dugði ekki til. - En hvers vegna fórstu í þennan trúarsöfnuð? „Ég hafði lengi þjáðst af veikind- um,“ sagði viðmælandi DV. „Börnin voru flogin úr hreiðrinu, ég var ein- mana og í leit að kærleika og félags- skap. Ég hafði horft dálítið á Omega og taldi að þar væri að finna það sem ég leitaði að. Á fyrstu samkom- Oryrkjar og konur skipa stærsta hluta safnaöarins Viömæiandi blaösins segir marga hafa viljað segja sig úr söfnuöinum en þeir þori ekki aö hringja sjálfir. Þó heföi einstaka tekiö af skariö. unni var tekið afar vel og hlýlega á móti mér. Eftir svo sem 2-3 mánuði var farið að taka tíund af mér, síðan komu fjársafnanir til Omega og framlög á samkomum. Þetta var að- eins hluti af Qárútlátunum. Heilaþvotturinn, sem ég kalla svo nú, fór einnig hægt af stað. Langstærsti hluti safnaðarins eru öryrkjar og konur. Boðskapurinn felst í því að stjórnendur safnaðar- ins séu blessaðir, hlýði Guði í einu og öllu og útbreiði boðskap hans. Hinir fátæku séu svo illa staddir fjárhagslega af því aö þeir hafi syndgað. Ef þeir gefi Drottni aflt sitt og sái þannig, uppskeri þeir marg- falt í himnaríki. Hinir, sem ekki borga eða hætta því, fari beina leið í „elddyngjuna“ í helvíti.“ Viðmælandi blaðsins kvaðst hafa verið orðinn hræddur og sér hafl verið farið að líða illa vegna þess of- stækis sem ríkt hefði gagnvart mörgum þáttum í þjóðfélaginu. Svo væri um marga fleiri sem vildu segja sig úr söfnuðinum en þyrðu ekki að hringja sjálfir. Þó hefði ein- staka tekið af skarið, svo sem kona ein sem hefði greitt milljónir í safn- aðarstarfíð, aflt sem hún átti. „Ég er ekki að segja sögu mína til þess að rífa niður eða eyðileggja,“ sagði viðmælandi DV að lokum. „Tilgangurinn er aö reyna að híálpa öllu því fólki sem lent hefur í sömu gryfju og ég og þarfnast hjálpar. Mér ber skylda til þess gagnvart náunga mínum og þetta er eina leiðin sem ég get farið." -JSS Samfélag trúaðra segist ekki ganga hart að safnaðarfólki: • • íslandsmet hjá Hólmaborg SU Enn falla íslandsmetin hjá Hólmaborg SU, skipi Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Samkvæmt tölum Fiskistofu um afla fiskiskipa á upp- sjávarfiskveiðum fyrir fiskveiðiárið 2001/2002 er Hólmaborg þar á toppn- um með tæp 99.000 tonn samanlagt og slær eigið met frá flskveiðiárinu 2000/2001 sem var rúm 76 þúsund tonn. Hólmaborgin er þama í nokkrum sérflokki því næsta skip er með rúm 82.000 tonn. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri Hólmaborgar, var á nýafstaðinni sjávarútvegssýn- ingu valinn fiskimaður ársins. -GG Þetta er algjor- lega út í hött - segir forstöðumaður - tilbúnir að endurgreiða, segir sjónvarpsstjórinn Guðmundur Örn Ragnarsson, for- stöðumaður Samfélags trúaðra, sem m.a. stendur að baki sjón- varpsstöðinni Omega, segir ekkert hæft í fullyröingum að gengið sé hart að safnaðarmeðlimum varð- andi fjárframlög, né að hótanir séu hafðar í frammi. „Það er ekki lagt hart að neinum og hjá okkur er sama kerflð og hjá öðrum söfnuð- um af þessu tagi. Fólki er i sjálfs- vald sett hvað það leggur mikið til safnaðarins en hins vegar er það biblíuleg kenning að greiða tíund og það vita allir. Meirihlutinn greiðir ekki neitt. Það er algjör- lega út í hött að við leggjum hart Eiríkur Sigurbjörnsson. Jóga hjá Guðjóni Bergmann Ármúla 38, 3.hæð - www.gbergmann.is - yoga@gbergmann.is - 690-1818 Jóqa fyrir stirðo oq stressaða karlmenn Síðasta námskeið fyrir áramót hefst 28. október. Leiðbeinandi: Guðjón Bergmann. Skráðu þig núna! aö safnaðarmeð- limum.“ Guðmundur segir að safnað- armeðlimir séu eimmgis um 40 talsins en sjón- varpsstöðin sé ekki rekin bein- línis af söfnuðin- um. Hins vegar er sjónvarps- stjórinn, Eiríkur Sigurbjörnsson, í söfnuðinum. - Er þetta eingöngu fjármagnaö hér heima? „Já, aðallega þannig, en auðvit- að þiggjum við líka stuðning er- lendra predikara. En fyrst og fremst eru það velunnarar hér heima fyrir sem greiða kostnað- inn,“ segir Guðmundur Öm. Hann segir að fjölmargir einstaklingar úr mörgum söfnuðum, m.a. úr Þjóðkirkjunni, styrki Omega. Búið er að reisa jarðstöð við hlið Skyggnis fyrir ofan Mosfellsbæ og útsendingar hafnar um gervihnött til Skandinavíu. Eiríkur Sigur- bjömsson segir að nú nái Omega til 33 landa eftir tíu ára starfsemi. „Það er engin þvingun í gangi og allt frjáls framlög sem tfl okkar koma,“ segir Eiríkur Sigurbjöms- son. Hann kannaðist vel við mál fyrrverandi safnaðarmeðlims. Hann segir þó einkennUegt að nú náist ekki í viðkomandi. „Hafi fólk gert eitthvað í ölæði og sér eftir því, þá borgum við bara tU baka. Okkur er mikið kappsmál að aflt sé í góðu lagi. Við vUjum ekki að hér séu neinir pen- ingar nema þeir sem fólk hefur geflð með glöðu geði, enda segir Biblían: Guð elskar glaðan gjaf- ara.“ - Eruð þið tUbúnir tU að endur- greiða framlag þessa fyrrverandi safnaðarmeðlims? „Já, því fyrr því betra. Þessi manneskja hefur hins vegar aldrei sagst vUja fá þetta tU baka. Viðkomandi sagðist hafa gert þetta af fúsum og frjálsum vUja. Við myndum þó að sjálfsögðu greiða þetta tU baka ef farið væri fram á það. Ég vU þó taka fram að við eigum frásögnina og vitnis- burð á myndbandi. Þar segir viðkomandi frá því að hafa af frjálsum vilja tekið ákvöröun um að gera þetta. Þetta er allt tU á snældum eins og annað efni sem við sendum út,“ sagði Eiríkur Sig- urbjörnsson. -HKr. Brotið fyrir vegi Veriö er aö brjóta niöur kletta á veg- arstæöi nýja vegarins aö Þjórsár- brúnni sem geröur veröur í vetur. Ný Þjórsárbrú næsta haust Framkvæmdir við vegagerð að nýrri Þjórsárbrú eru nú komnar í fúllan gang. Vinnuvélar voru í gær að brjóta niður kletta á holtinu neðan við Þjórs- ártún í Rangárvallasýslu. Fram- kvæmdum við vegagerðina og brúna á að vera lokið 15. september á næsta ári. Með því fækkar einbreiðum brúm um eina á hringveginum á Suðurlandi. Þá verður aðeins ein slík brú eftir á veginum frá Reykjavik að Skaftá við Kirkjubæjarklaustur en það er brúin yflr Klifanda í Mýrdal. -NH RÚV í hart við nýja stöð Útvarp Reykjavík, sem er ný út- varpsstöð, hefur ákveðið að breyta nafni stöðvarinnar i Radíó Reykjavík- ur. Óðinn Guömundsson, sölu- og markaðsstjóri, segir fyrirtækinu það nauðugan einn kost. Rikisútvarpið hafi bannað fyrirtækinu að kynna fyr- irtækið undir fyrrnefnda nafninu í krafti einkaleyfis. „Ætlan fyrirtækisins var að hefja útsendingar með kallmerkinu Útvarp Reykjavík en það vilja menn í Efsta- leiti ekki sætta sig við og segjast hafa þarna einkarétt," segir Óðinn. Óðinn segir nýju stöðina ekki vilja starfa í andstöðu við RÚV og hann kveðst vonast til að nýja nafnið, Rad- íó Reykjavík, sé ekki á meðal nafna sem Ríkisútvarpið hafi tryggt sér einkaleyfi á. -SBS 7T / Skagfirðingur verður Haukur Togarinn Skagfirðingur sem Fiskiðj- an Skagfirðingur á Sauðárkróki hefur gert út undanfarin ár hefur verið seld- ur til ísafjarðar. Kaupandi er útgerðar- félagið Torfnes ehf. Skipið sem eitt sinn hét Vigri hefur legið við bryggju í meira en ár. Skipið var selt án veiði- heimilda. Þvi var siglt úr Sauðárkróks- höfn nýlega í slipp í Hafnarfirði. Að sögn forsvarsmanns Torfness er vonast til að skipið komist til veiða um næstu mánaðamót og verður byrjað á að veiða rækju fyrir Fiskiðjuna Skagfirð- ing sem fara mun til vinnslu í verk- smiðju fýrirtækisins í Grundarfirði. Líklegt er að skipið muni að einhverju leyti fiska fyrir þau fyrirtæki sem eiga kvóta á næstunni. Forbrjótur sligaöi brú Dráttarbíll frá ístaki olli verulegum skemmdum á brúnni yfir Göngu- skarðsá í Skagafirði á fimmtudag Bíllinn var að flytja mölunarsam stæðu, sem nú kaflast forbrjótur með al vegagerðarmanna, ofan af Þverár fjalli um Gönguskarðsá, en hámarks þungi á brúnni var 10 tonna ásþungi. Forbrjóturinn vegur 45 tonn. Gunnar H. Guðmundsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar í Skagafirði, segir ístak hafa haft undanþágu til þess að fara þessa leið með forbrjótinn gegn því að fara á vaði yfir Gönguskarðsá, en það hafi ekki verið virt af ístaki. Umdæmisstjóri segir að ráðist verði í að gera við brúna eftir helgi, en það gæti tekið 2 daga. Sviptur ökuleyfinu Miðaldra maður var tekinn af lög- reglu þar sem hann ók bifreið sinni á 156 kílómetra hraða við Skaftár- tungu í umdæmi lögreglunnar I Vík í Mýrdal í gær. Að sögn lögreglu eru viðurlögin svipting ökuleyfis I tvo mánuði og 60 þúsund króna sekt. Ökuþórinn gaf þær skýringar á hraðakstrinum að hann hafi ekki verið að fylgjast með hraðamælin- um. -sbs/ÖÞ/jtr/GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.