Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 25
49 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002___________________________________________________________________________________________ DV Tilvera " lí f iö E F T I R V I fl II U • T ónleikar MTíbrár-tónleikar i Salnum Kl. 20 verða tónleikar í Salnum í Kópavogi. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló og Stelnunn Birna Ragnarsdóttir á píanó. Efnis- skrá: Sónata fyrir píanó og selló op. 102 nr. 2 I D-dúr eftir Beethoven, Sónata nr. 1 í d-moll eftir Debussy, Sónata fyrir píanó og selló op. 38 í e-moll eftir Brahms og Polonaise brillante op. 3 eftir Chopin. Mióaveró kr. 1.500/1.200. Bryndís Halla, leiöandi sellóleikari við Sinfón- iu-hljómsveit Islands, og Steinunn Birna eiga að baki langt og farsælt samstarf og halda upp á það um þessar mundir. Hér gefa þær hlustendum hlutdeild í meistaraverkum fyrir selló og píanó sem eru meðal uppáhaldsverka þeirra þeggja. Það er Bryndís Halla sem er á myndinni hér aö ofnan. • F yrirlestrar ■Meistaraverkefni VR Kl. 15 heldur Einar Sveinn Jónsson fyridestur um verkefni sitt til meistaraprófs í véla- og iðnaðarverkfræði. Verkefniö heitir „DNATetrad varmahringrásarvél, eftirlit, líkangerð. Fyririesturinn er haldinn 1 stofu 248 í VRII á Hjarðarhaga 2-6 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Verkefnið er unnið í samstarfi við íslenska erfðagreiningu. ■Litið í Lúkasarguðspiall Biblíuskólinn við Holtaveg heldur námskeiðið „Litið í Lúkasar-guðspjall" kl. 20-22 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Langholts- skóla. Á námskeiðinu verður uppbygging og til- urð guðspjallsins skoðuð. Fjallað verður um sérstöðu Lúkasar miðað við hin guðspjöllin, áherslur hans og lykilhugtök. Lesnir verða valdir kaflar úr ritinu og þeir útskýrðir. Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður. Leið- beinandi verður Skúli Svavarsson kristniboði. Námskeiðsgjald er kr. 800 og boðið verður upp á kaffi og te í hléi. Skráning er sima 588 8899 og á tölvupóstfanginu skrif- stofa@krist.is en seinna kvöld námskeiöisins er 28. okt. •Síöustu forvöö ■Listsköpun unga félksins i Geróarsafni Tveimur sýningum á samtímalist lýkur í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag. Annars vegar er um að ræða sýninguna Gallerí Hlemmur í Austur- og Vestursal safnsins en þar veröur úrval verka eftir sextán myndlistar- menn sem allir hafa haldið einkasýningu á samnefndum sýningarstað sem tók til starfa fyrir þremur árum og leggur áherslu á að sýna verk eftir unga og framsækna listmenn. Þátt- takendureru Birgir Snæbjörn Birgisson, Bjarni Sigurbjörnsson, Eirún Sigurðardóttir, Elsa Dóróthea Gísladóttir, Erla S. Haraldsdóttir, Er- ling Þ.V. Klingenberg, Guðrún Vera Hjartardótt- ir, Heimir Björgúlfsson, Hildur Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson, Markmið (Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Pétur Örn Friðriksson), Olga Berg- mann, Ransu, Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guðlaugsdóttir. I listsköþun sinni nota þessi listamenn margvíslega miðla, jafnt hefð- bundna (teikningu, málverk og skúlptúr) sem óhefðbundna (Ijósmyndir, myndbönd, hljóð- verk og innsetningar). Á sýningunni Unnar og Eglll/Ný verk, sem er á neðri hæð safnsins, er að finna verk listamannanna tveggja þar sem tvinnast saman raunveruleiki og hugar- fiug. Verkin eru öll gerð á þessu ár en eiga sér flest lengri aðdraganda. Þau eru unnin í mis- munandi form og efni. Um er að ræða hljóð- verk, myndbandsverk, innsetningar, Ijósmynd- ir og teiknuð hreyfiverk. Á ofangreindum sýn- ingum í Gerðarsafni gefst ágætt tækifæri til aö fylgjast með llstskópun yngstu kynslóðar myndlistarmanna hér á landi í upphafi 21. ald- ar. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 11-17. Lárétt: 1 kauptún, 4 þýð- anda, 7 rotið, 8 maðka, 10 blað, 12 svaladrykkur, 13 tregur, 14 stráði, 15 utan, 16 sjávarfall, 18 sýnis- hom, 21 nautn, 22 spjót, 23 beljaka. Lóðrétt: 1 hreinsa, 2 bæli, 3 venja, 4 álengdar, 5 súld, 6 fikt, 9 aumingja, 11 þurftum, 16 náms- grein, 17 gjalli, 19 þjóta, 20 angan. Lausn neðst á síðunni. Skák Hvítur á leik! Það er ekki oft sem Anand tapar gegn landa sínum en það gerðist þó í Heimsbikarkeppni FIDE sem nú stend- ur yfir á Indlandi. Hér er Anand kom- inn i þokkalegt skrúfstykki og getur sig htið hrært gegn landa sínum Sasikiran sem er ungur stórmeistari í mikilli framfór. Anand tókst þó þrátt fyrir þetta tap að komast í undanúrsht þar sem hann á í höggi við Alexei Dreev frá Umsjón: Sævar Bjarnason Rússlandi. í hinni viðureigninni eigast við Alexander Beljavskí sem teflir nú fyrir Slóvena og Rustam Kasimdzhanov ftá Kasakstan. Hvítt: Krisnan Sasikiran (2670) Svart: Vishy Anand (2755) Vængtafl. Heimsbikarkeppni FIDE. Hyderabad, Indlandi (2), 11.10.2002 1. Rf3 RfB 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. 0-0 Bg4 5. d3 Rbd7 6. Rbd2 e6 7. b3 Bc5 8. Bb2 0-0 9. a3 a5 10. e4 b5 11. Del Re8 12. h3 Bh5 13. Khl Rc7 14. c4 dxc4 15. d4 Be7 16. bxc4 b4 17. De3 Ra6 18. Hfcl e5 19. g4 Bg6 20. dxe5 He8 21. Rb3 Rac5 22. axb4 Rxb3 23. Dxb3 Bxb4 24. De3 h5 25. g5 Bc5 26. Bd4 De7 27. Hdl a4 28. e6 Bxd4 29. Rxd4 Rf8 30. f4 Rxe6 31. f5 Rxd4 32. Dxd4 Bh7 33. h4 Hed8 34. Hxa4 Hab8 35. Dal Hxdl+ 36. Dxdl De5 37. Hb4 Ha8 38. Ha4 Hb8 39. Ha3 Df4 40. Del g6 41. f6 Kh8 42. Dg3 Dcl+ 43. Kh2 Hbl Stöðumyndin. 44. Dd6 Bg8 45. Kh3 Hb8 46. Hg3 Db2 47. c5 Hb3 48. Hxb3 Dxb3+ 49. Kh2 De3 50. Df8 Df4+ 51. Kgl De3+ 52. Kfl Dd3+ 53. Kf2 1-0. •uip 07 ‘egæ 61 ‘iuio l\ ‘Sbj 9i ‘umgjn n ‘pjæj 6 ‘je>j 9 ‘egn s ‘JepuAsnj p ‘jngisaejd £ ‘unu z ‘oacJ 1 ujgjgoq umej ez ‘J|o2 ZZ ‘geunui \z ‘imæp 81 ‘gou 91 ‘UUI SI 'igjA n ‘snjo ei ‘so3 Zl ‘jnei 01 'eiujo 8 ‘gipin L ‘igni p ‘djod 1 UiaJB'i Dagfari Þjóöþrifaverk á hvítu tjaldi í áratugi glímdu íslenskir rit- höfundar við stefið um sveita- piltinn sem flutti á mölina. Með eftirsjá eftir lífinu þar flutti hann auðnulaus og uppfiosnaður í borgina og náði þar aldrei fót- festu. Ótalmargar sögur í þess- um dúr voru skrifaðar, það er af mönnum sem höfðu gengið í gegnum sömu reynslu. í seinni tíð hafa fáar svona sögur verið skrifaðar enda eru flestir þeir sem helst láta að sér kveða á skáldaþingi í dag af þeirri kyn- slóö sem þekkir ekki annaö en borgarsamfélag. í fyrri viku var frumsýnd ís- lenska heimildamyndin Pam & Noi og mennirnar þeirra. Mynd- in er eftir Ásthildi Kjartansdótt- ur og þar segir frá taflenskum stúlkum sem kynntust pipar- sveinum norður í landi. Þær héldu í ævintýraleit á þeirra slóðir og hafa sest þar að. Áður störfuðu þær á hrísgrjónaökrun- um í heimalandi sfnu, en eru nú að bjástra við haustverkin norð- ur í Kelduhverfi. Þær hafa fund- ið sína nýju framtíð og öðlast góða daga á íslandi. Eftirstríðsskáldin fjölluðu um uppflosnaða sveitamenn. Ást- hildur Kjartansdóttir gerir mynd um nýbúa á íslandi, sem mikið hafa verið í umfjöllun. Hlutverk listamanna er ekki síst að setja hlutina í nýtt samhengi. Veita okkur nýjan skilning á staðreyndum og aðstæðum. Slíkt er okkur nauðsynlegt, nú þegar fyrir liggur að fólk af erlendu bergi brotið á ekki alltaf auðvelt uppdráttar á íslandi. Því hefur Ásthildur Kjartansdóttir með mynd sinni unnið þjóðþrifaverk sem henni er hér hrósað fyrir. Sigurður Bogi Sævarsson blaöamaöur Myndasögur 3 ö Ah, Dennabar. Hér getur maður sannarlega slappað af með vinum sínum. Þetta er eins og manns annað heimill, flnnst þér það ekki? Jú, svo lengi sem þú borgar drykkina þínal Segir hver? Hérna er vatnið þitt. t 1, •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.