Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2002, Blaðsíða 18
42 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2002 DV Ferðir Tilboð út á land Nettilboö Flug- félags íslands dag- ana 22. -27. októ- ber eru allmörg. Ódýrasta ferðin er milli Akureyr- ar og Grímseyjar á krónur 4.500. Flug milli Reykja- víkur og ísaijarð- ar er á 5.100 kr. og flug frá Reykja- víkur til Akureyrar er á 5.200. Flog- ið verður frá Reykjavík til Homa- fjarðar fyrir 5.800 kr. og til Egils- staða á 5.900 kr. Verðið gildir aðra leiðina og ber að bóka á flugfelag.is. Þakkargjörð í Boston Flugleiðir bjóða til þakkar- gjörðarhátiðar í Boston síðustu helgina í nóvem- ber. Flogið verð- ur til Boston þann 28. nóvem- ber og komið heim aftur 1. desember. Ferðin kostar 59.220 krónur á manninn og er innifalin gisting á Tremont House í 3 nætur og Þakkargjörðar- máltíð á veitingahúsinu The Bennigans. Fararstjórar verða Þeir Einar Boflason og Karl Aspelund. Þeir munu m.a. bjóða skipulagða gönguferð um borgina, ferð á listasafnið Isabella Stewart Gardner og skoðunarferð um Boston Museum of Fine Arts. Eistland - ísland Knattspymuáhugamönnum gefst tækifæri til aö berja leik íslendinga og Eista augum þann 20. nóvember en þá bjóöa Flugleiöir til 3 daga ferðar til Tallinn í Eistlandi. Ferðin kostar 49.180 og miöi á leikinn 3000 krónur. Nánari upplýsingar á www.icelandair.is Gott að láta sér líða vel Kaupmannahöfn er ólík mörgum stórborgum aö því leyti að hún er aldrei yfirþyrmandi og á stundum heimilisleg. Ætli maöur aö láta sér líöa vel og gera vel við sig í mat og drykk er Kaupmannahöfn rétti staöurinn. Kaupmannahöfn á stóran sess í huga flestra íslendinga: Stórborg en aldrei yfirþyrmandi Kaupmannahöfn á stóran sess í hugum margra íslendinga. Ekki að- eins vegna sögulegra tengsla heldur og vegna þess að ófáir íslendingar hafa setið þar á skólabekk eða stund- að atvinnu í lengri eða skemmri tíma. Kaupmannahöfn er óneitanlega stór- borg með öllu sem slíkar borgir hafa upp á að bjóða. En það sem hún kann að hafa umfram aðrar stórborgir er að hún er aldrei yflrþyrmandi og að auki getur hún verið heimilisleg. Hjálpast þar að stærð borgarinnar og vinalegt viðmót Dana. Þaö kann að fara eftir væntingum hvers og eins hvernig Kaupmanna- höfh nýrrar aldar blasir við þeim. Þeir sem ekki hafa komið þangað í mörg ár en hlakka til að arka eftir strætum minninganna flnna kannski ekki það sem þeir leita að, flnna ekki „gömlu góðu“ Kaupmannahöfn. Alla- vega ekki strax. En að því leyti er Kaupmannahöfn ekkert öðruvísi en aðrar stórborgir sem eru í sífelldri þróun. Þannig höfðu gamlir stúdentar á orði eftir heimsókn til Köben í fyrra að Danir væru orðnir svo flottir í tauinu. Fólkið á flónelsbuxunum og fótlagaskónum, meö bakpokana og palestínuklútana setur ekki sama svip á borgina og áður. í staðinn sér mað- ur fólk á hlaupum í innkaupum, í flottum leðurjökkum og kasmhfrökk- um. Ný kynslóð hefur rutt sér til rúms. En hvað sem útliti Kaupmanna- hafnarbúa líður eru Danir samir við sig. Vilji maður hafa það notalegt, gera vel við sig í mat og drykk og rápa áhyggjulaus um stórborgarstæti er Kaupmannahöfh rétti staðurinn. Veitingahús eru fleiri en nöfnum tjáir að nefna og þar ægir saman hefð- bundnum veitingahúsum með þjóöleg- an danskan mat, t.d. „frokost" með öllu tilheyrandi að ógleymdum jóla- hlaðborðum, og nýtísku veitingáhús- um þar sem ferskir vindar nú- tímamatreiöslu gæla við gestina. Þá eru ótaldir ótal matsölustaðir með framandi mat frá öllum heimshom- um. Krámar eru á sínum stað og þeir sem vilja finna sig aftur í Höfn eftir langa fjarveru geta alltaf litið inn á Hviids Vinstue við Kóngsins Nýja- torg, stóra torgið við eystri enda Striksins. I dagblöðum og sérritum um atburði líðandi stundar má flnna yfirlit yfir ótal veitingastaði og Netið kemur þar einnig að góðum notum. Vikumar fyrir jól em sérlega sjar- merandi í Kaupmannahöfn þar sem ilminn af glöggi og piparkökum legg- ur út úr kafflhúsum og bömm og ljós- in setja skemmtilegan svip á bæinn. Tónlistarlíf er mjög líflegt og auð- velt að nálgast dagskrá yfir atburði líðandi stundar. Oftar en ekki má sjá stórstjömur á heimsvísu stíga þar á svið. Gildir þá einu hvort um er að ræða rokk og ról, djass eða klassík. En Kaupmannahöfn er meira en ljúfa lífið. Hafi fólk áhuga á að kaupa inn er Kaupmannahöfh paradís fag- urrar hönnunar, ekki síst í heimilis- vörum. En verðlagið kann kannski að skjóta fólki skelk í bringu enda vel- megun sett svip sinn á Danmörku undanfarin ár. Áhugamenn um listir og menningu þurfa ekki að láta sér leiðast í Kaupmannahöfn þvi þar er að fmna mörg heimsþekkt söfn. Fríríkið Kristjanía, sem er á gömlu yfirráðasvæöi hersins við Kristjáns- höfn, átti þrjátíu ára afmæli í fyrra. Þangað geta ferðalangar alltaf farið, bæði á eigin vegum eða með leiðsögu- manni sem fræðir gesti um sögu stað- arins. Carlsberg- eða Tuborg-bjórverk- smiðjurnar eru heimsóknarinnar virði. Þar fá gestir nasaþef af sögu bjórframleiðslu i Danmörku, sjá fram- leiðsluna og enda síðan heimsóknina á bragðprófun. -hlh Gistiheimilin Frost og funi: Hvíld og vellíðan Gisting nærri höfuðborginni verður sífellt vinsæfli valkostur, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Ekki síst fyrir hjón sem vilja skreppa í burtu frá dagsins önn og amstri án þess að þurfa að leggja í stórferðalag. En vilja að öll aðstaða sé fyrsta flokks. Gistiheimilin Frost og funi í Hverageröi og Ölfusi hafa einmitt lagt ríka áherslu á að gera afla að- stöðu þannig að velliðan og hvíld gesta er i fyrirrúmi. Öll herbergi eru meö sérbaði, sjónvarpi og mögu- leikum til tölvutenginga. Herbergin eru vel búin fallegum húsgögnum og skreytt með íslenskri nútíma- myndlist. í báðum húsunum er borðstofa þar sem reiddur er fram vandaður morgunverður. Þar er áhersla lögð á gæði hráefnisins. Verslunin Yggdrasill leggur til heilsuvörur sinar, brauðin úr líf- rænt ræktuðu komi frá bakaranum í Grímsbæ, grænmetið kemur úr vistvænum gróðurhúsum á bökkum Varmár og eggin frá íslenskum hænum sem vappa frjálsar og lukkulegar um umhverfi sitt. Þeir sem reynt hafa hrósa mjög aðstöðunni hjá Frosti og funa og ekki síst morgimverðinum sem þyk- ir kóróna góða dvöl þar eystra. Gestir Frosts og funa í Hvera- gerði hafa aðgang að 12 metra sund- laug, heitum potti á árbakkanum og gufubaði ásamt útisturtu. Við gisti- heimilið eru heitir hverir sem not- aöir eru til upphitunar húsa, lauga og gufubaðs allan ársins hring. Það er einstök tilfmning að sitja í heit- um potti við árbakkann á stjömu- björtu köldu vetrarkvöldi eða svamla í sundlauginni eftir frísk- andi göngutúr og skjótast nokkrum sinnum í gufubað. Upplýsingar og verð er að finna á slóðinni www.frostandfire.is. -hlh I Ferðavefur vikunnar ----—----------( www.aok.dk Traveloefis Tðlfraedl um veflno Velkomin á Feröanetlð Ftó jnetoí n £ urr» totonai é húsvk 'riir «u u;<4y»»>}jr •jm «ujðé» t-'» »♦*» lýtoa að rtkja »ér*»*í ii toéntMe tM {»(J «>U ) ««■ Hénu*t«n4« 3 Vttam •> ur*mvn i þyvi hX at tune ma tl oAa ro*ð c w uðcj fjnt t*iot Ijctf ívö•> að prinU úI ttiU r»n£* wijei tryggiv upt onð >að ■ hjyj að (wðaruðuMt.'t gtit (etðwu ;+*<**> uc það «*• ttm MfcMr sKujj Hy’ cg mjniaa M$n t+rótki-MsA o$ IrytSF »**n <w6* nu Jeja Mtt &AV/S i* lceland lOC*L í)**- REYKJAVÍK f EXCURSIONS Ferðeméti I FeréU I Afþreytafl I FerðorulafuUtrúar t Ó» «4 Borð* I llerinfarg I Ghtia| I Á M4 um Im4U i AKUHCYKAK v-ff-:4.K4sftc‘A EuroRent DAY TRIPS Ferðanetið á slóðinni www.tra- velnet.is er upplýsingaveita um ferðamál á íslandi. Hér eru upp- lýsingar um alla ferðaþjónustuað- ila. Þeir sem kjósa aö vekja sér- staka athygli á þjónustu sinni eiga þjónustusíðu á Ferðanetinu. Vefurinn er unninn á þann hátt að hann má skoða með öllum vöfrurum og síður hans birtast fljótt. Auðvelt er að prenta út texta enda vefurinn byggður upp með það I huga að ferðamaðurinn geti skipuiagt ferðina nákvæm- lega, prentað út það efni sem vek- ur áhuga hans og myndað eigin ferðahandbók og tryggt sem verða má ánægjulega ferð. Undir tenglinum afþreyingu má finna langan lista yfir ýmis form afþreyingar, t.d. hjólreiðar. Þar er að finna lista yfir þá aðUa sem veita hjólreiöamönnum þjón- ustu, bæði leigja hjól sem og gera við hjól. Undir tenglinum menn- ingu er að finna lista yfir leikhús í landinu og undir tenglinum gaU- erí og handverkshús, lista yfir slíka staði í öUum landsfjórðung- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.