Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002
DV
Fréttir
Skoðanakönnun DV um hvar fólk gerir reglulega innkaup til heimilisins:
Um 70 prósent kaupa
inn í verslunum Baugs
- á höfuðborgarsvæðinu en 54 prósent á landinu öllu. Bónus vinsælasta verslunin
Hvar kauplr fólk reglulega Inn tll helmlllslns?
Allt landlð Höfuðborgarsvæölö
Landsbygg&ln
I I Baugur [___] Samkaup [_]■ Kaupás U1 Europrls
Einstakar verslanlr á höfuðborgarsvæðlnu
Bónus
Hagkaup
Nóatún
nefnda 2001. Kaldbakur
fjárfestingarfélag hf. og
Kaupfélag Suðumesja
eru aðaleigendur. Sam-
kaup rekur verslanimar
Samkaup, Úrval, Spar-
kaup, Strax, Nettó og
Kaskó.
Ríflega annar hver maður, eða 54
prósent landsmanna, kaupir reglu-
lega inn til heimilisins 1 verslunum
í eigu Baugs, en alls 70,4 prósent sé
eingöngu litið til ibúa höfuðborgar-
svæðisins. 16 prósent á landinu öllu
gera regluleg innkaup í verslunum
Samkaupa, 11,4 prósent í verslunum
Kaupáss og 18,5 prósent annars
staðar. Langsamlega flestir kaupa
inn í Bónus, eða 41,1 prósent á land-
inu öllu, en nærri annar hver á höf-
uðborgarsvæðinu, eða 47,7 prósent.
Önnur vinsælasta verslunin á
landsvísu er Hagkaup en 8,8 prósent
kaupa reglulega inn þar. Þetta eru
helstu niðurstöður skoðanakönnun-
ar DV sem gerð var á fimmudag.
Spurt var: í hvaða verslun gerir
þú reglulega innkaup til heimilis-
ins? Úrtakið var 600 manns, jafnt
skipt á milli höfuðborgarsvæðis og
landsbyggðar sem og kynja. Svar-
hlutfallið var mjög hátt, eða 99 pró-
sent.
Á bak við tölur fyrir höfuðborgar-
svæðið annars vegar og landsbyggð-
ar hins vegar eru 300 svarendur í
hvoru tilfelli.
Annar hver í Bónus
Þeir sem búa á höfuðborgarsvæð-
inu nefndu alls 14 verslanir í þess-
ari könnun. Níu þessara verslana
tilheyra verslunarsamstæðunum
Baugi, Kaupási og Samkaupum.
Langflestir sögðust gera regluleg
innkaup til heimilisins í Bónus, eða
48.6 prósent. Hagkaup kom þar á eft-
ir með 16 prósent, þá Nóatún með
8.6 prósent, Fjarðarkaup með 7,1
prósent, 10-11 með 5,8 prósent, Nettó
með 4,4 prósent, Krónan með 3,4
prósent og Europris með 2,7 pró-
sent. Aðrar verslanir voru nefndar
sjaldnar.
Sé litið tU hlutdeUdar verslunar-
samstæða sögðust 70,4 prósent gera
regluleg innkaup í verslunum
Baugs, þ.e. Bónus, Hagkaupi og 10-
F]ar&arkaup
10-11
Nettö
Krónan
Europris
0% 10% 20% 30%
11. Bónus tekur þar tU sín tæp 70
prósent viðskiptavinanna.
13,3 sögðust kaupa inn í verslun-
um Kaupáss, þ.e. Nóatúni, Krón-
unni og 11-11. Fjarðarkaup kemur á
eftir þessum stóru blokkum en 7,1
prósent sögðust gera innkaup þar.
5,4 prósent íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu sögðust kaupa inn í verslunum
Samkaupa.
Samkaup urðu tU þegar Matbær,
áður verslunarsvið Kaupfélags Ey-
firðinga og Samkaup hf., sameinuð-
ust undir merkjum hins síðar-
Samkaup sterk úti
á landi
Á landsbyggðinni
voru, eðli máls sam-
kvæmt, nefndar mun
fleiri verslanir en á höf-
uðborgarsvæðinu, eða
samtals 30. Af þeim tU-
heyra 10 verslanir ein-
hverri þeirra þriggja
'40% blokka sem nefndar
voru að ofan, Baugi,
Kaupási eða Samkaupi.
Af einstökum verslunum sögðust
flestir kaupa reglulega inn tU heim-
Uisins 1 Bónus, eða 34,8 prósent.
Langt er I næstu verslun, Samkaup,
þar sem 8,8 prósent sögðust kaupa
reglulega inn. Þá kemur Krónan
með 8,1 prósent, Nettó með 6,4 pró-
sent og Sparkaup með 4,7 prósent.
Aðrar verslanir voru nefndar
sjaldnar.
Baugur er vinsælasta verslana-
blokkin á landsbygginni, eins og á
höfuðborgarsvæðinu, en 38,5 sögð-
ust gera regluleg innkaup i ein-
hverri af verslunum Baugs, þar af 9
af hverjum 10 í Bónus.
Samkaup kemur á eftir Baugi í
vinsældum en 23,6 prósent sögðust
kaupa inn í verslunum undir þeim
hatti. Þá kemur Kaupás þar sem 9,8
prósent kaupa reglulega ixm.
Á meðfylgjandi gröfum má sjá töl-
ur úr þessari könnun.
í takt við aðrar tölur
í skýrslu Samkeppnisstofnunar
um matarverð á árinu 2000 koma
fram tölur yfir áætlaða markaðs-
hlutdeild verslana á íslandi það ár.
Þar kemur fram að Baugur sé með
43-44 prósent markaðshlutdeild en í
könnun DV sögðust 54 prósent gera
þar reglubundin innkaup til heimil-
isins. í skýrslu Samkeppnisstofnun-
ar var Kaupás talinn með 22-23 pró-
senta markaðshlutdeild en aðeins
11,4 prósent nefndu verslanir
Kaupáss í könnun DV. Verslanir
Matbæjar, Samkaupa og Sparkaupa
þóttu hafa 16-18 prósenta markaðs-
hlutdeild i fyrrgreindri skýrslu en
16 prósent nefndu verslanir Sam-
kaupa í könnun DV.
Frá því skýrsla Samkeppnisstofn-
unar var gerð hafa Nýkaup orðið að
Hagkaupum, verslunum hefur fjölg-
að og Europris hefur komið til sög-
unnar. Sú verslun er aðeins um 3
mánaða gömul og hefur því ekki
sama forskot og aðrar verslanir sem
byggt hafa upp tryggð meðal við-
skiptavina.
Hreyfing
Mikil hreyfing er á þessum mark-
aði, að minnst kosti í huga fólks. DV
spurði einnig hvort fólk hefði íhug-
að að gera regluleg innkaup í
annarri verslun.Tæplega helmingur
þeirra sem svöruðu sagðist hafa
hugleitt að kaupa inn annars staðar.
Nánar verður fjallað um niðurstöð-
ur við þeirri spurningu í blaðinu á
morgun. -hlh
Forstöðumaöur samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar
Reytum ekki hár okkar
yfir álagningu Baugs
„Forsvarsmenn Baugs hafa tjáð sig
um álagningartölur sem birtar hafa
verið í fjölmiðlum og sagt þær óná-
kvæmar. Við teljum okkur hafa
sannreynt ýmsar meðalálagningar-
tölur sem forsvarsmenn fyrirtækis-
ins hafa nefnt og höfum ekki talið
ástæðu til að reyta hár okkar út af
þessu að svo komnu máli,“ segir
Guðmundur Sigurðsson, forstöðu-
maður samkeppnissviðs Samkeppn-
isstofnunar, um umræður um meinta
svimandi háa álagningu Baugs sem
verið hefur til umræðu í fjölmiðlum.
Guðmundur segir rann-
sóknir Samkeppnisstofnun-
ar ekki renna stoðum undir
fullyrðingar um að meðal-
talsálagning í Bónus skipti
tugum prósenta. Fullyrt hef-
ur verið að Bónus hafi að
meðaltali lagt 42% á vörur
frá Nordica í Bandaríkjun-
um, en Jón Bjömsson, fram-
kvæmdastjóri Baugs ís-
lands, hefur sagt að meðal-
talsálagning Baugs á matvöru sé ríf-
lega 21%.
Álagningin
í skýrslu Samkeppnis-
stofnunar um matvöru-
markaðinn frá þvi í fyrra,
sem byggði á upplýsingum
frá haustinu 2000, koma
fram ýmsar áhugaverðar
niðurstöður um álagningu
smásöluverslana. Tekið er
fram að álagningin geti
verið mjög breytileg, en að
verslanir leggi að meðal-
tali 50-70% á ferskt brauð; á
hrökkbrauð og kex 30-50%; á hrís-
grjón 15-30%; á pasta 15-25%; á
morgunkom og aðrar kornvörur
25-30%; á hangikjöt, pylsur, bjúgu,
lifrarkæfu og ýmislegt álegg
20-40% á algengustu vörutegund-
ir; á ferska ýsu 15-20%; á mjólk,
rjóma, skyr og jógúrt 10-15%; á
tvær algengar ostategundir
17-18%; á egg 50-70%; á sykur
15-25%; á súkkulaði og sælgæti
40-50%; á nokkrar algengar ísteg-
undir 25-30%; á kaffi 20-30%; og á
ávaxtasafa og gosdrykki 30-50%.
Meginniðurstaða Samkeppnis-
stofnunar var sem kunnugt er á
þá leið, að í kjölfar samruna á
matvörumarkaði fyrri hluta árs
1999 hefði samkeppni minnkað og
álagning smásöluverslana aukist.
Markaðshlutdeildin
í skoðanakönnun DV, sem
greint er frá annars staðar í blað-
inu í dag, kemur fram að markaðs-
hlutdeild Baugs er gríðarleg. Guð-
mimdur Sigurðsson segir mark-
aðshlutdeild af þessu tagi vart
þekkjast annars staðar.
„Víðast í Vestur-Evrópu og
raunar víðar hefur orðið mikil
samþjöppun á matvörumakaði
svipað og hér, en þar sem við
erum fá og smá verður þetta svo-
lítið öfgafullt hjá okkur miðað við
það sem annars staðar gerist. Ég
held að það sé fátltt að svona keðj-
ur fari upp fyrir 25-30% markaðs-
hlutdeild.
Guðmundur segir Samkeppnis-
stofnun telja óheppilegt að mikil
samþjöppun verði á markaði en vill
ekki fullyrða að neytendur þurfí að
hafa áhyggjur af stöðu mála hér.
„Það væri samt æskilegra að fleiri
keppinautar væru á markaðnum,"
segir Guðmundur. -ÓTG
Dekkjahótel
vib geymum dekkin fyrir þig
gegn vægu gjaldi
SÓU/iMG
(onlinenlal*
Kópavogi - Njarbvfk - Selfoss
Guðmundur
Sigurðsson.
Nýjasta tækni
Magnús Guðmundsson og Siv Frið-
leifsdóttir skoða nýja diskinn.
Gagnvirkt íslandskort
Landmælingar íslands hafa gefið út
nýjan geisladisk með íslandskortum
fyrir PC-tölvur. Siv Friðleifsdóttir tók
á móti fyrsta diskinum úr hendi
Magnúsar Guðmundssonar, forstjóra
Landmælinga, við hátíðlega athöfn i
Ráðhúsinu í gær.
Diskurinn er gagnvirkur sem
merkir að notendur geta sjálfir skráð
inn örnefni, merkt landsvæði og fært
inn ferðaleiðir.
Á nýja kortadiskinum er að frnna
nokkur kort af íslandi. Þar á meðal
eru kort i kvarðanum 1:250.000, ferða-
kort í mælikvarðanum 1:500.000,
stjómsýslu- og sveitarfélagakort og
gróðurmynd. Enn fremur er að finna
yfirlitskort og gervitunglamynd á
diskinum.
Skoðunarhugbúnaður á diskinum
gerir notendum jafiiframt kleift að
leita að ömefnum; með því einu að slá
inn ömefnið þá fmnur diskurinn stað-
setningu þess á íslandskortinu. Þá er
hægt að mæla fjarlægðir og flatarmál
með hugbúnaðinum.
Bónus gaf 25 milljónir
Bónus færði Mæðrastyrksnefiid 25
milijóna gjöf í gær. Gjöfm er í formi
fimm þúsund matarmiða og mun
Mæðrastyrksnefnd úthluta þeim í sam-
starfi við Hjálparstarf kirkjunnar og
Öryrkjabandalag íslands. Byrjað verð-
ur að dreifa matarmiðunum í desem-
ber og fá handhafar þeirra úttektar-
miða að upphæð krónur fimm þúsund
í Bónusi.
Jóhannes Jónsson, stofnandi Bón-
uss, sagði við afhendinguna að hérlend-
is væri rík hefð fyrir samhjálp og að
styðja þá sem standa höllum fæti í þjóð-
félaginu. Viðstödd afhendingu þessarar
stórgjafar voru Ásgerður Flosadóttir,
formaöur nefndarinnar, Garðar Sverr-
isson ffá ÖBÍ, Jónas Þórisson hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar og Karl Sigur-
bjömsson biskup íslands.
Varað við sandfoki
Vegagerðin í Vík varaði í gær við
sandfoki á Mýrdalssandi. Við Vík í
Mýrdal er ljósum skrýtt aðvörunar-
skilti - þegar gulu ljósin á skilti i út-
jaðri bæjarins blikka er hætta á
ferðum, sandfok á Mýrdalssandi.
Það getur orðið hýsna vont mál að
lenda í slíku. Það er hins vegar orð-
ið sjaldgæft að bílstjórar lendi í
hremmingum af þessum sökum á
Mýrdalssandi, því Landgræöslan
hefur unnið gott starf við að græða
upp verstu svæðin við þjóðveginn.
Vegagerðarmaður sagði að um
tíma í gær hefði ástandið verið á
mörkunum, sérstaklega við Múla-
kvísl. Bilstjóri sem fréttamaður DV
hitti sagðist hafa lent í sandfoki en
aðallega miklu mistri, sem eru eftir-
stöðvar Skaftárhlaupsins, flngerður
jökulleir þomar og fýkrn- upp úr far-
veginum. -JBP/SKH/aþ