Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002
DV
Fréttir
Félag eldri borgara í Reykjavík:
I mál við ríkið vegna skatt-
hlutfalls ávöxtunartekna
DV-MYND E.ÓL.
Gegn ríkinu
Formaöur Félags eldri borgara, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, kynnir
málsókn gegn ríkinu vegna skattlagningar ávöxtunarhtuta lífeyristekna.
Félag eldri borgara i Reykjavík
hefur ákveðið að fara dómstóla-
leiðina gegn ríkisvaldinu vegna
þess að félagið telur að skattlagn-
ing ávöxtunarhluta lífeyrissjóðs-
greiðslna sé mjög ranglát. Það er
einn af félagsmönnum Félags
eldri borgara í Reykjavík sem
stefnir ríkinu en málið var þing-
fest í Héraðsdómi Reykjavikur í
gær. Ríkið hefur 8 vikur til þess
að senda inn greinargerð svo
þinghald hefst ekki fyrr en um
áramót í fyrsta lagi. í stefnunni er
þess krafist að álagning tekju-
skatts á stefnanda tekjuárið 2001
verði felld úr gildi en með henni
voru lífeyrisgreiðslur hans skatt-
lagðar með almennu tekjuskatts-
hlutfalli, þ.e. 38,7% skatti, og á
það bæði við um inngreidd ið-
gjöld og uppsafnaða vexti. Sam-
kvæmt lögum um fjármagnstekju-
skatt frá árinu 1996 skal greiða
10% skatt af öðrum fjár-
magnstekjum en vöxtum af ið-
gjöldum í lifeyrissjóðum, s.s. vöxt-
um, arði, leigu og söluhagnaði.
Stefnandi telur að skattreglur
mismuni sér vegna þess að hon-
um hafi verið skylt að greiða
hluta launa sinna í lífeyrissjóð
meðan aðrir en launþegar hafi
getað lagt fyrir til efri áranna, t.d.
með fjárfestingu í hlutabréfum.
Honum sé einnig mismunað eftir
efnahag en hann hafi ekki átt fjár-
muni umfram það sem gengið
hafi til framfærslu. Ólafur Ólafs-
son, formaður Félags eldri borg-
ara, telur að þessi mismunun
brjóti í bága við jafnræðisreglu og
eignarréttarákvæði stjórnarskrár-
innar. Ólafur segir að um prófmál
sé að ræða sem hafi vafalítið for-
dæmisgildi.
Samkvæmt útreikningum
tryggingastærðfræðings nema
uppsafnaðir vextir og verðbætur
81% af útborguðum lífeyri stefn-
anda árið 2001. Ef fallist yrði á
sjónarmið hans ættu skattgreiðsl-
ur hans að lækka um 56.564 krón-
ur, eða um 33%.
Stefanía Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir að
þegar fjármagnstekjuskatti hafi
verið komið á 1996 hafi ýmsir far-
ið að hugleiða þetta hvort það
væri réttlátt að skattleggja ávöxt-
unarhluta lífeyrissjóðsgreiðslna.
„í félaginu eru 8.500 félagar og um
16.000 innan landssambandsins og
allir þeir sem hafa verið í lifeyris-
sjóði og hafa þegið greiðslur hafa
þurft að borga hluta greiðslunnar
í tekjuskatt, en iðgjaldið er skatt-
frjálst. Vinnist þetta mál hefur
það fordæmisgildi, ekki bara fyrir
okkar félagsmenn heldur fyrir
alla landsmenn. Ég geri þá ráð
fyrir að skattalögum verði breytt
til samræmis við það,“ segir Stef-
ania Björnsdóttir. -GG
Hundabú fær
lokaviðvörun
Hundabúið að Dalsmynni hefur nú
fengið lokaviðvörun frá Umhverfis- og
heilbrigðisstofu Reykjavíkur. í bréfl,
sem stofnunin sendi forráðamönnum
hundabúsins nú í vikunni, segir að þeir
fái frest til 28. október næstkomandi til
að koma tilteknum atriðum á búinu í
lag. Verði það ekki gert muni stofnunin
leggja til þess að starfsemi þess verði
stöðvuð þar til úrbótum sé lokið.
Öm Sigurðsson, skrifstofstjóri Um-
hverfis- og heilbrigðisstofu, sagði að
forráðamenn búsins ættu eftir að ganga
frá atriðum varðandi loftræstikerfi, frá-
rennslislagnir og rotþrær. -JSS
Skjálftahrina
Skjálftahrina varð norðan Öræfajök-
uls um tvöleytið i nótt. Stærstu tveir
jarðskjálftamir mældust 2,5 á Richter
samkvæmt sjálfvirkri úrvinnslu Veð-
urstofunnar. Nokkrir minni skjálftar
fylgdu í kjölfarið. Þá er jarðskjálfta-
virkni stöðug í Mýrdalsjökli, 5-10
skjáiftar á sólarhring.
DV-MYND TEITUR
Fiörildin frjósa
Hætt er viö aö aömírálsfiörildin sem sést hafa víöa um borgina lifi ekki af kaldar nætur. Þeir Guöflnnur Þór Stefáns-
son, Egill Björgúlfsson og Karl Torsten Thorbjörnsson reyndu aö halda lífinu í einu slíku fiörildi í gær. Strákarnir fundu
fiörildiö á skólalóö Fláteigsskólans - og sögöust ætla aö eiga fiörildiö áfram.
Bergvin Jóhannsson, kartöflubóndi á Áshóli:
Dreifingaraðilar ekki að drepa bændur
- telur bóndann á Lyngási ekki verða feitan af viðskiptum við Bónus
Bergvin Jóhannsson, kartöflubóndi
á Áshóli í Grýtubakkahreppi, í utan-
verðum Eyjafirði, segist ekki sjá að
pökkunar- og dreifmgaraðilar á kart-
öflum séu að taka mikið til sín eins og
Karl Ólafsson í Lyngási 4 á Suðurlandi
hefur haldið fram í samtölum við DV.
Hann gefur ekki mikið fyrir orð Karls,
hvað þá að þessar stöðvar séu að drepa
framleiðendur.
NOTAÐAR VINNUVÉLAR
Tl-018 Massey Ferguson 860
traktorsgrafa, 80 ha. skotbóma, 60
cm bachoskófla, 5300 vst.
Ingvar
Helgason hf.
VÉLADEILD
„Þótt Karl segist vera að gera það
gott við að selja í Bónus sem selji kíló-
ið út úr búð á 62 krónur þá sýnist mér
að hann sé að selja þeim fyrir miklu
lægra verð en þær 35 krónur að jafnaði
sem við emm að fá í gegnum dreifing-
arfyrirtækin. Þó sér hann um umbúð-
ir, pökkun og dreifinguna sjálfur. Þá
segir hann að bændasamtökin skelli á
sig hurðum alls staðar, en það er hann
sjálfur sem lokar þau úti þar sem hann
borgar engin sjóðagjöld og er ekki í
neinum félögum sem þar koma að.
Þá virðist sem hann tali hreinlega
fyrir Jóhannes í Bónus þegar Karl
heldur því fram að álagningin þeima
sé ekki nema 3-9%.“ Bergvin telur að
Karl mætti í leiðinni vel upplýsa þjóð-
ina um hvað sé á bak viö gróða hans
síðustu 12 árin.
Bergvin segist selja í gegnum tvö
dreifingarfyrirtæki, Sölufélag garð-
yrkjumanna og Kartöflusöluna á Akur-
eyri. „Mér sýnist þau ekki taka mikið
meira en það sem þau eru að borga í
flutningskostnað sem er feikilega mik-
ill auk umbúöa- og dreifingarkostnað-
ar. Þau taka um 25-30 krónur á kílóið
og þá erum við aö fá að jafnaði um 35
Kartoflurækt
Skiptar skoöanir eru um hlut dreifingaraöila í kartöfluveröinu. Bóndinn á Ás-
hóli segir dreifingarfyrirtækin síst taka of mikið fyrir sinn snúö.
krónur. Mjög algengt verð frá dreifing-
araðila er um 60 krónur. Síðan kemur
virðisaukaskattur og álagning smá-
söluverslunarinnar. Út úr algengustu
verslunum eru kartöflumar þvi seldar
á í kringum 150 krónur.
Það er mikið látið af því að þessir
„miililiöir" fái mikið. Ég fékk að skoða
alla pappíra hjá þeim í vor og fór vel í
saumana á því. Það virðist alltaf vera
endapunkturinn í keðjunni, eða smá-
salan, sem fær flestar krónurnar fyrir
minnstu vinnuna. Samt eru framleið-
endur með um 80% af kostnaðinum og
ég vil meina yfir 90% af erfiðinu,“ seg-
ir Bergvin Jóhannsson. -HKr.
Bmmemfm
t vg ijíiyii/íiJJ
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 17.41 17.26
Sólarupprás á morgun 08.45 08.30
Síödegisflóö 19.31 00.04
Árdegisflóð á morgun 07.46 12.19
Snjókoma eða slydda
Norðanátt, víða 8 til 13 metrar á
sekúndu fram yfir hádegi en síðan
10-15. Snjókoma eða slydda öðru
hverju norðan- og austanlands.
Yfirleitt þurrt
Skýjaö með köflum og yfirleitt þurrt,
en dálítil él norðvestan til.
Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
«16" til 6° til 6°
Vtndun Vindun Vindun
10-15«*/* 10-15"V* 6-12
t£ t£ t£
Slydda eöa Slydda eða Víöa dálítll
él en skýjaö él en skýjað él.
meö köflum með köflum
um landlö um landlö
suövestan- suövestan-
vert. vert.
VíntliiraM |Jljgjl| |
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveöur 28,5-32,6
Fárviöri >= 32,7
AKUREYRI snjókoma -1
BERGSSTAÐIR rign. á síð. kls. 5
B0LUNGARVÍK snjókoma -1,4
EGILSSTAÐIR alskýjaö 1
KEFLAVÍK snjókoma 0
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 1
RAUFARHÖFN léttskýjaö 1
REYKJAVÍK alskýjaö 0
STÓRHÖFDI léttskýjaö 0
BERGEN léttskýjaö 1
HELSINKI skýjaö -8,8
KAUPMANNAHÖFN rigning 11
ÓSLÓ slydda 2
STOKKHÓLMUR 3
ÞÓRSHÖFN snjóél á síö. kls. 2
ÞRÁNDHEIMUR snjókoma 3
ALGARVE léttskýjaö 14
AMSTERDAM rigning 11
BARCELONA léttskýjaö 17
BERLÍN rigning 13
CHICAGO alskýjað 4
DUBLIN léttskýjaö 2
HALIFAX rigning 13
HAMBORG heiöskírt 3
FRANKFURT rigning 13
JAN MAYEN moldr. eða sandf. 2
LONDON skýjað 8
LÚXEMBORG rigning 11
MALLORCA léttskýjaö 18
MONTREAL heiöskírt -1,9
NARSSARSSUAQ heiöskírt 5
NEW YORK heiöskirt 11
ORLANDO skýjaö 24
PARÍS skýjaö 11
VÍN súld 9
WASHINGTON heiöskírt 7
WINNIPEG alskýjaö -2,2