Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Búnaðarbankinn kærður fyrir brot á hvíldarákvæði Búnaðarbankinn hefur verið kærð- ur til Vinnueftirlits ríkisins þar sem reglur um frítíma voru ekki taldar virt- ar. Árum saman hefur fastráðið starfs- fólk gengið vaktir um helgar og er hver vakt 8,5 klukkustundir. Steinar Harðarson, umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins í Reykjavík, segir að hugsanlega hafi hvíldartímaákvæði ekki verið ftillnægt í einhverjum tilfell- um og hefur eftirlitið átt viöræður við stjómendur bankans um skipulag vinnu fyrir vaktmenn. Auður Theódórsdóttir, formaður Starfsmarmafélags Búnaðarbankans, segir að kærandinn sé vaktmaður sem lenti í ógöngum í sumar og var látinn fara þegar hann varð uppvís að því að róta í gögnum starfsmanna og því líti kæran út eins og hefhdarráðstöfun af hans hálfú á hendur bankanum. Hann er grunaður um að hafa komið gögnum til Norðurljósa. Auður segir að Vinnu- eftirlitið telji það nægjanlegt ef vakt- maður fái 1 frídag af hverjum 7 og hún segir að það teljist til algjörra undan- tekninga ef það sé brotið, í 99% tilfella sé þetta í lagi. -GG Enginn áhugi á kaupum á NATO- stöð í Hvalfirði Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur að undanfömu verið að hreinsa til upþi í Hvalfirði þar sem NATO var með til skamms tíma olíubirgðastöö. Ákveðið hefur verið að hætta rekstri oliustöðvarinnar sem hefur verið starfrækt frá 1968. Hún hefur síðan 1991 verið vöktuð þrátt fyrir að engin olía hafi verið geymd þar. Þama eru 4 olíugeymar með 12 tomma steyptri, jámbentri kápu, slökkvistöð, ljósavél- ar, mötuneyti og verkstæði. Utanrík- isráðuneytið fær stöðina afhenta á næstunni og mun væntanlega bjóða hana út til sölu eða leigu. Kenneth Peterson, stjómarformað- ur Norðuráls í Hvalfirði, segir það bara hlægilegan orðróm að hann hafi sýnt þessari stöð áhuga og ætli að nýta hana í samstaríi við bandaríska olíufélagið GULF OIL. Noröuráli hafa verið boðnar eignir í Hvalfirði til kaups, s.s. norræna skólasetrið, en ekki hafi verið neinn áhugi á því. Hans áhugamál á Islandi snúi nú að álmálum og símamálum. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs, segir það mjög umhendis aö vera með birgðastöð uppi í Hval- firði á þessum stað og ekki mjög spennandi að skoða þennan mögu- leika. Hann segir þó að til hans hafi verið leitað í þessu máli af hálfu ut- anríkisráðuneytisins. Ekki hefur verið leitað til ESSO vegna þessa, að sögn Hjörleifs Jak- obssonar forstjóra. Olíudreifing, sem ESSO og OLÍS standi að, eigi og reki olíustöð í Hvalfirði og ekki standi til neinar breytingar. -GG Rúsínur Heslihnetur Fíkjur ... alltsem þarfí baksturinn! Keikóævintýrinu formlega lokið á íslandi: Búnaður Keikós í Klettsvík til sölu - falur fyrir 30 milljónir króna Keikó-samtökin á íslandi hafa auglýst til sölu öll þau tæki og vör- ur sem notuð voru meðan Keikó dvaldi í Klettsvíkinni við innsigl- inguna til Vestmannaeyja og kennir þar ýmissa grasa. Þessar vörur eru m.a. 20 feta vinnuhús að verðmæti 600 þúsund krónur; Seebear-björgunarbátur að verðmæti 30 þúsund dollarar; álbát- ur að verðmæti 12 þúsund dollarar; álbrú og prammi að verðmæti 15 þúsund dollarar; flotbrú að verð- mæti 500 þúsund krónur; frysti- pressa að verðmæti 120 þúsund krónur; köfunarvesti að verðmæti 65 þúsund krónur; dæla fyrir köfun- arkúta að verðmæti 6.000 dollarar; ísskápur að verðmæti 350 þúsund krónur; reiðhjól að verðmæti 300 dollarar; vindmælir að verðmæti 300 dollarar; loftnet fyrir Tetra-kerfi að verðmæti 8.000 krónur; biljarð- borð að verðmæti 125 þúsund krón- ur og rotþró fyrir klósett að verð- Farinn Eftir liggja tæki og tól í Eyjum sem engin not eru fyrir. mæti 500 dollarar. Verðmæti þessa vamings er um 7,4 milljónir króna. Til viðbótar þessu er til sölu ýmis annar vamingur og er í flestum til- fellum beðið um tilboð í hann. Þetta eru vörur eins og rafmótor, trefja- glershús sem notað var sem íveru- staður starfsmanna; prammi án dekks; þurrbryggja fyrir sjókött; 12 metra langur björgunarbátur sem verður til sölu í desember; geymslutankur; vinnuflotgallar og gervihnattamóttakari. Bara verð- mæti björgunarbátsins er ekki und- ir 20 milijónum króna en varlega áætlað gæti verðmæti annars varn- ings verið um 3 milljónir króna. Samtals gæti því verðmæti alls þessa varnings verið liðlega 30 milljónir króna. Allt er þetta búnað- ur sem keyptur hefur veriö til Vest- mannaeyja til þess að búa háhyrn- ingi þolanlega vist. Þá er ekki talinn með hundraða milljóna króna kostnaður vegna flutnings háhyrn- ingsins til landsins frá Bandaríkjun- um með sérútbúinni herflugvél sem varð auk þess fyrir tugmilljóna tjóni í lendingu á Vestmannaeyja- flugvelli. Keikó er nýsyntur til Nor- egs og hans er varla að vænta aftur til Islands. -GG Búslfjar Gunnar Steinn Gunnarsson framkvæmdastjóri og Norvald Sandö hjá Saiar Islandica. Miklar búsifjar hafa oröiö hjá fyrirtækinu í byrjun. Áfall laxeldismanna á Djúpavogi meira en ætlað var: Nær helmingur laxaseiðanna dauöur Ljóst er að um 40% af laxaseiöun- um hjá Salar Islandica á Djúpavogi hefur drepist í sjókvínni og líkur eru á að sú tala muni hækka í 50% að sögn Gunnars Steins Gunnars- sonar framkvæmdastjóra. Alls voru sett 22 þúsund laxaseiði í sjókví við bryggjuna í Gleðivík sl. föstudag. Daginn eftir kom i ljós að mikið af seiðum var dautt. Gunnar segir að verið sé að rann- saka hvað olli seiðadauðanum en hann eigi ekki von á að það upplýs- ist á næstunni. „Ekki verður farið með sjókvína inn í Berufjörð að svo stöddu, fiskurinn þarf að jafna sig og við þorum ekki að hreyfa hann strax. Eins verður beðið með að fá fleiri seiði meðan verið er að koma málunum í lag,“ segir Gunnar Steinn. -JI 13 ára piltur og 31 árs karlmaður handteknir á Blönduósi: Báðir hafa komið við sögu fíkniefnamála - grunaðir um að hafa flogið til Akureyrar og einnig komið til Sauðárkróks 13 ára piltur og 31 árs samferða- maður hans, sem lögreglan á Blönduósi handtók á mánudags- kvöld, eru taldir hafa flogið frá Reykjavík til Akureyrar áður en þeir fóru til Sauðárkróks og Böndu- óss. Þar voru þeir taldir hafa verið að selja hass í eins gramms plast- pakkningum. Pilturinn hefur áður komið viö sögu fíkniefnamála og maðurinn einnig. Bamavemdaryf- irvöld i Reykjavík töldu hag hans best borgið á Stuðlum sem i raun er neyðarmóttaka fyrir ungmenni. Manninum, sem er af erlendu bergi brotinn, hefur verið sleppt. Þegar lögreglan yfirheyrði piltinn og manninn vildi maðurinn ekkert kannast við hassið sem fannst á piltinum. Sá yngri vildi ekki gefa neinar upplýsingar sem lögreglan telur geta varpað nægjanlega skýru ljósi á ferðir hans og mannsins. Fé- lagsmálastjóri á Blönduósi var kall- aður til en félagamir tveir höfðu verið að reyna að fá far til Reykja- víkur og höfðu hafst við á bensín- stöð Olís. Sýslumaðurinn á Blönduósi kveðst ekki geta gefið nánari upp- lýsingar um ferðir fullorðna karl- mannsins og óharðnaöa unglingsins en ungur aldur hans hefur vakið at- hygli þó ekki komi það á óvart að 13 ára séu famir að tengjast fikni- kefnamálum. Sýslumaður sagði að málið sé í rannsókn en það verði sent suður áður en langt um líður. -Ótt Gjaldþrotakóngar Fjörutíu og fimm einstaklingar hafa setið í stjómum fimm eða fleiri hlutafélaga/einkahlutafélaga sem orðið hafa gjaldþrota síðustu tíu ár. Þetta kemur fram í svari Davíðs Oddssonar við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi. Fimmtíu og átta til viðbótar hafa setið í stjórnum fjögurra félaga sem hafa orðið gjaldþrota og aðrir tvö hundr- uð tuttugu og átta í stjórnum þriggja félaga. Samtals hefur því þrjú hundruð þrjátíu og einn maður setið í stjórnum þriggja eða fleiri fé- laga sem orðið hafa gjaldþrota síð- ustu tíu ár. Athygli vekur að í þessum hópi eru sextán einstaklingar sem tengd- ust gjaldþroti fjögurra eða fleiri fé- laga í sömu atvinnugrein. Samtals urðu ríflega þrjú þúsund félög gjaldþrota á þessum tíma og sátu um 7.500 manns í stjómum þeirra. Upplýsingar um kennitölur 543 þeirra liggja ekki fyrir og eru þeir því ekki með í framangreindri talningu. Lágmarkslaun Gísli S. Einarsson hefur ásamt fimm öðrum þingmönnum Samfylk- ingarinnar lagt fram þingsályktun- artillögu þess efnis, að forsætisráð- herra láti gera úttekt á áhrifum þess að lögfesta lágmarkslaun. Gísli hefur nokkrum sinnum flutt laga- frumvörp um lögleiðingu lágmarks- launa sem ekki hafa náð fram að ganga. I greinargerð með þingsá- lyktunartillögunni er bent á að lág- markslaun séu við lýði í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi og þyki hafa gefið góða raun. Launa- kerfið á íslandi er sagt einkennast af umfangsmiklum feluleik með raunveruleg launakjör og löngum vinnudegi. Fullyrt er að þau rök gegn lágmarkslaunum, að þau kunni að leiða til atvinnuleysis, eigi ekki við á íslandi. Fjöldi einkahlutafélaga Mun fleiri einkahlutafélög hafa verið stofnuð það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Frá ársbyrjun til 1. september á þessu ári voru stofnuð 2.348 einkahlutafélög en í fyrra var 1.841 félag stofnað. Þetta kemur fram í svari forsætisráð- herra við fyrirspum Kristjáns L. Möllers á Alþingi. Flest félög, eða 612, falla í flokk sem tekur meðal annars yfir fast- eignaviðskipti, leigustarfsemi, rekstur eignarhaldsfélaga, leigu at- vinnuhúsnæðis, hugbúnaðargerð og ýmsa sérfræðiþjónustu. Langmest fjölgun hefur verið í stofnun einkahlutafélaga um fiskveið- ar; 415 slik félög hafa verið stofnuð það sem af er árinu en voru 101 í fyrra. Einkahlutafélögum um rekstur heilbrigðis- og félagsþjónustu hefur líka fjölgað; 138 hafa verið stofnuð í ár en voru 78 í fýrra. -ÓTG Brátt til starfa á ný Halldór Ás- grímsson, for- maður Fram- sóknarflokksins og utanríkisráð- herra, er á góð- um batavegi eftir aðgerð þá sem hann gekkst und- ir að morgni 15. október síðast- liðins þegar fjar- lægt var stað- bundið mein í blöðruhálskirtli. Að sögn Bjöms Inga Hrafnssonar, kynningarfulltrúa Framsóknar- flokksins, hefur Halldór náð sér fyrr á strik eftir aðgerðina en menn þorðu að vona og fer nú daglega í um klukkustundarlanga göngu. Bjöm Ingi segir gert ráð fyrir að Halldór snúi aftur til starfa eftir um hálfan mánuð eða svo. -ÓTG Halldór Ásgrímsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.