Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 15
15 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002_______________________________________ DV _____________________________________________________________ Menning Saga Sonju de Zorilla er um margt sérstæð og tilurð bókarinnar um hana raunar ekki síður. Háöldruð konan sagði blaðamanninum Reyni Traustasyni þessa sögu í gegnum sima en harðneitaði að hitta hann. Hann hefur siðan unnið úr samtöl- unum rækilega frásögn sem öll er í 1. persónu: sjálfsævisögu íslenskrar konu sem lifði öðruvísi lífi en flestir aðrir af hennar kynslóð. Sonja var alin upp í Reykjavík, ein þriggja systra. Ein systirin lést í bernsku en hinar náðu níræðisaldri og er það býsna dæmigert fyrir kyn- slóð Sonju: Framtíð hennar var hálf- gert happdrætti og óvissari en aðrar islenskar kynslóðir hafa kynnst. Sonja var af efnafólki og var sett í menntaskóla. Hún hafði þó enga eirð til náms og hélt ung út í heim. Hún flæktist um í Evrópu í nokkur ár og stefndi fyrst á listnám en síð- an tískuhönnun. Að lokum hafnaði hún i Bandaríkjunum og bjó þar mestalla ævina. Bókmenntir Snemma fékk Sonja mikinn smekk fyrir þessa heims gæðum og virðist jafnan hafa haft nef fyrir hinu ljúfa lífi og fræga fólkinu. Þannig er hún strax í æsku tekin að lifa í allsnægtum og hittir fólk á borð við Coco Chanel og Rose Kenn- edy. í Bandaríkjunum gerist hún það sem kalla má „socialite": Vell- auðug kona sem einbeitir sér ekki síst að því að vera rík. Þar á hún fyrst í sambandi við sjálfan Onassis, einn rikasta mann heims. Síðan gift- ist hún argentínska sundkappanum og ólymp- helstu vina hennar er John Loeb, fokríkur iumeistaranum Alberto Zorilla en meðal maður af virðulegri ætt þar vestra. Ríka og fræga fólkið Helsti kostur sögu þessarar er að Reynir Traustason skilur mikilvægi þess að hlaupa ekki eins og spói yfir akur heldur hafa söguna ítarlega og gleyma ekki smáatriðunum. Lesendur geta lifað sig inn í ævi Sonju. Vandinn er hins vegar sá að líf „heimskonu" af þessu tagi vekur ekki áhuga allra. Saga Sonju er að vísu þakin frægu og ríku fólki en er þó fyrst og fremst saga venjulegrar konu sem afrekaði kannski ekki svo ýkja mikið annað en að lifa í allsnægtum. Ævi hennar nær því tæp- lega að vera efniviður í svona langa bók. Staðreyndin er lika sú að allt virðist þetta i raun frekar yfirborðslegt. Þó að líf Sonju hafi eflaust verið stórskemmti- legt er hún enginn Proust sem getur búið til heilan heim úr minnstu smáat- riðunum. Margar frægar manneskjur koma við sögu en lesandinn kynnist þeim ekki nógu vel til að fá áhuga á þeim. Reynir gerir hvað hann getur til að gera efnið áhugavert en það situr fátt eftir þegar bókinni er lokað. Einna helst langvarandi og sérstæð vinátta Sonju við auðkýfinginn Loeb sem var kannski maðurinn í lífi hennar þó að hún væri gift öðrum áratugum saman. Lesandinn fær lítið að vita um hvort Sonja gerði fleira við líf sitt en að leika sér á verðbréfamarkaðnum og þekkja ríkt og frægt fólk. Hinu er ekki hægt að neita að margir hafa áhuga á ríka og fræga fólkinu. Þó að Onassis og aðrar stjömur þess tíma séu ekki lengur mik- ið í fréttum er óhætt að reikna með að slík saga rati til margra. Ármann Jakobsson Reynir Traustason: Sonja - Líf og leyndardómar Sonju W. Benjamínsson de Zorilla. JPV útgáfa 2002. Óður til Ellyjar Aðdáendur hinnar ástsælu söngkonu Ellyjar Vilhjálms ættu að athuga það undir eins að í næstu viku, fimmtudags- kvöldið 14. nóvember kl. 21, verða minning- artónleikar um hana í Salnum í Kópavogi og er miðasala þegar hafin. Þar syngur Guðrún Gunnarsdótt- ir vinsælustu lög Ellyjar, Heyr mína bæn, Lítill fugl, Ég veit þú kemur, Hugs- aðu heim og íleiri perlur, og vill með því heiðra minningu söngkonunnar sem lést aðeins 59 ára að aldri, þann 16. nóvember 1995. Jón- atan Garðarsson flytur minningarorð. Eyþór Gunnarsson stjómar hljóm- sveit, en með honum leika Sigurður Flosason á saxófón, Birgir Bragason á kontrabassa og Erik Qvick á tromm- ur. Eyjólfur Kristjánsson mun stíga á svið í hlutverki gítarleikarans þar sem við á. Einnig munu Borgardætur syngja raddir og Stefán Hilmarsson er sérlegur gestasöngvari. Fjölskyldufólk athugi Fjölskyldufólk ætti að athuga að Leikfélag Reykjavikur hefur nú í nokkur ár boðið börnum, 12 ára og yngri, í fylgd með foreldrum eða for- ráðamönnum ókeypis á kvöldsýning- ar. Þetta gildir á allar sýningar nema söngleiki, bama- og unglingasýningar. Það er full ástæða til að hvetja for- eldra til að nýta sér þetta tilboð og veita bömunum þá upplifun að koma með i leikhúsið. Þau hafa nefnilega ekki síður gaman af fullorðinssýnmg- um en klæðskerasaumuðum barna- sýningum. ÞRIÐJA HÆÐIN HERPINGUR eftirAuðiHaralds HINN FULLKOMNI MAÐUR eftir Mikael Torfason \ samstarfi VIÐ DRAUAAASMIÐJUNA fi 7/11, kl. 20 fö 8/11, kl. 20 LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Sbakespeare í SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT Frumsýning lau. 9/11, kl. 17 su. 17/11, kl. 17 Leikfélag Reykjavíkur Miðasala 568 8000 Listabraut 3 - 103 Reykjavík kmch ieikriáiaupinnáseiiLiiiii 1 raunverulegum gildum í vandaðri uppsetningu Þórhildar Þorleifs- dóttur. "Artur Miller hefði notið hennar ef hann hefði drifið sig.” SA, DV Kvetch Við tökum þátt í býsna pínlegri samkundu í Vesturporti um þessar mundir í gamanleiknum Kvetch eftir hinn fræga (að endemum) Steven Berkoff. Stefán Jónsson stýrir stjömuliöi gamanleikara með Eddu Heiðrúnu og Stein Ármann í fararbroddi. "Óumræðilega fyndið..." HF, DV GRETTISSAGA www.hhh.is Saga Grettis. Leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu fost. 8. nóv., kl. 20, nokkur sæti fim. 14. nóv., kl. 20, uppselt lau. 16. nóv., kl. 20, nokkur sæti lau. 23. nóv., kl. 20, laus sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur fim. 7. nóv., AUKASÝNING, uppselt sun.. 10. nóv, uppselt þri. 12. növ., uppselt mið. 13, nóv., uppselt föst. 15. nóv., AUKASÝNING, laus sæti sun. 17. nóv., uppselt þri. 19. nóv., örfá sæti mið. 20. nóv., uppseit sun. 24. nóv., uppseit þri. 26. nóv., uppselt mið. 27. nóv., uppsclt sun. 1. des., örfá sæti Sýningamar á Sellófon hefjast kl. 21.00 Miðasala í síma 555-2222 Hinn fullkomni maður og Herpingur Þau eru karl og kona, annað er frá Mars og hitt frá Venus og þau ná engu sambandi ... Draumasmiðjan sýnir tvo einþátt- unga á 3. hæö Borgarleikhússins þar sem við skemmtum okkur yfir þessu vesalings fólki. Og skiljum allt miklu betur á eftir. Sölumaður deyr Magnað leikrit um draumana, lífsblekkinguna og þrána eftir Kvikmyndatónleikar í Háskólabíói Stjórnandi Frank Strobel Metropolis 7. nóvember, kl. 19.30 Miðaverð 2500 kr. Gullæðið 9. nóvember, kl. 15.00 Miðaverð 2000 1000 fyrir yngri en 12 ára Sími miðasölu: 545 2500 Föstudagurinn 8. nóvember, kl. 21.00 Laugardagurinn 9. nóvember, kL 23.30 Fimmtudagurinn 14. nóvember, kL 21.00 Laugardagurinn 16. nóvember, kL 23.30 Sunnudagurinn 17. nóvember, kL 21.00 Föstudagurinn 22. nóvember, kL 21.00 Laugardagurinn 23. nóvember, kL 21.00 Vesturport, Vesturgötu 18 Miðasala fer fram í Loftkastalanum, sími 552 3000 - www.senan.is Jón og Hólmfríður - frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Miðasala 568 8000 BORGARLEIKHUSIÐ Reykjávikui BORGARLEIKHUSIÐ LeikféiagReykjavflajr STÓRA SVIÐ SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller 5. sýn. Blákort-fö. 8/llkl. 20 Fi 14/11, kl. 20, su 17/11, kl. 20, fó. 22/11, kl. 20 HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurjýrir allajjölskylduna. Su 10/11, kl. 14 Su 17/11, kl, 14 Lau 23/11, kl. 20 ATH.: Kvöldsýning Su 24/11, kl. 14 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Fi 7/11, kl. 20 Fö 15/11, kl. 20 Lau 30/11, kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR MEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau. 9. nóv. kl. 20 - 60. sýning - AUKAS. Lau. 16. nóv. kl. 20 - AUKASÝNING Fim. 21. nóv. kl. 20 - AUKASÝNING Fö. 29. nóv. kl. 20 - AUKASÝNING NÝJA SVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt leiktrit iþremþáttum e. Gabor Rassov Fi 7/11, kl. 20 Lau 9/11, kl. 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Fö 15. nóvv kl. 20 - AUKASÝNING ALLRA SIÐASTA SINN 15.15 TÓNLEIKAR Ólafur Kjartan Sigurðsson. Ferðalög Lau 9/11 SKJALLBANDALAGIÐ KYNNIR K -i í IÐNÓ Fös. 8/11, kl. 21 FÖS.a/11,kl.23 Lau. 9/11, Id. 21 Lau. 9/11,kl. 23 Rm. 14/11, kl. 21 Fös. 15/11, kl. 21 Lau. 16/11, kl. 21 Lau. 16/11, kl. 23 Fim. 21/11, kl. 21 Fös. 22/11, kl. 21 Lau. 23/11, Id. 21 Fös. 29/11, kl. 21 Lau 30/11, kl. 21 Fim. 5/12, kl. 21 Fös. 6/12, kl. 21 Uppselt Aukasýning - örfá sæti Uppselt Aukasýning - örfá sæti Örfásæti Uppselt Uppselt Aukasýning - örfá sæti Nokkur sæti Uppselt Nokkursæti Örfásæti Nokkursæti 50. sýning Miðasalan í Iðnó er opin frá 10-16 alla virka daga, 14-17 um helgar og frá kl. 19 sýningardaga. Pantanir í s. 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. SIN FÓN ÍUHLJ ÓMSVEIT ÍSLANDS Þöglu myndirnar voru aldrei hljóðlausar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.