Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 DV 7 Fréttir Matvælaiðnaður: Uppsveifla Bjartari horfur eru nú I iðnaði eftir nokkum samdrátt en veltan í iðnaði hefur dregist saman í ár um 2%, en að raunvirði, þ.e. að frá- dregnum verðbreytingum, er sam- drátturinn um 7%. Mestur hefur samdrátturinn orðið í byggingar- starfsemi, jarðvinnu og upplýsinga- tækni en nokkur uppsveifla i mat- væla- og drykkjariðnaði. Á árinu hefur fjárfesting iðnfyrirtækja dreg- ist saman um 15% að raunvirði. Könnunin var gerð af Samtökum iðnaðarins og náði til 80 fyrirtækja. Á næsta ári er gert ráð fyrir að velta iðnfyrirtækja aukist um 4,5% og eru horfumar bjartastar I upp- lýsingatækni og prenti. Áfram verð- ur lítils háttar samdráttur í bygg- ingarvinnu og jarðvinnu, en þar er ekki gert ráö fyrir neinum stórfram- kvæmdum, eins og t.d. Norðlinga- ölduvirkjun eða Kárahnjúkavirkj- un. Mestra fjárfestinga er að vænta í prentgeiranum en síðan í mat- væla- og drykkjariðnaði og plast- og veiöarfæragerð, og er talið að í síð- astnefndu iðngreininni gæti fjárfest- ing aukist yflr 40% og um 15% í málm- og skipasmíðaiðnaði. -GG Flugleiðir: Lægstu fargjöldin upp- seld fram í febrúar - ríkið hirðir fjórðu hverja krónu af lægstu fargjöldunum Heimsótti Sellafield Siv Friðleifs- dóttir umhverfls- ráðherra heim- sótti í gær kjam- orkuendur- vinnslustöðina í Sellafleld í Skotlandi í boði breskra stjórn- valda. í heim- Friöleífsdóttir. sókninni í verk- ———........— smiðjuna kynnti umhverfisráðherra sér sérstaklega þá starfsemi sem veldur losun geislavirkra efna út í umhverflð og berast hingað til lands. íslensk stjómvöld hafa um skeið þrýst á bresk stjómvöld að herða kröfur á hendur verksmiðjunni þannig að losun frá henni valdi ekki aukinni geislamengun í Norður-Atlantshafi. Þó að geislamengun í sjó og sjávarfangi hér við land sé mjög lítil og langt und- ir heilsufars-viðmiðunarmörkum þá er það mjög mikilvægt að halda geisla- mengun í algjöru lágmarki á Islands- miðum nú og í framtíðinni. Ekki síst á það við um markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. -GG . DVWND GVA Ut á hafið djúpa Reykjavikurhöfn skartaði sínu fegursta í haustsólinni í dögunum. Flugleiðir kynntu nýlega ný lág- fargjöld, svokallaðan netsmell sem auglýstur var sem flugsæti á bros- legu verði. Verð til London og Kaup- mannahafnar kosta um 19.800 krón- ur en bóka þarf sæti með 21 dags fyrirvara, lágmarksdvöl er aðfara- nótt sunnudags en hámarksdvöl 21 dagur. Þessi fargjöld eru uppseld fyrir nokkru út þetta ár. Kannað var á mánudag, 4. nóvem- ber, hvenær hjón kæmust út til Kaupmannahafnar á fostudegi og til baka á mánudegi og fannst ekkert laust sæti á þessu fargjaldi fyrr en fostudaginn 14. febrúar 2003 og til baka 17. febrúar. Fargjaldið til Kaupmannahafnar kostar 19.730 krónur og eru skattar af þeirri upp- hæð 4.830 krónur, eða 24% af far- gjaldinu! Ríkiskassinn tekur með öðrun orðum fjórðu hverja krónu af fargjaldinu sem hjónin þurfa að greiða til Kaupmannahafnar, sem er 39.460 krónur. 24. janúar voru laus sæti til Kaup- mannahafnar og til baka fyrir tvo á 24.230 krónur sætið eða nokkru hærra gjald en um miðjan febrúar. Töluverð ásókn virðist því vera í þessi ódýru fargjöld á næstunni en þess ber að gæta að töluverð aukin ásókn er i farmiða til og frá íslandi um jól og áramót. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.