Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 14
14 Menning______________________ Vitnisburður um glímu DV-MYND E.ðL. Hannes Pétursson skáld Eins og aö bragöa jólaepli meöan epli tilheyröu enn jólum. Svo háttar tO með sumar af þeim bókum sem mér eru kærastar að fátt gleður mig meir en að opna þær af handa- hófi, lesa eina síðu eða tvær eða eitt ljóð, loka þeim aftur varlega og setja þær á sinn stað í bókaskápnum. Þetta er eins og að bragða jólaepli meðan epli tilheyrðu enn jólum. Slíkar bækur eru fágætar og bætast sjaldan við - ef til vill af dvínandi eigin- leika til að hrífast eða af skertri eftirtekt. En nú bregður svo við að birtist bók sem brátt fylkir sér þar á meðai: Birtubrigði daganna eftir Hannes Pétursson, „Lausablöð" að undirtitli. Flokkunar- fræðinni þykir eflaust erfltt að staðsetja slíkt rit: hugleiðingar, skissur, dagbókarriss, minningar, en í hnitmiðuðum káputexta er bent á að bókin eigi samleið með ljóðum Hannesar Péturssonar. Það er svo sem engin nýjung að Hannes sé snjail lausamálshöfundur og þættir hans og skrif um skáld og skáldskap eigi samleið með ljóðum hans, en að mínu mati ristir þessi bók að sumu leyti dýpra, eykur skilning okkar á skáldskap hans og uppsprettum hans en er jafnframt vitnis- burður um nær hálfrar aldar glímu við þann vanda að vera íslenskt skáld . Bókmenntir Birtubrigði daganna er furðu fjölbreytt bók. Þar er að finna hugleiðingar um íslenskt þjóðlíf og tungu, skáldskap og menningu; minningar um menn og ferðir, sumt í formi ádeilu, sumt í formi heimspekilegra vangaveltna. Því má eflaust lesa hana á margan hátt; fyrir þann sem forvitnast vill um þróun skáldsins Hannesar Péturssonar er ef- laust árangursrikt að bera saman lausablöð þessi og ljóðabækurnar; þar er mikil stoð í að blöðin eru ársett og ná frá 1960-2001; öðrum kann að þykja athyglisverðara að kynna sér einstaka þætti: náttúrulýsingar, skáldskaparmál eða minn- ingar. Þannig getur lesandi hver valið sér sína að- ferð, sinn hátt, og verður að minu mati hvergi svikinn. Ég vona að mér fyrirgefist þó ég nefni nokkra þætti sem fönguðu huga minn við fyrsta lestur. Þá er þar fyrst að nefna bernskuminningu um söngskemmtan Stefano Islandi á Króknum: stór- söngvarinn kominn heim í sitt hérað, stundin þegar hin háa list snart sál höfundarins svo djúpt að töfrarnir dvinuðu ei síðan. Ef sá stutti þáttur á ekki eftir að verða talinn sígildur er ég illa svik- inn. Önnur minningablöð mætti nefna svo sem Hatur á flugi, Menn í snjóbirtu eða örstutta ferða- sögu, Eiturkulda, með óvæntri en snjallri bók- menntalegri tilvísan í lokin. Þá er ekki síður fengur að lausablöðunum um bókmenntir eins og Allt er ekki til, Auga sem hugsar eða Hnykkir og skrykkir. Og ekki má gleyma bráðsnjöllum ádrepum eins og í Spólu- hljóð. Þannig mætti lengi tína til hvern lausblöð- unginn af öðrum, en að lokum leyfi ég mér að vitna í lokaorð þáttarins Aldirnar ólíku, sem rit- aður var 1962. Þó að fjórir áratugir séu umliðnir verður þeirri hugsun vart bægt frá að þau orð eigi fullt eins vel við í dag: Nútíminn er stórbrotnari og glœsilegri. Aftur á móti hefur mannkyniö aldrei átt sér tvísýnni fram- tíó. Hún er svo tvísýn að maöur ritar oröió framtíö í ósýnilegum gœsalöppum. Ef aðrar jafnáægjulegar bækur og Birtubrigði daganna rekur á fjörur senn mætti með sanni segja að þetta yrðu stórbrotin bókajól. Geirlaugur Magnússon Hannes Pétursson: Birtubrigöi daganna. Lausablöð. Bókaútgáfan Katlagil 2002. Hin undarlega ára Sigur Rósar Það fór ekki framhjá frönskum blaðalesendum að Sigur Rós kom til Parisar og hélt tónleika 23. október. En fréttin hafði greinilega borist áður því að sögn var uppselt með öllu á tónleikana þremur vikum fyrir fram. Sama dag og þeir voru haldnir birtist grein í blaðinu Libération undir titlinum „Hin undarlega ára Sigur Rósar“ og hófst hún á orðunum: „Líf Sigur Rósar er jafn ólg- andi og sundlaug með heitu vatni uppi á íslenskri heiði.“ Síðan er sagt frá hinum „fskalda og undar- lega geisladiski" Ágætis byrjun, sem út kom árið 2000, og geisladiskinum sem er að koma út um Bókmenntir þessar mundir. StUlinn er enn hinn sami, segir blaðið, og hefur svo um seinni diskinn þessi orð: „Sama grípandi hljóð hríms sem brestur í, sama geldingslega rödd Jónsa, sami smekkurinn fyrir íhugun. Ekkert virðist hafa truflað rósemi lífs þeirra sem skiptist milli diskaútgáfu og tónleika." Framhaldið er svo viðtal við drengina fjóra sem hefst á þessum orðum: „Að hitta þá er eins og að opna í hálfa gátt dyr á göngum rúms og tíma þar sem maður gæti séð eilíflega hina Sartre-legu skjálgi Jónsa sem mænir á peruna í loftinu.“ Ekki er þó víst að umræddur Jónsi yrði þessari frönsku mælskulist að öllu leyti sammála því síð- ar í viðtalinu er haft eftir honum að þeir drengirnir séu orðnir leiðir á því að vera í sífellu tengdir við landafræði heimalandsins. Að lokum segir blaðið að aðdáendahópur Sigur Rósar í Frakklandi fari sífellt stækkandi og vist er að á vegi fréttamanns DV hafa orðið stúlkur með glampandi augu og textablöð á íslensku í hendinni sem grátbiðja um þýðingu. Einar Már Jónsson í Paris Bragðgóð súpa Harpa, Hrói og félagar í Draugasúpunni Lesanda veröur ekki um sel þegar þau rekast á úlf en margt enn óhugnanlegra á eftir aö veröa á vegi þeirra. Drekastappan hét síðasta bók Sigrúnar Eldjám um Hörpu og Hróa en þessi nýja heitir Draugasúpan og er nafnahefð þessa bókaflokks æði skemmtileg - alltaf verið að elda ýmsar furðuskepnur. Eins og naftiið gefur til kynna er hér draugasaga á ferð. Sagan hefst á því að Hrói fer með Hörpu vin- konu sinni í sendiferð í gegnum skóginn en hún þarf að fara með vin og köku til Hrollfríðar frænku sinnar. Þessi fafla hljómar væntanlega kunn- uglega enda þekkja allir söguna um Rauðhettu litlu sem fór í sendiferð í gegnum skóginn með vín og kökur handa ömmu sinni og lenti í hrakning- um á leiðinni þegar hún freistaðist til að fara út af stígnum. En Harpa er sko eng- in Rauðhetta og þarf engan veiðimann til að bjarga sér. Harpa og Hrói eru bæði skemmtilegar persón- ur; Harpa sér ný tækifæri á hverju homi og gleðst mikið þegar þau finna kolryðgaðan, gamlan pott. Þegar Hrói skilur ekki af hverju þessi pottur er svona frábær verður Harpa hálfhneyksluð: „Það sem er svo heppilegt er að nú getum við SOÐIÐ eitthvað! Áðan ráfuðum við hér um og gátum ekki soðið neitt.“ Afstaða Hörpu til lífsins er þannig óendanlega jákvæð en um leið fyndin í anda fá- ránleikans (minnir pínulítið á Línu langsokk) svo að böm á öllum aldri hrífast með. Á leið sinni í gegnum skóginn hitta Harpa og Hrói ýmsar skuggalegur verur. Lesanda verður ekki um sel þegar þau rekast á úlf en margt enn óhugnanlegra á eftir að verða á vegi þeirra. Frásögnin er hins vegar alltaf létt og skemmtileg enda hræðist Harpa ekki neitt - og þá sjaldan að það gerist reynist Hrói hughraustari en hann virðist. Myndir Sigrúnar Eldjám eru auðvitað helmingur þess sem gerir Draugasúpuna skemmtilega. Aðalpersónur eru dregnar upp sterkum dráttum með skærum litum en bakgrunnurinn fylgir stemningunni; er ýmist draugalegur og myrkur eða bjartur og líflegur. Persónumar öðlast líf í mynd- unum; úlfurinn er alltaf hálf-tvíbentur að sjá (enda spurning hvort honum sé treystandi), hauslausi maðurinn er hrein- lega góðlegur og Hrollfriður frænka alveg óborganleg og ber nafn með rentu. Hrói og Harpa eru viðkunnanleg börn og ekki má gleyma að nefna að Harpa er svört sem minnir á að íslendingar eru aUs konar. Draugasúpan er skemmtileg saga fyrir yngri bömin; fyndin og spennandi. Full- orönir eiga líka eftir að hafa gaman af að lesa þessa sögu fyrir bömin enda vísanir í Rauðhettu- minnið oft mjög fyndnar og meðferð Sigrúnar á draugasögunni öll hin skemmtilegasta. Katrín Jakobsdóttir Slgrún Eldjárn: Draugasúpan. Mál og menning 2002. MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Bókmenntaveisla Bókaforlagið Bjartur efnir til gimilegrar veislu fyrir bókmenntasælkera í Hlaðvarpanum í kvöld kl. 20.30. Þar verður boðið upp á ljúffeng sýnishorn úr nokkrum þeirra verka sem út koma hjá forlaginu fyrir þessi jól. Viðar Hreinsson les úr Land- nemanum mikla, ævisögu Stephans G. Stephansson- ar, Guðrún Eva Mínervu- dóttir les úr skáldsögu sinni Sagan af sjóreknu píanóunum, Steinar Bragi les úr skáldsögu sinni Áhyggjudúkkur og Þor- valdur Þorsteinsson les úr ævintýri sinu Blíðfinnur og svörtu ten- ingarnir - Ferðin til Targíu. Þá munu Elísa Björg Þorsteinsdóttir lesa úr þýðingu sinni á Veröld okkar vandalausra eftir Kazuo Is- higuro og Árni Ibsen úr þýðingum sínum á ljóðum WUliams Carlos Williams. Síðast en ekki síst munu Anna Pálína Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson flytja lög við ljóð eftir Stephan G. Stephansson. Fritt inn. Hetjur og valkyrjur Kl. 12 á hádegi á morgun verður rabbfundur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum í stofu 101 í Lögbergi. Þar flytur Baldur A. Sigurvinsson mannfræð- ingur fyrirlesturinn „Hermenn og her- mennska. Hetjur og valkyrjur" og veltir fyr- ir sér hvort rétt sé að hermennska sé ein- göngu svið karlmanna. Til dæmis þjónuðu konur jafnt og karlar í hinum sigursælu og miskunnarlausu herjum Mongóla og þóttu sýna jafn mikið hugrekki og ofbeldishneigð og karlamir, og kaldur veruleiki nútímans sýnir fram á tilgangsleysi þessara hug- mynda. Þannig þykja t.d. konur henta mun betur til þjónustu sem flugmenn á orrustu- þotum sökum líkamsbyggingar sinnar. Nýjar kiljur í nýjasta kiljupakka Máls og menningar eru spennandi bækur að venju. Þar ber fyrsta fræga að telja Bridget Jo- nes á barmi taugaáfalls, aðra bókina um þessa seinheppnu bresku stúlku. Þótt hún hafi krækt í draumaprinsinn í lok fyrri bókar er ekki þar með sagt að allur hennar vandi sé yfir- unninn. Sigríður Halldórsdóttir þýðir bók- ina. Galdur Vilborgar Davíðsdóttur er mögn- uð saga frá 15. öld sem fléttar saman óvenjulega ástarsögu og römm átök á róstu- sömum tímum á íslandi. Hún er nú endur- útgefin i kilju. Loks er svo glæpasagan Elsku Poona eft- ir Karin Fossum í þýðingu Jóns St. Krist- jánssonar. Óþekkt kona er myrt í litlu þorpi og í ljós kemur að daginn sem morðið var framið átti piparsveinninn Gunder Jomann von á Poonu, nýju konunni sinni frá Ind- landi. En hún birtist aldrei í húsi hans. Karin Fossum er vinsæll glæpasagnahöf- undur hér á landi sem annars staðar; hún hlaut Glerlykilinn, norrænu glæpasagna- verðlaunin, árið 1997. Vonin deyr aldrei Vonin deyr aldrei er sönn örlagasaga áströlsku stúlkunnar Jacqueline Pascarl sem eitt sinn var prinsessa. Hún kynntist sínum draumaprinsi að- eins 17 ára gömul, og sá var í raun og veru prins. Hún flyst með honum til ríkis hans í Malasíu en þar breytist draumurinn um ástina smám saman í martröð. Hún ákveður að fara frá manni sínum og flytur með börnin þeirra tvö á sínar gömlu heimaslóðir. Þar tekst henni að skapa þeim öryggi i tilverunni, og loksins brosir lífið aftur við henni. En þeg- ar faðir bamanna kemur í heimsókn nem- ur hann þau á brott. I örvæntingu sinni reynir Jacqueline allt til aö fá börnin til baka, en hver einasta tilraun mistekst. Það eina sem eftir lifir er vonin. Jacqueline hefur helgað líf sitt barátt- unni fyrir að endurheimta böm sín. Hún er sérstakur sendifulltrúi CARE Intemational, sem eru ein stærstu hjálparsamtök heims, og hefur tekið þátt í margvíslegu hjálpar- starfi, m. a. á vígvöllum Bosniu og í Afríku, og hlotiö margvíslegar viðurkenningar fyr- ir störf sin að mannúðarmálum. JPV útgáfa gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.