Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 DV REUTERSMYND Kosiö í Flórída Engin stórkostleg vandræöi uröu í kosningunum í Flórída í gær. Flórídakosning- arnar gengu vel Svo virðist sem kosningamar í Flórída hafi gengið að mestu snurðulaust í gær, ólíkt því sem gerðist í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Þá varð fimm vikna dráttur á þvi að úrslit réðust endan- lega vegna klúðurs við framkvæmd- ina í Flórída. Að þessu sinni var notast við snertiskjái í hinum fjölmennu sýsl- um Miami-Dade og Broward og gekk það vel. „Ég held að við séum endanlega búin að reka af okkur slyðruorðið og sýnt að við getum efnt til al- mennilegra kosninga," sagöi Jim Smith, innanríkisráðherra Flórída. Fyrirrennari hans í starfi, Katherine Harris sem varð skúrkur í augum demókrata en hetja í aug- um repúblikana fyrir þátt sinn í endurtalningu atkvæðanna í for- setakosningunum, bauð sig fram til fulltrúadeildarinnar og náði kjöri. Reykeitrun varð 12 að bana í lest Tólf manns dóu úr reykeitrun eft- ir að eldur kom upp i hraðlest frá París til Vínarborgar laust eftir miðnætti að íslenskum tíma í nótt. Lestin var þá komin í námunda við borgina Nancy í austanverðu Frakklandi. Niu manns slösuðust. Hinir látnu, sex karlar, fimm kon- ur og eitt barn, voru útlendingar í tveimur þýskum svefnvögnum sem eldurinn kom upp í. Það voru jám- brautarstarfsmenn í Nancy sem tóku eftir eldinum þegar lestin fór þar í gegn. Svo virðist sem skamm- hlaup í hitakerfi lestarvagnanna hafi orsakað eldsvoðann, aö sögn járnbrautarstarfsmanna. Farþegum lestarinnar var komið fyrir í leikfimisal á meðan þeir biðu eftir að geta haldið ferð sinni áfram. Grunaður tllræðlsmaður. Balímáliö: Tveir grunaðir handteknir Lögregluyfirvöld í Indónesíu sögð- ust í gær hafa handtekið tvo menn grunaða um aðild að sprengjutilræð- inu á Balí eftir að teiknuðum mynd- um af þremur grunuðum tilræðis- mönnum voru birtar i fjölmiðlum um allt land um helgina. Að sögn talsmanns lögreglunnar var annar mannanna handtekinn á mánudaginn í borginni Medan á Súmötru þegar hann reyndi að komast um borð í flugvél til Malasíu með fölsuð skilríki og hinn í höfuð- borginni Jakarta í gær. Þriðja mannsins er nú leitað og sagði lög- reglan að hringurinn þrengdist. Repúblikanar ná meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings: Sögulegur árang- ur fyrir forsetann George W. Bush Bandaríkjaforseti vann sögulegan sigur þegar Repúblikanaflokkurinn endurheimti meirihluta sinn í báðum deildum þingsins í kosningunum í gær. Frambjóðendur repúblikana sigr- uðu fráfarandi öldungadeildarþing- menn demókrata í Georgíu og Mis- souri og náðu þar með að minnsta kosti eins sætis meirihluta í öld- ungadeildinni, þó niðurstaða væri ekki fengin í Minnesota, Suður-Da- kóta og Louisiana. Repúblikanar bættu einnig við sig tveimur mönnum í fulltrúadeild- inni og juku þar með meirihluta sinn þar. Þar með virðist sem ferða- lög Bush forseta síðustu daga kosn- ingabaráttunnar hafi skilað sér í at- kvæðum til repúblikana. Jeb Bush, yngri bróðir forsetans, náði endurkjöri sem ríkisstjóri í Flórída og demókratinn Gray Davis var endurkjörinn ríkisstjóri Kali- forníu. Repúblikanar fengu einnig REUTERSMYND Lífeyrisþeginn vann Hinn 78 ára gamli Frank Lauten- berg, frambjóöandi demókrata i New York, náöi kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. rikisstjórann í Maryland, í fyrsta sinn í 36 ár, og var sá sigur til marks um mikla velgengni flokks- ins i kosningunum í gær. Sigur repúblikana í kosningun- um hefur mikla þýðingu fyrir Bush forseta. Hann getur nú reitt sig á stuðning þingsins við fyrirhuguðum hernaði gegn írak og hann sér fram á að íhaldsstefna hans nái fram að ganga, svo sem tillögur hans í skattamálum og öryggismálum inn- anlands. Þá þarf Bush ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þingið hafni tilnefningum hans í dómara- stöður sem losna. Bush varð með fylgisaukningu repúblikana þriðji forsetinn á einni öld sem hefur tekist að bæta við sig sætum í kosningum á miðju kjör- tímabili forsetans. Demókrötunum Franklin Roosevelt og Bill Clinton tókst það á árunum 1934 og 1992. Að þessu sinni var kosið um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni, 34 sæti í öldungadeildinni og um 36 ríkis- stjóraembætti. „Fólk var orðið þreytt á þrátefl- inu i þinginu," sagði repúblikaninn Dennis Hastert, forseti fulltrúa- deildarinnar, í viðtali við sjónvarps- stöðina CNN. REUTERSMYND Bush-feðgar fagna George Bush eldri, fyrrum forseti Bandaríkjanna, fagnar hér kosningasigri meö yngri syni sínum, Jeb Bush, sem sigraöi meö glæsibrag í kosningum til ríkisstjóra í Flórída og er þetta í fyrsta skipti sem repúblikani nær endurkjöri í ríkinu. Ariel Sharon: Segist hafa verið nauðbeygður til þess að boða kosningar Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, boðaði í gær eins og búist var við til kosninga í landinu þann 28. janúar, um það bil níu mánuðum áður en ætlað var. „Þetta var að mínu mati besti kosturinn í stöðunni,“ sagði Sharon og bætti við að hann hefði í raun verið nauðbeygður til þess að boða til kosninga þar sem hann hefði ekki getað sætt sig við kröfur sam- starfsaðilanna fyrir áframhaldandi rikisstjómarsamstarfl og þar meö hefðu forsendur fyrir áframhald- andi stjórnarsetu verið brostnar. Benjamin Netanyahu, keppinaut- ur Sharons um leiðtogasætið í Lik- ud-bandalaginu fyrir komandi kosn- ingar, samþykkti þar með að gegna embætti utanríkisráðherra fram að kosningum, en ætlun Sharons er að leysa upp þingið og hefur Moshe Ariel Sharon. Katsav, forseti landsins, staðfest aö Sharon hafi farið fram á að það yrði gert eftir að Netanyahu hafi verið settur í embætti. Netanyahu staðfesti í sjónvarps- viðtali í gær að hann myndi keppa við Sharon um leiðtogasætið í Lik- ud-bandalaginu og sagði baráttuna þar með hafna. „Ég tók að mér emb- ætti utanríkisráðherra til þess að forða þjóðinni frá enn meiri vand- ræðum en orðin eru. Við vitum öll að ástandið er mjög ótryggt og stríð gegn írökum er yfirvofandi," sagði Netanyahu, sem eins og Shaul Mof- az, nýskipaður varnarmálaráðherra, vill flytja Yasser Arafat í útlegð. Þrátt fyrir meiri vinsældir Shar- ons meðal almennings er Netanya- hu bjartsýnn á að fella hann úr leið- togasæti og treystir þar á aukna óá- nægju innan flokksins. mmnmm Bush sendir föstukveðjur George W. Bush Bandaríkjaforseti sendi múslímum f Bandaríkjunum og annars staðar f heiminum kveðjur sínar í gær í tilefni upphafs ramadans, föstumánaðar músl- íma. Við það tækifæri kallaði forset- inn íslam friðelskandi trúarbrögð. Leyft að tala dönsku Tilraun Hans Enoksens, for- manns Siumutflokksins á Græn- landi, til að úthýsa dönsku úr græn- lenska þinginu virðist dæmd til að mistakast þar sem allir flokkar hafa lýst sig andvíga tillögu hans, meira að segja hans eigin flokksbræður. Ályktun lögð fram í dag Búist er við að Bandaríkjamenn leggi fram endurskoðaða ályktun sína um írak fram í Öryggisráði SÞ í dag þar sem Saddam Hussein verð- ur veittur lokafrestur til að losa sig við gjöreyðingarvopn sín. Leit að forsætisráðherra Leiðtogar hins íslamska Réttlæt- is- og þróunarflokks, sem sigraði í þingkosningunum i Tyrklandi um helgina, ræddu í gær hver eigi að verða næsti forsætisráðherra. Muhammad áfram I haldi John Allen Muhammad, sem grunaður er um að hafa staðið fyrir leyniskyttumorðunum í nágrenni Washington, var í gær úrskurðaður f gæsluvarðhald þar til ákveðið verður hvar rétta á yflr honum. Árásir munu halda áfram Borís Berezov- skíj, útlægur rúss- neskur kaupsýslu- og stjómmálamað- ur, sagði í gær að tsjetsjenskir harð- línumenn myndu halda áfram því sem þeir hófu með gíslatökunni í Moskvuleikhúsinu á dögunum nema rússnesk stjórnvöld semdu um frið við hófsama. Sæði upp í skuldir Verkamenn í rúmenskri bílaverk- smiðju hafa ákveðið að gefa úr sér sæði til að hægt verði að greiða skuldir fyrirtækisins með fénu sem fæst fyrir lífsvökvann. Berlusconi sloppinn ítalska þingið samþykkti loks í gær, eftir margra vikna hatrammar viðræður, frum- varp sem andstæð- ingar þess segja að hafi verið skradd- arasaumað fyrir Silvio Berlusconi forsætisráðherra og vini hans svo ekki verði hægt að sækja þá til saka fyrir spillingu. Gamlir drekka líka mikið Breskir unglingar eru ekki þeir einu sem skvetta of mikið í sig því svo virðist sem lífeyrisþegar fái sér of oft of mikið neðan í því. Brytinn varaður við Paul Burrell, fyrrum bryti Díönu prinsessu sem var sýknaður í síð- ustu viku af þjófnaðarákæru, segir í blaðaviðtali í dag að Elísabet drottn- ing hafi varað sig við ókunnum öfl- um í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.