Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 rstasinn McCarthy hættur Mick McCarthy sagöi í gær upp störfum sem þjáifari írska landsliðsins i knattspyrnu. McCarthy hefur veriö I erfíðri stöðu síðan aUt fór upp í háaloft milli hans og Roy Keane í sumar en McCarthy rak þá Keaneheim fráHM. írska liðið komst samt upp úr riðlin- um og stóð sig fram- ar vonum en liðið hefur ekki náð að fylgja þvi eftir og hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sín- um í undankeppni EM. Pressan var því orðin mikil á McCarthy. -ÓÓJ Stevie Johnson hjá Haukum átti mjög góöan leik gegn Njarðvíkingum í leikjunum tveim í Kjörísbikarnum. DV-mynd Hari Haukar gerðu góða ferð í Ljónagryfj- una í gærkvöld og lögðu Kjörísbikar- meistara Njarðvíkur, 61-77, og saman- lagt sigruðu þeir þvi með 24 stiga mun. Staðan í háifleik var 29-29 sem segir ýmislegt um gæði leiksins. Teitur Örlygsson var aftur kominn í lið UMFN og það var jafnræði með lið- unum framan af leik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 13-16 og hafði Stevie Johnson gert 9 stig fyrir gestina. Njarðvíkingar komust svo í forystu, 23-21, þegar 2 mínútur voru til hálf- leiks og þar fór Teitur fremstur með 3 3ja stiga körfur á stuttum tíma en Mar- el jafnaði, 29-29, með 3ja stiga körfu á síðustu sekúndu hálfleiksins. Marel hóf svo síðari hálfleikinn með 2 3ja stiga körfum og hann ásamt Ottó Þórssyni og Johnson var atkvæða- mikill í sókninni. Marel kláraði svo leikhlutann með 3ja stiga körfu og Haukamir í 40-48 forystu. Pete Philo kom muninum niður í 48-55 með 6 stigum á skömmum tíma en lengra komust Njarðvíkingar ekki og Haukar gerðu 9 stig í röð, 48-64. Njarðvík náöi að minnka muninn í 58-68 en Haukamir héldu haus og sigr- uðu, 61-77. Marel Guðlaugsson og Stevie John- son áttu mjög góðan leik fyrir Hauka og þeir Ottó Þórsson og Sævar Haralds- son skiluðu einnig fínum leik. Reyndar á allt Haukaliðið hrós skilið og alveg ljóst að Haukaliðið er betra en Njarð- víkurliðið eins og staðan er i dag. Það sanna 3 leikir á stuttum tíma! Pete Philo var einna skástur hjá UMFN og lék að þessu sinni sem skot- bakvörður að mestu. Teitur átti góða rispu í öðrum leikhluta en náði ekki að fylgja því eftir í síðari hálfleik. Annars var liöið langt frá sínu besta og upp- gjöfln algjör þegar enn lifðu um 8 mín- útur af leik. Það er ljóst að sóknarleikurinn er höfuðverkur UMFN og Friðrik Ragn- arsson hefur verk að vinna í að lag- færa hann. Rétt rúm 60 stig 3 heima- leiki í röð og niðurstaðan 3 tapleikir og langt síðan UMFN hefur upplifað það í Ljónagryfjunni. Sóknin var arfaslök „Við vorum að spila ágæta vöm í fyrri hálfleik og það var það jákvæða við okkar leik í dag. Sóknin var arfa- slök og vörnin ekki eins sterk í þeim síðari. Það gefur augaleið að sóknar- leikurinn er okkar vandi og okkur vantar hreinlega vopn í sóknina. Við þurfum núna að greina okkar leik og snúa bökum saman í baráttunni sem fram undan er,“ sagði Friðrik Ragnars- son, þjálfari Njarðvikinga, eftir leik. Stig Njarðvíkur: Pete Philo 21, Teitur Örlygsson 10, Páll Kristinsson 8, Friðrik Stefánsson 6, Halldór Karlsson 6, Guðmunudur Jónsson 5, Ragnar Ragnarssson 3, Ágúst Dearbom 2. Stig Hauka: Stevie Johnson 24, Marel Guðlaugsson 20, Ottó Þórsson 14, Predrag Bojovic 10, Sævar Haraldsson 3, Ingvar Guðjónsson 2, Vilhjálmur Steinarsson 2, Lúðvík Bjarnason 2. -EÁJ keppni i hveriu orði I Þetta er svo „ - segir Teitur Örlygsson sem er hættur við að hætta Teitur Ör- lygsson horfir hér upp á stigatöfl- una i leiknum gegn Haukum í gær. Teitur Örlygsson gladdi íslenska körfuboltaáhugamenn og gerði mótherja Njarðvíkur kannski að- eins varari um sig með því að hætta við að hætta og taka aftur fram skóna. Teitur lék sinn fyrsta leik í Selja- skóla á fostudagskvöldið og skoraði þá 13 stig og stal 6 boltum. Teitur er sem stendur sá eini sem hefur stolið 1000 boltum í úrsvalsdeild, hann er leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi (390) og sá þriðji stigahæsti á eftir þeim Val Ingimundarsyni og Guðjóni Skúla- syni. Ekki má heldur gleym afreki Teits frá því í vor þegar hann varð íslandsmeistari með Njarðvík í 10. sinn. Teitur settist niður með blaða- manni DV-Sport í gær og ræddi endurkomu sína. Hvaö veldur þvi aö þú snýrd aftur? ‘ „Það er margt sem spilar inní. Ég er búinn að fylgjast með liðinu í allt haust og vera innan um hóp- inn. Ég mætti á nokkrar æfmgar og mér fannst ég eiga erindi í þetta og ég er einnig búinn að fara í aðgerð og láta laga ökklann á mér og flnn ekkert fyrir því. Einnig spilar inní að mér fmnst þetta rosalega gam- DV- mynd Víkur- fréttir an. Hvaöa vœntingar gerir þú til endurkomu þinnar? „Ég held að þetta auki breidd hópsins, en ég geri engin krafta- verk, sem ég held að fólk geri sér alveg grein fyrir. En ég tel að ég geti hjálpað til enda væri ég ekki að þessu ef ég teldi mig ekki geta hjálpað eitthvað tiL“ Hvernig litur þú á framhaldiö hjá UMFN? „Það þurfa og ætla allir að taka til hjá sér og það liggur í loftinu að það veröa breytingar og við höfum tíu daga til að púsla okkur saman aftur.Varðandi Haukaleikina þá hafa þeir hreinlega verið að spúa miklu betur heldur en við. Menn hafa hreinlega ekki trú á því sem þeir eru að gera og sjálfstraustið er því ekki til staðar. En eins og áður sagði þá höfum við tíma til að gera eitthvað í okkar málum og ég hef fulla trú á að við getum komið þessu á rétta braut. Við höfum séð okk- ur alla spUa miklu betur en undanfarið og nú þurf- um við að fá stuðning tU að stíga fram á við aftur. Það er aUtaf gaman að snúa tU betri vegar og að rifa sig upp úr öldudalnum og með hjálp áhorfenda fá menn sjálfstraustið aftur.“ Þaö eru þá ekki miklar vœnt- ingar gerðar til ykkar i fram- haldinu? „Já, það er kannski ný staða fyrir okkur og við getum notað það sem meðbyr i að snúa aftur en á sama tíma bera liðin ekki sömu virðingu fyrir okkur þegar þau koma hingað á okkar vöU, en við þurfum bara að byggja það upp aft ur. -EÁJ Friðrik Ragnarsson, þjálfari UMFN: Kemur inn á góðum tíma DV-Sport leitaði álits Friðriks Ragnarssonar þjálfara um hvað endurkoma Teits eigi eftir að gefa Njarðvíkurliðinu. „Þetta veitir liðinu sjálfs- traust. KaUinn er með mikla reynslu og þegar hann er kominn í fyrra form þá hjálpar hann okkur. Hann kemur inn á góðum tímapunkti og á vonandi eftir að miðla sinni reynslu tU ungu strákanna i okkar liði,“ sagði Friðrik. -EÁJ rosalega gam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.