Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 32
R BÍLAVIÐGERÐIR o^cT i 1 ■ H BÍLHÚSÍÐ Smlöluvoai 60 IRauö aatai - KoDavoai -> Allar almennar bílaviðgeröir á öllum tegundum bifreiða Vönduö vinna - aöeins unnin af fagmönnum Viðbótarlífeyrisspamaður Allianz (jfi) Loforð er loforð MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Samkeppnisstofnun bregst við Baugs-skýrslu: Breytir engu um okkar ályktanir Guömundur Slgurösson. „Þetta breytir engu um þær álykt- anir sem við dróg- um í okkar skýrslu," segir Guðmundur Sig- urðsson, forstöðu- maður samkeppn- issviðs Samkeppn- isstofnunar, spurð- ur um viðbrögð stofhunarinnar við skýrslu GJ-fjármálaráðgjafar um mat- vörumarkaðinn, sem gerð var fyrir Baug. Niðurstaða hennar er að engar vísbendingar séu um að samruni á mat- vörumarkaði hafi leitt til hærra verðs; þvert á móti hafi matvöruverð heidur lækkað miðað við almennt verðlag frá stofnun Baugs. í skýrslunni er mótmælt ýmsum Kínaforseti: Stefnt fyrir rétt * w I'fllllvi P/ivirr fAl 1 r UnfiiM UXfAnA WI Falun Gong-fólk hefur höfðað mál gegn forseta Kína, Jiang Zemin. Forset- anum er stefnt fyrir rétt í Chicago til að svara til saka fyrir ýmsar aðgerðir kínverskra stjómvalda gegn hreyfmg- unni. Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður sagði DV í morgun að hluti af stefnunni byggðist á því athæfi kinverskra stjómvalda að dreifa upp- lýsingum um félaga í Falun Gong til ís- lenskra stjómvalda í sumar þegar for- setinn kom hingað í heimsókn. -JPB SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVIUÐ SJÖKRAUÐ ER bETTA LOFTMENGUN? ályktunum sem dregnar vora í skýrslu Samkeppnisstofnunar um matvöru- markaðinn frá þvi í fyrra, meðal annars því að verð á dagvörum hafi hækkað hraðar en almennt verðlag allt þar til eftir mitt árið 2000. „Við gerðum verulegar athugasemdir við ýmislegt í þessari skýrslu þegar okkur var kynnt hún s.l. vor og komum þeim og komum þeim á framfæri við Baug, enda var hún kynnt okkur sem innanhússplagg fyrirtækisins," segir Guðmundur en vill ekki tilgreina ein- stök efnisatriði. Hann segir skýrslu Baugs ganga út frá að meta allt út frá stofnun Baugs, en athugun Samkeppnis- stofnunar hafi náð yfir allan matvöm- markaðinn, bæði smásölu- og aðfanga- stig. Guðmundur telur að sumir hafi oftúlkað skýrslu Samkeppnisstofnunar. „Já, ég held að menn hafi sett fram ýms- ar fullyrðingar um markaðinn sem ekki er hægt að sækja í skýrsluna. Það má segja að menn hafi dregið of afdráttar- lausar ályktanir af henni. Það vom oft notuð dálítið stór orð, kannski á báða bóga,“ segir Guðmundur en vill ekki fara nánar út í hvað hafi verið mistúlk- að í skýrslu stofnunarinnar. -ÓTG Sterkir strákar Vaxtarræktarmennirnir Hermann Páti Traustason og Konráö Valur Gíslason gáfu sér tíma til aö líta upp frá lóöunum í gær og hnykia vöövana fyrir Ijós- myndara DV. Kapparnir æfa nú stíft fyrir Islandsmeistaramótiö í vaxtarrækt sem fram fer á Hótel íslandi næsta sunnudag. Þetta veröur í tuttugasta sinn sem blásiö er til íslandsmeistaramóts í þessari íþróttagrein. Fíkniefnalögreglan réðst til inngöngu á heimili tvítugs fíkniefnasala: Með hálft kíló af kanna- - mikil bis og hátt í milljón aukning í haldlagningu á kókaíni, amfetamíni og hassi á árinu tvítugt var handtekinn kOó af hassi á árinu, sé miðað við mál Það sem vekur athygli í haldlagning Maður um tvítugt var handtekinn og í framhaldi af því gerð húsleit hjá honum þar sem um hálft kfló af kanna- bisefnum og um 750 þúsund krónur í peningum fundust. Hann var með rúm- lega 300 grömm af hassi og 200 grömm af marijúana. Fíkniefnalögreglan í Reykjavík telur sterkar vísbendingar um að peningamir hafi verið afrakstur af fíkniefnasölu undanfarið. Fíkniefnasalar eru mjög gjaman teknir með peninga á sér en hér er um að ræða eina af hæstu upphæðum sem aðili hefur verið tekinn með á síðustu misserum. Búið er að haldleggja samtals 47,6 kfló af hassi á árinu, sé miðað við mál sem komið hafa til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni í Reykjavík. Þar af vora 30 kíló í gámi en það mál er nú fyrir dómi. Til samanburðar vora 34 kfló tekin allt árið í fyrra og er því um talsverða aukningu að ræða. Mikfl aukning hefur orðið í hald- lagningu kókaíns því búið er að taka 1,8 kíló í ár miðað við 545 grömm í fyrra. Einnig er mikil aukning í am- fetamíni. Það sem af er ári hefur verið lagt hald á 5,3 kíló en 646 grömm vora tekin í fyrra. 555 marijúanaplöntur hafa verið teknar i ár en aðeins 28 í fyrra. Það sem vekur athygli i haldlagning- um á þessu ári er að 390 e-töflur hafa verið teknar i ár en í fyrra vora þær meira en 90 þúsund, þar af 67 þúsund í einu og sama málinu. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fiknieínadeildar, segist ekki treysta sér til að segja til um hvort hér sé um vísbendingar að ræða sem hnígi að því að e-töfluneysla hafi minnkað í kjölfar strangari refsinga og áróðurs um skaðsemi þeirra. Hér er um að ræða töl- ur um koma til rannsóknar hjá fikni- efnalögreglunni i Reykjavík en í sumum tilfellum hafa tollgæslan á Keflavíkur- flugvelli og í Reykjavik þá lagt hald á efnin í upphafi. -Ótt Þingeyingar senda allt sitt sorp til Reykjavíkur Frá ágústbyrjun sl. hefur allt al mennt sorp frá sex þingeyskum sveit £ufélögum, Húsavíkurbæ, Aðaldæla hreppi, Skútustaðahreppi, Þingeyjar sveit, Tjömeshreppi og Keldunes hreppi, verið flutt í gámum með skipi Eimskips frá Húsavík til Reykjavík og það síðan urðað í Álfsnesi af Sorpu. Það er Sorpsamlag Þingeyinga sem stendur fyrir flutningunum. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, seg- ir að umhverfisyfirvöld hafi bannað að brenna sorpið eins og gert var. Brennslustöðinni var breytt í böggun- arstöð fyrir sorpið en í sumar varð að plasta allt sorp að auki að kröfu Eim- skips þar sem það maðkaði svo í síð- búnum sumarhitum. Þessir „aukafar- þegar“ vora ekki að skapi skipverja. Sigurður Rúnar Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Héraðsnefndar Þingey- inga og Sorpsamlagsins, segir að kostnaður hafi reynst mun meiri en gert var ráð fyrir, og t.d. hafi ekki ver- ið hægt að koma eins miklu magni eða þunga í hvem gám og áætlanir gerðu ráð fyrir. „Spilliefni fara ekki með skipinu, við erum með samning við Endurvinnsluna á Akureyri um að taka við þeim. Þetta eru einu sveit- arfélögin sem flytja sorp með skipi en brotamálmur er m.a. fluttur frá Aust- fjörðum til Hafnarfjarðar. Við lítuni á þessa sorpflutninga sem bráðabirgða- lausn og erum að horfa til þess að Ak- ureyringar fmni urðunarstað og taki þá einnig við sorpi frá okkur. En það er ekki í augsýn sem stendur, og kannski verður reynt að finna urðun- arstað hér nær,“ segir Sigurður Rún- ar Ragnarsson. -GG Samfylking í SV: Helmingur flokksmanna í Hafnarfirði Frestur til þess að skrá sig í Sam- fylkinguna í Suðvesturkjördæmi, og tryggja sér þar með kosningarétt í próf- kjöri flokksins á iaugardag, rennur út klukkan sex í kvöld. Afgerandi munur er á fjölda skráðra flokksmanna í bæj- arfélögum kjördæmisins samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá skrif- stofu flokksins í gær. Upplýsingarnar miðast við nýliðna helgi og verður að hafa þann fyrirvara að þær breytast öragglega mikið alveg fram á síðustu stundu. En samkvæmt þessum nýjustu upplýsingum era alls um 2.500 félagar skráðir í Samfylking- una í kjördæminu. Þar af er ríflega helmingur, eða um 1.300 manns, skráð- ur í Hafnarflrði. I Kópavogi eru skráð- ir flokksfélagar helmingi færri eða um 650. í Garðabæ eru þeir um 200 og færri í öðram bæjarfélögum. Sem kunnugt er takast á um fyrsta sæti þau Rannveig Guðmundsdóttir úr Kópavogi og Guðmundur Ámi Stefáns- son frá Hafharfirði. Þau hafa tvisvar sinnum áður tekist á um að leiða flokk sinn í kjördæminu og hefúr Rannveig í bæði skipti haft Guðmund Áma undir. í hvoragt skiptið var hins vegar þátt- taka í prófkjöri takmörkuö við þá sem voru skráðir í flokkinn nokkrum dög- um fyrir kjördag líkt og nú er. -ÓTG Sjá nánari umfjöllun á bls. 6 Raufarhöfn: Glatað fé Miklir erfiðleikar í fjármálum Rauf- arhafnarhrepps hafa vakið athygli, ekki síst í ljósi þess að fyrir þrem árum var hreppurinn í hópi ríkustu sveitarfélaga landsins með 220 milljónir króna í sjóð- um. Um nýliðin mánaðamót átti sveitar- félagið hins vegar í mestu vandræðum með að greiða laun starfsmanna sinna. í maí 1999 seldi Raufarhafnarhreppur hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtækinu Jökli á Raufarhöfn og var söluverðið um 580 milljónir króna. Um 300 millj. kr. lán á sveitarsjóði var greitt upp. Hluti söluverðsins var notaður í fram- kvæmdir í bæjarfélaginu og fjárfesting- ar í ýmsum fyrirtækjum eins og ís- lenskri miðlun, OZ og deCODE. Það fé er nú að stærstum hluta glatað. -HKr. - Sjá fréttaljós á bls. 9. Kórmenn kveða Karlakórinn Stefnir efnir á laugar- dag til hagyrðingamóts og skemmti- kvölds í Hlégaröi í Mosfellsbæ. Hag- yrðingamótið er með nýstárlegu sniði að því leyti að hagyrðingamir eru allir virkir söngmenn með kór- um á höfuðborgarsvæðinu og í ná- grenni þess. Þar má telja Skagfirsku söngsveitina, Karlakórinn Þresti, Karlakór Kjalarness, Söngbræður í Borgarfirði auk Stefnis. -hlh brother P-touch 1250 Lítil en STÓRmerkilea merkívél 6 lelurstæröír 9 lolursiillingar prentar i 2 linur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðír aí rómmum Rafport Nýbýlavegí 14 Slmi 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Sjálfvirk slökkvitæki fyrir sjónvörp Sími 517-2121 H. Blöndalehf. Auðbrekku 2 ■ Kópavogi Innftutnlngur og sala ■ www.hblondol.com 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.