Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 27 Sport DV Góður körfubolti - þegar Grindvíkingar slógu Stólana út með 88-74 sigri í Röstinni í gær Grindvíkmgar eru komnir í undan- úrslit Kjörísbikarsins á kostnað Tinda- stóls. Eftir jafntefli í fyrri leik liðanna á Sauðárkróki, 90-90, þá unnu Grind- víkingar flórtán stiga sigur, 88-74, i Röstinni í gærkvöld. Þessi munur gef- ur þó ekki alveg rétta mynd af leiknum því talsverð spenna var undir lokin. í fyrsta leikhluta var boðið upp á af- bragðs körfubolta af hálfu beggja liða þar sem Guðmundur Bragason og Helgi Jónas Guðfmnsson fóru fyrir heimamönnum en þeir Clifton Cook og Michail Antropov fyrir gestunum. 27-26 var staðan þegar leikhlutanum lauk en í öðrum leikhluta fóru Grind- víkingar í raun langt með að gera út um leikinn. Gestimir duttu úr takti og lítið bar á Cook og Antropov. Grind- víkingar tóku frumkvæðið og juku muninn jafnt og þétt og þegar flautað Seinni leikur KR og Hamars í Kjör- ísbikarnum fór fram í DHL-höllinni í gærkvöld og voru það heimamenn sem sigruðu, 100-88, eftir nokkuð jafn- an leik megnið af leiktimanum. Það var síðan í fjórða og síðasta leikhluta sem KR-ingar stungu af og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Ingi Þór Steinþórsson var mátulega sáttur þegar DV-Sport tók púlsinn á honum eftir leik. „Ég er ekki ánægður með leik okk- ar í kvöld. Við verðum að spila betur ef við ætlum að eiga möguleika að vinna þessa keppni. Næsti leikur er á móti Skallagrími eftir 10 daga og verð- um við að nota þetta hlé til að bæta okkar leik. Við þurfum að fá meiri ógn fyrir utan. Liðið hefur ekki verið að skjóta vel fyrir utan og söknum við var til leikhlés var staðan 52-37. Fram- an af þriðja leikhluta benti allt til þess að heimamenn ætluðu sér að innsigla sigurinn, þeir náðu mest nítján stiga forskoti, en gestimir náðu að bfta frá sér og minnka muninn í tólf stig, 69-57. í lokaleikhlutanum voru heimamenn lengstum sterkari en þegar nær dró leikslokum fórú þeir að hægja of mik- ið á leiknum og við það misstu þeir taktinn úr sóknarleik sfnum. Með góðri vörn og baráttu minnk- uðu gestirnir muninn í sex stig, 77-71, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Grindvíkingar voru í mesta basli í næstu sókn en gamla brýnið Guð- mundur Bragason kom þá til skjalanna og skoraði hálfótrúlega körfu og þar með brast stíflan og þeir kláruðu dæm- ið í kjölfarið. Tvær óþarfa tæknivillur voru dæmdar á Stólana undir lokin, Herberts Arnarsonar sem átti að vera okkar helsta ógn utan af veOi. Leikur okkar þetta tímabilið er inni í teig þar sem við erum sterkir og DarreO Flake hefur verið að skila mjög góðum töl- um fyrir okkur," sagði Ingi. Hjá KR var DarreU Flake með enn einn góðan leik. Hann skoraði 32 stig og bætti við 19 fráköstum og spUaði félaga sína vel uppi með sjö stoðsend- ingum þegar hann var tvídekkaður. Hann og Óðinn náðu vel saman og ljóst að Óðinn er að komast í takt við KR-liðið. Skarphéðinn Ingason og Magni Hafsteinsson skUuðu ágætu hlutverki en voru ekki að leika sinn besta leik. Jóel Sæmundsson átti fin- an leik af bekknum í vöm og sókn og Arnar Kárason er að komast betur inn i liðið aftur eftir meiðsli. Kristinn Óskarsson hefði alveg getað sleppt því. Burðarásarnir í liði Grind- víkinga, þeir DarreU Keith Lewis, Helgi Jónas Guðfinnsson og Páll Axel VUbergsson, gerðu sitt sem og Guð- mundur Bragason. Hjá Stólunum fór mest fyrir Clifton Cook, Michail An- tropov var sterkur en talsvert munaði um að Kristinn Friðriksson skyldi ekki ná sér ekki á strik. Okkar liö er á uppleiö Kári Marísson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, hafði þetta að segja i spjalli við DV-Sport eftir leikinn: „Við sofnuðum á verðinum í öðrum leikhluta eftir góðan leik í byrjun og það var erfitt að elta það forskot. Þess- ir tveir leikir eru búnir að vera fínir, góður körfubolti á boðstólum og ég óska Grindvíkingum tU hamingju og Hjá Hamri átti Lárus Jónsson frá- bæran leik og er orðinn leiðtoginn í liðinu. Hann dreif félaga sína áfram með mikiRi elju og var bæði drjúgur við að skora og mata samherja sína með góðum sendingum. Svavar Birg- isson átti einnig góðan leik og var með góða skotnýtingu. Nafhi hans Pálsson stóð fyrir sínu enda var hann að fá boltann meira en oft áður. O’Kelley í lægö Robert O’KeUey virðist vera í lægð þessa dagana en skotval hans var mun betra nú en í fyrri leiknum á laugardag. Hvergerðingar spUuðu mun betur sem lið i þessum leik og var ekki tekið fyrsta skotiö í boði heldur leitað af besta skotinu. Marvin Valdimarsson og HaUgrímur Brynj- velfarnaðar. Okkar lið er á uppleið og við förum að ná meira jafnvægi í næstu leikjum. Ég er hins vegar mjög ósáttur við þá meðferð sem dómaram- ir leyfa á MichaU Antropov, ég er ekk- ert að haUa á vamarmenn andstæðing- anna, en þeir fá að henda Rússanum tU og halda honum á víxl, og þetta er ósanngjarnt og kemur verulega niður á leik okkar.“ Stig Grindavíkur: Darrell Keith Lewis 26, Páll Axel Vilbergsson 20, Helgi Jónas Guð- fmnsson 18, Guðmundur Bragason 13, Pétur Guðmundsson 5, Jóhann Þór Ólafsson 5, Nökkvi Már Jónsson 1 Stig Tindastóls: Clifton Cook 26, Michail Antropov 17, Kristinn Friðriksson 8, Óli Barðdal 6, Einar Örn Aðalsteinsson 6, Axel Kárason 6, Maurice Carter 4, Helgi Rafn Viggósson 1 -SMS ólfsson skUuðu flnum mínútum af bekknum og er vonandi fyrir Hamar að þeir haldi áfram á sömu braut og auki breiddina. Gunnlaugur Hafsteinn lék ekki með Hamri í gærkvöld og hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með liðinu. Stig KR: Darrell Flake 32 (19 fráköst, 7 stoðs., hitti úr 15 af 17 skotum), Óðinn Ás- geirsson 19 (10 fráköst, 4 stoðs., hitti úr 7 af 10 skotum), Skarphéðinn Ingason 13, Magni Hafsteinsson 10, Amar Kárason 6, Jóel Ingi Sæmundsson 5, Magnús Helgason 5, Tómas Hermannsson 4, Steinar Páll Magnússon 4, Jóhannes Ámason 2. Stig Hamars: Svavar Birgisson 26, Lár- us Jónsson 19 (9 stoðs., 7 fráköst), Svavar Pálsson 17 (8 frák.), Robert O'Kelley 10 (hitti úr 3 af 15 skotum, 10/1 í 3ja á 40 min.), Marvin Valdimarsson 8, HaUgrimur Brynj- ólfsson 6, Pétur Ingvarsson 2. -Ben Saga fyrirtækjabikars KKÍ: Hin fjögur fræknu 1996 Laugardalshöil Undanúrslit.................21. nóvember Grindavík-KR..............68-93 Njarðvík-Keflavík.......103-114 Úrslitaleikur......23. nóvember KR-Keflavík ............101-107 1997 Laugardalshöll Undanúrslit.................13. nóvember Njarðvík-TindastóU.......90-102 Keflavik-KR...............91-80 Úrslitaleikur......15. nóvember Keflavík-TindastóU.......111-73 1998 Laugardalshöll Undanúrslit........14. nóvember Keflavík-KR...............98-84 Njarðvík-Grindavík .......77-81 Úrslitaleikur.....15. nóvember Grindavík-Keflavík........81-88 1999 Smárinn, Kópavogi Undanúrslit........13. nóvember Njarðvík-TindastóU .......62-76 Keflavlk-Grindavik........64-63 Úrslitaleikur.....14. nóvember Keflavík-TindastóU........69-80 2000 Smárinn, Kópavogi Undanúrslit........11. nóvember KR-TindastóU..............80-78 Grindavík-Njarðvík .......96-87 Úrslitaleikur.....12. nóvember Grindavík-KR..............96-73 2001 Smárinn, Kópavogi Undanúrslit........23. nóvember Keflavík-Þór Ak...........91-77 Njarövík-KR...............66-65 Úrslitaleikur.....24. nóvember Njarðvík-Keflavik........109-69 2002 Keflavík Undanúrslit........22. nóvember Haukar-Grindavik.......Kl. 18.30 Keflavík-KR ............Kl. 20.00 Úrslitaleikur . ... 23. nóv. Kl. 6.30 Oftast meistarar Keflavík .....................3 TindastóU.....................1 Grindavík.....................1 Njarðvík......................1 Oftast í úrslitaleikinn Keflavík .....................5 KR ...........................2 TindastóU.....................2 Grindavík.....................2 Njarðvík......................1 Oftast í hóp fjögurra fræknu Njarðvík......................6 Keflavík .....................6 KR ...........................6 Grindavík.....................5 TindastóU.....................3 Þór Ak.......................1 Haukar ..................... 1 Ingi Þór, þjálfari KR: Óðinn er á undan áætlun Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR-inga, er ánægður með Akur- eyringinn Óöin Ásgeirsson sem átti prýðisleik fyrir KR. „Óðinn er á undan áætlun hvað varðar leikæfmgu og fleira. Hann hentar vel í þann bolta sem við erum að spila. Ég vissi alltaf að hann myndi hjálpa okkur í vöm og frá- köstum en hann var einnig mjög góður sóknarlega í þessum Ieik,“ sagði Ingi um Óðin sem skoraði 19 stig, tók 10 og gaf 4 stoðsending- ar gegn Hamri í gær. -Ben Gerðum það sem þurfti „Þetta var ekki okkar besti leikur en við gerð- um það sem við þurftum," sagði Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur á Breiðabliki, 96-92, í Keflavik í gærkvöid í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Kjörisbikars karla. Keflavík vann fyrri leikinn, 120-98, í Smáranum á sunnudaginn og því samanlagt með 26 stiga mun. „Mér fannst við vera að spila vel i fyrri hálfleik og náðum góðri forystu en síðan slökuðum við á. Það kom berlega í ljós í seinni hálfleik að Breiða- blik er með hörkugott iið og við megum ekki halda að við þurfum ekki að hafa fyrir hlutunum. Það er bara uppskrift að vandræðum seinna meir,“ sagði Sigurður enn fremur. Leikurinn í gærkvöld bar þess merki að Kefla- vík vann fyrri leikinn stórt. Leikmenn Keflavíkur voru áhugalausir að undanskildum nokkurra mínútna kafla í öðrum leikhluta þegar þeir skor- uðu 14 stig í röð og sneru stöðunni úr 23-22 fyrir Breiðablik í 36-23 sér i hag. í síðari hálfleik tóku Blikar sér tak og sérstak- lega vaknaði Bandaríkjamaöurinn Kenny Tate tft lífsins og skoraði 22 af 31 stigi sínum í hálfleikn- um. Blikar náðu að minnka muninn í tvö stig, 87-85, en þá tók Damon Johnson til sinna ráða og dró heimamenn og sigurinn að landi. Damon var mjög sterkur hjá Keflavík og skor- aði nánast að vOd. Auk þess var Falur Harðarson góður. Mirko Virijevic var yfirburðamaður hjá Breiðabliki en áðumefndur Tate kom sterkur inn í seinni hálfleik eftir skelfllegan fyrri hálfleik. Pálmi Sigurgeirsson var skugginn af sjálfum sér og munar um minna fyrir Breiðablik. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 32, Falur Harðarson 14, Kevin Grandberg 14, Hjörtur Harðarson 10, Magnús Þ. Gunnarsson 6, Magnús Stefánsson 6, Gunnar Einarsson 5, Sverrir Þ. Sverrisson 3, Guðjón Skúlason 3, Jón N. Hafsteinsson 2. Stig Breiðabliks: Kenny Tate 31, Mirko Virijevic 29, Friðrik Hreinsson 10, Pálmi Sigurgeirsson 6, Þórólfur Þorsteinsson 6, Loftur Einarsson 6, Þórarinn Andrésson 2, Jóhannes Hauksson 2. -ósk Enn stórleikur hjá Flake - skoraði 32 stig, tók 19 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 100-88 sigri KR á Hamri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.