Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 j3-\jr Fréttir Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi: Hefst það í þriðju tilraun? Breyttar forsendur Rannveig Guömundsdóttir hefur tvisvar haft Guömund Árna Stefánsson undir í baráttunni um fyrsta sæti Samfyikingarinnar í nágrannabæjum Reykjavíkur. Nú hafa forsendur breyst, prófkjöriö er lokaö og Hafnfiröingar langtum atkvæöameiri í flokknum en Kópavogsbúar. Á laugardaginn kemur takast þau á í þriöja sinn um forystu fyrir flokk sinn á Reykjanesi, þau Guðmundur Ámi Stefánsson og Rannveig Guð- mundsdóttir. Rannveig hefur tvisvar sinnum haft Guðmund undir. Núna eru forsendur hins vegar breyttar. í fyrsta lagi heyra Suðumes nú sög- unni til hvað þau varðar; kjördæmið nær nú aðeins yftr nágrannasveitarfé- lög Reykjavíkur. í öðm lagi - og það skiptir líklega meira máli - verður prófkjör að þessu sinni bundið við þá sem verða skráðir félagar í Samfylking- unni fyrir klukkan sex síðdegis í dag, þremur dögum fyrir kjördag. Áður hafa jafnan allir mátt kjósa sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við flokk- inn á kjörstað. Núna heitir það „flokksvaT. Yfirburöir Hafnarfjarðar Áður en ljóst varð að þessi aðferð yrði fyrir valinu töldu margir að at- kvæði Hafhfirðinga myndu fleyta Guð- mundi Áma Stefánssyni fram fyrir Kópavogsbúann Rannveigu Guð- mundsdóttur í opnu prófkjöri. Þótt Kópavogsbúar séu talsvert fleiri en Hafnfirðingar - raunar um 40% allra íbúa kjördæmisins - er samfylkingar- fólk fjölmennara í Hafnarfirði. Þannig fékk flokkurinn 5.550 atkvæði í Hafnar- firði í síðustu sveitarstjórnarkosning- um en 3.821 atkvæði í Kópavogi. Lokað prófkjör styrkir enn stöðu Guðmundar Áma. Skoðum hvemig flokksbundnir skiptast eftir bæjarfélög- um. Samkvæmt upplýsingum sem feng- ust á skrifstofu Samfylkingarinnar í gær - og miðast við stöðuna um ný- liðna helgi - era skráðir félagar í Sam- fylkingunni um 2.500. Dreifingin er slá- andi: Meira en helmingur þessa hóps, eða um 1.300 manns, er í Hafnarfirði. Helmingi fæiri era skráðir í Kópavogi, eða um 650. í Garðabæ era þeir um 200 og færri í öðrum bæjarfélögum. Hafa verður þann fyrirvara við þess- ar tölur að þær eiga eftir að breytast. Frambjóðendur munu „smala“ nýjum félögum í flokkinn allt þar til klukkan slær sex í kvöld. Sumir búast við að þá verði félagar orðnir þrjú þúsund, aðrir segja gögur til fimm þúsund! Hvað sem því líður er ljóst að fyrir fram er staða Guðmundar Áma feikn- arlega sterk. Fjórða sætið Flestir telja þess vegna líklegra en hitt að Rannveig hafni í öðru sæti að þessu sinni. Spumingin er hverjir skipa þriðja og fjórða sæti. Miðað við úrslit síðustu þingkosn- inga hefði Samfylkingin fengið þrjá menn kjöma í þessu nýja Suðvestur- kjördæmi. Þriðja sætið er þess vegna að heita má öruggt þingsæti. Fjórða sætið er baráttusæti. Talið er að barátt- an um þessi tvö sæti standi einkum á milli þriggja frambjóðenda: Ásgeirs Friðgeirssonar ritstjóra, Katrínar Júlf- usdóttur ráðgjafa og Þórunnar Svein- bjamardóttur þing- manns. Þórann er þrjá- tíu og sex ára Garð- bæingur og hefur setið eitt kjörtfma- bil á þingi. Sitjandi þingmaður er ávallt talinn hafa forskot á aðra, hafi hann ekkert stórkostlegt gert af sér. Sú skoðun heyrist hins veg- ar hjá mörgum, bæði innan flokks og utan, að Þórann eigi ekki víðtækt bak- land í sínum heimabæ og megi hafa sig við til að veija stöðu sína. Ásgeir Friðgeirsson er í þeirri und- arlegu stöðu að vera eini frambjóðand- inn sem ekki býr í kjördæminu - er ný- fluttur til Reykjavíkur. Hann á hins vegar sterkar rætur í Kópavogi og hef- ur meðal annars verið formaður Nem- endafélags MK og formaður aðalstjóm- ar Breiðabliks. Ásgeir er fjöratíu og fjögurra ára, er talinn sækja fylgi inn á miðjuna i flokknum og hefur verið alls kostar ófeiminn við að gagnrýna þinglið Samfylkingarinnar fyrir að klúðra hverju sóknarfærinu á fætur öðra. Katrín Júlíusdóttir úr Kópavogi er tuttugu og sjö ára og því langyngsti frambjóðandinn. Hún er varaformaður framkvæmda- stjómar Sam- fylkingarinnar og var áður for- maður Ungra jafhaðarmanna. Margir spá henni ágætu gengi en hún sækir fylgi sitt væntanlega fyrst og fremst til ungs fólks. Baráttumenn Fráleitt væri að afskrifa aðra fram- bjóðendur. Úr Mosfellsbæ koma fram- bjóðendur sem sagðir era miklir bar- áttumenn. Valdimar Leó Friðriksson er framkvæmdastjóri Aftureldingar og hefur látið mikið að sér kveða í málefn- um fatlaðra. Jónas Sigurðsson lager- stjóri og bæjarfulltrúi er einnig öflug- ur. Hann var um skeið formaður Al- þýðubandalagsins i Reykjavík. Þessir tveir gætu þó tekið atkvæði hvor af öðrum. Aðrir era Bragi Jens Sigurvinsson prófdómari, Bessastaðahreppi, Jón Kristinn Óskarsson framkvæmdastjóri, Hafharfirði, Stefán Bergmann dósent, Seltjamarnesi, og Þorlákur Oddsson bifreiðarstjóri, Hafnarfirði. Friösamleg rímma Svo virðist sem Guðmundur Ámi gæti ráðið talsvert miklu um úrslitin kjósi hann að gefa stuðningsmönnum sínum leiðbeiningar um hvemig þeir eigi að kjósa. Engar staðfestar fregnir eru hins vegar um að hann geri það og sumir hafa ráðlagt honum frá því; telja slíkt ekki gott veganesti fyrir hann. Allir viðmælendur DV era sammála um að baráttan sé friðsamleg og heið- ai'leg. Frambjóðendur samþykktu ein- um rómi tilmæli kjörstjómar um að auglýsa ekkert í fjölmiðlum - og allir virðast þeir ætla að standa við það. Barátta Rannveigar og Guðmundar Áma hefur stundum áður verið harka- leg, en fullyrt er að ekki sé um að ræða persónulegt strið að þessu sinni. Þess er vænst að úrslitin liggi fyrir um ellefuleytið á laugardagskvöld. Fyrstu tíðindin verða hins vegar í dag, þegar frestur til að skrá sig til þátttöku rennur út. Olafur Teitur Guönason blaöamaður Fréttaljós Þingmaður hefur beðið um utandagskrárumræðu: Sértrúarsöfnuðir ræddir á Alþingi „Ég hef beðið um utan- dagskrárumræðu á Alþingi til að ræða þá stöðu sem upp er komin, að geðsjúkir og bágstaddir séu að lenda 1 klóm þessara safnaða," sagði Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, við DV í gær. Alþingismaðurinn kvaðst myndu beina spum- ingum til viðkomandi ráð- herra, hvernig fyrirhugað væri að taka á þessari alvarlegu stöðu sem upp væri komin, þar sem forráða- menn Geðhjálpar hefðu talið tilefni til að kæra tiltekin mál, sem vörð- uðu afskipti sértrúarsafnaða af geð-' sjúkum, til lögreglunnar. DV hefur fjallað um samskipti forráðamanna sértrúarsafnaða og safnaðarmeðlima að undanfömu. Málið var opnað með viðtali við fyrrum safnaðarmeðlim Omega- safnaðarins sem hafði gefið söfnuð- inum aleiguna og meira til. í kjöl- farið streymdi fjöldi kvart- ana og frásagna á sömu nót- um til Geðhjálpar. Forráða- menn þeirra samtaka brugðust skjótt við og sendu erindi bæði til land- læknisembættisins og heil- brigðisráðherra þar sem óskað var rannsóknar á því hvort svokölluð frjáls trúfé- lög væru að misnota að- stæður geðsjúks fólks. Jafn- framt bað Geðhjálp embættin að kanna hvort og þá hvernig hægt væri að bregðast við þessu með lagaheimildum. Áfram héldu gögnin að hlaðast upp hjá Geðhjálp og á fundi sínum í fyrrakvöld ákvað stjórn samtak- anna að kæra tiltekin mál, sem hún hefur skjalfest undir höndum, til lögreglunnar. Stjómin hefur jafn- framt hvatt þá sem telja sig hafa beðið skaða af samskiptum sínum við sértrúarsöfnuði að hafa sam- band við Geðhjálp. -JSS Ásta R. Jóhannesdóttir. : : AKUREYR| Sólarlag í kvöld 16.56 16.41 Sólarupprás á morgun 09.29 09.14 Síödegisflób 19.17 23.50 Árdegisflóó á morgun 07.41 12.14 Norðan 13 til 18 metrar á sekúndu norðvestan til á landinu en breytileg átt, víða 5-10 annars staðar. Rign- ing eða slydda, einkum norðan- lands, en að mestu þurrt á Suð- austur- og Austurlandi. Noröan 10 til 18 metrar á sekúndu, rigning eða slydda á norðanverðu landinu en skýjað með köflum sunn- anlands. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur til T til 7” til T Vintiur: Vindur. Vindur: 8-13 m/s 8-13 8-13 <»s * * * Dálrtil rigning Dálitil rigning Dálítil rígning eöa slydda eöa slydda eöa slydda noröan- og noröan- og noröan- og austanlands. austanlands. austanlands. Mildast syöst á Mildast syöst á Mlldast syöst á landinu. landinu. landinu. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5.S-7.9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 BŒISI s i AKUREYRI snjókoma 1 BERGSSTAÐIR rigning 1 BOLUNGARVÍK snjóél 1 EGILSSTAÐIR skýjað 5 KEFLAVÍK hálfskýjað 3 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 4 RAUFARHÖFN rigning og súld 5 REYKJAVÍK rigning 3 STÓRHÖFÐI léttskýjað 4 BERGEN rigning 8 HELSINK! alskýjaö 2 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 2 ÓSLÓ þokumóða 0 STOKKHÓLMUR 3 ÞÓRSHÖFN hálfskýjað 8 ÞRÁNDHEIMUR rigning 1 ALGARVE heiöskírt 17 AMSTERDAM skýjað 8 BARCELONA skýjað 10 BERLÍN heiðskírt -4 CHICAGO þokumóða 4 DUBLIN skýjað 10 HALIFAX heiðskírt -1 HAMBORG heiöskírt -2 FRANKFURT alskýjaö 4 JAN MAYEN þokumóða 4 LONDON súld 13 LÚXEMBORG þoka 5 MALLORCA léttskýjaö 7 MONTREAL heiöskírt 1 NARSSARSSUAQ alskýjað -3 NEW YORK rigning 9 ORLANDO alskýjað 24 PARÍS skýjað 7 VÍN skýjað -1 WASHINGTON rigning 7 WINNIPEG alskýjaö 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.