Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2002, Blaðsíða 17
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Þjóðin og Þjórsárver Þjórsárver eiga sér ekki sinn líka í náttúrufari íslands og eru einstök gróöurvin í heiminum. Þetta er óumdeilt og jafnframt höfuðrök fyrir því aö þyrma ber verunum. Hvers konar mann- virkjagerð sem gengur nærri þessari náttúruperlu er með engu móti réttlætanleg. Og það er enda óþarft að virkja á þeim slóðum sem hafa áhrif á verin undir Hofsjökli, nógir aðrir virkjanakostir eru til staðar viða um land sem ganga ekki nærri viðurkenndum náttúrugersemum þjóðarinnar. í þjóðmálaumræðu hér á landi er í auknum mæli tekist á um náttúru landsins. Endalaust er hægt að deila um stað- arval fyrir virkjanir og stóriðjur og aðra landfreka athafna- semi mannsins. Þjórsárver eru hins vegar þeirrar náttúru að um þau á ekki að þurfa að þrátta. Þau eru án efa á með- al höfuðdjásna íslenskrar náttúru og þar af leiðandi á ekki að þurfa að verja þau. Þau verja sig sjálf, rétt eins og til dæmis GuUfoss og Dettifoss - staðir sem eru og verða ósnertanlegir. Hér verður tekið undir orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á einstaklega vel heppnuðum fundi um verndun Þjórsárvera í Austurbæjarbíói i fyrra- kvöld en þar sagði hann Þjórsárver vera þjóðarauð - sam- bærilegan við handritin. Hann benti jafnframt á að - og það er lykilatriði - aðrir virkjunarkostir væru í stöðunni, virkja mætti annars staðar. Hér talar maður af viti og skyn- semi, maður sem fundið hefur jafnvægi á milli athafna manns og einstakrar náttúru. Auðvitað verður það alltaf svo á meðan menn fara um landið sitt að þeir skilja þar eftir fótspor sín. Og mann- skepnan er nokkuð þungstíg og tekur sitt pláss. Krafa sam- tímans er hagsæld og hagvöxtur og þeirri kröfu verður ekki svarað öðruvísi en svo að nýta gæði náttúrunnar með ein- um eða öðrum hætti. Það hefur verið gert með virkjunum víða um land, ekki síst á Suðurlandi þar sem Þjórsá og aðr- ar ár í grenndinni hafa verið beislaðar á svæðum sem mega við mannvirkjagerð. Á þessum slóðum sem annars staðar verða menn að við- urkenna að það eru takmörk fyrir öllu. Það er klárlega kall nýrra tíma að hlífa viðurkenndum verndarsvæðum. Þjóðin er í auknum mæli að vakna til umhugsunar um gildi ósnortinnar víðáttu og ráðamenn verða að taka tillit til þeirra eðlilegu og skynsamlegu óska sem fram komu á áð- urnefndum baráttufundi í Austurbæjarbíói í fyrrakvöld. Þar var réttilega bent á að „almenn andstaða er í landinu við virkjunaráform í Þjórsárverum“. Virkjunarsinnar - einkum forsvarsmenn Landsvirkjun- ar - hljóta að sjá að sér í þessum efnum sem varða Þjórsár- ver. Þeir hljóta að sjá að þeir geta ekki farið með skóflur sínar á hvaða svæði sem er á landinu. Og þeir hljóta að við- urkenna að það er þeirra eigin málflutningi til framdráttar að gefa eftir á jafnviðkvæmu svæði og Þjórsárver eru. Það fylgir því gríðarleg ábyrgð að stjórna fyrirtæki á borð við Landsvirkjun. ímynd þess og trúverðugleiki í huga þorra almennings er hér í húfi. Landsmenn virðast almennt sammála um að fara meðal- veginn í virkjanagerð. Það er almenn sátt í landinu að virkja þár sem því verður komið við en hlífa um leið viður- kenndum náttúruperlum. „Næstu kynslóðir eiga sinn rétt til auðæfanna“, eins og sagt var á títtnefndum baráttufundi. Þaö er hárrétt. Þær kynslóðir sem nú lifa eiga jafnframt rétt til hagsældar og hagvaxtar. í þessum efnum er hægt að mætast á miðjum vegi eins og Steingrímur Hermannsson sagðií fyrradag. Sigmundur Ernir + MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MIÐVKUDAGUR G. NÓVEMBER 2002 17 DV Skoðun Tálvon eða raunsæi? ar Kjallarí Sigurður Antonsson framkvæmdastjóri i A haustdögum þegar Alþingi byrjar er að venju farið í karp um hluti sem brunnið hafa hvað heitast á þingmönnum í fríinu. Umræðan tekur gjarnan á sig mynd farsa og ásak- ana, oft um málefni sem hafa verið auðskilin. Að loknu upphlaupi springur blaðran eða umræðan gufar upp eins og hún hafi aldrei hafist. Verðlagseftirlit ríkisins var fyrir nokkrum árum lagt niður og urðu flestir fegnir. Það fylgdist meðal ann- ars með verðútreikningum. Kratar voru vel skólaðir í þeim fræðum því þar áttu þeir ítök, gátu hvenær sem var heimsótt hvem kaupmann og skoðað bækur hans og að sjálfsögðu á þýðingarmikil verðmyndun aö vera opin og gagnsæ sem flestum. Hærra verðlag hér en í Evrópu- löndum skýrist að mestu af legu landsins og hvemig gjöld eru á lögð. í mörgum Evrópulöndum er virðis- aukinn 7-17 prósent en hér er hann 14 og 24,5, oftar þó 24,5. I Bandaríkj- unum er hann um G% . En það segir ekki alla söguna um heildarálögur ríkisins og skatta. Virðisaukinn er ein mikilvægasta tekjulindin og er hér stundum helm- ingi hærra hlutfall af innkaupsverði en í EB-löndum. Hann er lagður ofan á farmgjöld, tolla, vörugjöld og álagn- ingu. Kaupmaðurinn er einnig að Álagning og skattar á íslandi: í EB-landi: Innkaupsverö fob. 100 kr. Innkaupsverð 100 kr. Farmgjöld og fl. 20% 20 kr. Álagning 50% 50 kr. Tollar og vörugjöld 12% 14 kr. Viröisauki 17% 25 kr. Kostnaöarverö 134 kr. Álagning kaupmans 50% 67 kr. Viröisauki 24,5% 49 kr. Samtals 250 kr. Samtals 175 kr. leggja ofan á hærri stofn en í Evr- ópu. Allt að 70% verðmunur skýrist Aðflutningsgjöld ofan á farmgjöld vega því þungt í verðlagningu. Öfan á þau bætist uppskipun og heim- keyrsla. Þessi kostnaður getur numið allt að 25% af innkaupsverði, allt eftir rúmmáli, þyngd vörimnar og verði. Hér eru dæmi um verð- myndun eftir að varan kemur til landsins og útsk rir allt að 70% verð- mun. Sjá töflu. Hér er verðmunur 43%. Ef Aðflutningsgjöld ofan á farmgjöld vega því þungt í verðlagningu. Ofan á þau bætist upp- skipun og heimkeyrsla. álagning kaupmannsins færi i 65%, farmgjöld í 25% og tollar og vöru- gjöld í 15% yrði virðisauki ríkisins hærri og verðmismunurinn þá um 68%. Ef heildsali er inni með sína álagningu og álagning kaupmanns- ins um 50% kemur nánast það sama út úr dæminu en álagning gæti verið hærri eða lægri. Samfylkingin útskýri Verðlagning á áfengum drykkjum hjá rikinu er einnig sér kapítuli og hækkar að sjálfsögðu verðlag hér umfram önnur lönd, því neysla þess- arar vöru er snar þáttur í neyslu- venjum, hvað sem hver segir. Sam- fylkingin vill kanna inngöngu í Evr- ópusambandið i von um lækkun vöruverðs og einnig væntanlega vegna vinnulöggjcifar sem þar tíðkast. Löggjöf sem gerði okkur síð- ur samkeppnishæf. Öfangreindir út- reikningar sýna hins vegar að við þurfum fyrst og fremst að lækka út- gjöld ríkisins og afnema aðflutnings- gjöld, jafnframt því sem virðisauki verði lækkaður. Samfylkingin skuldar fylgismönn- um sínum skýringar á því hvemig hún vill útfæra þær breytingar. Ann- að er aðeins tálvon og óraunsæi. Nýtum utanríkisþjónustuna Jakob Frímann Magnússon varaþingmaöur og tónlistarmaöur í íslensku utanríkisþjón- ustunni starfar margt hæfileikafólk sem unniö hefur óeigingjarnt starf í þágu lands og þjóðar, oft um árabil. Því er hins vegar ekki að neita að utanríkisþjónustan hefur verið rekin í ákaflega föstum skorðum um ára- tugaskeið og þar hefur lítilla nýjunga gætt, svo heitið geti. Helst hefur borið á því að ný sendiráð hafi verið opnuð og þá oft með fremur miklum tilkostnaði, líkt og i Japan, og án þess að það hafi nokkru sinni verið nægilega rök- stutt af hverju leggja þarf í slíkar að- gerðir og kostnað. Segja má, í sem skemmstu máli, að stjórnvöld á ís- landi hafi alla tíð skort nægilega yf- irsýn og andagift til þess að nýta þau tækifæri sem felast í nútíma- legri utanríkisþjónustu. Óttinn hef- ur, einhverra hluta vegna, verið of mikill við uppstokkun og nýjungar. Aðkallandi mál Málefni utanríkisþjónustunnar eru hins vegar orðin aðkallandi í ís- lensku samfélagi. Á síðustu tíu árum hafa fjárveitingar til utanrík- isþjónustunnar vaxið úr riflega ein- um milljarði í fimm. Þegar slíkir peningar eru farnir að renna til þessa málaflokks er þeim mun mik- ilvægara að einhver umræða fari fram hér á landi um það hvemig „Þegar slíkir peningar eru farnir að renna til þessa málaflokks er þeim mun mikilvœgara að einhver um- rœða fari fram hér á landi um það hvernig þeir nýtast okkur best.“ - Undirbúningur fyrir komu japanska for- sœtisráðherrans hingað til lands. þeir nýtast okkur best. Slíkrar um- ræðu hefur lítt gætt hingað til, held- ur þvert á móti. Nánast blátt bann hefur legið við því að leggja fram hugmyndir til uppstokkunar í utanríkisþjónustu og ekki annað að skilja en áhrifa- menn telji kerfið á stundum vera heilagt eins og það er. Eini athyglis- verði vaxtarsprotinn, viðskiptaþjón- usta utanríkisráðuneytisins, virðist ekki enn hafa fengið það vægi innan ráðuneytisins sem brýn þörf fyrir verðmætaaukningu í útflutningi gef- ur tilefni til. Ónýttir möguleikar Hér liggja hins vegar fjölmargir möguleikar ónýttir. Spyrja má hvort ekki mega fækka sendiráðum og setja upp smærri viðskiptaskrifstof- ur á fleiri stöðum í staðinn. Þannig skrifstofur myndu nýtast beint til að laða að erlent fjármagn inn í ís- lenskt viðskiptalíf og nýtast íslensk- um athafnamönnum til sóknar í út- löndum. Það má líka spyrja hvort utanrikisþjónustan sé nægilega vel nýtt til þess að skapa íslenskri list- sköpun og hugviti stærri markaði. Slíkt er hægt að gera ef vel er á mál- um haldið og er hægt að benda á for- dæmi Finna í þessum efnum sem dæmi um vel heppnaða utanríkis- þjónustu af þessum toga. Vissulega er þörf á hefðbundinni utanrikisþjónustu í formi venju- legra sendiráða á stærri stöðum í heiminum til þess að sinna milli- landasamskiptum og störfum íslend- inga í alþjóðlegum stofnunum, fasta- nefndum og ráðum. Hins vegar efast ég um að aukin framlög til utanrík- isþjónustu skýrist einungis af aukn- um umsvifum af því tagi. í öllu er ljóst að tímabært er að umræða um þessi mál og hvernig fjármagnið nýtist okkur best til sóknar og fram- fara verði tekin föstum tökum. Sandkom Áberandi menn 1 tilefni af dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli Magnús- ar Þórs Hafsteinssonar fréttamanns gegn Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra rifja menn nú upp dóm Hæstaréttar í meiöyrðamáli Kjartans Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins gegn Sigurði G. Guðjónssyni í Norðurljósum. Þar sagði Hæstiréttur að í fyrsta lagi væri ekki hægt að fara fram á að ásakanir gegn Kjartani yrðu sannaðar því að það væri óhæfilega erfitt - í öðru lagi þyrfti Kjartan að una hispurslausri umljöllun um sig vegna áberandi stöðu sinnar. Nú bíða menn spenntir eftir þvi, verði dóminum áfrýjað, hvort Hæstiréttur telji að sjónvarpsmaðurinn Magnús sé jafn- áberandi og Kjartan ... Virkjun menningar Sumir vilja meina að vinstri-grænir séu á móti öllum málum, sem er vitanlega alrangt. En nú þykir jafnvel öðrum en „sumum“ vera farið að fjúka í æ fleiri skjól. Er ekki flokkurinn örugglega hlynntur opinberum framlögum til menningarmála? Spurt er, vegna þess að Kolbrún Halldórsdóttir hefur beðið ráðherra iðnaðar- mála að svara þvi formlega hversu há framlög Lands- Ummæli Tímabær áskorun „Það eru þó fleiri [en Samfylkingin] sem nota rauða punktinn, til dæmis Lífls, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í við- bót með flugvélaslóð í gegn. Verst er þó lógó Strætó bs. en það er rauður punktur með stóru S-i. Það er ekki nokkur maður sem tengir þetta við Strætó bs. heldur minnir þetta miklu meira á Samfylkinguna en Strætó. Ég skora nú á stjóm Strætó bs. að breyta lógóinu og nota bara orðið Strætó ..." Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, á vef sínum Magnað „Samdrátturinn í bílasölu hefur verið meiri hér en varö i kreppunni í Argentínu.“ Erna Gísladóttir, framkvæmdastjóri Bifreiöa og landbúnaöarvéla, í viöskiptaþætti Siguröar Más Jónssonar á Útvarpi Sögu sandkorn@dv.is virkjunar eru til menningarmála og við hvaða lagaákvæði þessi framlög styðjist. Þetta er eitthvað skrýtið ... Kjörstjóm stuðar Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur áminnt frambjóðend- ur um að fara að settum reglum og dylst fáum að tilefnið sé kosningabarátta Jakobs Frí- manns Magnússonar. Hann hefur safnað undirskriftum á stuðningsmannalista en á heimasiðu hans var, þar til nýverið, gefið í skyn að tilgangurinn væri að safna fé- lögum í Landsmálafélagið Rósina, sem er aðildarfélag að Samfylkingunni. Ekkert er hins vegar minnst á Landsmáiafélagið á undirskriftarlistanum. Kjörstjórnin gerir athugasemdir við slík vinnubrögð í bréfi sínu - undir rós og án þess að nefna Jakob - og segir lika „ósmekklegt" að nefna á heimasíðu að hægt sé að skrá sig úr Samfylkingunni hvenær sem er, en það gerði Jak- ob einmitt líka, þar til nýverið. Hvað sem líður réttmæti þessara aðdróttana er ljóst að kjörstjóm flokksins hefur með bréfaskrifunum gengið býsna nærri kappanum og örugglega stuðað hann ... Einmitt! „deCODE er eina vitið.“ Reynir Þorsteinsson, þáverandi sveitarstjóri Raufarhafnar- hrepps, í viötali viö DV 19. janúar 2000 um þá ákvöröun sveitarfélagsins að verja 20 milljónum króna til kaupa á hlutabréfum í deCODE. Um nýtt útlit Moggans „Er ekki nokkur vafi á því, að breytingin á forsíð- unni hefur áhrif á fleira en útlit blaðsins - keppni um að koma efni á forsíðuna eykst. Mat á gildi frétta breytist og val á ljósmyndum tekur jafnt mið af inn- lendum og erlendum atburðum. Viðmið blaðmanna og Ijósmyndara breytist. Árangursmatið verður annað bæði innan blaðsins og meðal lesenda þess.“ Björn Bjarnason á vef sínum Leiðin til helvítis er vörðuð fallegum hugsjónum Börkur Gunnarsson rithöfundur og leikstjóri Einu sinni var ég á ráö- stefnu gegn kynþátta- hatri í Bradford í Englandi. Einn úr hópi norsku sendinefndarinnar var arabi að uppruna og múslímskrar trúar. Öfugt við hvíta og kristna ferðafé- laga sína frá Noregi lenti hann í ít- arlegri skoðun á Heathrow þegar hann kom til Englands á leið sinni á ráðstefnuna. Það tók tollverðina klukkutíma að leita af sér allan grun. Að hans mati og flestra á ráð- stefnunni var þetta klassískt dæmi um fordóma gagnvart dökku fólki. Dæmi um kynþáttamismunun. Ras- isma. Þess eru mörg dæmi að lög- reglan og aörir fulltrúar yflrvalda hafi misnotað það vald sem þeir hafa til að þjóna hatri sínu og for- dómum, eiginlega eru þess ótal dæmi. Grunur nægir ekki í mið- og suðurríkjum Bandaríkj- anna á flmmta, sjötta og sjöunda áratugnum voru litaðir menn ofsótt- ir, ekki aðeins af almennum borgur- um heldur einnig af fulltrúum lag- anna. Einmitt þeim mönnum sem áttu að vernda litaða borgara en of- sóttu þá í krafti vald síns. Þessi misnotkun gekk svo langt að mörg dæmi eru um að laganna verðir tóku þátt í að myrða litaða menn fyrir þær sakir einar að þeir voru litaöir. Ein af afleiðingum þessarar misnotkunar voru til dæm- is þau lög sem ríkja í mörgum fylkj- um Bandaríkjanna að lögreglumenn hafa ekki leyfi til að stöðva bíl nema ökumaður hans hafi þegar brotið lög fyrir augum þeirra eða eitthvað sé ólöglegt við bilinn. Grunur um eitthvað ólöglegt nægir ekki. Enda hafði lögreglan í suðlægum fylkjum Bandarikjanna í mörgum tilvikum gert sér upp grun til að geta ofsótt svart fólk. Þessi lög hafa án nokkurs vafa komið í veg fyrir marga misnotkun- ina og vemdað borgara samfélags- ins fyrir ofsóknum og misnotkun valds. En það setur að manni ugg þegar maður fær fréttir um að FBI hafði sótt um leyfí til aö rannsaka tölvu múslíma sem síðar reyndist vera einn af hryðjuverkamönnun- um sem flugu farþegavél á World Trade Center og drápu rúmlega 3000 manns, en var neitað um leyfið af dómurum vegna skorts á sönnunar- gögnum fyrir gmn sínum. Maður veltir fyrir sér hvort það sé ekki hægt að finna einhvem milliveg í þessum málum. Maður fer að velta fyrir sér hver séu mörkin milli ras- isma og lógíkur. Rökfræðinni fylgt Skytta hélt almennum borgurum á Stór-Washingtonsvæðinu í ótta í nokkrar vikur núna í október. Skyttan drap tíu manns á mánaðar- tímabili. Lögreglan beitti öllum „Mér finnst bara eðlilegt að yfirvöld og laganna verðir vinni eftir einhverri lógík og lagi sig svolítið að að- stœðum. Það er hvimleitt að heyra fólk rugla saman rasisma og lógik. Á endanum getur það snúið fallegum málstað upp í andhverfu sína. “ kröftum í að ná ódæðismanninum og á tímabili var meirihluti liðsafla hennar upptekinn við þetta verk- efni. Ein af ábendingunum sem lög- reglan fékk var að grunsamlega oft var hvítur sendibíll nálægt morð- staðnum. Fyrir vikið voru hvítir sendibílar stöðvaðir hvar sem til þeirra sást og leitað af mikilli ná- kvæmni í þeim. Sumir eigendur hvitra sendibíla voru stöðvaðir af lögreglunni allt upp í sex sinnum sama daginn og bíllinn grannskoð- aður í öfl skiptin. Þetta einelti gagnvart eigendum hvítra sendibila var ekki sprottið af því að yfirstjóm lögreglunnar væri illa við hvíta sendibíla og vildi of- sækja þá. Enginn í lögreglunni vildi að framgangur blárra eða svartra sendibíla yrði meiri og hófu þess vegna að trufla líf eigenda hvítra sendibíla. Því miður fyrir paranoid- hluta mannkynsins og sam- særisplottara þá var enginn bílafyr- irtækisrasismi á bak við þessar of- sóknir heldur voru laganna verðir að fylgja eftir rökfræði, leita af sér grun, gera sitt besta til að vemda borgara sína, vemda hvítt sem svart fólk, vemda eigendur hvítra sem svartra sendibíla. Rasismi - lógík Á ráðstefnunni í Bradford leyfði ég mér að halda fram virðingu minni gagnvart tollvörðum Heath- row-flugvaflarins, þrátt fyrir að þeir töfðu norska múslímann um þessar rúmu 60 mínútin- til að leita af sér gmn. Ég gerðist einnig svo djarfur að segja að ég liti ekki á það sem rasisma að þeir skyldu hafa sleppt hvítum ferðafélögum hans í gegn án skoðunar. Mér finnst það bara lógísk framkoma að leita ítarlegar hjá lituðum múslíma þegar á að leita af sér gran um hryðjuverk. Það þrátt fyrir að þessi litaði múslími væri augljóslega mun betri pappír en hvítir og kristnir ferðafé- lagar hans. Rétt eins og mér þætti það sjálfsagt að ef leitað væri að raðmorðingja þyrfti ég hugsanlega, sem þrítugur, hvítur, kristinn piltur að þurfa að þola ítarlegri rannsókn en dökki múslíminn frá Noregi, enda sýnir öll tölfræði að min sort er mun líklegri til slíkrar geðveiki en þessi norska sort. Mér finnst bara eðlilegt að yfir- völd og laganna verðir vinni eftir einhverri lógík og lagi sig svolítið að aðstæðum. Það er hvimleitt að heyra fólk rugla saman rasisma og lógík. Á endanum getur það snúið fallegum málstað upp í andhverfu sína. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.