Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Prófkjör Samfylkingarinnar um helgina: Sama fylkingin í Helgarblaðsviðtali við DV fyrir hart nær tveimur mánuðum sagði Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, meðal annars þetta: „Við þurfum að vera með mjög öfl- uga sveit. Mér er engin launung á því: ég er í sögulegum leiðangri að koma þessum flokki á fullorðinsár og það kostar meðal annars það að við þurfum að sýna endumýjun í þingflokknum og það mun verða erfitt fýrir okkur. En það er nauðsynlegt og það verður gert.“ Það sem liggur fyrir eftir prófkjör Samfýlkingarinnar um helgina bendir ekki til þess að formanninum verði að ósk sinni. Lítt breytt skipan Ef frá er talin Sigríður Jóhannes- dóttir í Suðurkjördæmi tókst þing- flokknum eins og hann leggur sig að skjóta öllum nýliðum aftur fyrir sig. Það er kannski tii marks um styrk sitj- andi þingmanna, að Þórunn Svein- bjamardóttir, sem fjölmargh' höfðu talið að ætti í vök að verjast, burstaði hreinlega baráttuna um þriðja sætið i Suðvesturkjördæmi með tæplega eitt þúsund atkvæðum í fyrsta til þriðja sæti gegn tæpum sex hundrað atkvæð- um næsta frambjóðanda. Þeir sem fylgja á hæla þingmönn- unum í Reykjavík teljast heldur tæpast nýliðar; þeir Mörður Ámason, vara- þingmaður til átta ára, og Helgi Hjörv- ar, fyrrverandi forseti borgarstjómar. Ný kynslóð Ekki verður þó litið fram hjá góðum árangri nokkurra ungra frambjóðenda. Katrín Júlíusdóttir, aðeins 27 ára að aldri, náði fjórða sæti í Suðvesturkjör- Aðrar áherslur fá hljómgrunn „Það er ljóst að aðrar áherslur en þær sem ég stend fyrir eiga mestan hljómgrunn í Sam- fylkingunni. Það virðist jafnframt takmakaður hljóm- grunnur um hvemig skapa megi ný sóknar- færi í íslensku at- vinnulífi og stækka þjóðarkökuna. Umræðan og áhugi kjósenda snýst frekar um að verja fé en afla þess,“ segir Jakob Frí- mann Magnússon, varaþingmaður. Árangur hans í flokksvali Samfylk- ingar á laugardag var ekki í samræmi við markmið hans sjálfs. Hann stefndi á annað sætið en hafnaði í því tíunda. -sbs Rúsínur Heslihnetur Fíkjur ... allt sem þaifí baksturinn! dæmi, sem verður baráttusæti í kom- andi þingkosningum. Ágúst Ólafur Ágústsson er enn yngri, aðeins tuttugu og fimm ára. Hann varö á undan reyndum kempum og náði áttunda sæt- inu í Reykjavík, sem líka verður bar- áttusæti. Björgvin G. Sigurðsson náði þriðja sætinu í Suðurkjördæmi sem heita má nokkuð öraggt þingsæti. Ýmis tíðindi Össur Skarphéðinsson hlaut ekki nema ríflega 55% stuðning I fyrsta sæt- ið og svo virðist sem hann hafi aðeins mátt við að tapa 190 atkvæðum - þá hefði kosning hans í fyrsta sæti ekki verið bindandi samkvæmt reglum próf- kjörsins! Mest era vonbrigðin hins vegar hjá Jakobi Frímanni sem ste&di á 2.-3. sæti. Hann átti að visu fjórða mesta stuðning í 1.-2. sæti eins og sést á með- fylgjandi töflu, en virðist hafa sett markið of hátt. Athygli vekur að Bryndís Hlöðvers- dóttir er óralangt frá því að fella Jó- hönnu Sigurðardóttur úr öðru sæti, en hafði þó meðal annars yfirlýstan stuðn- ing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Reykjavík: 1. 1.-2. 1.-3. Össur 1989 2292 2502 Jóhanna 913 1878 Bryndís 1165 1662 Ásta R. 438 1205 Guðrún 271 Möröur 219 Helgi 113 Ágúst 106 Einar K 84 Jakob 72 552 789 Suövestur: 1. 1.-2. 1.-3. Guömundur Árni 1094 Rannveig 558 995 Þórunn 70 551 991 Katrín 33 282 594 Ásgeir 52 227 460 Valdimar 9 35 101 borgarstjóra í farteskinu. Bryndís lét hafa eftir sér að auglýsingar og slíkt „skram“ hefðu greinilega ekki haft áhrif á kjósendur. Og víst er það, að auglýsingar virðast ekki hafa hjálpað þeim sem sóttu að þingmönnum að ná hetri árangri en kollegar þeirra í Suð- 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. 1.-8. 1671 1203 1685 1551 2026 1363 1779 1343 1681 2010 528 1853 917 1067 1242 1685 1. - 4. 1. - 5. 1. - 6. 1669 1526 1525 914 1449 766 1002 1193 718 vesturkjördæmi, en þar gerðu fram- bjóðendur samkomulag um að auglýsa ekkert. Skref til vinstri? „í öðra lagi þarf ég að fá fólk sem hefúr öðlast reynslu úr atvinnulífinu og hefur sannað sig og skírst í öðram eldi en bara þeim sem brennur á hin- um pólitíska velli,“ sagði Össur Skarp- héðinsson í fyrmefhdu viðtali. Þetta hefðu til dæmis getað verið menn á borð við Ásgeir Friðgeirsson, Einar Karl Haraldsson og Jakob Frímann. Ljóst er að framgangur þeirra hefði getað gefið flokknum „frjálslyndari" blæ - eða miðjublæ - en flestir sitjandi þingmanna hafa einkum getið sér orð fyrir mjög eindregna áherslu á velferð- armál. „Er þetta hópur sem ræður við atvinnumálin?" spurði Samfýlkingar- maður í viðtali við DV. „Nær hann inn á miðjuna?" Á móti má spyija hverju góður ár- angur Ágústs Ólafs sæti fýrst þetta sé raunin því að hann er hugsanlega sá hægrisinnaðasti í hópnum. Hætt er við að hugmyndafræðilega breytur séu of- metnar - rétt eins og máttur auglýsing- anna - og að hinn illskilgreinanlegi „kjörþokki" ráði úrslitum þegar öllu er á botninn hvolft. -ÓTG Spáð í spilin á kosningavöku Egill Helgason og Heimir Már Pétursson voru meöal gesta á kosningavöku Samfylkingarinnar sem var haldin á Hótel Borg. Biöin eftir tölum var löng og ströng aöfaranótt sunnudagsins. Uppsafn- ao fylgi: Tölurnar sýna uppsafnaö fylgi frambjóöanda í viökomandi sæti. Margrét Frímannsdóttir sigraði í flokksvali í Suðurkjördæmi: Framboð úr heima- bænum felldi mig - segir Sigríður Jóhannesdóttir sem missti þingsæti sitt Margrét Frímannsdóttir vann sig- ur í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á laugardag. Hún hlaut 1.167 atkvæði í fýrsta sæti eða 49,53% greiddra atkvæða. Alls tóku 2.350 þátt í flokksvalinu eða 70,3% af þeim 3.342 sem voru á kjörskrá. „Mér líður mjög vel eftir að hafa heyrt þessa niðurstöðu, ég er í fyrsta sætinu með góðum mun á þann sem er I öðra sætinu, það styrkir stöðu mína,“ sagði Margrét Frímannsdótt- ir við DV þegar úrslit lágu fyrir eftir talningu i gær. Margrét sagði að fram undan væri að setja saman sterkan lista fyrir komandi kosning- ar, á næstu dögum yrði farið á fúllt við það og stefnt væri á stórsigur í kjördæminu í vor. „Til þess eru öll efni,“ sagði Margrét. Lúðvík Bergvinsson úr Vestmanna- eyjum lenti í ööra sætinu meö 1.150 at- Kátar Margrét Frímannsdóttir og Elín Björg Jónsdóttir. kvæði, hann vantaði 254 atkvæði til að sigra Margréti. „Mér sýnist á þessari niðurstöðu að við Margrét séum að fá afgerandi kosn- ingu í okkar sæti. Það sem er fram undan er að nú snúum við bökum sam- an og vinnum saman að því verkefni sem er fram að kosningum við að ná saman lista og starfa af krafti til sigurs i kosningabaráttunni," sagði Lúðvík Bergvinsson alþingismaður i gær- kvöld. Björgvin Sigurðsson varð í þriðja sæti með 1.002 atkvæði. Jón Gunnars- son i íjórða með 1.133 atkvæði og vant- aði 77 upp á að ná þriðja sætinu. í fimmta sæti varð síðan Sigríður Jó- hannesdóttir alþingismaður. „Ég met þessa niðurstöðu eins og hún liggur fýrir, ég er ekki að fá traust til að sitja áfram á þingi,“ sagði Sigríð- ur Jóhannesdóttir við DV í gærkvöld. „Það voru margir sem stefndu á þetta sæti og það sem var mér ekki síst að falli var að fá ffamboð Jóhanns Geir- dal, héðan úr mínum heimabæ, með stefhu á sama sæti og ég setti markmið mitt ásagði Sigríður Jóhannesdóttir. -NH DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Dyraveröir VestQarðaganganna Óskar Gústav Ingjaldur Ólafsson og Bjarni Jóhannsson í björgunarsveitinni Björgu á Suðureyri gættu gangamunnans í Súg- anafirði meöan á æfingunni stóð. Virkuöu „þokkalega" Síðastliðinn laugardag voru jarð- göngin undir Breiðadals- og Botns- heiði lokuð í tvær klukkustundir í kringum hádegið þegar lögregla, björgunarsveitir og slökkvilið settu á svið og æfðu stórslys í göngunum. Alls munu fimmtíu manns hafa tekið þátt í æfmgunni. Seinast þegar æfing fór fram í göngunum kom í ljós að fjarskiptum var mjög ábótavant. Til dæmis virkuðu neyðarsímar oft á tíð- um ekki sem skyldi. Að þessu sinni gegndu símamir hlutverki sinu „þokkalega“, að sögn nokkurra sem tóku þátt í æfingunni. Æfingin gekk vel í heildina, að sögn manna, þó svo að eftir væri að setjast niður og fara yfir hlutina í smáatriðum. Vegfarend- ur tóku með jafhaðargeði þeim töfum sem æfingunni fýlgdu. Útlánin tvöfalt meiri Árið 1998 voru tíu þúsund félags- legar ibúðir í landinu, þ.e. 6.600 félagslegar eignar- íbúðir og um 3.400 leigu- og kaup- leiguíbúðir. Frá stofnun íbúða- lánasjóðs 1999, eða á síðustu tæpum fiórum árum, hafa um sjö þúsund fjöl- skyldur fengið félagslega aðstoð í hús- næðismálum. Þetta kom fram í ræðu Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem fram fór á fostudag. Páll sagði jafhframt að um 5.800 íbúðir með við- bótarláni hefðu verið byggðar eða keyptar og um 1.200 leiguíbúðir fyrir tekjulága. Frá 1. janúar 1999, eða á tæpum fjóram árum, hafa útlán á fé- lagslegum grunni, þ.e.a.s. viðbótarlán og leiguibúðarlán, tvöfaldast úr 50 milljörðum í yfir 100 milljarða. Grænaborg brann Eyðibýlið Grænaborg á Vatnsleysu- strönd brann til kaldra kola á laugar- dagskvöld. Slökkvilið Brunavama Suðurnesja var kvatt á staðinn. Slökkvilið mat það svo að best væri að leyfa húsinu að brenna. Fundur um ristilkrabba Opinn fundur um ristilkrabbamein verður haldinn annað kvöld á vegum Krabbameinsfélags Reykjavikur, Styrks og Stómasamtaka íslands. Ás- geir Theódórs læknir mun á fundin- um ræða um ristilkrabbamein og kynna vitundarvakningu sem nú stendur yfir. Fundurinn verður hald- inn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 og hefst klukkan 20. Menntun forsenda framfara Stjórn Bandalags háskólamanna samþykkti á fostudag harðorða álykt- un þar sem gerðar eru alvarlegar at- hugasemdir við að æðstu ráðamenn þjóðarinnar skuli ítrekað hafa vegið að heiðri sérfræðinga og vísinda- manna með niðrandi og oft á tíðum órökstuddum ummælum um störf þeirra. „Bandalagið minnir á að starfsheiður vísindamanna byggir á hlutlægri öflun gagna og túlkun á nið- urstöðum um leið og það bendir á að menntun er forsenda framfara í ís- lensku atvinnulífi,“ segir m.a. á álykt- un stjómar. -aþ/bj/VH RDGUM Á MDRGUN Fá&u þér miöa í síma 800 6611 e&a á hhi.is HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.