Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Page 18
42_____
Ferðir
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002
DV
Sumarauki á Flórída
Heitur sjór
Eitt mesta aðdráttarafliö við Flórída er heitur sjórínn þar sem hægt er að
stunda sund sem ogýmsar íþróttagreinar.
Búdapest
Heimsferðir bjóða einstakt tæki-
færi til að heimsækja Búdapest á
hreint frábærum kjörum, en
vegna mikillar eftirspurnar var
ferð bætt við. Flogið er frá Kefla-
vík kl. 7 á fóstudagmorgun 22. nóv-
ember og til baka sunnudaginn 24.
nóvember kl. 18. Þessi fallegi stað-
> ur hefur heiilað margan ferða-
manninn og margar glæsilegar
byggingar prýða borgina. Þar
bjóðast ótal tækifæri til upplyft-
ingar og skemmtunar. Nánari
upplýsingar á www.heimsferdir.is.
A&ventuferð til Þýskalands
Terranova-Sól býður upp á aö-
ventuferð tfl Þýskalands 1.-5. des-
ember. Verða frægustu jólamark-
aðirnir í Rothenburg og Numberg
heimsóttir og farið í skoðunarferð
um vínsvæðið í Franken þar sem
vínbóndi verður heimsóttur. Verð
er 61.400 krónur á mann m.v. gist-
ingu í tvíbýli. Innifalið er flug,
gisting, morgun- og kvöldverður
alla daga, aUur akstur, skattar og
íslensk fararstjóm. Flogið er tU
Frankfurt og gist í 4 nætur í Wurz-
burg, Jón Ámi harmonikkuleikari
mun sjá um fjörið. Fararstjóri er
Hólmfríður (Hófý) Bjamadóttir.
Nánari upplýsingar á www.terra-
nova.is.
A&fentuferð til Dublin
Úrval-útsýn býður upp á að-
ventufgerð tU Dublin 6.-8. desem-
ber. Fararstjórar era SvanhUdur
Davíðsdóttir, Stefán Á. Guð-
—- mundsson og Kjartan L. Pálsson.
Dublin hefur lengi verið meðal
vinsælústu áfangastaöa íslendinga
á haustin og víst aö margir hafa
augastað á ferð þangað á aðvent-
unni. Nánari upplýsingar er að
finna á www.urvalutsyn.is.
Netsmellir
Á vef Flugleiða á slóðinni
www.icelandair.is má finna
NetsmeUi, hagstæð ferðatUboð þar
sem bóka verður með tUteknum
fyrirvara. Þannig má komast tU
Amsterdam fyrir 24.560 krónur ef
bókað er með 21 dags fyrirvara.
FlugvaUarskattar era innifaldir.
Lesendur ættu að heimsækja Flug-
^ leiðavefinn og kynna sér tUboðin
og skilmála nánar. -hlh
Flugleiðir fljúga reglulega yfir
vetrarmánuðina til Flórída, nán-
ar til tekið til Orlando sem er
nokkurn veginn miðsvæðis á
Flórída-skaganum. Fyrir
nokkrum árum flugu Flugleiðir
einnig til Fort Lauderdale en það
er ekki gert lengur. Frá Orlando
má segja að leiðir liggi til allra
átta en íslendingar sem fara til
Flórída og ferðast frá Orlando
fara þó aðallega suður á bóginn,
til Sarasota, Fort Myers, Miami
eða Fort Lauderdale, sem verður
viðkomustaður okkar í þetta
sinn. Það er mikill munur á Or-
lando og Fort Lauderdale. Or-
lando er eins og flestir vita mik-
il fjölskylduborg, þegar ferða-
bransinn er hafðir í huga. Þar er
Disneyworld, Universal-svæðið
og margt fleira sem þjónar þörf-
um barna og allrar fjölskyldunn-
ar.
Fort Lauderdale er meðal elstu
borga í Flórída og því reist á
gömlum grunni og verður ferða-
langurinn, sem kemur kannski
frá gömlu hluta Evrópu, fljótt
var við að þarna er ýmislegt sem
minnir á evrópska menningu
sem ekki er að finna annars stað-
ar í Flórída.
Strandlengja og snekkjur
Fort Lauderdale er við strönd.
Ef tekið er svokallað Stóra Fort
Lauderdale-svæðið er strandlegj-
an um fjörutíu kílómetrar. Eins
og við er að búast eru hótel nán-
ast meðfram allri ströndinni.
Það sem Evrópubúinn rekur
fyrst augun í hvað varðar
strandlengjuna er hversu breið
ströndin er. Þarna hefur verið
passað upp á að engin byggð sé
það nálægt sjónum að ekki sé
rúmgott pláss fyrir þá sem vilja
spóka sig á ströndinni. Þegar
undirritaður var í Fort Lauder-
dale í októberlok var um hádeg-
isbil 30 stiga hiti, sjórinn heitur
og gola við ströndina, sem eru
ákjósanlegar aðstæður fyrir þá
sem vilja heitan sumarauka.
Fyrir þá sem vilja gera annað
við tíma sinn en að liggja í sól-
baði og arka eftir hvítum sandi
er Fort Lauderdale miðstöð
skemmtiferðaskipa sem fara dag-
lega í mislangar ferðir um Karí-
bahafið. Þá hefur Fort Lauder-
dale þá sérstöðu að borgin er öll
í síkjum sem notuð eru til báts-
ferða. í Fort Lauderdale er hægt
að taka svokallaða vatnsleigu-
bíla út um alla borg. Þarna er
boðið upp á ferðir um síkin og er
virkilega gaman að sigla um
„göturnar“ og heyra lýsingu leið-
sögumanns á borginni, skoða
íburðarmiklar villur sem gera
það að verkum að viflur á ís-
landi eru eins og kofar í saman-
burði við þær og heyra leiðsögu-
manninn nefna nöfn þeirra sem
eiga þær. Þessar villur eru yfir-
leitt aðeins í notkun þrjá til fjóra
mánuði árins, frá nóvember til
febrúar.
Veitingastaöir
Það fylgir sólarferðum að fara
út að borða. Það má segja að þeg-
ar á heildina er litið sé veitinga-
húsamenning i Fort Lauderdale
eins amerisk og í öðrum borgum
á Flórídaskaganum. Borgin hef-
ur þó eina sérstöðu sem er sjáv-
arréttir. Þarna er mikil hefö fyr-
ir sjávarréttum og yfirleitt eru
bestu veitingastaðirnar sjávar-
réttastaðir. í október var mér
tjáð að væri tími krabbans og
var áhersla lögð á slíka rétti sem
þeir vita sem prufað hafa að er
með nokkrum sérstökum hætti.
Það er nánast sett á viðskipta-
vininn svunta og auk venjulegra
hnífapara fær hann tangir.
Helsta gata Fort Lauderdale heit-
ir Las Olas. Þar eru veitingastað-
ir af öllum gerðum og stærðum
og þeir sem vilja kynnast nætur-
lífinu í Fort Lauderdale geta ark-
að eftir götunni og fundið
skemmtun við hæfi. -HK
Villibráðarkvöld á Klaustri:
Allt frá fiski upp í dádýr
Hótel Klrkjubæjarklaustur.
veturinn og það er
auðvitað viss höf-
uðverkur. Þetta er
byggt sem heilsárs-
hótel en satt að
segja verðum við
með þjónustuna í
lágmarki í desem-
ber og janúar en
opnum fyrir hópa,
bæði til fundahalda
og gistingar."
Hann segir
Kirkjubæjar-
klaustur rómað
ur. Kemur sama fólkið til hans helgi
eftir helgi? „Nei, þetta byggist mest
á utanaðkomandi fólki og það kem-
ur alls staðar að, meðal annars úr
Reykjavík og austan af landi. Þetta
er vinsælt af starfsmannahópum og
þeir gista þá á staðnum," segir
hann.
Haraldur segir Hótel Kirkjubæjar-
klaustur rúma yfir hundrað manns í
57 herbergjum með sérbaði, sjónvarpi
og síma og á hótelinu séu líka litlir
salir, auk aðalmatsalarins. „Smærri
salirnir henta vel fyrir fundi og einka-
samkvæmi," segir hann. En hvemig
skyldi nýtingin vera? „Hún er mjög
góð yfir sumarið en eins og víðar á
landsbyggðinni dregur úr aðsókn yfir
fyrir milt veðurfar, fegurð og fjöl-
breytta náttúru allt um kring. „Hér
er mikið úrval af skemmtilegum
gönguleiðum, bæði lengri og
skemmri. Svo þykir fólki gott að
slappa af hér og hafa það notalegt,"
segir hann að lokum. -Gun.
Göngulelólrnar eru allt í krlng.
„Við höfum verið með villibráð-
arkvöld tvær undanfarnar helgar og
þau hafa notið slíkra vinsælda að
við þurfum að bæta við,“ segir Har-
aldur Þorri Grétarsson, hótelstjóri á
Kirkjubæjarklaustri. Spurður hvað
hann bjóði upp á til matar segir
hann það vera allt sem næst í og
flokkast undir villibráð. „Þetta er
20-30 rétta hlaðborð og þar er allt
frá fiski upp í dádýr,“ segir hann og
bætir við að svo sé ball á eftir. En
nú er Klaustur ekki ýkja stór stað-
Villibráóln er vlnsæl.
__
Feröavefur vikunnar
<
www.earthcam.com
t» * fi * o
EarthCam
HSsSSSEj tiPrTrTTTTW ur* '. KrtT?T|yw
' ■un.Mi.a
Sptc* & Scfrnce Cvnt
SBgft-ftifamiEgBÆscn
If^5sCjra
iiÍRi. A£JJ. tifcili
I ComruttrCam?
! *■-*■»**. «&***#. *«.
! 5(jyc^>ofi Cmn
I Ssam. iteawicusaksi. 4
j Mtito Ctm
! Ntwt C«m» w»»m«r C»mt
'ST] Sct^sCftP*
«»*. h*«w. aw* uanak. rcen. kwww
&m\r*
Þjóðskáldið talaði um aö
sitja kyrr á sama stað en
samt að vera ferðast. Þessi
orð koma upp í hugann þegar
vefsvæðið www.eart-
hcam.com er heimsótt. Hér
er um að ræða vefsíður sem
tengjast myndavélum sem
era hér og þar á jarðkringl-
unni, varpa lifandi myndum
eða kyrrmyndum með mis-
mikilli uppfærslutíðni, t.d. á
15 sekúndna fresti. Með því
að heimsækja þetta vefsvæði
má fá svipmyndir frá borgum
og bæjum um allan heim, t.d.
helstu stórbogum heims.
Þannig geta menn sannreynt
hvemig veðrið er á hveijum
stað. Þá má ekki gleyma um-
ferðinni hér og þar, strand-
svæðum, fjallasvæðum og
sléttum Afríku, svo eitthvað
sé nefnt. Þá eru ótaldir
skemmtistaöir, ritstjómar-
skrifstofur fjölmiöla, trúar-
legir staðir og staðir sem eiga
heima í furðuflokknum.
>