Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Síða 26
50 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Islendingaþættir______________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson ’ IH 90 ára_______________________________ Þráinn Sigurösson, Bjarkargrund 22, Akranesi. <* 85 ára___________________________________ Jóhanna Jónsdóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. 75 ára_______________________________ Bjarni ísleifsson, Háaleitisbraut 97, Reykjavík. Hörður Hjartarson, Skipholti 43, Reykjavík. Matthías B. Axfjörð, Austurbyggð 14, Akureyri. Njáll Þorgeirsson, Fannborg 8, Kópavogi. 70 ára_______________________________ Guðmundur Svavar Valgarðsson, Starengi 18, Reykjavík. Sigrún Astrið Kaaber, Sæviðarsundi 33, Reykjavík. 60 ára_______________________________ Birgir Sigurösson, Strandgötu 35, Akureyri. Hann tekur á móti gestum í Kiwanissalnum, Sunnu- hlíð, laugardaginn 16.11. frá kl. 19.00. Ásdís Kristmundsdóttir, Laugarnesvegi 72, Reykjavík. Gústaf Magnússon, Móabarði 36, Hafnarfiröi. Monika Magnúsdóttir, Birkimel 8b, Reykjavík. Ólöf Birna Blöndal, Selási 15, Egilsstöðum. Viðar Zophoníasson, Seftjörn 9, Selfossi. Lára Magnúsdóttir, Reyrengi 6, Reykjavík, og Súsanna María Magnúsdóttir, Lautasmára 47, Kópavogi. Þær reka saumastofuna í Fákafeni 9. Eiginmaöur Láru er Bjarni Björgvinsson en eiginmaður Súsönnu Mariu er Jóhann Bergmundsson. Þær verða að heiman. Elísabet Bjargmundsdóttlr, j Marklandi 4, Reykjavík. Guðmundína Hallgrímsdóttir, Jörundarholti 107, Akranesi. Gunnar B. Ringsted, Hamravík 12, Borgarnesi. Jóhanna Einarsdóttir, Ásvallagötu 75, Reykjavík. Kristín Bjargmundsdóttir, Grundarbraut 36, Ólafsvík. Kristín V. Valdimarsdóttir, Stórateigi 16, Mosfellsbæ. Sigurður Gunnlaugsson, Borgarlandi 10, Djúpavogi. Þorbjörg Ársælsdóttir, Fossheiði 50c, Selfossi. 40 ára_________________________________ Áslaug Guðjónsdóttlr, Granaskjóli 31, Reykjavík. Björn Hróarsson, m Löngufit 16, Garöabæ. Hrafnhildur Karlsdóttir, Þrastarima 1, Selfossi. Ingibjörg Þórólfsdóttir, Borgarbraut 9, Grundarfiröi. Lára Kristín Sturludóttlr, Rekagranda 10, Reykjavík. Nanna Sigríður Dungal, Leirubakka 32, Reykjavík. Ragnar Þórisson, Holtagerði 10, Kópavogi. Skarphéðinn Ólafsson, Hlíðarvegi 10, Grundarfirði. Stefanía Óttarsdóttir, Vesturgötu 23, Reykjavík. Sveinn Giovanni Segatta, Dalalandi 11, Reykjavík. Valdís Gunnarsdóttir, Þingholtsstræti 15, Reykjavík. X Þorgelr Baldursson, Móasíðu 4f, Akureyri. Órn Sigurösson, Nökkvavogi 30, Reykjavík. Guðmundur Klartan Runólfsson, hljóðfæraleikari og vélstjóri, lést á Long Beach Memorial Hospital 27.10. sl. Bálför hans hefur þegar verið gerð og fór minningarathöfn fram á heimili hans laugard. 2.11. Fjölakylda Kjartans á fslandi, dóttir hans og systkini, standa fyrir minningarathöfn í dag, mánudaginn 11.11., í Fossvogskapellu og hefst athöfnin kl. 13.30. Fimmtugur Kolbeinn Kristinsson forstjóri Myllunnar-Brauös hf Kolbeinn Kristinsson, forstjóri Myllunnar-Brauðs hf., Krókamýri 78, Garðabæ, er fímmtugur í dag. Starfsferiil Kolbeinn fæddist i Reykjavík og ólst þar upp við Álíheimana. Þá var hann þrjú sumur í sveit hjá Jóni Jónssyni, bónda í Árteigi í Kinn í Þingeyjarsýslu, og k.h., Hildi Jóns- dóttur húsfreyju. Kolbeinn var í Langholtsskóla, Vogaskóla, að Laug- um í Þingeyjarsýslu og Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Hann lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskóla íslands 1974 og stundaði nám í viðskipta- fræði við HÍ í eitt og hálft ár. Kolbeinn tók við og starfrækti Bókabúðina Álfheima 6 1974-76, hóf fullt starf hjá fyrirtæki foður síns, Brauði hf. 1978, er síðan heitir Myllan-Brauð hf. frá 1982, og hefur, ásamt bróður sínum, starfað við fyr- irtækið síðan. Hann varð fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og hef- ur verið forstjóri Myllunar-Brauðs hf. frá 1992. Kolbeinn lék með unglingahljóm- sveitinni Mods 1966-68. Hann hóf ungur að æfa körfubolta, lék með meistaraflokki ÍR um árabil, varð fimm sinnum íslandsmeistari með ÍR og lék með íslenska landsliðinu 1970-80. Kolbeinn sat í stjórn Verslunar- ráðs íslands frá 1992, sat í fram- kvæmdastjórn Verslunarráðs 1992-96 og var formaður Verslunar- ráðs íslands 1996-2000, sat i fram- kvæmdastjóm VSl í þrjú ár, sat í stjóm Lífeyrissjóðs verslunar- manna 1995-2002, situr í stjórn Glitnis ehf. frá 1999, í stjórn Eim- skipafélags islands frá 2000 og hefur verið formaður sjálfseignarstofnun- ar Verslunarráðs íslands um við- skiptamenntun (rekstur Verslunar- skóla íslands og Háskóla Reykjavík- ur). Fjölskylda Eiginkona Kolbeins er Ruth Gylfadóttir, f. 3.4.1965, flugfreyja og öryggiskennari hjá Flugleiðum, i MÁ-námi við HR. Hún er dóttir Gylfa Guðmundssonar veitinga- manns og Guðrúnar Skarphéðins- dóttur húsmóður sem nú er látin. Dætur Kolbeins frá fyrra hjóna- bandi eru Guðrún Kristín, f. 25.8. 1976, nemi í Boston í Bandaríkjun- um; Magndís Anna, f. 17.5. 1978. fatahönnuður í Reykjavík; Kristin Kolbrún, f. 29.1. 1987, nemi. Stjúpsonur Kolbeins er Marteinn, f. 4.7. 1995. Systkini Kolbeins eru Jón Albert Kristinsson, f. 19.11. 1948, bakara- meistari í Reykjavík; Anna Kristín Kristinsdóttir, f. 30.12. 1949, bókari við HR, búsett í Reykjavík; Laufey Kristinsdóttir, f. 24.5. 1961, tónlistar- kennari í Reykjavík. Foreldrar Kolbeins: Kristinn Al- bertsson, f. 10.4. 1927, d. 13.7. 1983, bakarameistari í Reykjavík, og Dýr- leif Jónsdóttir, f. 14.4. 1926, húsmóð- ir. Ætt Kristinn var sonur Alberts, verkamanns á Húsavík, Flóvents- sonar og Kristjönu Sigtryggsdóttur. Dýrleif er dóttir Jóns Péturs, fisk- verkanda á Drangsnesi, Jónssonar, á Drangsnesi, Jónssonar. Móðir Jóns Péturs var Anna Sigríður Árnadóttir. Móðir Dýrleifar var Magndís Aradóttir. í tilefni af þessum timamótum munu þau Kolbeinn og Ruth vera með móttöku á Grand Hóteli í dag milli kl. 18.00 og 20.00. 'g Sigrún Björnsdóttir skólastjóri Nýja tónlistarskólans Sigrún Bjömsdóttir, skólastjóri Nýja tónlistarskólans, Fannafold 172A, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Sigrún fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hálsi í Fnjóskadal, i Reykja- vik og á Akureyri. Hún lauk stúd- entsprófi frá MA 1962, burtfarar- prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins 1967, stundaði framhalds- nám við Schule des Theaters í Köln í Þýskalandi í eitt ár, stundaði söng- nám hjá Engel Lund við Tónlistar- kólann í Reykjavík, hjá Sigurði Demetz við Nýja tónlistarskólann og í einkatímum hjá Guðmundu El- iasdóttur, og í Svíþjóð hjá Torsten Föilinger og Giesellu May í söng og söngtúlkun og leiklistarkennslu fyr- ir söngvara. Þá stundaði hún nám- skeið í listasögu og leikritunarsögu við HÍ 1987-88 og hefur auk þess stundað fjölda námskeiða fyrir leik- ara og söngvara, hér á landi og er- lendis. Sigrún var ritari landlæknis 1976-77, lausráðinn leikari við Þjóð- leikhúsið 1967-83, leikari við Al- þýðuleikhúsið, leikstjóri hjá BÍL og Leikfélagi Akureyrar, var leiklistar- kennari á vegum BÍL og fleiri aðila, fastráðinn kennari við söngdeild Nýja tónlistarskólans frá 1980 og varð skólastjóri Nýja tónlistarskól- ans 1998 en er nú í ársfríi. Sigrún starfaði jafnframt við dag- skrárgerð við Ríkisútvarpið 1968-97. Þá hefur hún stundað þýðingar fyr- ir leikhús og útvarp. Sigrún var formaður 4. deildar Félags íslenskra leikara og fulltrúi hennar i trúnaðarmannaráði FÍL 1979-82, sat í samninganefnd leikara við Þjóðleikhúsið 1974 og sat í stjórn Vesturgötu 3 hf. (Hlaðvarpans) frá stofnun 1985-88. Fjölskylda Sigrún giftist 30.12. 1961 Ragnari Björnssyni, f. 27.3. 1926, fyrrum dómorganista og skólastjóra Nýja tónlistarskólans og stjómanda Karlakórsins Fóstbræðra um árabil. Hann er sonur Bjöms Guðmundar Bjömssonar, bónda í Torfustaða- húsum í Ytri-Torfustaðahreppi og síðar smiðs og organista á Hvamms- tanga, og k.h., Sigrúnar Ragnheiðar Jónsdóttur, hjúkrunarkonu, sauma- konu og harmoníkuleikara. Dætur Sigrúnar og Ragnars eru Guðríður Ragnarsdóttir, f. 24.7. 1962, búsett í Reykjavík; Bima, f. 27.12.1968, söngkona í Reykjavík og á hún fjögur böm. Stjúpdætur Sigrúnar og dæt- ur Ragnars frá því áður eru Hrefna Nellý Ragnarsdóttir, f. 11.10. 1947, leik- skólakennari í Hafnarfirði, og á hún þrjú böm en sambýlismaður hennar er Jón Sigurbjömsson; Sigrún Ragnars- dóttir, f. 31.5. 1955, framhalds- skólakennari, og eignaðist hún þrjú börn; Ólöf Ragnarsdóttir, f. 17.6. 1959 hjúkr- unarfræðingur og á hún tvo syni. Systkini Sigrúnar eru Ingibjörg Ragnheiður Bjömsdóttir, f. 14.9. 1925, fyrrv. yfirpóstafgreiðslumað- ur, búsett í Reykjavík; Vigfús Bjömsson, f. 20.1. 1927, bókbands- meistari og rithöfundur á Akureyri; Sigríður S.P. Bjömsdóttir, f. 5.11. 1929, listmálari og listmeðferðar- fræðingur; Oddur Björnsson, f. 25.10. 1932, rithöfundur í Reykjavík. Foreldrar Sigrúnar voru Bjöm O. Björnsson, f. 21.1. 1895, d. 29.9. 1975, prestur og ritstjóri, og k.h., Guðríður Vigfúsdóttir, f. 2.6. 1901, d. 12.4. 1973, húsmóðir. Sigrún tekur á móti vinum og vandamönnum í tilefni sextugsaf- mælisins í húsakynnum Nýja tónlist- arskólans, Grensásvegi 3, 3. hæð t.h., laugardaginn 23.11. kl. 20.00. Andlat Jóna Ármanía Sveinsdóttir húsmóðir og verkakona Jóna Ármanía Sveinsdóttir, verkakona og húsmóðir, lengi til heimilis að Hverfisgötu 49, Reykja- vík, síðast á Sólvangi í Hafnarfirði, lést á Sólvangi þann 5.11. sl. Útfór hennar verður gerð frá Fossvogs- kapellu þriðjudaginn 12.11. og hefst athöfnin klukkan 13.30. Starfsferill Jóna fæddist á Barðsnesi við Norðfjörð og ólst þar upp. Hún stundaði lengst af almenn verka- kvennastörf en eftir að hún flutti til Reykjavíkur starfaði hún lengi í þvottahúsi Landspítalans. Hún var síðast búsett á Sólvangi í Hafnar- firði. Fjölskylda Eiginmaður Jónu var Axel Sig- geirsson frá Reyðarfirði, f. 22.10. 1910, d. 14.9. 1991, sjómaður. Hann var sonur Siggeirs Eyjólfssonar, sonar Eyjólfs Ólafssonar beinharða, b. á Sléttu, og Sæbjargar Jónsdótt- ur. Móðir Axels var Guðrún Eyjólfs- dóttir úr Skaftafellssýslu. Jóna átti eina hálfsystur, Hólm- fríði Sveinsdóttur, sem nú er látin. Þá átti hún fóstbróður, Einar Guð- mundsson, sem einnig er látinn. Foreldrar Jónu voru Sveinn Stef- ánsson, bóndi á Kirkjubóli í Vaðla- vík og síðan á Barðsnesi við Norð- fjörð, og k.h., Sólveig Hermanns- dóttir húsfreyja. Ætt Sólveig var dóttir Hermanns, b. á Brekku í Mjóafirði og á Barðsnesi í Norðfirði, Vilhjálmssonar, b. á Brekku í Mjóafirði, hálfbróður, samfeðra, Hjálmars, hreppstjóra á Brekku, langafa Vilhjálms Hjálm- arssonar á Brekku, fyrrv. mennta- málaráðherra. Vilhjáhnur var son- ur Hermanns, b. í Firði, Jónssonar pamfils. Móðir Sólveigar var Guðný Jóns- dóttir, pr og alþm. á Skorrastað og í Heydölum, Hávarðssonar, að Hólum í Norðfirði, Jónssonar, í Austdal, Hávarðssonar. Móðir Jóns, pr. í Heydölum, var Guðný Þorsteins- dóttir, pr. á Skorrastöðum, Bene- diktssonar. Móðir Guðnýjar Jóns- dóttur var Sólveig Benediktsdóttir, pr. á Skorrastöðum, Þorsteinssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.