Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002
J£X\T
Fréttir
Mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar:
Aðkoman þarf að vera
greið fyrir íbúana
- segir Árni Þór Sigurðsson - ráðgert að aðgengi að Suðurveri leggist af
Óskir um mislæg gatnamót á
mótum Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar verða sífellt meira
áberandi í þjóðfélaginu, enda um
að ræða umferðarmestu gatnamót
landsins og þau hættulegustu þar
sem á árunum 1996 til 2002 hafa
orðið 583 árekstrar, þar af um 55%
aftanákeyrslna. Með mislægum
gatnamótum er talið að tjónum
fækki um allt að 90%. Samband ís-
lenskra tryggingafélaga kynnti ný-
verið hugmyndir um mislæg
gatnamót á þessum stað, m.a.
svokölluð slaufugatnamót sem
fækka mun til muna aftanákeyrsl-
um á Miklubraut þar sem ekki
verða umferðarljós þar og umferð-
arflæði verði mjög gott.
Jón Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sambands íslenskra trygg-
ingarfélaga segir að talað hafi ver-
ið við fulltrúa borgarverkfræðings
og málið kynnt honum en þar hafi
ekki veriö tekin afstaða til hug-
mynda um slaufugatnamót. Jón
segir nauðsynlegt að vera í góðu
sambandi við borgaryfirvöld og
Vegagerð vegna þessara gatna-
móta en málið verði kynnt Vega-
Miklabraut/Kringlumýrarbraut
Löngu er oröiö tímabært aö umferö um þessi mestu og hættulegustu
gatnamót iandsins veröi færö í misiæg gatnamót. Eignartjón sem og
samféiagsiegt tjón er árlega gríðarlegt.
gerð á næstunni. segist ekki hafa fengið í hendur til-
Árni Þór Sigurðsson, formaður lögur tryggingarfélaganna. í
samgöngunefndar Reykjavíkur, skipulaginu sé fyrirliggjandi til-
laga um mislæg gatnamót á mót-
um Miklubrautar og Kringlumýr-
arbrautar en hugmyndir Sam-
bands íslenskra tryggingarfélaga
verði fyrst ræddar í samgöngu-
nefnd og skipulagsnefnd Reykja-
víkurborgar. Á næsta ári sé eitt-
hvert framlag til þessa verks á
fjárlögum, en flókið sé að koma
fyrir lausn sem fari vel í umhverf-
inu. Hann segist ekki hrifinn af
svo háum gatnamótum eins og eru
við Reykjanesbraut/Breiðholts-
braut á gatnamótum nærri mið-
borginni, þau skyggi á byggð og
fleira i nágrenninu. Hætta sé þá á
því að umferð fari í vaxandi mæli
um Lönguhlíð og það sé auðvitað
engin lausn. Samkvæmt hugmynd-
um sé einnig gert ráð fyrir að að-
gengi að verslunarmiðstöðinni
Suðurveri leggist af við Kringlu-
mýrarbraut og af því hafi verslun-
areigendur þar auðvitað áhyggjur.
Aðkoma i hverfið þurfi einnig að
vera greið fyrir íbúana, og svo sé
þarna Menntaskólinn í Hamrahlíð
sem útheimti greiða aðgöngu allan
daginn meðan á skóla stendur.
-GG
Héraðsdómur:
200 þúsund
króna sekt fyrir
barnaklám
Karlmaður var í gær dæmdur
til að greiða 200 þúsund krónur í
sekt fyrir að hafa haft barnaklám
í vörslum sínum. Lögreglu höfðu
borist ábendingar um að maður-
inn væri með slikt efni í tölvu
sinni.
Þegar leitað var á heimili hans
komu í ljós þrír disklingar með
samtals 54 myndum sem maður-
inn hafði tekið af Netinu og
geymt á diskunum. Maðurinn við-
urkenndi greiðlega það sem hon-
um var gefið að sök og lauk mál-
inu því með svokölluðu játningar-
máli þar sem ákveðin var sekt.
Ríkissaksóknaraembættið fer
ávallt fram á háar fjársektir þeg-
ar um efni sem þetta er að ræða.
Greiði maðurinn ekki sektina
verður honum gert að sitja í fang-
elsi í rúman mánuð.
í Héraðsdómi Reykjaness var i
gær tekið fyrir annað bamaklám-
smál. Þar er manni gefin svipuð
háttsemi að sök. Hann neitaði að
tjá sig og verður mál hans því tek-
ið til aðalmeðferðar með viðeig-
andi vitnaleiðslum. -Ótt
Veitt úr
Síldveiðar hafa gengið treglega á
þessu hausti og aðeins veiðst um 36
þúsund tonn af tæplega 130 þúsund
tonna kvóta. Síldin hefur verið mjög
smá og aðeins um 47% hennar farið
til manneldis en liðlega 90% fóm til
manneldis á sama tíma í fyrra.
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson
er við sildarrannsóknir vestur af
landinu. Leiðangursstjórinn Hjálm-
ar Vilhjálmsson, fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun, segir að til
þessa hafi leiðangurinn verið sam-
bland loðnu- og sjórannsókna og
hann hafi byrjað á Faxaflóa og úti í
Kanti og síðan hafi verið farið norð-
vestur af Látrabjargi og upp í hall-
ann Grænlandsmegin. Þá hafi gert
vitlaust veður svo leita varð vars
inni á Arnarfirði, en haldið var
DV-MYND EÓL
Björn Jörundur og Svanhildur
Hljómsveitin Nýdönsk heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt meö því aö gefa út geisladisk sem inniheidur öll þeirra vinsæi-
ustu lög. 1 gærkvöld hélt hljómsveitin tónleika í Þjóöleikhúsinu og voru þeir órafmagnaöir. Skemmtu gestir sér hiö besta og
létu vel í Ijós hrifningu sína á leik sveitarinnar. Ekki varö hrifningin minni þegar söngkonan Svanhitdur Jakobsdóttir steig á
sviö og tók lagiö meö Birni Jörundi. Þá steig einnig á sviö fyrrum söngvari Nýdanskrar, Daníel Ágúst Haraldsson.
Stóra síldin „týnd“:
stærsta árgangi smásíldar
áfram í gærkvöld. Votts af loðnu
varð vart nálægt Vikurálnum en
vegna þess hve slæmt var í sjóinn
var ekki hægt að toga. Einhverrar
síldar varð einnig vart, m.a. fékk
bátur síld í net á Nesdýpi vestur af
Barðanum, en sú stóra lét sig vanta.
Leiðangurinn heldur síðan áfram
norður, austur og suður fyrir land. í
haustrallinu varð vart stórrar síld-
ar í troll vestur af Jökli norður und-
ir Hala.
„Ég vona aö stóra síldin fari að*
skila sér á suðlægari slóðir og í
veiðanlegt ástand. Þessi smásíld
sem hefur verið að veiðast er upp-
vaxandi síld fyrir sunnan og suð-
vestan land sem er árgangur 1999 og
einnig eitthvað 2000. Þessi 1999-ár-
gangur er mjög stór og síldin 24 til
25 cm og ætti ekki að vera í veiði
fyrr en næsta haust. Þess vegna er
búið að loka fyrir síldveiðar á stóru
svæði við austanverða suðurströnd-
ina og við Suðausturland og einnig
á stóru svæði við Eldey. Það er mjög
óheppilegt að veiða svona smáa síld
þótt þetta sé stærsti árgangur smá-
síldar sem við höfum mælt fyrr og
síðar. Ótti manna við að ná ekki að
veiða allan kvótann er varla á rök-
um reistur því ég held að þessi sild
sé í sjónum," segir Hjálmar Vil-
hjálmsson, um borð í Áma Friðriks-
syni vestur af landinu. -GG
Silfur hafsins
Komiö aö landi meö fulifermi afsíld,
og stæröin í góöu lagi.
Vísitala neysluverðs lækkar
Verð á matur og drykkjarvörum
lækkaði um 1,4 prósent i október.
Stærstan þátt í þessu éiga lækkan-
ir á ávöstum um 9,8 prósent, græn-
meti um 6,3 prósent en olíum og
feitmeti um 3,6 prósent. Þetta veld-
ur því að vísitala neysluverðs
lækkaði um tæp 0,2 prósent í mán-
uðinum. Verðbólga siöustu 12 mán-
uði er því rétt undir verbólgumark-
miði Seðlabankans eða 2,4 prósent.
Öldrunardeild lokað
Öldrunarlækningadeildin L-3 á
Landakoti hefur verið lokað í ljósi
þess að ónæmur stofn bakteríunn-
ar Staphylococcus auresus, gjaman
kallað MÓSA, héfur fundist. Efir að
upp kom ónæmur stofn af MÓSA á
bækularskurðlækningadeildinni A-
4 á Landsspítalanum í Fossvogi í
október var gerð umfangsmikil leit
meðal sjúklinga sem þar höfðu leg-
ið og farið á aðrar stofnanir. Einn
reyndist hafa bakteríuna sem hafði
útskrifast af Hrafnistu en þrír af
Landakoti. Bakterían dreifðist ekki
á Hrafnistu en hún hefur fundist í
fleiri á Landakoti.
Fíkniefnasala í grunnskólum
Sjálfstæðismenn í borgarráði
segja brýnt að taka á alvarlegu
flkniefnavandamáli og sölu á fíkni-
efnum en slikt hafi komið upp í
grunnskóium í Reykjavík að und-
anfórnu. í bókun D-listans í borgar-
ráði í gær kemur fram að þetta hafí
komið fram í viðtölum við lögreglu
og fulltrúa bamavemdaryfirvalda.
Fram kom hjá fulltrúa D-listans að
í fjórum grunnskólum hefði það
komið upp að nemendur væru að
selja fíkniefni - vandinn færi ört
vaxandi.
Hægfara markaðsþróun
Á íslandi hefur þróunin í átt til
opnari markaða orðið hægari en
annars staðar á Evrópska efna-
hagssvæðinu, samkvæmt athugun
sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur
látið gera. Þar segir að ísland hafi í
besta falli staðið í stað frá 1996 -
hátt verðlag og hátt hlutfall þjóðar-
framleiðslu sem nýtur ríkisaðstoð-
ar eru sagðar meginástæður þessa.
Mbl. greinir frá.
„Yaha“ ógnar
Síminn Internet stöðvaði tæp-
lega 33 þúsund vírussýkt skeyti
sem fóru gegnum póstþjón við-
skiptavina sinna í gær. Vírusinn
„Yaha“ var fyrirferðarmestur.
Síminn segir margföldunaráhrif
vísusa sem þessara gríöarleg enda
dreifa þeir sér i gegnum netfanga-
skrár fórnarlambanna. Þeir senda
sjálfa sig á ala í netfangaskránum.
Síminn segir að samkvæmt þessu
hefði vírusinn náð til stórs hluta
notenda tölvupósts á landinu hefði
hann náð að „ferðast óáreittur um
netið“. Þar með hefði hlotist af
stórtjón hjá fyrirtækjum og ein-
staklingum.
-Ótt