Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002 DV Tilvera 21 *. Joe Mantegna 55 ára Hinn ágæti leikari Joe Mantegna á afmæli í dag. Mantegna var lengi sviðs- leikari áður en hann sneri sér að kvikmyndum. Hans fyrsta hlutverk var í söng- leiknum Hárinu (1969). Það er þó sam- vinna hans og leikskáldsins David Mamet í nokkrum leikritum sem báru hróður hans víða og það var Mamet sem fékk honum fyrsta stóra hlut- verkið í kvikmynd, House of Games (1987). Áður hafði hann eingöngu ver- ið í aukahlutverkum. Hefur frægð hans farið vaxandi á undanförnum árum. Eiginkona Mantegna heitir Ar- lene Vrhel og eiga þau tvær dætur. Gildir fyrir fímmtudaginn 14. nóvember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): I Þú ert mjög samvinnu- ' þýður um þessar mundir og ættir að forðast að samþykkja hvað sem er. Ekki láta ómerkilegt mál spilla annars ágætum degi. Fiskarnlr (19, febr.-20. mars): DNú er rétti tíminn til að hrinda nýjum hugmynd- um í framkvæmd og líta opnum huga á aðstæður. Þú ert f góðu jafhvægi og þér liður f alla staði vel um þessar mundir. Hrúturinn (21. mars-19. april): > Mál þín taka skyndi- 'legum stakkaskiptum og staða þín á vinnu- markaðnum batnar til mikilii muna. Viðræður sem þú tekur þátt í reynast gagnlegar. Nautlð (20. apríl-20. maí): Það verður ekki auð- velt að fylgja fyrirfram ákveðnum áætlunum og raunar ættir þú ekki að reyna það að svo stöddu. Happatölur þinar eru 4, 16 og 27. Iyíþummlr (21, maí-21, iúní); Þú hefur mikið að /^^■gera um þessar mund- I ir og nýtur þess fram í fmgurgóma. Þú munt uppskera árangur erfiðis þíns. Happatölur þínar eru 5,17 og 29. Krabblnn (22. iúní-22. íúií>: Þú veltir þér einum of ■ mikið upp úr vandamál- ' um þínum eða einhvers ____ þér nákomins. Ef þér tekst að hvíla þig einhvem hluta dagsins gengur allt miklu betur. UÓnlð (23. lúlí- 22. áeúst); . Þú ert í fremur erfiðu 1 skapi í dag og ættir því að forðast að tala mikið við fólk sem ekki þekkir þig og þín fyluköst vel. Vináttusam- band gengxu í gegnum erfitt timabil. Mevlan (23. éeúst-22. sept.): Tilhneiging þín til að gagnrýna fólk auðveld- \\^l*ar þér ekki að eignast ^ F vini eða að halda þeim sem fyrir eru. Sýndu þolinmæði hvað sem á dynur. Vogln (23. sent.-?3. okt.l: J Notaðu hvert tækifæri Oy til þess að komast upp \ f úr hefðbundnu fari. r f Lifið er til þess að láta sér líða vel en ekki bara strita og strita. Sporðdreklnn (24. okt.-2l. nóv.): [Þú ert eitthvað óviss varðandi einhverja hug- ^mynd sem þú þarft að taka afstöðu til. Leitaðu ráða hjá fóíki sem þú treystir, það kann að hjálpa þér aö taka ákvörðun. Bogmaðurlnn (??. nóv.-21. des.): |Einhver hætta virðist Fá að félagar þínir lendi upp á kant og þú gætir dregist inn í deilur. Gættu þess vel að segja ekkert sem þú gætir séð eftir. Stelngeltln (22. des.-19. ian.): Eitthvað sem þú gerir á að þér finnst hefðbund- inn hátt leiðir til þess að þú kemst í sambönd sem þig óaði ekki fyrir. Gríptu gæs- ina á meðan hún gefst. Bíógagnrýni Laugarásbíó/Sambíóin - The Tuxedo -yý ^ Njósnari í sparifötum Sif Gunnarsdöttir skrifar gagnrýrti um kvikmyndir. Sigurlína Davíðsdóttir lektor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ Sigurlína Davíðsdóttir, lektor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ, Fannafold 103, Reykjavík, er sex- tug í dag. Starfsferill Sigurlína fæddist að Sellátrum í Tálknafirði og ólst upp í Tálkna- firði. Hún lauk verslunarprófi frá VÍ 1961, stúdentsprófi frá FV á Akranesi 1987, BA-prófi í sálfræði frá HÍ 1991, MA-prófi í sálfræði frá Loyola University Chicago 1993 og Ph.D.-prófi frá sama skóla 1998. Sigurlína var fulltrúi hjá Al- mannavömum rikisins 1973-80, ráð- gjafi hjá SÁÁ, Staðarfelli, 1980-83, leiðbeinandi við Laugaskóla, Dala- sýslu, 1983-88, og er lektor við Há- skóla íslands frá 1998. Sigurlína hefur auk þess verið sjónvarpsþula við Ríkissjónvarpið, skyndihjálparkennari hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins, ráðgjafi í Krýsuvík o.fl. Hún starfaði hjá Krýsuvíkur- samtökunum- með -hléum frá stofn- un þeirra 1986 og er formaður sam- taka frá 1997. Sigurlína var búsett í Reykjavík að mestu frá 1958-80, í Dalasýslu 1980-88, í Reykjavík 1988-91, Chicago í Bandaríkjunum við nám 1991-95 og eftir það í Reykjavík. Fjölskylda Sigurlína giftist 20.4.1981 Ragnari Inga Aðalsteinssyni, f. 15.1.1944, að- júnkt við KHÍ. Hann er sonur Ingi- bjargar Jónsdóttur og Aðalsteins Jónssonar, bænda að Vaðbrekku i Hrafnkelsdal. Böm Sigurlínu eru Ingibjörg Tómasdótt- ir, f. 4.7. 1961, hjúkr- unardeildarstjóri í Reykjavík, gift Þór- ami Kjartanssyni og eiga þau þrjú böm en tvö þeirra eru á lífi; Arndis Tómasdóttir, f. 23.8. 1962, inn- heimtustjóri í Reykja- vík, gift Þorvaldi Guðlaugssyni og eiga þau tvö börn;Tómas Tómasson, f. 28.12. 1966, óperusöngvari í Brussel, kvæntur Lubu Tómasson og eiga þau eitt fósturbarn auk þess sem hann á þrjú böm frá fyrra hjóna- bandi; Davíð Ingi Ragnarsson, f. 18.1.1983, nemi í Reykjavík. Stjúpsonur Sigurlínu er Aðal- steinn Ingi Ragnarsson, fr lir7rT974, verkamaður. Alsystkini Sigurlínu eru Guðný Davíðsdóttir, f. 13.2.1944, verslunar- kona í Reykjavík; Höskuldur Dav- íðsson, f. 1.1.1948, byggingaverktaki í Kristiansand í Noregi; Hreggviður Davíðsson, f. 8.2.1953, framkvæmda- stjóri í Kristiansand í Noregi. Hálfsystkini Sigurlínu, sam- mæðra, em Ingimar Einar Ólafsson, f. 6.2. 1936, búsettur í Reykjavík; Guðjóna Ólafsdóttir, f. 6.3. 1937, starfskona á öldrunardeild í Reykja- vík; Gunnbjörn Ólafsson, f. 18.3. 1938, sjómaður og bensínafgreiðslu- maður í Reykjavík; Ólöf Ólafsdóttir, f. 18.7. 1939, verslunarkona í Kópa- vogi. Hálfsystkini Sigurlínu, samfeöra, eru Benedikt Ðavíðsson, £ 3.6.-1927r trésmiður í Kópavogi; Ólafur Ólafs- son, f. 7.8. 1929, sjómaöur í Sand- gerði; Davíð J. Davíðsson, f. 21.3. .1933, sundlaugarvörður í Kópavogi. Foreldrar Sigurlínu: Davíð Dav- íðsson og Guðrún G. Einarsdóttir, bændur á Sellátrum í Tálknafirði. Sigurlína tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar, Laufásvegi 13, kl. 17.00-19.00 á af- mælisdaginn. Jackie Chan leikur leigubílstjór- ann Jimmy Tong sem ber litla virö- ingu fyrir hraðatakmörkunum. Svo hratt og örugglega ekur hann gulum leigubílnum sínum að hann er feng- inn til aö vinna fyrir eins konar bondgæja, Clark Devlin (Jason Isa- acs), sem er svalur og vel tækjum búinn. Besta græjan hans eru el- egant smókingfót sem eru eins og fundin upp af bræðrunum Grimm því að sá sem í þeim er getur gert allt frá því að hlaupa á 200 km hraða og vinna 12 fileflda, vopnaða karlmenn í slagsmálum til þess að dansa og syngja eins og James Brown - hann hefði verið heppinn og glaður sá karlsson sem hefði ver- ið í slíkum kvöldklæðnaöi við að koma tröllum fyrir kattarnef. Skemmst er frá því að segja að Devl- in slasast í bardaga við hlaupabretti (!) og bílstjórinn Jimmy (karlsson) þarf að klæðast kvöldklæðnaði heldra fólksins (verður ígildi prins) og bjarga heiminum í leiðinni. En sá sem er að reyna að eyðileggja heiminn í kvikmyndinni Tuxedo er hinn slæmi Diedrich Banning (Ritchie Coster), maður sem hefur atvinnu af því að setja vatn á flösk- ur og vill eitra öll vatnsból veraldar nema sitt eigið svo að allir i heimin- um þurfi að kaupa vatnið hans. Sem sagt þá er söguþráðurinn ekki upp á marga fiska. Jackie Chan var dressaður upp til að verða arftaki Bruce Lee í Kung- Fu kvikmyndum en í stað þess að herma eftir meistaranum hannaði harm alveg nýja tegund kvikmynda: kung-fu-kómedíur. Hann hefur skrifað, leikstýrt, framleitt og leikið í mörgum gifurlega vinsælum Hong- kong myndum en ferill hans í Hollywood hefur ekki verið jafn glæstur. Hann fór fyrst til Hollywood snemma á níunda ára- tugnum og tók að sér nokkur vafasöm verkefni en sneri aftur til Hong Kong í áratug. Á síðustu árum hefur hann leikið í nokkrum Hollywood-smellum eins og Rush Hour og Shanghai Noon en flestar Hollywood-myndir hans gera mun meira út á húmorinn en ótrúlega bardagafærni Chans. Sömu sögu má segja með The Tuxedo, þar er grín- ið alltaf mikilvægara en spennan og bardagaatriði eru fá og frekar ómerkileg, sum meira að segja tölvugræjuð - þannig að í raun hefði hver sem er annar getað tekið þetta að sér. Chan gerir samt vel og heldur myndinni uppi með finni kómískri tæmingu. Aðrir leikarar eru mest upp á punt og ekki allir standa sig í því. Hinn stórgóði Peter Stormare er afleitur í illa skrifuðu hlutverki galins vísindamanns og Ritchie Coster ósköp lítið óttalegur með af- leitu hugmyndina sína um vatns- bólin (hvað voru handritshöfund- amir að hugsa - hvaö með dýrin - eiga þau líka að kaupa vatn á flösk- um?). Jason Isaacs var ágætur í hlutverki hins bondlega Devlins en hin sykursæta Jennifer Love Hewitt sannaði einu sinni enn í hlutverki aðstoðarmanns Chans að hún ræð- ur ekki við leikarastarfið. Þó verður að segja eins og er að það er ómögu- legt annað en hlæja dátt annað veif- ið og ef það er nóg þá ætti ekkert að aftra ykkur. En virkilegir aðdáend- ur Chans ættu ef til vill frekar aö finna gamla Hong Kong-mynd á einni af betri myndbandaleigum bæjarins. Lelkstjórl: Kevin Donovan. Handrlt: Mich- ael J. Wilson og Michael Leeson. Kvlk- myndataka: Stephen F. Windon. Tónlist: John Debney, Christophe Beck. Aðallelk- arar: Jackie Chan, Jennifer Love Hewitt, Jason Isaacs, Debi Mazar, Ritchie Coster og Peter Stormare. Nissan Terrano II 2,4, bsk. Skr. 7/01, ek. 43 þus. Verð kr. 2280 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is SUZUKI BILAR Hf Skeifunni 17, simi 568-5100 Galloper 2,5 diesel sjsk. Skr. 9/99, ek. 78 þús. Verð kr. 1490 þús. Suzuki Baleno GL, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 51 þús. Verð kr. 690 þus. Suzuki Swift GLS 3dr. bsk. Skr. 9/99, ek. 23 þús. Verð kr. 750 þus. Suzuki Vitara JLX, 5d., bsk. Skr. 6/00, ek. 59 þús. Verð kr. 1380 þús. Suzuki Vitara JLX Exce, ssk. Skr. 10/98, ek. 46 þús. Verð kr. 1255 þús. Suzuki Vitara V-6, ssk. Skr. 10/97, ek. 85 þús. Verð kr. 1290 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 13 þús. Verð kr. 1480 þús. VW Polo Comfortline bsk. Skr. 7/01, ek. 33 þús. Verð kr. 1080 þús. -4. T'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.