Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 10
10
Utlönd
MIDVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002
H>V
Húsbréf
Innlausn
húsbréfa
Frá og með 15. nóvember 2002 hefst innlausn
á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 -
1. flokki 1990 -
2. flokki 1990 -
2. flokki 1991 -
3. flokki 1992 -
2. flokki 1993 -
2. flokki 1994 -
3. flokki 1994 -
48. útdráttur
45. útdráttur
44. útdráttur
42. útdráttur
37. útdráttur
33. útdráttur
30. útdráttur
29. útdráttur
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
miðvikudaginn 13. nóvember.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
íbúðalánasjóður
| Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Bin Laden fagnar
hryðjuverkunum
- í nýlegri hljóðbandsupptöku
Al-Jazeera-sjón-
varpsstööin, sem að-
setur hefur í Qatar,
sendi í gær út hljóð-
upptöku sem fullyrt er
að geymi rödd sjálfs
Osama bin Ladens.
Á upptökunni heyr-
ist rödd, sem óneitan-
lega líkist rödd bin
Ladens, fagna nýleg-
um hryðjuverkaárás-
um innilega og nefhir
þar sérstaklega
sprengjuárásina á
næturklúbbinn á Balí,
sem varð meira en 180
manns að bana, skotárásina á banda-
rísku hermennina í Kúvæt, sprengju-
árásina á franska olíuskipið við
strendur Jemen og gíslatökuna í
Moskvu, en allt eru þetta árásir sem
gerðar voru í síðasta mánuði og tald-
ar eru tengjast al-Qaeda-samtökunum.
Röddin varar einnig borgara þeirra
ríkja sem styðja Bandaríkin við frek-
ari hryðjuverkum haldi stjórnvöld
þeirra áfram að styðja slátrarana í
Hvíta húsinu, eins og röddin segir.
Hún varar þegna Bretlands, Frakk-
lands, Ítalíu, Kanada, Þýskalands og
Ástralíu sérstaklega við afleiðingun-
um af því að styðja Bandaríkin og hót-
ar þeim áframhaldandi árásum.
„Þetta eru aðeins viðbrögð sona
okkar sem telja sér
skylt að verja trúar-
brögð okkar og heiður.
Vita ríkisstjórnir ykk-
ar ekki að stjórnar-
herrarnir í Hvíta hús-
inu eru mestu slátrar-
ar heimsins og því
skylduð þið styðja þá?
Ef þið drepið þá verðið
þið drepin,“ segir rödd-
in.
Að áliti sérfræðinga
eru þessi nýjustu skila-
boð mjög í anda þeirra
fyrri sem send hafa
verið út af Al-Jazeera-
sjónvarpsstöðinni en eins og áður lýs-
ir bin Laden ekki beinni ábyrgð á
árásunum heldur lætur það duga að
fagna þeim og hvetja sína menn til
dáða.
í fréttum stöðvarinnar kemur ekki
fram hvaðan eða hvernig upptakan
barst en hún þykir af mörgum sanna
að bin Laden sé enn á lífi, við góða
heilsu og til alls líklegur. Ekki eru þó
allir á því að bin Laden sé enn á lífi
og þar á meðal eru háttsettir embætt-
ismenn í Bandaríkjunum auk ráða-
manna í Pakistan og Afganistan. Ron-
ald Noble, yfirmaður Interpol, er þó á
því að bin Laden sé enn á lífí og lýsti
hann því nýlega yfir í viðtali.
Osama bin Laden.
jtmDGESTOnE
BLIZZAK
Loftbóludekkin
Algjörlega sambærileq nagladekkjum í snjó og hálkur
frábær dekk fyrirABS bremsurnar!
Komdu núna og fáðu
þér ný og góð vetrardekk
undir bilínn, áður en það
fér að snjóa og naglaruglið
byrjar!
Dekkjaþjónusta Bridgestone í Lágmúla 9.
Hagstætt verö á skiptingum og dekkjum
BRÆÐURNIR
I ^YD\ JTO CrVKT SlMIÁ HJÓLBARÐA-
VERKSTÆÐI530 2846
LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800
Kyoto Færeyjum
fjarlægt markmið
Færeyingum kann að reynast
erfitt, ef ekki ógjörlegt, að gerast að-
ilar að Kyoto-sáttmálanum um sam-
drátt í losun gróðurhúsalofttegunda
þar sem þeir losa svo mikið af þeim
sjálfir, að sögn færeyska útvarpsins.
Könnun sem olíumálaráð Fær-
eyja lét gera og sagt var frá í síðustu
viku leiddi í ljós að Færeyingar eru
meðal mestu mengunarvalda í
heimi.
Olíumálaráðið vildi fá það á
hreint hvort Færeyingar gætu stað-
ið við Kyoto-sáttmálann eftir að
hugsanleg olíuvinnsla við eyjarnar
hefst. Það kann að reynast erfitt því
að við olíuframleiðsluna mun losun
koldíoxíðs tvöfaldast. Samkvæmt
Kyoto ættu Færeyingar að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda um 8
prósent á árunum 2008 til 2012, mið-
að við losunina 1990.
REUTERS-MYND
Vandræðagangur hjá Karli
Karl Bretaprins boöar rannsókn á
ýmsu misjöfnu meöal hallarliöa.
Ósómi í höllinni
settur í rannsókn
Karl Bretaprins ákvað i gær að
láta fara fram rannsókn á staðhæf-
ingum um að einn af þjónum hans
hefði nauðgað öðrum karlmanni í
starfsliðinu á árinu 1989 og að sá
hinn sami hefði reynt aftur 1995.
Rannsóknin mun einnig beinast
að því hvers vegna réttarhöldin yfir
fyrrum bryta Díönu heitinnar
prinsessu fóru jafnskyndilega út um
þúfur og raunin varð eftir að drottn-
ingu sagðist ráma i að brytinn hefði
sagt sér að hann hefði tekið til
handargagns ýmsa muni úr eigu
Díönu. Brytinn hafði verið ákærður
fyrir að stela þeim.
Pútín þyggur ekki góð ráð
Vladimír Pútín
Rússlandsforseti
hafnaði í góðum
ráðum Evrópuþjóða
um hvemig hægt
væri að binda enda
á átökin í Tsjetsjen-
íu á friðsaman hátt.
Pútín sagði eftir
fund með Schröder Þýskalands-
kanslara í Ósló að það væri Rússa
og Tsjetsjena að leysa deiluna.
Ósammála um N-Kóreu
Bandarískir og suður-kóreskir
embættismenn gerðu ljóst í morgun
að þeir væm ósammála um hvort
stöðva bæri afhendingu oliu til
Norður-Kóreu vegna kjarnorku-
vopnaáætlunar landstns.
Póstkassi sprengdur
Lögreglan í Færeyjum rannsakar
nú hver hafl sprengt póstkassa Jen-
is af Rana, þingmanns og formanns
Miðflokksins, í tætlur.
Sigur í öldungadeild
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti vann mikilvægan sigur í öld-
ungadeild þingsins í gær þegar þrír
hófsamir þingmenn lýstu yfir stuðn-
ingi við stofhun ráðuneytis innan-
ríkisöryggismála.
Löggur sem flækingar
Svo kann að fara að breskir rann-
sóknarlögreglumenn verði sendir út
á götur dulbúnir sem flækingar,
með hunda sér við hlið, til að stöðva
hugsanlega sjálfsmorðsliða.
Viija ekki ieggja fram fé
Jonathan Motz-
feldt, formaður
grænlensku heima-
stjómarinnar, hafn-
aði þvi alfarið í
Kaupmannahöfn í
gær að Grænlend-
ingar legðu fram fé
til hugsanlegs eld-
flaugavarnakerfis sem Bandaríkja-
menn hafa huga á að koma sér upp.
Reynt að bjarga biskupi
Kólumbiskir hermenn hófu i gær,
með aðstoð þyrlna, umfangsmikla
leit að háttsettum rómverk-kaþólsk-
um biskupi sem meintir vinstri-
sinnaðir uppreisnarmenn rændu á
mánudag.
Sarkozy gefur frest
Nicolas Sarkozy,
innanríkisráðherra
Frakklands, gaf um
sjötíu flóttamönn-
um í gær sólar-
hringsfrest til að yf-
irgefa kirkju sem
þeir hafa lagt undir
sig í hafnarborg-
inni Calais við Ermarsund, þaðan
sem þeir ætluðu að reyna að komast
yfir til Bretlands.
Fordæma morðárásina
Helstu stjórnarandstöðuflokkam-
ir í Jemen fordæmdu í gær flug-
skeytaárás bandarísku leyniþjón-
ustunnar CIA sem varð sex liðs-
mönnum al-Qaeda að bana í austur-
hluta Jemens á dögunum.
Varðhaldið framlengt
Danskur dómstóll ákvað í gær að
framlengja gæsluvarðhald yfir hátt-
settum leiðtoga tsjetsjenskra upp-
reisnarmanna, Akhmed Zakajev,
sem Rússar vilja fá framseldan.