Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 16
16 MIÐVTKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002 Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiBsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Augiýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sfmi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aB birta aBsent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Beðið eftir írökum Bandaríkjastjórn undirbýr hernaöarátök í írak af kappi. Ný ályktun Sameinuðu þjóðanna frá því fyrir helgi um alþjóðlegt vopnaeftirlit í landinu breytir þar litlu. George W. Bush Bandaríkja- forseti veit sem er að það er póli- tískri framtíð hans fyrir bestu að hvika hvergi frá herskárri stefnu Hann hefur aukinheldur fengið meiri þingstyrk til að hrinda stefnu sinni í framkvæmd. Haukarnir í Pentagon leika á als oddi. Það er stríð í vændum. Altént í huga manna. New York Times telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því að Bandaríkjaforseti hafi samþykkt hernaðaráætlun sem gerir ráð fyrir að 250 þúsund hermenn ráðist til atlögu fyrir botni Persaflóa. Þá gaf háttsettur embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu það út í samtali við BBC-fréttastofuna að ráðuneytið væri þegar byrjað að skoða staðsetningar í írak þar sem bandarískar herdeildir gætu staðsett sig, jafnt á meðan átökin vara og eftir að fullur sig- ur væri í höfn. Taugastríðiö er löngu hafið. Saddam Hussein sýnist poll- rólegur. Hann hefur valið og lætur bíða eftir sér eins og hans er von og vísa. Hann nýtur athyglinnar og fátt virðist vera meiri skemmtun í lífi hans en að reyna á þolrif Vest- urlanda, einkanlega óþolinmóðra valdhafa í Washington- borg. íraksstjórn hefur reyndar verið gefinn meiri tími til að svara kalli alþjóðasamfélagsins en mörgum finnst hún eiga skilið. Þessi tími er mældur í mánuðum. Það er eilífð í upplýsingasamfélaginu. íraksstjórn veit sem er að hún hefur enn þokkalegan stuðning á meðal helstu leiðtoga arabaheimsins. Það sýndi sig á fundi utanríkisráðherra arabalandanna á dögunum að íraksstjórn Saddams Husseins er ekki búin að koma sér út úr húsi á sínu heimssvæði. Ráðherrarnir voru á einu máli um að írakar fái að nota þann frest sem Sameinuðu þjóðirn- ar hafa veitt þeim og framar öllu vilja þeir tryggja friðinn í sínum heimshluta. Þeir stíga því ofurvarlega til jarðar í um- ræðu sinni og ályktun. írakar hafa frest til föstudags að svara ályktun Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlegt vopnaeftirlit í land- inu. Allar líkur virðast vera á því að stjóm Saddams fari að einróma vilja ráðsins og gefi innan 30 daga upp allar upp- lýsingar sem tengjast framleiðslu gereyðingarvopna í land- inu. Fimmtán dögum síðar - á Þorláksmessu - er írökum svo skylt að hleypa eftirlitsmönnum inn í landið en þeir hafa næstu tvo mánuði þar á eftir til að meta vopnaeign stjórnvalda í írak. Þetta er dágóöur tími. Og allsendis er óvíst að haukurinn í Hvita húsinu hafi þolinmæði sem nemur nokkrum mánuð- um. Hann mun nota hvert tækifæri til að ráðast inn. „Minnsta frávik“ eins og það heitir verður tilefni árásar. Það reynir því á Saddam Hussein á næstu vikum. Það er al- gerlega undir honum komið hvort friður helst fyrir botni Persaflóa. Hann veit sem er að honum verður ekki fyrirgef- ið ef hann hunsar ályktun Öryggisráðsins. Arabaheimurinn hefur varað hann við. Það segir talsvert um pólitíska stööu þessa máls að írask- ir ráðartienn hafa á síðustu dögum túlkað ályktun Öryggis- ráðsins sér í vil. Þeim er ekki óljúft að segja að ályktunin haldi aftur af haukunum í Washington. Naji Sabri, uanrík- isráðherra íraks, hefur sagt að með því aö samþykkja álykt- unina hafi Öryggisráðið „hindrað þá ákvörðun Bandaríkja- stjórnar að beita íraka valdi“. Það segir svo enn meira um þetta mál að Bandaríkjastjórn túlkar ályktunina algerlega sér og sinni stefnu í vil. Sigmundur Ernir. sinni i málefnum íraks. DV Sporin hræða I hinum mikla fréttaflaumi daganna fer það svo eðli- lega að hugurinn fangar einstök atriði þaðan og þau vekja meiri eftirtekt en önnur. Auðvitað fer um slíkt mjög eftir áhugasviði hvers og eins en sumar fregnir verða einfaldlega svo áleitnar huganum að þær geymast og vilja fá sína túlkun og tjáningu. Ekki veit ég hversu margir hafa tekiö eftir látlausri útvarpsfregn á dögunum frá frændþjóð okkar Dön- um en vonandi hefur hún orðiö ýms- um til ærinnar umhugsunar. Söluaukningin til barna Fregnin var um miklar áhyggjur heilbrigðisyflrvalda af aukningu á sölu áfengra gosdrykkja í verslunum en þar er slík vara seld við hlið ann- arra gosdrykkja, enda Danir allra Norðurlandaþjóða eftirlátssamari í áfengismálum og kenna slíkt gjaman við frjálsræði eöa jafnvel hina einu og sönnu frelsisást. Ekki kom þetta svo sem á óvart en framhaldið vakti þó enn meiri athygli því þar kom enn betur í ljós hver ástæðan fyrir hinum miklu áhyggjum var í raun. Langmesta söluaukningin á þess- um göróttu drykkjum var meðal barna og unglinga og það sem mig skelfdi ekki hvað minnst var að í þessu sambandi var talað um að |ji 'gi g~rl „Hér hrœða sporin einfaldlega svo alvarlega að kom- inn er tími á það að fólk hugsi sinn gang, það fólk m.a. sem hefur meira og minna umhugsunarlaust Ijáð jáyrði sitt í skoðanakönnunum við óheftu frelsi í áfengismálum. “ 11-12 ára börn ættu ærinn þátt í þessari söluaukningu. Viðbrögð selj- endanna voru auðvitaö, eins og við mátti búast, að ekki ættu þeir að sjá um neyslumynstur bamanna, enda vitað að þar á bæjum skiptir gróðinn einn máli, hversu sem fenginn er. Ég vona bara að það annars ágæta fólk sem lagt hefur metnað sinn og kapp í að fá leyft aukið aðgengi að áfengi hvers konar með sölu áfengis við hlið hollustuvara í verslunum hér á landi hafl hlýtt á þessa fregn. í framhaldi af því hafi það um leið hugleitt efni hennar og inntak, þá döpru en raunsönnu mynd er hún sýndi svo glögglega. Stoltir af „frjálsræðinu" Fremsta og reynsluríkasta fólkið okkar í heilbrigðisgeiranum hefur sterklega varað hér við, einmitt það fólk sem fæst við vandamálin miklu sem af áfengi stafa og blessunarlega hafa vaskir og vel hugsandi alþingis- menn snúist öndverðir gegn öllum tillöguflutningi af þessu tagi á Al- þingi og þannig hindrað framgang þessa. Sannleikurinn enda sá að alls staðar hefur aukið aðgengi leitt af sér aukna neyslu og í kjölfarið aukn- ingu vandamálanna. Þessi fregn frá Danmörku er þess eölis að jafnvel einöröustu áfengis- sinnar hljóta að hugsa sinn gang, því ekki skal því að óreyndu trúað að Sandkom Misjafht úthald Frambjóðendur voru margir hverjir duglegir viö að skrifa pistla á vefl sína fyrir prófkjör um nýliðna helgi. Fróðlegt er að fylgjast með hvort allur kraftur sé úr þeim nú. Niðurstaðan er æði misjöfn. Jóhanna Sigurðar- dóttir hefur engu bætt við vef- inn sinn frá því að úrslit lágu fyrir og ekki heldur Jakob Frí- mann Magnússon eða Björgvin G. Sigurðsson. Aftur á móti þakkar Bryndís Hlöðversdóttir stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn í nýjum pistli og það hefur líka Þórunn Svein- bjamardóttir gert, sem og Einar Oddur Kristjánsson og Einar K. Guðfinnsson. Á vef Sturlu Böövarssonar er grein frá úrslitum prófkjörsins en svo bregður við að þakkar- orð hans til stuðningsmanna sinna eru höfð eftir ráð- Ummæli Mikil tíðindi „Við fyrstu sýn virtist pistill Ellerts Schrams hér í blaðinu sunnudaginn 10. nóvember 2002 vera sögulegur atburður. í fyrsta skipti var pistillinn um eitthvað annað en höfundinn sjálfan. Þetta vom undur og stórmerki." Hannes Hólmsteinn Gissurarson í lesendabréfi í MorgunblaBinu Kvartað yfir Finnabæ „Tómleiki, fálæti og kuldi var það sem mætti mér og þeim tólf manneskjum sem komu á tónleika mína [i Finnabæ í Bolungarvík] í síðustu viku. ... En tón- leikana hélt ég þrátt fyrir truflun sem barst frá eldhúsinu þar sem starfsfólk var að skemmta sér án þess að taka tillit til þess sem var að gerast í sal.“ HörBur Torfason tónlistarmaBur skrifar í héraBsfréttablaBiB Bæjarins besta um skort á gestrisni í Finnabæ sandkorn@dv.is herranum úr frétt Morgunblaðsins, á hans eigin heimasíðu ... Af tvennu illu ... Þau ummæli Guðjóns Guð- mundssonar alþingismanns, að trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokks- ins á Akranesi hafi vegna mis- skilnings haldið að heimilt væri að fara um bæinn og saflia utan- kjörstaðaratkvæðum, hefur vak- ið furðu margra flokksmanna, enda er þetta skýrt brot á regl- um sem hafa verið ófrávíkjan- legar i prófkjörum alla tíð. Einn áhrifamaður í flokknum komst svo að oröi um þessi ummæli: „Þeir höfðu val um að vera annað hvort óheiðarleg- ustu mennirnir í flokknum eða þeir vitlausustu. Þeir hafa greinilega valið að vera þeir vitlausustu ..." Finnabær svarar „prímadonnu“ „Meistarinn talar um kulda sem tók á móti honum, en hrokinn sem kom frá honum, hann gleymdi að nefna það. Hann gleymdi líka að nefna að hann greiddi ekki húsaleigu hjá mér á Suðureyri eins og aðrir meistarar gera.... Sá eini starfsmaður sem var með lætin i eldhúsinu vill einnig koma afsökun á framfæri. En Hörður, skammast þú þín fyrir að gera lítið úr þeim starfsmanni sem var að vinna vinnu sina.... En, ágætu Bolvíkingar, reynum frekar að gera gott úr því sem við höfum og látum ekki einhverjar prímadonnur stjóma okkur.“ Eiías GuBmundsson, eigandi Finnabæjar, svarar grein Haröar Torfasonar meB annarri grein í Bæjarins besta Réttlætið, það sigraði að lokum „Kjósendur Samfylkingarinnar létu orra- hrið Jakobs ekki á sig fá og kusu sitt fólk eins og ekkert hefði í skorizt. Hann hafði ekkert að segja og var launað að verðleik- um.“ Jónas Kristjánsson á vef sfnum MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002 17 Skoðun menn vilji sjá 11 ára böm þambandi slíkar veigar með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, áþekkum þeim sem nú þrúga dönsk heilbrigðisyfirvöld. En vandi þeirra er augljóslega sá að þar hafa menn komið þessu á og jafnvel veriö stoltir af „frjálsræðinu" og hægara er í að komast en úr vand- anum eins og ótalin dæmi sanna. Foreldrar ættu a.m.k. að skera upp herör gegn hinni „frjálsu" sölu áfengis í almennum verslunum haf- andi þessa óhugnanlegu fregn úr Danaveldi í huga. Hér hræða sporin einfaldlega svo alvarlega að kominn er tími á það að fólk hugsi sinn gang, það fólk m.a. sem hefur meira og minna umhugsunarlaust ljáð jáyrði sitt í skoðanakönnunum við óheftu frelsi i áfengismálum. Við þurfum vakandi að vera og hyggja á hverjum tima grannt að þeim afleiðingum sem allEU- breyting- ar í áfengislöggjöf okkar kynnu að hafa. - Þaö er beinlínis skylda okkar gagnvart uppvaxandi kynslóð. GlatkistanAs Fyrir nokkru síðan birtist á vefritinu Kistunni viðtal sem rithöfundurinn Mika- el Torfason tók við sjálf- an sig. Þar kallaði hann Úlfhildi Dagsdóttur gagn- rýnanda vitleysing, kjána og fífl. Það er engin frétt. Þeir sem þekkja Úlfhildi og henn- ar verk vita að Úlfhildur er ekki flfl, og það ætti ekki að koma neinum á óvart þótt Mikael Torfason pönkist á fólki í viðtölum og greinum. Hann er ekki eini skáldsagnahöfundurinn sem er að meðaltali vitlausari í greinum og viðtölum en í skáldsög- unum sem hann skrifar. Hitt er öllu verra að nokkrum dögum seinna var viðtalið og deilur sem höföu sprottið af því þurrkað út af vefsvæði Kistunnar. Þar gerði Kistan tilraun til að eyða umræðu sem hún hefur sjálf komið af stað. Það getur vel verið að það hafi ver- ið mistök að birta ummæli Mikaels, en það eru miklu stærri mistök að þurrka þau út og láta eins og þau hafi aldrei verið birt. Aö fela spor sín Frá sjónarhóli þeirra sem hafa áhuga á bókmenntasögu er þetta náttúrlega stórhættulegt og sýnir hvað Netið er vafasöm heimild um nokkum skapaðan hlut. Það mætti tsika dæmi úr fortíðinni. Hvað ef rit- stjórn Vöku hefði skyndilega fengið samviskubit yfir því árið 1927 að Guðmundur Finnbogason væri held- ur orðljótur i garð Vefarans mikla frá Kasmír og haft vald til að stroka út „Vjelstrokkað tilberasmjör" viku „Frá sjónarhóli þeirra sem hafa áhuga á bókmenntasögu er þetta náttúrlega stórhættulegt og sýnir hvað Netið er vafasöm heimild um nokkum skapaðan hlut.“ eftir að blaðið komst í hendur les- enda? Allir hefðu náttúrlega lesið orð Guðmundar eftir sem áður. Menn hefðu sennilega talaö um þau í öðrum miðlum og vitnað í þau, en frumheimildin væri gufuð upp. Dæmi Kistunnar er nákvæmlega eins. Eftir nokkur ár gæti sá sem ætl- aði að kanna íslenska menningar- sögu í upphafi 21. aldarinnar lent í því að lesa skammir um Mikael Torfason í gömlu blaði eða á göml- um netmiðli þar sem þvi væri hald- ið fram aö hann hefði kallað Úlfhildi Dagsdóttur allt mögulegt á Kistunni. Ef sá hinn sami ætlaði svo að lesa ummælin sjálf þá væri eins og þau hefðu aldrei birst. Hvað ætti við- komandi þá að halda? Að óvinir Mikaels hafi komið sögunni af stað? Viðtalið sem var ekki til Það er náttúrlega ekki hægt að skipa lesendum Kistunnar að gleyma því sem þeir hafa lesið bara vegna þess að einhverjum finnst það óþægilegt. En auðvitað vitna gjörðir þeirra sem ráða Kistunni fyrst og fremst um óþarfa viðkvæmni og munu auk þess hitta Kistuna sjálfa fyrir. Ritskoðun viðtalsins tryggir að Mikael verður miðpunktur bók- menntaumræðunnar um hríð. Ef ummælin hefðu fengið að standa hefðu þau sennilega fljótlega horfið í strauminn sem enn eitt dæmið um hvað Mikael Torfason getur verið kjaftfor í viðtölum. Núna verður málið frægt að endemum og Kistan að athlægi fyrir að ritskoða sjálfa sig. Aö lokum er rétt að benda lesend- um á að viðtalið sem er ekki lengur til má lesa á www.mikaeltorfa- son.com. Þar er því raunar haldið fram að það hafi birst í Kistunni og þar er líka svarbréf Mikaels við bréfi Matthíasar Viðars Sæmunds- sonar sem líka er sagt hafa birst í Kistunni. - Verðum við ekki bara að trúa því? Bækur og bjálfar Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og bókmenntafræöingur Undanfarið hefur bók- menntaumræöan á ís- landi einkum snúist um það að Mikael Torfason rithöfundur skuli hafa leyft sér að kalla Úlfhildi Dagsdóttur bókmennta- gagnrýnanda vitleysing, kjána og fífl og ýmsar af- leiðingar þess. Umræða um bókmenntir hefur svo sem ekki alltaf verið á háu plani hérlendis og maður veltir því fyrir sér hvort íslenski bókmenntaheim- urinn þrífist best á lágkúrunni. Sjálfur hlýtur Mikael að brosa í kampinn yfir fjaðrafokinu og stöðu bókar sinnar á metsölulistum. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að hinn borginmannlegi Mikael skuli hugsa mótdrægum gagnrýnanda þegjandi þörfina, sér í lagi ef hann hefur ítrekað gefið honum slæma dóma. Margir íslenskir rithöfundar hafa lent í þeirri stöðu, það heitir að vera lagður í einelti. Sumir gagn- rýnendur virðast fá kikk út úr því „Þó aö ég mæli framferöi Mikaels ekki bót endurspeglar þaö þennan hruna- dans, þessa örvæntingarfullu lífsþaráttu. Ég gæti líka trúaö aö ummæli hans fælu í sér uþpsafnaöa kergju rithöfundastéttarinnar..." að bregða fæti fyrir ákveðna höf- unda, þeir bíða gjaman átekta með- an aðrir lofa verk þeirra, koma síð- an fílefldir og slátra með tilþrifum svo að sem mesta athygli veki. Rit- höfundurinn þekkir þetta fólk og sjálfur tilkynnti ég útgefanda mín- um þegar ég skilaði handriti að sið- ustu bók minni hvaða gagnrýnend- ur mundu slátra henni og það gekk eftir. Hef ég þó ekki kallað þá fifl. Óheppilegt val Það var hins vegar óheppilegt að Mikael skyldi velja jafn hæfan gagn- rýnanda og Úlfhildi til að beina spjótum sínum að. Hvað má þá segja um marga hinna? Úlfhildur er að mínu mati bæði glögg og vel mennt- uð og mér hefur ekki virst hún vera rætin í dómum sínum, bar sig t.d. býsna kurteislega að þegar hún gaf Höfundi íslands lága einkunn í fyrra, þvert á aðra gagnrýnendur. Mér hefur sýnst hún bera virðingu fyrir viðfangsefninu og er það meira en sagt verður um suma í þessum bransa. Aftur á móti má spyrja hvort það hafi verið feUl hjá Úlfhildi að láta hafa sig í aö fjalla um bók Mikaels í Kastljósi einungis nokkrum dögum eftir að hún lenti í tilfmningahlöðnu fjaðrafoki út af honum en hitt er víst að sjónvarpsstööin naut þess. Að mínu mati var illmögulegt eða jafnvel ógerlegt fyrir ÚlfhOdi að gagnrýna verkið á eðlOegum for- sendum við þessar aðstæður. Það er mjög persónuleg athöfn að lesa, maður getur aldrei aðskUið persónuna og lesandann í sér enda er það einn og sami maðurinn. Auð- vitað getur maður þjálfað sig sem lesanda, t.d. með því að læra bók- menntafræði, en sú þjálfun er lika mjög persónuleg og engir tveir bók- menntafræðingar lesa sama verkið eins, jafnvel þó að þeir hafi lokið sömu námskeiðum Af þessum sökum var útUokað fyrir ÚlfhUdi að vera fyUUega mark- tæk þegar kom að bók Mikaels, sama hvað allri fagmennsku líður. Hún hefði betur hinkrað í nokkrar vikur, meðan hún var að vinna úr fúkyrðum Mikaels, þá hefði hún orðið trúverðugri. Kannski hefði samt verið affarasælast fyrir aUa að- Ua að hún vísaði bókinni tU annars gagnrýnanda þó að Ult sé að láta höfund hrekja sig frá bók með þess- um hætti. Uppsöfnuð kergja? Hitt er svo annað að íslensk jóla- bókavertíð býður ekki beinlínis upp á yfirveguð og vönduð vinnubrögð. Rithöfundarnir eru eins og krakkar að berjast um athygli í stórri fjöl- skyldu og gagnrýnendurnir lesa eins og þeir eigi lífið að leysa, undir stöðugri pressu frá ritstjórum sem aftur eru undir pressu frá útgefend- um sem aftur eru undir pressu frá lánardrottnum. Þetta er einn áUs- herjar hrunadans sem skýrir kannski að einhverju leyti þær óhefluðu uppákomur sem eru oftar en ekki partur af jólabókavertíð- inni. Þó að ég mæli framferði Mikaels ekki bót endurspeglar það þennan hrunadans, þessa örvæntingarfuUu lífsbaráttu. Ég gæti líka trúað að ummæli hans fælu í sér uppsafnaða kergju rithöfundastéttarinnar gagn- vart þeirri vEmvirðu sem gagn- rýnendur sýna verkum þeirra iðu- lega. Bestu höfundar landsins verða að sætta sig við það í hvert skipti sem þeir senda frá sér bók að vegið sé að starfsheiðri þeirra og mann- orði, oft með ótrúlega óprúttnum og óvönduðum hætti, eins og gagn- rýnendur haldi sig vera í einhverj- um frumstæðum tölvuleik sem ekki snúist um raunverulegt fólk. En að baki hverri bók er gríðarleg vinna hjá öUum almennUegum höf- undum og meðferð gagnrýnenda á henni getur haft afgerandi áhrif á ferU þeirra og afkomu í bráð og lengd. Gagnrýnendum þykir sárt að láta gagnrýna sig með sama hætti og skrifa þeir þó bara um bækur í ígripum, eyða tUtölulega litlum tíma í hverja umsögn og leggja í flestum tilfeUum fremur lítið undir miðað við höfundinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.