Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 29
MIÐVKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002
29
Fayed vill ekki á Brúna
Mohamed A1 Fayed, eigandi
enska úrvalsdeildarliðsins Fulham,
hefur hafnað tilboði frá Chelsea um
kaup á 9,9% hlut í fyrirtæki því
sem á og rekur Stamford Bridge,
heimavöll Chelsea. í tilboðinu var
gert ráð fyrir að Fulham myndi
flytja heimaleiki sína á „Brúna“ en
liðið leikur nú alla heimaleiki sína
á Loftus Road sem er heimavöllur
QPR þar sem byrjað er að rifa Cra-
ven Cottage, gamla heimavöllinn
þeirra Fulham. Stendur til að end-
urbyggja hann en erfiðlega gengur
að fá leyfi fyrir nýjum. -PS
Rafpostur: dvsport@dv.is
Meistaradeildin í kvöld:
Mörg varalið
á ferðinni
- hörð barátta í E- og H-riðli
Átta leikir verða háðir í fjórum
riðlum meistaradeildar Evrópu í
kvöld. Er vægi þeirra mismikið og
ljóst að fimm af þeim sex liðum sem
þegar hafa tryggt sér sæti í annarri
umferð munu tefla fram varaliðum
sínum. Það er þegar ráðið hvaða lið
fara upp úr riðlum F og G en aðeins
er spurning um hvaða lið tekur sæti
í UEFA-keppninni í F-riðlinum.
Spennan er ívið meiri í E- og H-riðl-
um.
Möguleikar Dynamo góöir
Það er hörkubarátta í E-riðli um
það hvaða lið fylgir Juventus í aðra
umferðina en hin liðin þrjú eiga öll
möguleika. Möguleikar Dynamo Ki-
ev og Feyenoord virðast þó mestir
þar sem liðin eiga heimaleiki. Það
ætti að auka enn möguleika Dyna-
mo að Juventus skilur eftir sex af
fastamönnum sínum á Ítalíu. Það
eru þeir Del Piero, Thuram, Ferrera,
Camoranesi, Nedved og Taccinardi.
Nokkrir aðrir fastamenn eru í leik-
mannahópnum en eru ekki líklegir
til að byrja leikinn. í staðinn eru
óþekktari menn notaðir, þar af fjór-
ir úr unglingaliði félagsins.
Feyenoord tekur á móti Newcastle
en þeir síðamefndu hafa verið að
rétta úr kútmnn eftir erfiða byijun í
meistaradeildinni. Bobby Robson
vonast til þess að Craig Bellamy
verði klár í slaginn og styrkir það
liðið.
Líklegast verður að teljast að
Dynamo Kiev takist að klára sitt
verkefni og fylgi því Juventus áfram
úr riðlinum.
í F-riðli hafa bæði Man. Utd og
Leverkusen tryggt sig en þau eiga
einmitt að leika innbyrðis í kvöld og
því er vart hægt að eiga von á
hörkuviðureign á þeim bænum.
Man. Utd mun þó tefla fram sínu
sterkasta liði en Leverkusen hvíla
leikmenn á borð við Oliver Neuviile,
Lucio, Diego Placente og Bemd
Schneider.
í viðureign Olympiakos og
Maccabi Haifa er leikið um sæti í
UEFAkeppninni og dugar ísraelska
liðinu jafntefli til að tryggja það
sæti.
AC Milan hvílir marga
í G-riðli berjast Lens og Deportivo
um sæti í annarri umferð en AC
Milan hefur þegar tryggt sér sæti í
henni. Mílanó-liðið tekur á móti
Deportivo og hyggst þjálfari Milan á
ný tefla fram hálfgerðu varaliði en
það hentar ágætlega andstæðingum
þeirra. Þeir Inzaghi, Nesta, Rivaldo,
Pirlo og Rui Costa verða hvíldir,
auk þess sem Seedorf leikur ekki
með vegna leikbanns. Þá er líklegt
að verði hvíldur auk þess sem
Gattuso og markvörðurinn Dida eru
báðir meiddir.
Á sama tíma tekur Bayem
Munchen á móti Lens en Bayern er
úr leik á öllum vígstöðvum í riðlin-
um og mun eins og liðin sem era ör-
ugg áfram hvíla marga af lykil-
mönnum sínum enda stendur liðið í
ströngu heima fyrir og þeirra á með-
al eru þeir Oliver Kahn, Ze Roberto
og Michael Ballack. Nokkrir leik-
manna Lens eiga við meiðsli að
stríða en þeir biðu slæman ósigur
gegn Strasbourg í frönsku deildinni
um helgina.
Hörkubarátta í H-riöli
1 H-riðli er Barcelona með fullt
hús stiga og það er ljóst að Van Gaal
mun hvíla nokkra af sínum lykil-
mönnum. Þar á meðal eru menn
eins og Luis Enrique og Marc
Overmars sem reyndar eiga við ein-
hver meiðsli að stríða, auk þess sem
Patrick Kluivert, Javier Saviola og
Frank De Boer verða aö öllum lík-
indum hvíldir.
öll hin þrjú liðin eiga möguleika
á að komast áfram og það því ljóst
að viðureign Lok. Moskvu og Club
Brugge í Rússlandi verður hörku-
viðureign. Trond Sollier, þjálfari
Brugge, segist eiga góða möguleika
á að vinna þennan leik en bendir
jafnframt á að jafntefli gæti fleytt
þeim í aðra umferð, enda eflaust
ekki auðvelt fyrir Galasaray að
vinna í Barcelona þrátt fyrir að
Barcelona tefli fram veikara liði.
-PS
Rjúpnaveiðin:
Veiðiskapurinn hefur
mjög oft gengið betur
- búið að skjóta á milli 35 og 40 þúsund fugla
Rjúpnaveiðitíminn er kominn
vel af stað, enda hefur tímabilið
staðið yfir í næstum mánuð en
veiðin hefur oft gengið betur en
núna. Liklega er búið aö skjóta á
milli 35 og 40 þúsund fugla á öllu
landinu sem þykir ekki mikið.
Veiðimenn sem DV-Sport hefur
heyrt í síðustu daga segja flestir
sömu söguna, veiðin er minni en
á sama tíma í fyrra. Miklu minni
hjá sumum.
„Ég var á Auðkúluheiðinni um
síðustu helgi og við vorum tveir,
við fengum 9 fugla og það var ekki
mikið af fugli þarna,“ sagði veiði-
maður úr Reykjavík, sem fór
noröur um síðustu helgi, í samtali
við DV-Sport er við könnuðum
stöðuna í gærkveldi.
„Á sama tíma voru tveir saman
í Víðidalsfjalli og þeir mörðu 2
fugla. Við sáum lítiö af fugli á
Auðkúluheiðinni en það vora
Þessar rjúpur höföu faliö sig viö Gufó f Borgarfiröi fyrir fóum dögum og fóru hvergi þrótt fyrir ab nálægt þeim
værifarið. DV-mynd G. Bender
margir á svæðinu," sagði veiði-
maðurinn ennfremur.
Viö skulum aðeins kíkja á töl-
ur víða af landinu: Tveir menn
vora með fjórar rjúpur á Snæfells-
nesi, tveir menn vora með á milli
20 og 30 ijúpur á vestanverðu
Snæfellsnesi, þrír vora með 5
ijúpur vestur í Dölum, einn mað-
ur var með þijár ijúpur á Svína-
dal í Dölum, tveir vora með 8
rjúpur vestur á fjörðum, þrír
fengu 6 fugla ó Holtavörðuheiði,
einn maður var með 9 rjúpur í
næsta nágrenni við Blönduós,
annar maður var með 6 rjúpur á
Öxnadalsheiðinni. Tveir menn
voru með 40 rjúpur í næsta ná-
grenni við Húsavík, þar sem
veiðiskapurinn hefur gengiö
einna best, þrír menn voru með 11
ijúpur á Breiðdalsheiði, einn mað-
ur var með 5 rjúpur við Homa-
fjörð og svona mætti lengi, lengi
telja, veiðiskapurinn er alls ekki
góður. G. Bender
'f—
ÍMEISTARADEIIDIN
E-riðiU:
Dynamo Kiev-Juventus
Feyenoord-Newcastle . .
Staðan
Juventus 5 3 11 10-2 10
Kiev 5 2 12 5-7 7
Newcastle 5 2 0 3 3-6 6
Feynoord 5122 2-5 5
F-riðill:
Man. Utd-Leverkusen .
Olympiakos-Maccabi Haifa . .
Staðan
Man. Utd 5 4 0 1 14-8 12
Leverkusen 5302 9-9 9
Maccabi 5 2 0 3 9-9 6
Olympiakos 5 10 4 9-14 3
G-riðUl:
Bayem Múnchen-Lens .
AC Milan-Deportivo . .
Staöan
Deportivo 5 3 0 2 9-11 9
Lens 5 2 12 8-8 7
Bayem 5 0 14 6-10 1
H-riðUl:
Barcelona-Galatasaray
Lok. Moskva-Club Brúgge .. .
Staðan
Barcelona 5 5 0 0 10-3 15
C. Briigge 5 12 2 5-5 5
Galatasaray 5 113 4-7 4
Lokomotiv 5 113 3-7 4
Rivaldo er einn þeirra leikmanna sem veröa hvfldir í kvöld. Auk AC Milan
munu nokkur önnur liöanna sem leika í kvöld hvfla lykilmenn sfna.
Enska knattspyrnan:
Lið vikunnar
Enski íþróttavefurinn Soccemet
velur í hverri viku lið vikunnar í
ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir
að skora tvö mörk fyrir Celsea um
helgina, þá kemst Eiður Smári
Guðjohnsen ekki í liðið en liðið er
annars eftirfarandi:
Markvörður
Brad Friedel, Liverpool V
Vamarmenn
Oleg Luzhny, Arsenal
Ugo Ehiogu, Middlesbro
Gareth Southgate, Middlesbro
Celestine Babayaro, Chelsea
Miövallarleikmenn
Fabrice Femandez,, Southampton
Thomas Gravesen, Everton
Per Frandsen, Bolton
Michael Gray, Sunderland
Sóknarmenn
Shaun Goater, Man. City
Paolo Di Canio, West Ham
i
NBA-DEILDIN
Indiana-Cleveland..........95-75
Artest 22, O'Neal 15, Miller 15, Mercer
15 - Miles 19, Ilgauskas 17, Jones 9
Orlando-Toronto..........109-115
McGrady 38, Hill 21 - A. Williams 32,
J. Williams 30, Peterson 23
Washington-Seattle........95-101
Jordan 27, Hughes 19, Jeffries 14 -
Lewis 37, Barry 17, Payton 14
Detroit-New Orleans........93-87
Atkins 20, Barry 17, Hamilton 16 -
Mashbum 17, Davis 13, Magloire 12
Miami-LA Clippers ........82-101
R. Butler 15, Jones 14, C. Butler 14 -
Brand 25, Miller 22
New York-Utah.............87-108
Weatherspoon 17, Nailon 15 - Malone
21, Kirilenko 20, Harpring 19
Houston-Portland...........86-83
Francis 30, Griffin 14, Thomas 12 - Wells
12, Davis 12, Pippen 12, Sabonis 12
LA Lakers-Atlanta .........83-95
Bryant 21, Shaw 17, Fox 12 - Rahim
26, Terry 21, Robinson 14, Newble 14
i