Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVDÍUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002 Björn vann gull í Björn Þorleifsson vann til gull- verðlauna á opna skandinaviska meistaramótinu í Taekwondo í 72-82 kg flokki í Árósum um síö- ustu helgi. Björn lagði fyrst All- an Pedersen frá Danmörku og síðan Finnann Jani Hirvonen sem er mjög framarlega í iþróttinni. Rúmlega 200 kepp- endur tóku þátt í mótinu frá átta þjóðum. Björn var eini íslenski kepp- andinn á mótinu en hann hefur æft með norska landsliðinu i 0-1, 2-7, 5-9, 8-12, 10-13, (10-15), 11-15, 12-20, 13-28,16-29, 18-30, 20-31. Franu Mörk/viti (skot/viti): Katrín Tómasdóttir 5/12 (3/5), Linda Hilmarsdóttir 4/8, Guörún Þóra Hálfdánardóttir 3 (7), Þórey Hannesdóttir 2 (3), Inga M. Ottósdóttir 2 (5), Anna M. Sighvatsdóttir 1 (1), Eva Hrund Haröardóttir 1 (2), Arna Eir Einarsdóttir 1 (6), Rósa Jónsdóttir 1 (8) Sigurlína Freysteinsdóttir 0 (1) Mörk úr hraöaupphlaupum: 2 (Katrín, Ama) Vítanýting: Skoraö úr 3 af 5 Fiskuö viti: Guörún 2, Þórey 1, Anna 1, Ama 1 Varin skot/víti (skot á sig): Guðrún Bjartmarz 18/1 (49/2), hélt 7, 36%. Brottvísanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Þórir Gíslason og Höröur Sigmarsson (8). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 30. Ðest á vellinum Ingibjörg Jónsdóttir, ÍBV ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Anna Yakova 8 (14), Sylvia Strass 6/1 (1/1), Ingibjörg Jónsdóttir 5 (7), Alla Gorkorian 3 (8/1), Anita Ýr Eyþórsdóttir 2 (2), Ana Perez 2 (3), Elisa Sigurðardóttir 2 (4), Björg Helgadóttir 1 (1), Edda Eggertsdóttir 1 (2), Birgit Engi 1 (3), Hildur S. Sigurðardóttir 0 (1), Þórsteina Sigurbjömsdðttir 0 (2) Mörk úr hraöaupphlaupum: 14 (Anna 3, Alla 3, Sylvia 3, Elisa 1, Ana 1, Birgit 1, Björg 1, Ingibjörg 1 Vitanýting: Skorað úr 1 af 2 Fiskuö vitU ingibjörg 2 Varin skot/víti (skot á sig): Vigdís Sigurðardóttir 12/1 (32/4 hélt 5, 37%, 1 víti 1 stöng) Brottvisanir: engar Blcmd i P oka Martin O'Neill framkvæmdastjóri Celtic vonast til að Stilian Petrov skrifi undir nýjan samning hjá félag- inu en samningur hans rennur út ár- ið 2005. Petrov hefur hins vegar lýst því yflr að hann muni fara frá félag- inu þegar samningurinn er útrunn- inn og að þá muni félagið ekki fá neitt fyrir leikmanninn. O'Neil hyggst þó reyna að tryggja þaö að svo fari ekki. Herrakvöld Víkings verður haldið fostudaginn 15. nóvember næstkom- andi í félagsaðstöðu Vikinga i Vikinni og hefst það klukkan 19.30. Heiðurs- gestur kvöldsins verður Einar Kára- son rithöfundur og veislustjóri Sig- mundur Emir Rúnarsson ritstjóri. Meðal skemmtiatriða verður eftir- herman Jóhannes Kristjánsson og þá flytur Guðjón Guðmundsson léttan pistil. Dregiö hefur veriö í milliriöla í Evr- ópukeppni drengjalandsliða. íslenska drengjalandsliðið tryggði sér sæti í milliriðlum á sl. sumri þegar það komst upp úr undanriöli. íslenska lið- ið er í riðli meö Tyrkjum, Frökkum, ísraelum, Pólverjum og Lettum. Keppt verður í riölinum í borginni Adana suður af Ankara í Tyrklandi dagana 17.-23. apríl í vor. Þrjár efstu þjóðimar komast í úrslitakeppnina og er ljóst að róðurinn getur orðið þung- ur. Þá var einnig dregið í undankeppni Evrópumóts unglingalandsliða pilta. ísland er i riðli með Ítalíu, Grikk- landi, Slóveníu, Hollandi og Skot- landi. Keppt veröur í riðlinum i bæn- um Bormio á Ítalíu dagana 6.-10. ágúst næsta sumar. Þtjár efstu þjóö- irnar komast áfram úr riölinum. Sergei Rebrov er ekki á sölulista hjá Tottenham en fyrr í vikunni sagði umboðsmaður hans að hann færi frá félaginu þegar leikmannamarkaður- inn opnaðist eftir áramótin. Okraínu- maðurinn kom til Tottenham fýrir rúmum tveimur árum frá Dynamo Ki- ev og hefur lítið fengið að spreyta sig hjá Lundúnaliöinu. Dunfermline komst í gærkvöld upp í fjórða sætið i skosku úrvalsdeildinni í knattspymu þegar liðið sigraði Dundee, 2-3. í skoska deildarbikam- um komast Hearts áfram með því að sigra Aberdeen, 0-1, á útivelli. Leik Livingston og Dundee United var frestað. -JKS/PS Ana Perez, leikmaöur ÍBV, á hér í höggi viö Katrinu Tómasdóttur, t.h., en ÍBV vann góöan 11 marka sigur á Fram DV-mynd E.ÓI. ÍBV vann stórsigur á Fram í Esso-deild kvenna í gærkvöldi: hús stiga ÍBV vann öruggan sigur á Fram, 20-31, í Safamýrinni í gærkvöldi í elleftu umferð Esso-deildar kvenna í handknattleik. Þar með hafa bikar- meistaramir úr Eyjum unnið alla sína leiki en Fram einungis unnið einn leik og tapað hinum. Fljótlega var ijóst að styrkleikamunur þess- ara liða er mikill, forskot gestanna var ekki lengi að fara í flmm mörk, 2-7, en þá vöknuðu heimastelpur að- eins til lífsins. Þær róuöu leikinn niður og spiluðu af skynsemi og þeim tókst aö halda gestunum í þessu fímm marka forskoti og í hálf- leik stóð 10-15. Framstelpur byrjuðu svo seinni hálfleikinn með góðu marki en fljótlega eftir það hrundi leikur liðsins. Þegar hálfleikurinn var um það bil hálfnaður var for- skot Eyjastelpna orðið fimmtán mörk, 13-28, og það leit út fyrir að Framliðið fengi algjöra kaghýðingu. Svo fór þó ekki því það slaknaði að- eins á bikarmeisturunum eftir því sem á leið og flestir leikmenn fengu að spreyta sig auk þess sem Fram- liðið tók sig saman í andlitinu og lauk leiknum með sóma. Hvorugt liðið verður dæmt af þessum leik, til þess er getumunurinn of mikill. Hjá ÍBV var Anna Yakova sterk sem og Ingibjörg Jónsdóttir og Sylvia Strass, þá var Vigdís Sigurðardóttir góð í markinu í seinni hálfleik. Alla Gorkorian, Elísa Sigurðardóttir og Ana Perez voru ágætar. Hjá Fram sýndi Guðrún Bjartmarz markvörð- ur virkilega góða takta í fyrri hálf- leik en átti frekar erfitt uppdráttar í þeim seinni enda vömin ekki upp á marga fiska. Guðrún Þóra Hálf- dánardóttir átti spretti og Linda Hilmarsdóttir skoraði nokkur falleg mörk. -SMS Ameríski fótboltinn um helgina: Jerry Rice kominn meö 200 snertimörk - fyrsta jafntefli deildarinnar í 5 ár Útherjinn Jerry Rice, 40 ára, og leikstjórnandinn Rich Gannon, 36 ára, stálu senunni í ameríska fót- boltanum á mánudagskvöldið er Oakland Raiders rauf 4 leikja tap- hrinu með góðum sigri á Denver Broncos, 34-10. Leikstjómandinn Gannon átti 21 heppnaða sendingu í röð sem er met en Ken Anderson, fyrrum leik- stjómandi Cincinnatti, átti metið sem var 20 sendingar í röð og setti hann það 1983. Alls tókust 34 af 38 sendingum Gannons í leiknum og kastaði hann samtals 352 metra. Rice skilaði tveimur af sending- um Gannon í endamarkið og var þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu NFLsem skorar 200 snertimörk. Seinna snertimarkið var númer 201 hjá hinum fertuga Rice sem virðist verða betri með hverju ár- inu. Ótrúlegur leikur Leikur helgarinnar fór þó fram á sunnudeginum er Pittsburgh Steel- ers og Atlanta Falcons gerðu sjald- séð jafntéfli í hreint ótrúlegum leik. Michael Vick, leikstjórnandi Falcons, fór hamforum í 4. leik- hluta er hann vann upp 17 stiga forskot Steelers. Leikurinn fór þá í framlengingu þar sem hvorugu liðinu tókst að skora. Fyrsta jafn- teflið í fimm ár í NFL-deildinni var því staðreynd. Þetta var aðeins 16. jafnteflið í sögu NFL-deildarinnar. Vick kastaði samtals 294 metra en Tommy Maddox, leikstjómandi Steelers, átti besta leik síns ferils og kastaði 473 metra sem á venju- legum degi ætti að duga til sigurs og vel það. Packers óstöðvandi Sigurganga Green Bay Packers hélt áfram um helgina og að þessu sinni kom það í hlut Detroit Lions að lúta í gras fyrir Packers, 40-14, sem virðast óstöðvandi þessa dag- ana. Brett Favre, leikstjómandi Packers, átti enn einn stjömuleik- inn og kastaði samtals 351 metra. Önnur lið sem gerðu það gott um helgina vom meðal annars Indi- anapolis Colts, sem lagði Phila- delphia Eagles á útivelli, 35-13, en þetta var fyrsta tap Eagles á heima- velli í vetur. Rams að vakna St. Louis Rams lagði San Diego Chargers frekar óvænt, 28-24, þar sem leikstjórnandi Rams, Mark Bulger, fór á kostum en hann kastaði samtals 453 metra í leikn- um og var einna helst maðurinn á bak við góðan sigur Rams sem eiga enn möguleika á að komast í úr- slitakeppnina. Gott gengi San Francisco 49ers hélt áfram er þeir lögðu hið sterka lið Kansas City, 17-13, og New Or- leans vann einnig góðan sigur á Carolina Panthers, 34-24, og ljóst að Saints eiga eftir að komast langt í vetur. -HBG Árósum boði Masters Michaels Jörgen- sen landsliðsþjálfara. Hann er vel þekktur hér á landi enda hef- ur hann kennt og verið stofnandi nokkurra Taekwondo-félaga á ís- landi. -JKS England: Greiða fyrir sæti í liðinu Enskur viðskiptamaður, David Mars, 42 ára að aldri og búsettur í Colchester, segist vera tilbúinn að greiða þúsundir punda fyrir að fá að leika einn leik með liði Colchester á yfirstandandi keppnistímabili. „Það skiptir ekki máli hve mikið þetta kostar. Það yrði alveg frábært að gera þetta og ég efast ekki um að það yrði einnig mikil auglýsing fyrir klúbbinn. Ég skal leika í markinu eða einhverja aðra stöðu, það skiptir ekki máli. Ég hef borið þetta oft Upp en líklega hefur framkvæmdastjórinn um annað að hugsa þessa dagana. Kannski verður þetta möguleiki þegar líða tekur á keppnistímabOiö,“ sagði David Marsh. -PS Styrkleikalisti í tennis: Serena Williams enn efst á lista Serena Williams er enn efsta á styrkleikalista alþjóða tennissam- bandsins með rúmlega sex þúsund stig og er hún tæplega eitt þúsund stigum á undan systur sinni en þessar tvær eru i algjörum sérflokki á styrkleikalistanum. Næst á eftir þeim systrum koma þær Jennifer Capriati, Kim Clijsters frá Belgíu og Justine Henin í þess- ari röð. Þær tvær síðastnefndu eru báðar belgískar en hinar allar bandarískar. -PS NFL-deildin Ameríkudeildin Austurriðill Buffalo Bills......5 sigrar - 4 töp Miami Dolphins ..............5-4 New England Patriots.........5-4 New York Jets ...............4-5 Norðurriðill Pittsburgh Steelers........5-3-1 Baltimore Ravens.............4-5 Cleveland Browns.............4-5 Cincinnatti Bengals..........1-8 Suðurriðill Indianapolis Colts...........5-4 Tennessee Titans ............5-4 Jacksonville Jaguars.........4-5 Houston Texans ..............2-7 Vesturriðill Denver Broncos ..............6-3 San Diego Chargers ..........6-3 Oakland Raiders..............5-4 Kansas City Chiefs ..........4-5 Þjóðardeildin Austurriðill Philadelphia Eagles..........6-3 New York Giants .............5-4 Washington Redskins..........4-5 Dallas Cowboys...............3-6 Norðurriðill Green Bay Packers............8-1 Detroit Lions ...............3-6 Chicago Bears................2-7 Minnesota Vikings ...........2-7 Suðurriðill New Orleans Saints ..........7-2 Tampa Bay Buccaneers.........7-2 Atlanta Falcons............5-3-1 Carolina Panthers............3-6 Vesturriðill San Francisco 49ers .........7-2 Arizona Cardinals............4-5 St. Louis Rams...............4-5 Seattle Seahawks ............3-6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.