Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002 PV____________________________________________________________________________ Útlönd Aung San Suu Kyi Burmíska baráttukonan lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Suu Kyi lagði upp í ferðalag Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýð- ræðislegu stjórnarandstöðunnar í Burma og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hélt í morgun frá höfuð- borginni Rangoon til Shan-héraðs í austanverðu landinu. Næsta líklegt er að heimsóknin fari fyrir brjóstið á herforingja- stjórninni, enda halda mannrétt- indahópar því fram að herinn hafi framið mannréttindabrot í hérað- inu, þar á meðal stundað kerfis- bundnar nauðganir á konum. Suu Kyi var leyst úr stofufangelsi í maí og hefur síðan mátt heim- sækja stuðningsmenn sína í mið- hluta landsins að vild. Heimsókn Suu Kyi ber upp á sama tíma og sendimaður SÞ er í Burma til við- ræðna við herforingjastjórnina um aukið lýðræði. SÞ hvetja til taf- arlausrar aðstoð- ar við hungraða Sameinuðu þjóðirnar hvöttu í gær til þess að þjóðir heims sendu þegar í stað matvæli til þurrka- svæðanna í Eþíópíu. Stjómvöld þar óttast mjög að sagan frá 1984 endur- taki sig en þá varð um ein milljón manna hungurvofunni að bráð. Starfsmenn hjálparstofnana segja að böm og gamalmenni séu þegar farin að deyja í þeim héruðum þar sem ástandið er verst. Sex milljónir manna þurfa nú á bráðri matvælaaðstoð að halda og búist er við aö á næsta ári verði sú tala komin upp í tíu til fjórtán millj- ónir manna vegna áframhaldandi þurrka. Þess vegna er mikil þörf á aukinni aðstoð, að sögn starfs- manna matvælaaðstoðar SÞ. REUTERSMYND Benjamin Netanyahu ísraelski utanríkisráöherrann hefur aldrei fariö leynt meö andúö sína á Yasser Arafat Palestínuforseta. Netanyahu vill Arafat í útlegð Benjamin Netanyahu, utanríkis- ráðherra ísraels, sagðist í gær myndu reka Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, í útlegð ef hann yrði kjörinn næsti forsætisráðherra Israels. Netanyahu rær nú að því öllum árum að velta Ariel Sharon forsætisráðherra úr sessi leiðtoga Likud-bandalagsins. Tugir ísraelskra skriðdreka réð- ust inn í Vesturbakkaborgina Nablus í morgun í skjóli myrkurs og nutu aðstoðar þungvopnaðra þyrlna. Sjónarvottar sögðu að skrið- drekanir hefðu komið að borginni úr fjórum áttum og að skotið hefði verið af vélbyssum upp í loftið. íraska þingið hafnaði ályktun Öryggisráðs SÞ: Frakkar vara við hernaðaraðgerðum íraska þingið samþykkti einróma í atkvæðagreiðslu í gær að hafna nýrri ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna um afvopnun og vopnaeftirlit í landinu þrátt fyrir áskorun Udays Husseins, sonar Saddams Husseins forseta, um að ályktunin yrði sam- þykkt. Það var aðallega fyrir harða framgöngu þeirra Saaduns Hammadi, forseta þingsins og Salims al-Kou- baisi, formanns utanríkismálanefndar þingsins, sem ályktuninni var hafhað, en báðir höfðu þeir lýst því yfir í gær að hún væri óásættanleg og svívirði- leg aðfor að fullveldi Iraks. Áskorun Udays til þingsins barst í kjölfar óvæntrar aðvörunar franskra stjórnvalda um að höfnun ályktunar- innar þýddi ekkert annað en stríð. „Ef Saddam samþykkir ekki álykt- unina og gengur ekki að öllum kröf- um, þá þýðir það ekkert annað en hernaðaraðgerðir," sagði Dominique de Villepin, utanríkisráðherra Frakk- lands, í gær og bætti við að búast mætti við beinum aðgerðum án frekara samþykkis Öryggisráðsins. „Það er aðeins ein rödd sem skiptir máli í írak og það er rödd forsetans," sagði Sean McCormack, talsmaður Öryggisráðs SÞ, í gær. Bandarísk stjómvöld gerðu lítið úr niðurstöðu iraska þingsins og sögðu atkvæðagreiðsluna aðeins leiksýn- ingu þar sem þingið væri algjörlega valdalaust og endanleg ákvörðun al- farið í höndum Saddams Husseins, sem hefur frest fram á fóstudag. Atkvæðagrelösla í íraska þlnginu íraska þingiö samþykkti einróma í gær aö hafna ályktun Öryggisráös SÞ um afvopnum og vopnaeftirlit í landinu. „Tími samninga er liðinn og ef Saddam gengur ekki að öllum skil- málum þá munum við leiða hemaðar- aðgerðir gegn honum. Hann fær ekki meiri tíma og þessi afgreiðsla þings- ins er aðeins „gúmmístimpill,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í gær. Sumir stjórnmálaskýrendur taka undir þá skoðun Bandaríkjamanna að um hreina leiksýningu sé að ræða og með afstöðu sinni sé þingið aðeins að auðvelda Saddam það erfiða verk að samþykkja ályktunina, en þar með sé hann að beygja sig undir vald alþjóða- samfélagsins en þingið hefur lýst ályktuninni sem aðfór að fullveldi íraks. Að sögn bandarískra embættis- manna hafa írakar nýlega reynt að fá keypt móteitur gegn taugagasi af tyrknesku fyrirtæki og þykir það sanna að þeir séu að undirbúa sig fyrir hugsanlegt stríð. Kínverskir leiötogar Rússneskar dúkkur meö myndum af Kínaleiötogum eftir keisaratímann. Staðfest er að Jiang Zemin láti af flokksforystu Fulltrúar á þingi kommúnista- flokks Kína bundu enda á margra mánaða getsakir í morgun þegar þeir staðfestu að Jiang Zemin forseti myndi láta af forystu flokksins og hleypa nýrri kynslóð leiðtoga að. Fimm aðrir leiðtogar, þar á meðal Zhu Rongji forsætisráðherra og Li Peng þingforseti, munu hætta í sjö manna stjómarnefnd flokksins. Þetta verða fyrstu friðsamlegu skiptin á æðstu mönnum frá því kommúnistar komust til valda. Hinn 59 ára gamli Hu Jintao vara- forseti er eini núverandi leiðtogi flokksins sem býður sig fram til end- urkjörs til miðstjórnarinnar, að því er fulltrúarnir sögðu fréttamanni Reuters í Peking. Það þykir fyrsta ótviræða vísbendingin um að Jintao muni taka við forystu kommúnista- flokksins. Jiang verður að láta af forsetaemb- ættinu þegar öðru kjörtimabili hans lýkur í mars. Toyota Avensis Wagon 2,0, nýskr. 01,00, ek. 48 þ. ÍCÆ ..«0.000. Hyundai Elantra Wagon GLxi 1,6, nýskr. 05.97, ek.120 þ. km. Bsk. I/erð kr. 590 þús. Kia Sportage Wagon 2,0, nýskr. 09,00, ek. 44 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.590.000. Nissan Terrano IISE 2,7 dísil, nýskr. 03.98, ek. 94 þ. km. Bsk. Verð kr. 1.645 þús. Toyota Corolla Wagon Xli 1,6, nýskr. 10.96, ek. 112 þ. km. Bsk. Verð kr. 670.000. Mazda 323 Coupé Gix 1,5, nýskr. 08,96, ek 141 þ. km. Ssk. Verð kr. 490.000. Toyota Yaris 1,0, nýskr. Daihatsu Terios Sx 1,3, 07.99, ek. 45 þ. km. Bsk. nýskr.10.98, ek.76 þ. km. Ssk. Verð kr. 850 þús. Verð kr. 990 þús. Notaðir bílar Þar sem þú færð notaða bíla á kóresku verði! Tilboð 430.000. FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is Hyundai Accent Gixi 1,5, Opel Astra Gl 1,4, nýskr. nýskr. 06.99, ek. 23 þ. km. Ssk. 12.93, ek 125 þ. km. Bsk. Verð kr. 690.000. Verð kr. 290.000. <®> KIA ÍSLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.