Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi: Þriðja hvert atkvæði utan kjörfundar - kjörnefnd gefur ekki upp hvernig þau dreifðust um kjördæmið Að loknum þingflokksfundi “Égget fátt annaö gert en að rífa kjaft, “ segir Vilhjálmur Egilsson um þá al- varlegu ágalla sem hann segir hafa veriö á prófkjöri Sjálfstæöisflokksins í Norövesturkjördæmi. Fátt er boröleggandi varöandi þær ásakanir en Ijóst er aö fjöldi utankjörfundaratkvæöa er ekki í nokkru samræmi viö það sem þekkist í þing- og forsetakosningum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Halldórssyni, formanni kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, voru um það bil tvö þúsund atkvæði greidd utan kjörfundar í prófkjöri flokks- ins um nýliðna helgi. Alls voru greidd 5.994 atkvæði. Það blasir þvi við að þriðja hvert atkvæði í próf- kjörinu var greitt utan kjörfundar. Þetta er langtum hærra hlutfall en nokkru sinni hefur sést við þing- og forsetakosningar hér á landi. Við alþingiskosningar hefur hlutfall utankjörfundaratkvæða hæst farið í 13,4% árið 1974. I síð- ustu þingkosningum var það 9,5%. Sem kunnugt er hefur Vilhjálm- ur Egilsson fullyrt að farið hafi ver- ið um Akranesbæ með auða at- kvæðaseðla og fólki boðið að kjósa, þvert á reglur prófkjörsins. Tölur um óvenjulega hátt hlutfall utan- kjörfundaratkvæða eru vitanlega alls ekki á nokkum hátt sönnun fyrir slíkum ásökunum. Þær gefa hins vegar til kynna hve mikið kapp hefur verið lagt á að fá fólk til að kjósa í kjördæminu. Dreifing ekki gefin upp Jóhann Kjartansson, formaður kjörnefndar, segir að ákvörðun hafi verið tekin um að gefa ekki upp hvemig utankjörfundarat- kvæði dreifðust innan kjördæmis- ins. „Ég gef það ekki upp eihs og staðan er í dag. Við höfum ekki fjallað um hvort við gerum það síðar, en það er mat manna að gera það ekki eins og staðan er í dag,“ segir Jó- hann án þess að skýra frekar ástæður þessa. Samkvæmt heimildum DV voru alls greidd ríflega 1.200 atkvæði á Akranesi. Heimildum ber ekki saman um hve hátt hlutfall þeirra voru utankjörfundaratkvæði; í samtölum við menn sem segja má að standi hver sínum megin lín- unnar - og sumir á henni - hafa verið nefndar tölur frá ríflega 500 upp í ríflega 700. Ekki virðist því óvarlegt að ætla að þau hafi verið um 600. Óvenjuhátt hlutfall Um það bil 300 utankjörfundarat- kvæði munu hafa verið greidd í Reykjavík. Svo virðist því sem eitt af hverjum þremur allra hinna 1.700 utankjörfundaratkvæðanna hafi verið greitt á Akranesi. Þetta er hærra en hlutfall Akraness í öll- um greiddum atkvæðum í kjör- dæminu; þau voru um 1.300 af alls 6.000 eða eitt á móti fimm. Döðlur Valhnetukjarnar Apríkósur ... allt sem þarfí baksturinn! Utankjörfundaratkvæði voru samkvæmt þessu hærra hlutfall greiddra atkvæða á Akranesi en að jafnaði annars staðar í kjördæm- inu. Enda benda tölurnar til þess að allt að helmingur þeirra sem greiddi atkvæði á Akranesi hafi gert það utan kjörfundar. Þess ber að geta að sum- ir heimildar- menn DV full- yrða að þessu hafi verið svip- að farið sums staðar annars staðar í kjör- dæminu. Reglur prófkjörsins Sem fyrr segir er ekki ólöglegt að kjósa utan kjörfundar. Heimild er tU þess í prófkjörsreglum Sjálfstæð- isflokksins. En orðalag hennar bendir ekki til þess að tilgangurinn hafi verið að breyta eins dags próf- kjöri i nokkurra daga samfellda kosningu. í sjöttu grein reglnanna segir meðal annars: “Heimilt er kjörnefnd að ákveða, að þeim, sem atkvæðisrétt eiga í prófkjöri og gera ráð fyrir að verða að heiman auglýsta prófkjörsdaga, sé leyfilegt að greiða atkvæði í Fáir ökumenn hafa enn verið sektaðir fyrir að tala í farsíma í akstri án þess að nota til þess handfrjálsan búnað eins og lög krefjast frá 1. nóvem- ber sl. Sekt við slíku athæfi eru 5.000 krónur. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er frekar um það að öku- menn séu teknir samhliða öðrum lög- brotum, eins og t.d. að aka yfir á rauðu ljósi en notkun farsima sljóvgar at- hyglina sem getur valdið akstri á rauðu ljósi. En jafnt og þétt verða tök- in hert. Ljósabúnaður bifreiða fær einnig sérstaka athygli en nokkuð er um það að bifreiðir séu „eineygðar" eða bremsuljós og stefnuljós ekki sam- kvæmt reglugerð. Lögreglan beinir athygli sinni þessa dagana fyrst og fremst að skólunum og hvort bömin séu með endurskins- merki, en því miður eru þau ekki nógu mikið notuð. Lögreglan á Akureyri segir að fáir hafi verið teknir talandi i síma undir stýri, mun fleiri sjáist nota handfrjálsan búnað, og það hafi orðið gríðarleg breyting til batnaðar. Lög- prófkjörinu í næstu 1-3 vikum fyr- ir fyrsta prófkjörsdag, eftir nánari ákvörðun kjörnefndar, og þá á sér- stökum kjörstað (kjörstöðum) inn- an eða utan kjördæmis, sem hún hefur opinn í þessu skyni.“ Burt séð frá því, hvort eitthvað er hæft í ásökunum Vilhjálms Eg- ilssonar um að atkvæðaseðlar hafi verið bornir út um allan bæ, hlýtur það að teljast afar ólíklegt að allt að þvi annar hver kjósandi á Akranesi hafi gert ráð fyrir að verða að heiman á prófkjörsdaginn. Afleiðingar Vilhjálmur Egilsson hefur lýst þeirri skoðun sinni að framkvæmd prófkjörsins skaði Sjálfstæðisflokk- inn. Og vist er að brot á reglum gefa höggstað á flokknum og þar meö um leið á formanni flokksins; þess er örugglega ekki langt að bíða að til dæmis samfylkingarfólk noti tækifærið og svari fyrir háðs- glósurnar sem Davíð Oddsson hef- ur sent þvi vegna póstkosningar- innar um Evrópumál. í fyrstu leit ekki út fyrir að meira yrði um málið fjallað á veg- um flokksins. Þórólfur Halldórs- son, formaður kjördæmisráðsins, sagði i viðtali við DV á mánudag að hann liti svo á að málinu væri lok- reglan segist þess fullviss að áróður fyrir notkun handfrjáls búnaðar og ótti við sektir hafi örugglega haft mest að segja. Landssíminn seldi mikið af bún- aði fyrstu daga mánaðarins, nær með- altali tveggja mánaða sölu, en gefinn er 30% afsláttur til mánaðamóta. Þegar Hlutfall utankjörfundaratkvæöa í sögulegu samhengi: Ár Athugasemdir Hlutfall 1916 1,9% 1918 Þjóðaratkv. 12,0% 1919 2,0% 1923 13,0% 1927 6,4% 1931 7,5% 1933 9,3% 1934 7,9% 1937 12,2% 1942 Júlí 11,4% 1942 Október 6,5% 1944 Þjóðaratkv. 18,8% 1946 12,7% 1949 7 9% 1952 Forsetakjör 9,2% 1953 9,1% 1956 9,6% 1959 Jún! 10,9% 1959 Október 7,4% 1963 8,3% 1967 8,7% 1968 Forsetakjör 11,1% 1971 9,7% 1974 13,4% 1978 13,2% 1979 9,6% 1980 Forsetakjör 13,8% 1983 8,3% 1987 10,0% 1988 Forsetakjör 13,4% 1991 8,8% 1995 8,6% 1996 Forsetakjör 17,5% 1999 9,5% 2002 Prófkjör D i Norðvesturkjördæmi 33.0% Um er aö ræöa alþingiskosningar nema annaö sé tekiö fram. Heimild: Alþingiskosningar 1999, útgefiö af Hagstofunni 2002 ið. Davíð Oddsson sagði laust fyrir hádegi í gær að komast yrði til botns i því hvað raunverulega hefði gerst í prófkjörinu. í gær var ákveðið að kalla stjórn kjördæmis- ráðsins saman til fundar vegna málsins í kvöld. -ÓTG áróður fyrir notkun var sem mestur fyrir ári var einnig drjúg sala, nær fimmfaldaðist. Verslunarstjóri hjá símaþjónustufyrirtækinu Svari segir að feikileg sala hafi verið í handfrjáls- um búnaði siðan fyrir síðustu mánaða- mót. -GG Handfrjáls búnaður: Fáir sektaðir - enn þá! Breytlng til batnaöar Góð sala hefur veriö í handfrjálsum búnaöi aö undanförnu. Msfcú'jfXtwW REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.34 16.19 Sólarupprás á morgun 09.52 09.37 Síðdegisflóð 14.00 18.33 Árdegisflóð á morgun 02.41 07.14 Dálítil slyddu- eða snjóél Norðaustan 5 til 10 metrar á sekúndu. Dálítil slyddu- eða snjóél noröan- og austanlands en annars léttskýjað. Hiti 1 til 6 stig með ströndinni en frost 0 til 5 stig inn til landsins. uj Norðaustan 3 til 8 metrar á sekúndu. Dálítil slyddu- eða snjóél norðan- og austanlands en annars léttskýjað. * Föstudagur ®eYo' o o Hiti 2° Hæg norölæg eöa breytileg átt og stöku él. j&ÍLI fJUjíii Laugardagur Sunnudagur Hitl 1° til 6' Vindur; Vindnr: 3-8 5-13 «v*» Þykknarupp og fer aö rigna um kvöldiö. láft'ii \ mrHfTt m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRI BERGSSTAÐIR B0LUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK KIRKJUBÆJARKL. RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÖ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX HAMBORG FRANKFURT JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skýjað 2 skýjað 1 úrkoma í grennd 4 slydda 1 heiðskírt 3 léttskýjaö 1 alskýjað 4 heiöskírt 0 léttskýjað 4 alskýjaö 0 skýjaö -8 alskýjaö 7 snjókoma -5 0 rigning 7 léttskýjaö -7 skýjað 17 rigning 9 rigning 8 skýjaö 5 þokumóöa 10 rigning 8 léttskýjaö 21 súld 10 súld 8 skýjaö -1 léttskýjað 13 léttskýjaö 10 heiðskírt 23 heiðskírt 4 skýjaö -5 rigning 10 alskýjaö 1 hálfskýjað 21 rigning 11 alskýjaö 9 heiðskírt -15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.