Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2002, Blaðsíða 13
13
i
I
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2002
DV
Þetta helst
HEILDARVIDSKIPTI 7.046 m.kr.
Hlutabréf 388 m.kr.
Húsbréf 2.638 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Skeljungur 170 m.kr.
( Pharmaco 44 m.kr.
O Eimskip 30 m.kr.
MESTA HÆKKUN
o Líf 5,2%
o Flugleiöir 4,3%
O Grandi 2,7%
MESTA LÆKKUN
O Skeljungur 2,7%
o Baugur 2,0%
O Eimskip 0,9%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.308
- Breyting Q-0,30%
Gæti haldið áfram
að lækka
Verð atvinnuhúsnæðis gæti haldið
áfram að lækka á næstunni en það hef-
ur lækkað umtalsvert að undanfömu. I
Peningamálum Seðlabanka íslands
sem komu út í síðustu viku kemur
fram að verð atvinnuhúsnæðis á árinu
2000 þegar það varð hæst var um
tvisvar sinnum hærra að raungildi en
um miðjan siðastliðinn áratug.
Þetta háa verð endurspeglaði í raun-
inni miklar væntingar um framtíðar-
tekjur fyrirtækja og mikla þenslu í
efhahagslifinu á þeim tíma.
Á þessum markaði hefúr þegar orð-
ið umtalsverð verðlækkun en verðið
hefur lækkað um það bil um fimmtung
að nafnvirði frá hæsta gildi sem mæld-
ist á síðastliðnu ári.
í úttekt á fjármálastöðugleika í Pen-
ingamálum kemur fram að fjármála-
kerfmu stafi líklega meiri hætta af verð-
þróun á verslunar- og skrifstofuhús-
næði heldur en fbúðarhúsnæði þar sem
hugsanleg verðlækkun gæti orðið meiri
og hraðari en á Ibúðamarkaðnum.
Viðskipti
Umsjón: Viöskiptabtaðíö
ísland í hóp 15
frjálsustu ríkjanna
Island er komið í hóp 15 frjálsustu
ríkja heims samkvæmt lista sem Wall
Street Journal tók saman og gaf út í
gær. Landið er jafnframt meðal
þriggja helstu hástökkvara listans, en
auk íslands þóttu Króatía og Slóvenía
sýna hvað mestar framfarir í þessum
efnum. í heiidina þykja 74 lönd hafa
bætt sig hvað frjálsræði þjóðarinnar
varðar, 49 lönd sýna verri frammi-
stöðu og einkunnir 32 landa haldast
óbreyttar. Af þeim 156 löndum sem
skipa listann eru 15 lönd skilgreind
sem „frjáls", 56 eru skilgreind sem
„frjáls að mestu", 74 fá skilgreining-
una „lítið frjálsræði" og 11 eru skO-
greind sem „bæld“.
Ekki þarf að koma á óvart að Vest-
urlönd, þ.e. Evrópa og N-Ameríka,
státa af flestum „frjálsu“ þjóðunum en
sex af 10 frjálsustu stjórnarkerfunum
koma frá þeim svæðum. Asía státar
reyndar af fiórum löndum á topp-10
listanum - og m.a. sifia Hong Kong og
Singapúr í tveimur efstu sætum list-
ans - en geldur fyrir -það að flestar
„bældu“ þjóðimar eru lika asískar,
s.s. N-Kórea, Búrma og íran.
Lúxemborg er frjálsasta land Evr-
ópu en sérstaka athygli vekur hve
Eistland kemst hátt á lista, þar sem
landið er jafnt Bandaríkjunum og
Danmörku í 6.-8. sæti listans. Hefur
landið því náð mun meiri árangri í
þessum efnum en hinar Eystrasalts-
þjóðimar.
15 frjálsustu ríki heims
í Hong Kong
2 Singapúr
3-4 Lúxemborg
3-4 Nýja-Sjáland
5 írland
&S Danmörk
6-8 Eistland
6-8 Bandaríkin
9-10 Ástralía
9-10 Bretland
11-14 Rnnland
11-14 ísland
11-14 Holland
11-14 Svíþjóð
15 Sviss
Kristinn inn í stjórn Straums
Á hluthafafundi í Fjárfestíngar-
félaginu Straumi hf. í gær var fall-
ið frá tillögu um að fiölga
stjómarmönnum úr þrem-
ur í fimm. í framhaldi af
því var Kristinn Bjöms-
son, forstjóri Skeljungs,
kjörinn í stjóm Straums í
stað Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar, auk þess sem
Ólafur Thors og Kristfn
Guðmundsdóttir voru endurkjörin
í stjórnina. Einar Öm Jónsson var
sjálfkjörinn í varastjóm.
Á hluthafafundimnn var
enn fremur samþykkt að
óska eftir skráningu hluta-
bréfa Fjárfestingarfélags-
ins Straums hf. á Aðallista
hlutafélaga hjá Kauphöll
íslands hf.
EinnigVidd:lijarðornes9-Akureyri Bæjarlind 4 — Sími 554 6800
og Agenlia elif. — Baldursgötu 14 — Keflovik www.vidd.is — vidd@vidd.is
HlGÖslugler
Kr. 0.&O&,-
GOTT VERÐ Á LÚXUS
BMW 316i
Nýskr.12.2001, 1900cc vél,
4 dyra, 5 glra, Silfurgrár, ekinn 23.þ
->2.850,
Mercedes ML320
Nýskr.09.1999, 3200cc vél,
5 dyra, sjálfskiptur, grænn, eklnn 55.þ
->3.990p.
Komið • Skoðið • Prófið
575 1230
Opið mán-fös 09-18 og lau 10-16
Grjóthálsi 1
bllaland.ls
MATTHIASAR
Miklatorgi - á besta stað
abílar - Grænir bílar - Litlir bílar - 5-dyra bílar - Forstiórabílar - Hvítir bílar