Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Side 14
14
MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002
Menning
I>V
Áþreifanlegar hugsanir
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is
Ég veit ekki hversu oft ég hef
fjallað um verk Sigurðar Guð-
mundssonar á opinberum vett-
vangi undanfarinn aldaríjórð-
ung. Hins vegar get ég fullyrt að
listamaðurinn hefur aldrei
brugðist vaentingum mínum;
hann hefur einfaldlega sniðgeng-
ið þær. Þannig hefur honum tek-
ist að opna mér og öðrum sýn
inn í ófyrirséð sjón- og merking-
arsvið.
Sömuleiðis hefur honum tek-
ist að slá vopnin úr höndum
gagnrýnenda sinna með staðhæf-
ingum sínum um að röksemdir
séu gagnslausar þegar myndlist
er annars vegar, eina leiðin til
að njóta listar sé að elska hana.
„í samanburði við ástina, sem
alltaf er gefin beint í æð, eru rök-
semdirnar ófullkomnari, óná-
kvæmari." Þar með klippir hann
nett á meint tengsl millum lista-
verka sinna og viðtekinnar fag-
urfræði með öllu sínu trússi.
Samkvæmt þe'ssu verða lista-
verk Sigurðar ekki gagn-
rýnd/metin út frá fyrirfram
gefnum menningartengdum for-
sendum, annaðhvort fellur
áhorfandinn fyrir þeim eða ekki.
Áður en við afskrifum þessa
bláeygu afbyggingu hefðbund-
innar listheimspeki, ættum við
ef til vill að gefa Sigurði séns og
velta fyrir okkur hvort löngun
okkar til að eignast tiltekin listaverk og hafa
þau fyrir augum okkar upp á hvem dag eigi
ekki eitthvað skylt við ástarskot.
Konfektmolar og frostrósir
Þótt hér vilji Sigurður draga burst úr nefi
listgagnrýninnar eru auövitað efni til að ræða
þróun þessara viðhorfa hans gagnrýnislaust.
Einkum með tilliti til þess að á nýjustu sýn-
ingu sinni í Galleríi i8 virðist hann að ýmsu
leyti hverfa aftur til uppruna síns. Á sýning-
unni eru tvær tegundir verka. Annars vegar
eru uppstækkaðar eftirmyndir belgískra
konfektmola, steyptar í málma og lakk eða
klappaðar í grjót af miklum hagleik af kín-
verskum handverksmönnum. Hins vegar eru
stækkaðar teikningar, setningar eða nöfn,
steyptar í postulín þannig að þau/þær minna
á frostrósir eða þrívíðar kökuskreytingar.
Konfektmolamir liggja á víð og dreif, en teikn-
ingamar og orðin hanga í kippum á veggjun-
Frá sýningu Sigurðar Guðmundssonar í i8
Ef til vitl má líta á konfektmolana sem hlutgervinga hinna mörgu og lokkandi nautna sem hvarvetna blasa viö nútíma-
manninum.
um allt um kring. Á leið niður í kjallara geng-
ur áhorfandinn í gegnum forhengi úr sundur-
klipptum segulböndum sem varðveita hug-
renningar listamannsins; hugsanir hans
strjúka andlit okkar.
Myndlist
Allt þetta styður þá sannfæringu mína að
listrænar rætur Sigurðar sé að flnna í hug-
myndafræði konkretlistar. Ólíkt lausbeislaðri
afstraktlistinni gefur konkretlistin sig ekki út
fyrir að vera samantekt þess sem við vitum og
sjáum, hún vill vera viðauki við veruleikann.
Lokkandi nautnir
Ég minni á einkunnarorð stórrar bókar sem
gefin var út um verk Sigurðar árið 1991, en þar
segir hann: „List min er ekki túlkun/á atburð-
um sem ég hef upplifað. /Svo mikil er reynsla
mín ekki.“ Hann klykkir út með að líkja verk-
um sínum við „storknaðar minningar" atburð-
anna sjáifra. Myndverk Sigurðar eru borin
uppi af lönguninni til að bæta við veruleikann
„storknuðum" minningum, hugsunum, hug-
dettum, löngunum og kenndum mannsins, og
gera sýnilegar helstu eigindir þeirrar veraldar
sem við hrærumst í: tíma, rúm og óravíddir.
Ef til vill má líta á konfektmolana sem hlut-
gervinga eftirlöngunarinnar, og þar með
einnig hinna mörgu og lokkandi nautna sem
hvarvetna blasa við nútímamanninum. í uppi-
hangandi postulínsorðunum mynda lögun og
merking nýja heild sem hægt er að þreifa á. Af
hvérju þessi orð? Jú, vegna þess að listamann-
inum þykir vænt um þau. „Ég vil vera með
þeim í einhvem tíma,“ segir hann í sýningar-
skrá.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningin stendur til 23.11. og er opin þrið.-laug. kl.
13-17.
Tónlist
Leikið á brennivínsflösku
Bandaríska tónskáldið John Cage þótti einu
sinni framúrstefnulegur með aíbrigðum, og
margir voru yfir sig hneykslaðir á tónlist hans.
Ég man að þegar hann sótti okkur íslendinga
heim á listahátið fyrir um tuttugu árum lá við
illindum þegar verk hans voru rædd. Ekki bætti
úr skák að hann þóttist vera skyggn og átti það
til að meta hæfni íslenskra tónlistarmanna eftir
því hvemig árur þeirra litu út!
Á tónleikum í 15:15-röðinni á Nýja sviði Borg-
arleikhússins á laugardaginn flutti siagverkshóp-
urinn Benda, sem samanstóð af Eggerti Pálssyni,
Pétri Grétarssyni og Steef van Oosterhout, auk
Snorra Sigfúss Birgissonar pianóleikara, tvær
tónsmiðar eftir Cage. Hin fyrri bar nafnið Amor-
es fyrir slagverk og „sérútbúið píanó“ (prepared
piaho). Það þýðir venjulega að allskyns drasli
hefur verið raðað á píanóstrengina eða troðið á
milli þeirra til að breyta hljómnum. Víst heyrð-
ust hin skringilegustu hljóð úr flyglinum, og
... mannsgaman
flissuðu nokkrir söngnemendur fyrir aftan mig
þegar Snorri Sigfús hóf leik sinn. Verkið er þó
enginn skrípaleikur, það hefur sterkan, hug-
leiðslukenndan heildarsvip og þagnimar á milli
kaflanna voru þrungnar djúpstæðri, óskilgrein-
anlegri merkingu. Erfitt er að lýsa verkinu að
öðru leyti (ef maður á ekki að flækja málin með
leiðinda fagmáli), en leikur fjórmenninganna var
bæði einbeittur og innilegur og tókst þeim að
skapa töluverða stemningu á tónleikunum.
Hin tónsmíðin eftir Cage, Living Room Music,
var talsvert nýstárlegri og alls ekki „stofutón-
list“, þ.e. kammertónlist eins og maður á að venj-
ast. Hér sátu fjórmenningamir við óhrjálegt borð
og léku sér að einfaldri hrynjandi með því að
hamra á ýmiskonar dót, tölvulyklaborð, brenni-
vínsflösku og annað sem finna má í venjulegri
stofu. Síðan fóru þeir með ljóð eftir Gertrude
Stem með ótal endurtekningum og ýktri hrynj-
andi, og var raddböndunum þannig breytt í lif-
andi trommur. Hinir kaflarnir voru eftir þessu
og má segja að fjórmenningarnir hafi sannað fyr-
ir áheyrendum að hægt sé að búa til tónlist úr
hverju sem er. Var þeim líka klappað óspart lof í
lófa af æstum tónleikagestum.
Eftir hlé flutti Benda, Snorri Sigfús og Eiríkur
Örn Pálsson trompetleikari L’oops eftir Pétur
Grétarsson. Var það rismikil tónsmíð með
sterkri djassáferð, fyrst og fremst hrynrænt spil
þar sem fjölbreytt litbrigði komu fyrir. Gat mað-
ur nánast heyrt í tónunum heila sögu sem var
hin skemmtilegasta, enda glæsilega sögð af hljóð-
færaleikurunum.
Ekki síðri var Forspil/Millispil/Eftirspil eftir
Snorra Sigfús. Það var í fyrstu þéttur vefur af
fjörmiklum hendingum sem síðan umbreyttist í
allskonar hljóðlátt bergmál sem var svo áferðar-
fagurt að maður gat næstum fundið angan af tón-
listinni. Þetta var sérlega falleg tónsmíð og með
þeim betri sem ég hef heyrt eftir tónskáldið;
glæstur endir á frábærum tónleikum.
Jónas Sen
mibi
Af klæðum þjóðanna
Það er eitthvað í mannssálinni sem segir
hverju tetri aö safna, sanka að sér, fylla hús sín
af munum og minjum.
íbúðir fólks eru söfn. Meira og minna. Hillu-
metrar af minningum.
Var að þessu sinni staddur á heimili manns
sem kominn var á efstu ár. Einbúi hafði hann
verið alla sína tíð, samgróinn veggjum og horn-
um og lagi þessa litla húss við Grettisgötu. Ey-
steinn stóð á bjöllunni, handskrifað og ekkert
gefið uppi um faðernið. Aðeins stakt nafnið og
bjölluhljómurinn veikur ef eitthvað var.
Hann kom til dyranna boginn og hægur og
bauð mér hönd sína horaða, leiddi mig varfærn-
um skrefum til stofu. Þar settist ég í kringum
mesta safn af þjóðbúningadúkkum sem ég hafði
augum litið á ævinni. Eitthvað á áttunda hund-
rað hélt hann drafandi röddu og sýndi mér eina
þá fágætustu frá hiröingjum i Mongólíu. Hann
hafði safnað í sextíu ár og átti vandað safn vina
um allan heim sem voru með dúkkur á heilanum
eins og hann.
Þama sátum viö nokkra stund. Og ræddum
klæði þjóðanna, liti og snið. Og æ siðan hef ég
vitað allnokkuð um dúkkur.
-SER.
Einkasýning Hildar
Myndlistarmaðurinn Hildur Ásgeirs-
dóttir Jónsson opnaði einkasýningu á
verkum sínum um helgina í Galleríi
Sævars Karls við Bankastræti. Hildur á
glæsilegan feril sem listamaður og
kennari undanfarin ár í Bandaríkjunum
og hefur hlotið margvisleg verðlaun og
viðurkenningar. Opið á verslunartíma.
Raddir þjóðar
Sigurður Flosason
og Pétur Grétarsson
kynna nýjan geisladisk
sinn, Raddir þjóðar, á
útgáfutónleikum í
Tjarnarbíói annað
kvöld kl. 20.30.
í Röddum þjóðar er
nýjum tónsmíðum og
ferskum spuna blandað við gamlar upp-
tökur af söng. Alls syngja með Pétri og
Sigurði 22 íslendingar, flestir löngu látn-
ir. Sá elsti var fæddur 1830 og látinn um
1910. Sungnar eru bamagælur og fælur,
drykkjuvísur, klámvísur, ættjarðarljóð
og sálmar - allt sem,þjóðinni var tamt.
Pétur Grétarsson leikur á frumskóg af
slagverkshljóðfærum og stýrir raftækj-
um en Sigurður spflar á ýmsar stærðir
saxófóna, klarinett og flautur. Frumrit
hljóðritananna eru varðveitt á Stofnun
Áma Magnússonar og Þjóðminjasafni
íslands og hafa ekki komið út áður.
Edda - miðlun og útgáfa gefur
diskinn út.
Skipulag byggðar
Á morgun kl. 12.05 heldur Trausti
Valsson skipulagsfræðingur fyrirlestur
í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags
íslands sem nefnist „Skipulag byggðar á
íslandi. Útkoma yfirlitsrits". Fundurinn
fer fram í Norræna húsinu og er opinn
öllu áhugafólki um sögu og skipulags-
mál.
í fyrirlestrinum mun Trausti kynna
helstu niðurstöður úr nýrri bók sinni
sem nefnist „Skipulag byggðar á íslandi.
Frá Landnámi tfl liðandi stundar".
Fyrst verður sjónum beint að náttúru-
öflunum sem lengst af voru stærstu
áhrifavaldar um mótun byggðar og hins
manngerða umhverfis hérlendis. Þá
verða þau lögmál útskýrð, sem eru al-
mennt að verki í byggðarmótun, og síð-
an verður þróun þéttbýliskjama lands-
ins lýst. Loks verður fjallað um nýjar
hugmyndahræringar við aldamótin 2000
og hvemig þær leiða til breytinga á því
hvemig stærstu bæir og byggðasvæði í
landinu þróast.
Útrás bókmenntanna
Boð berast nú um
vinsældir islenskra
bókmennta erlendis og
varða þau tvo ástmegi
þjóðarinnar, þá Þor-
vald Þorsteinsson og
Arnald Indriðason.
Annað bindiö af Blíð-
finni Þorvalds kemur
út í flokknum Tres
Edades eða „Þt’jú ríki“
eins og hið fyrsta, hjá
spænska bókaforlag-
inu Siruela, en sá
flokkur er geysivin-
sæll og hugsaður fyrir
aldurshópinn 8-88 ára.
Einnig kemur Blíð-
finnur út á ungversku á næstunni.
Fyrsta Blíðfinnsbókin er væntanleg í
kilju á þýsku á útmánuðum í 100.000
eintökum.
Röddin eftir Amald er varla farin aö
kólna í bandinu hér heima þegar samn-
ingar hafa tekist um útgáfu hennar hjá
Bastei-Lúbbe í Þýskalandi. Verk Amald-
ar em reyndar væntanleg í sjö Evrópu-
löndum á næsta ári enda hafa þau vak-
ið mikla athygli erlendis og er þess
skemmst að minnast að stærsta útgáfu-
fyrirtæki heims, Random House, keypti
réttinn á Grafarþögn og Mýrinni í Bret-
landi nú í haust og á bókastefnunni í
Frankfurt í október bitust norskir útgef-
endur hart um réttinn á verkum hans.