Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2002, Page 17
16 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2002 Skoðun 41 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagíö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&sto&arritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvik, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. PlötugerO og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Búnaðarbankinn seldur Tæpum mánuði eftir að sam- komulag náðist um sölu á 45,8% hlut ríkisins í Landsbankanum til Samsonar ehf. hefur einka- væðingarnefnd undirritað sam- komulag um sölu á jafnstórum hlut ríkisins í Búnaðarbankan- um. Kaupendur eru Egla ehf., Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar, Samvinnulífeyr- issjóðurinn og Vátryggingafélag íslands eða svokallaður S-hópur. Söluverðið er alls 11,9 milljarðar króna. Hér hefur verið staðið snaggaralega að verki eftir lang- an aðdraganda. Einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur gengið of hægt fyrir sig á siðustu misserum eins og bent hefur verið á hér í leiðurum DV þó nú hafi orðið þar breyting á. Gagnrýni um seinagang átti ekki síst við um sölu rikis- bankanna enda er ríkisrekstur fyrirtækja á samkeppnis- markaði tímaskekkja, sem á sér fáa formælendur. Einkavæðing rikisbankanna er griðarlega mikilvæg jafnt pólitisk sem viðskiptalega. Andstæðingar ríkisstjórn- arinnar hafa haldið því fram að einkavæðingarstefna rík- isstjórnarinnar hafi beðið sérstakt skipbrot. Þær gagnrýn- israddir hafa þagnað. Fyrir Valgerði Sverrisdóttur við- skiptaráðherra er sala bankanna mikill pólitiskur sigur sem og fyrir rikisstjómina i heild. Fyrir Sjálfstæðisflokk- inn var mikilvægt að tryggja sölu á bönkunum fyrir kom- andi kosningar. Sala ríkisbankanna er eðlilegt framhald af þeirri þróun sem einkennt hefur islenskt fjármálakerfi á undanförnum ámm. Eignarhald rikisins á fjármálastofnunum hefur komið í veg fyrir eðlilega og nauðsynlega hagræðingu á ís- lenskum fjármálamarkaði. Einkavæðing bankanna opnar nýjar leiðir sem áöur voru ófærar. Landsbankinn, undir forystu Samsonar ehf., og Búnaðarbankinn, undir forystu S-hópsins, verða mun virkari leikendur á samkeppnis- markaði fjármála en áður. Gríðarleg umbrot eru í íslensku viðskiptalífi og á næstu mánuðum og misserum á gerjunin eftir að halda áfram. Ljóst er að breytingamar verða sumum erfiðar en líklegt er að Búnaðarbanki og Landsbanki muni leika þar stór hlutverk undir forystu nýrra eigenda. Þörf útgáfa Upplýsingarit fyrir þolendur afbrota, sem dómsmálaráðuneyt- ið hefur gefið út, er þörf og löngu timabær útgáfa. í ritinu er að finna hagnýtar upplýsingar um atriði er lúta að meðferð og rann- sókn opinberra mála og er meðal annars farið yfir hvert eigi að kæra brot, kærufresti brotaþola, leiðbeiningarskyldu lögreglu, réttindi brotaþola tengd réttargæslumönnum, aðgang að gögnum máls, rannsókn máls hjá lögreglu, vitnavernd, meðferð fyrir dómstólum og greiðslu rikissjóðs á bótum til þolenda afbrota. í réttarríkjum Vesturlanda hefur verið lög áhersla á að tryggja rétt ofbeldismanna - tryggja að þeir fái eðlilega og sanngjarna meðferð. Slíkt er eðli réttarríkisins en áhersl- an á réttindi glæpamanna hefur leitt til þess að réttindi og staða fómarlambanna hafa á stundum gleymst. Einmitt þess vegna er gleðilegt að Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra skuli beita sér fyrir útgáfu á sérstöku upplýs- ingariti fyrir þolendur afbrota. Óli Bjöm Kárason DV Um jafnrétti og réttlæti Sigurður Kári Kristjánsson lögfræöingur og frambjóðandi Kjallari Nú stendur prófkjörsbar- átta frambjóðenda Sjáif- stæðisflokksins sem hæst hér í Reykjavík. Sjálfur er ég afar sáttur við það hvernig til hefur tekist fram að þessu. Ég hef hitt og talað við fjöida fiokks- fóiks; sumir viðmælendur mínir hafa viljað mæla mig út og kynnast mér sem einstakiingi, en aðrir hafa spurt mig út í afstöðu mína tii ýmissa málefna. Svo eru alltaf einhverjir sem hafa skoðun á framgöngu okkar Gísla Marteins við hönnun á herbergjum hvors annars í vinsælum sjónvarps- þætti sem sýndur er á Skjá einum. Ein miðaldra kona spurði mig t.d. um daginn hvort það væri ekki sami gamli og góði andinn í svefnherberg- inu á heimili mínu og var þegar hún bjó þar. Ég taldi aö svo væri, án þess aö vera sérstaklega kunnugt um það hvemig stemningin þar var fyrir mína daga. Jafnrétti og sjálfstæðisstefnan í aðdraganda þessa prófkjörs hef ég verið spurður að því hvort ég sé jafnréttissinni og hvort ég hafi áhuga á jafnréttismálum. Síðari hluta spumingarinnar hef ég svarað þannig, að vissulega hafi ég áhuga á þessum málaflokki. Ég hef i gegnum árin fylgst vel með op- inberri umræðu um jafnréttismál og „Það er ekki eðlilegt að maður sem fremur viðurstyggi- legt kynferðisbrot gagnvart konu eða barni hljóti eins til tveggja ára fangelsisdóm, á meðan þeir sem fundnir eru sekir um auðgunar- og fikniefnabrot fá allt að fimmfalt þyngri dóma. Það sjá það allir að kynferðis- brot eru alvarlegri afbrot en þau síðamefndu. “ tel mig hafa lagt mitt af mörkum í þeirri umræðu. Mitt fyrsta verk þeg- ar ég gegndi formennsku hjá Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna 1999- 2001 var að standa fyrir metnaðar- fullri fundaherferð um jafnréttismál undir slagorðinu „Með réttlæti gegn ranglæti" ásamt góðum félögum mín- um í hreyfingunni. Sú herferð tókst afar vel til og vakti athygli á mála- flokknum. Ég hef svarað fyrri hluta spuming- arinnar á þá leið að auðvitað sé ég jafnréttissinni. Ég held að allir þeir sem aðhyllast hugmyndafræði Sjálf- stæðisflokksins hljóti að teljast jafn- réttissinnar. Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að fólk eigi að vera metið að verðleikum sínum, óháð kyni, trúarbrögðum, kynþætti o.s.frv. Það má því segja að ég sé jafnréttissinni í víðtækri merkingu þess orðs. Ég tel að þaö stríði gegn þeirri hugmyndafræði sem Sjálf- stæðiflokkurinn byggir á ef einstak- lingar í þjóðfélaginu sitja ekki viö sama borð á hvaða sviði sem er. Mér þætti til dæmis fráleitt ef réttur minn væri skertur að einhverju leyti vegna kynferðis míns. Ég geri ráð fyrir að konur séu mér sammála, enda hafa konur frekar átt undir högg að sækja í jafnréttismálum á síðustu áratugum en karlar. Við höfum ýmsar vísbendingar i þjóðfélaginu um að hér ríki ekki jafnrétti á öllum sviðum, svo sem í launamálum. Kannski náum við aldrei að tryggja hér fullkomið jafn- rétti. Hvort sem það er rétt eða ekki er ég engu að síður þeirrar skoöunar að við eigum hiklaust að stefna að því að jafna eigi rétt allra á hvaða sviði sem er. Ég held að árangursrík- asta leiðin til að ná fram jafnrétti sé að losa um hömlur í viðskiptalífinu og losa atviimurekstur úr greipum hins opinbera. Ég held að með sem víðtækustu frelsi séu mestar líkur á því að þoka hlutum í jafnréttisátt þannig fólk verði metið út frá sínum eigin verðleikum, en ekki út frá kyn- ferði, litarhætti eða öðrum aukaat- riðum. Ósamræmi í refsingum Þá hef ég einnig verið spurður ít- rekað út í afstöðu mínu til refsinga fyrir kynferðisbrot, en slík afbrot beinast fyrst og fremst gegn konum. Ég er þeirrar skoðunar að mikið ósamræmi sé á milli refsinga fyrir einstakar brotategundir í íslenskri hegningar- og refsiréttarlöggjöf og það sé löngu kominn tími til að taka ákvæði almennra hegningarlaga til gagngerrar endurskoðunar. Það er ekki eðlilegt að maður sem fremur viðurstyggilegt kynferðisbrot gagn- vart konu eða bami hljóti eins til tveggja ára fangelsisdóm, á meöan þeir sem fundnir eru sekir um auðg- unar- og fíkniefnabrot fá allt að funmfalt þyngri dóma. Það sjá það allir að kynferðisbrot eru alvarlegri afbrot en þau síðamefndu. Refsingar endurspegla hins vegar ekki að svo sé. Hver semur frettimar? Gísli Sigurösson íslenskufræöingur Sjávarútvegsráðherra hef- ur nýlega fengið á sig dóm vegna ummæla um fréttamynd af brottkasti sem hann taldi sviðsetta. Fréttamaðurinn hefur haldið því fram að mynd- in væri ekki sviðsett heldur upptaka af raun- verulegu brottkasti. Þessi dómur vekur upp áhuga- verða spurníngu um það hver semur fréttir fjölmiðla og hvenær frétta- myndir geta talist raunveruleg heimild um það sem þær sýna. Fréttamenn hafa löngum skákað í því skjóli að þeir semdu ekki frétt- imar heldur væri þeirra hlutverk eingöngu að miðla þeim fréttum sem fyrir lægju. Öllum öðrum er þó ljóst að þeir semja fréttirnar sjálfir 1 þeim skilningi að þeir velja hvað telst fréttnæmt og hvað ekki. Með því einu að segja frá einu atriði og þegja um annað eru þeir að móta hugmyndir okkar um veruleikann og ákveða um leið hvað hefur gerst sem til tíðinda getur talist. Áhuginn mótar valið í vísindum og fræðum hafa menn lengi vitað að hlutleysi vísinda- mannsins hefur verið stórlega of- metið. Hann eða hún velur sér efni til rannsóknar vegna eigin áhuga eða utanaðkomandi þátta eins og áhuga þeirra sem fjármagna rann- sóknirnar. Þessi persónulega af- staða vísindamannsins eða kostun- araðilanna ákvarðar hvað er rann- sakað og hvað ekki. Sjálf rannsókn- in getur lika orkað á viðfangsefnið. Með því að mæla eitthvað hafa menn áhrif á það sem mælt er. í vettvangsrannsóknum á lifandi fólki hefur rannsakandinn til dæmis mik- ið að segja um hegðun þess fólks sem hann er að rannsaka með þvi einu að gera þaö að viðfangi rann- sóknar sinnar. Þannig er sá sem seg- ir þjóðfræðingi þjóðsögu til upptöku ekki að segja sögu við raunveruleg- ar aðstæður heldur að segja þjóð- fræðingnum sögu við mjög óeðlileg- ar aðstæður sem breyta því hvemig sagan er sögð - og líka því hvaða saga er sögð. Óháð því hvort við- mælandinn hefur sagt öðru fólki sömu sögu eða svipaða við aðrar að- stæður. Eina leiðin til að taka upp raunverulega sögu í lifandi um- hverfi er að hafa falinn hljóðnema þar sem fólk segir sögur sinar án þess að hafa hugmynd um upptök- una eða rannsakandann. „Falin myndavél sem tek- ur mynd af sjómönnum að kasta afla sínum fyrir borð án þess að þeir viti af myndavélinni er eina leið- in til að taka raunveru- lega fréttamynd af brott- kasti sjómanna. “ Upptakan mótar atburðinn Hið sama á við um fréttamyndir. Þær geta ekki verið raunverulegar heimildir um tiltekna atburði nema tryggt sé að upptökumennimir hafi engin áhrif á það sem gerist. Falin myndavél sem tekur mynd af sjó- mönnum að kasta afla sínum fyrir borð án þess að þeir viti af mynda- vélinni er eina leiðin til að taka raunverulega fréttamynd af brott- kasti sjómanna. Bjóði skipstjóri hins vegar fréttamanni, með þann yfirlýsta vilja að ná myndum af brottkasti, sérstaklega í túr þegar skipstjórinn á von á góðum afla og smáseiðum innanum, sem líklegt er að hægt verði að kasta fyrir borð, er myndatakan farin að hafa áhrif á það sem myndað er - alveg óháð því hvort sjómennimir hafi áður kastað fiski fyrir borð og kunni réttu hand- tökin viö að koma aflanum aftur í sjóinn. Slík fréttamynd er ekki heimild um annað en það sem skip- stjórinn vill sýna fréttamanninum við þessar tilteknu aðstæður. Sú frétt sem þannig verður til er því samin af þeim mönnum sem í hlut eiga jafnvel þótt fáum blandist hug- ur um að svipaðir hlutir hafi gerst utan fréttatímans. En hiö sama á við um leiknar kvikmyndir án þess að þær fái sér- stakt heimildagildi fyrir vikið. Sandkom Handarbök stuðnings- manna Jóhönnu Vilhjálmur Egilsson hefur sagt að sigurinn í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi hafi verið hafður af sér með brögð- um. Um það skal ekkert fullyrt hér, en hitt er jafnvíst að i þessu máli liggur annar hundur grafinn - og það í hans eigin kjördæmi, NorðurlEmdskjördæmi vestra. Þannig er mál með vexti að stuðningsmenn Jóhönnu Pálmadóttur frá Akri virðast með ákafa sín- um hafa svipt sjálfa sig þingmanni. Jóhanna sóttist ekki eftir fyrsta sæti í prófkjörinu og vitað er að Pálmi Jónsson, faðir hennar, studdi Vilhjálm til for- ystu. Þrátt fyrir þetta fékk Jóhanna fjörutíu og fimm atkvæði í fyrsta sæti. Allar líkur eru á að þar hafi verið um að ræða kjósendur í Norðurlandskjördæmi vestra, sem hefðu fremur viljað sjá Vilhjálm í fyrsta sæti en einhvem hinna karlanna sem sóttust eftir því, en talið að Jóhönnu væri einhver greiði gerður með því að setja hana i fyrsta sæti. Hefði Vilhjálmur fengið þessi fjörutíu og fimm atkvæði hefði hann fellt Ummæli Ekki traustvekjandi „Er hægt að treysta stjómmálaflokki sem treystir sér ekki til að virða eigin reglur?" Finnur Þór Birgisson í Silfri Egils á Skjá einum, í umræðu um próf- kjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Góður! „Já, af því að þú kannt ekki ensku?“ Þorsteinn Guðmundsson leikari i Laugardagskvöldi hjá Gísla Marteini, eftir að Jón Ólafssori tónlistarmaður hafði sagt - i umræðu um gildi þess að nota íslenska söngtexta - að sér myndi finnast afar erfltt að halda tónleika í Þjóð- leikhúsinu þar sem allir söngtextar væru fluttir á ensku. Stúdíó-stemning „Það hlýtur að vera ævintýri að taka upp plötu. Það hlýtur aö myndast mikil stemning, svona stúdíóstemning. sandkorn@dv.is Sturlu Böðvarsson með FJÖGURRA atkvæða mun. Sturla hefði þá fallið niður í 4. sæti listans ... Enn afþröstum á Húsavik Grimm örlög skógarþrastarins sem lenti inni á karlakóraskemmt- un á Húsavík er mörgum í fersku minni. Þannig fer þó ekki fyrir öll- um skógarþröstum á Húsavík. Þröstur flögraði nýlega inn í Borg- arhólsskóla á Húsavík og flaug fram og til baka um skólann þar til nemandi króaði hann af í glugga og veitti honum frelsi með aðstoð skólastjóra og húsvarðar. Kannski þessi frásögn bæti skaðann sem þrastardrápið hefur valdið orðspori heimamanna og birtist meðal annars í þessu vísu- komi: Þingeyinga þol' ei meir og þeirra lag við gesti Skagfirðinga skjalla þeir en skjóta nióur þresti. Þú veist: ‘Hey, náðu í kafíi!’ - ‘Hva, af hverju á ég alltaf að ná í kafíi?’ Er það ekki?“ Jón Gnarr í skemmtiþætti sinum á Stöó 2 í viðtali við Erp Eyvindar- son tónlistarmann. Gegn kynjakvótum „Kynjakvótar byggja á aðgreiningu manna eftir ytri einkennum en slíkt samræmist alls ekki grundvallarhug- sjón flestra kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Einstaklingur- inn og verðleikar hans eru ekki í fyrirrúmi. Með þessu móti er hætta á að misrétti viðhaldist í breyttri mynd, í stað þess að því verði eytt. Eða er eitthvað skárra að karl- maður líði fyrir kynferði sitt en kona? Aðgreining á þenn- an hátt getur þvi auðveltdlega skerpt enn frekar línumar milli kynjanna." Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur og frambjóðandi í prófkjör, í erindi á landsfundi Sjálfstæðiskvenna Tilefni til aö rifta EES-samningnum „Það liggur beint við fyrir íslendinga að hafa frumkvœðið að því að endurreisa samstöðuna meðal EFTA-landanna, Sviss, Noregs, Liechtenstein og íslands, og endursemja sameiginlega um EES þannig að tilskipana- og álöguvald ESB á þegnana verði afnumið. “ - Fulltrúar EFTA-ríkj- anna fagna 40 ára afmœli EFTA (árið 2000). Friörik Daníelsson Kjallari Þær fréttir berast nú frá yfirboðurum íslands, æðstaráði Evrópusam- bandsins, að ákveðið hafi verið að þjóðirnar, sem í barnaskap afsöluðu full- veldi sínu til ESB með EES-samningnum, skuli leggja fúlgur fjár í þá sjóði ESB sem nota á til að ná þjóðum Mið-Austur- evrópu inn í ESB. Það á að láta ísland, Noreg og Liechtenstein margfalda framlag sitt til sjóða ESB, en ljóst er að nýju aðildar- löndin krefjast mikilla styrKja tO þess að gangast undir ESB-valdið. ESB virð- ist að vísu tilbúið að lækka kröfuna ef ESB-auðvaldið fær að kaupa sjávarút- vegsfyrirtækin hér og þar með fá fiski- miðin við Island á silfúrfati. Þetta fá- heyrða ofríki ráðstjómar ESB í Bmssel er, þó undarlegt megi virðast, mikil gleðifrétt: Tilefhið er nú komið til þess að rifta EES-samningnum og losna fyr- ir fullt og allt við tilskipana- og skatt- tökuvald Brussel yfir íslandi. Tvær grímur runnar á umsækjendurna Fleiri og fleiri aðilum í gömlu al- þýðulýðveldum Mið-Austurevrópu er að verða ljóst, þrátt fyrir risa- vaxnar áróðursherferðir málaliða ESB, að aðild landa þeirra að ESB er meiri bölvun en blessun. í Eystrasaltslöndunum er stuðning- urinn sums staðar litill, til dæmis um 38% í Eistlandi, sem hvað best hefur gert sér mat úr frelsinu, með- al annars vegna þess að tilskipanir og reglugerðabákn ESB hefur ekki náð þangað. Fyrir marga eru blendnar tilfinn- ingar að ganga strax undir nýja ráð- stjóm eftir að vera nýbúinn að losa sig við þá gömlu í Moskvu. Það er ljóst að ESB verður að nota ávísana- heftið til þess að leggja þjóðir Mið- Austurevrópu undir sig. En það er eitt vandamál hjá ESB: Skrif- fmnsku- og forræðisfár ESB er búið að drepa efnahag aðildarlandanna í þvílikan dróma að efhahagsstöðn- unin er orðin ólæknandi og ávísun- unum i tékkaheftum ESB hefúr þeg- ar verið ráðstafað. Lepparnir fá nú kjaftshögg- iö Undirsátar Brusselráðstjómar- innar, Islendingar, Norðmenn og Liechtenstein, skulu nú fá að borga. Þeir hafa þegar látið ESB troða á sér einu sinni, það var þegar ESB sagði: „þið fáið að versla áfram tollalítið við okkur, en þá verðið þið að gerast okkar hlýðnir þegnar og gegna öllum tilskipunum frá okk- ur!“ EFTA-þjóðimar samþykktu þetta (1993) og gerðu svokafíaðan EES-samning, nema Svisslendingar, sem best þekkja nágranna sína í ESB. Reyndar ættu íslendingar líka að þekkja gömlu heimsveldin i Evr- ópu nægilega vel, í nær öllum sín- um lífshagsmunamálum hafa ís- lendingar háð hatramma baráttu við þau, hvort sem var um sjálf- stæðið eða landhelgina. Nú er ljóst að ESB gengur á lagið og ætlar sér að troða enn meir á EFTA-ríkjunum. Þó virðist sem Svisslendingar sleppi, þeir höfðu bein í nefinu að hafna EES-samn- ingnum strax. En ESB finnst þetta ofríki gagnvart litlu löndunum sjálf- sagt: EFTA-löndin era þau tekju- hæstu og ríkustu i Evrópu, enda eru þau ekki i ESB. Þetta getur Brasselráðstjómin ekki þolað. Skaölegar kvaðir og reglur Þeir sem véluðu íslendinga, og reyndar Norðmenn líka, til að gera EES-samninginn án þjóðaratkvæða- greiðslu, þó að vitað væri að meiri- hlutinn væri á móti, sögðu að aðild- in að EES mundi spara mikið fé fyr- ir þjóðarbúið. En sannleikurinn er að EES er farið að kosta ísland fúlg- ur flár vegna skaðlegra kvaða og reglna, sem einnig hafa hægt á at- vinnuþróun á íslandi og hleypt skattheimtunni út yfir allan þjófa- bálk. íslendingar gengust undir að greiða vissa fjárhæð i sjóði ESB og þótti það ekki tiltökumál þá enda um „hóflega upphæð“ (eiiihveijar 100 milljónir) að ræða. En nú koma gífurlegar fiárkröfur, sem aldrei var samið um, krafist er margfalt hærra framlags til sjóða ESB. Þær fúlgur færa líklega langt með að forða íslensku landsbyggðinni frá hruni ef þær væra nýttar til byggðaþróunar hér heima. Endurreisum samstöðu EFTA-landa Þessar kröfur era svo óskamm- feilnar að þær færa íslendingum upp í hendumar grundvallar- ástæðu til þess að fara fram á end- urskoðun EES-samningsins. Það liggur beint við fyrir íslendinga að hafa frumkvæðið að því að endur- reisa samstöðuna meðal EFTA- landanna, Sviss, Noregs, Liechten- stein og íslands, og endursemja sameiginlega um EES þannig að til- skipana- og álöguvald ESB á þegn- ana verði afhumið. Það gæti verið kominn timi á þjóðaratkvæða- greiðsluna um EES-aðildina sem ís- lenska þjóðin, og sú norska líka, var svikin um í janúar 1993.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.