Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Side 18
18 M. agasm FTMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 DV Gudni Ágústsson ráðherra og Margrét kona hans heimsótt í draumahúsi Hér er hlýtt og bj „Þetta hús er bæöi hlýtt og bjart og hér líður okkur vel. Við höfum það útsýni sem við vildum og þráðum. Sjáum til Ingólfsfjalls, sem er næsta óbrigðull vitnisburður um hvernig viðrar. Síðan heyrir maður nið Ölfusár og svo eru hér beint fyr- ir augum Ölfusárbrú, kirkjan og kaupfélagið; þrjú helstu kennileiti Selfossbæjar," segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. DV-Magasín heimsótti Guðna í vikunni í fallegt einbýlishús sem hann og Margrét Hauksdóttir, eiginkona hans, hafa nýlega byggt sér á Selfossi. Köstuðum okkur til sunds Guðni og Margrét fluttu inn í húsið fyrir um hálfu öðru ári og segjast una hag sínum þar ákaf- lega vel. Fyrir áttu þau einbýlishús við götuna Dælengi, sem er sunnarlega i byggðinni á Selfossi. Þau segjast hins vegar alltaf hafa alið með sér þann draum að búa í húsi þar sem þau gætu notið útsýn- is; séð fjöll og norðurljós. „Við undum okkur ákaflega vel í Dælengi, en þráðum það frelsi að sjá til fjalla. Okkur fannst þröngt um okkur að þvi leyti. Smátt og smátt fór að blunda æ sterkar með okkur sá draumur að eign- ast annað hús. Draumahúsið. Einhverju sinni þeg- ar Guðni var á fundaferðalagi úti á landi hringdi ég í hann og sagðist ætla að setja húsið á sölu, hvað ég og gerði. Strax næsta dag var kominn kaupandi að húsinu með tilboð sem við tókum síðan. Þannig köstuðum við okkur til sunds í þessum draumum okkar að byggja okkur nýtt hús hér á Selfossi," seg- ir Margrét Hauksdóttir. maður að gerast bóndi í sveit. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Þá varð að taka næstbesta kostinn og við sett- um okkur niður á Selfossi. Við erum bæði fædd hér í næsta nágrenni. Þetta er góður staður; samheldið samfélag og fjölskylduvænn bær. Félagshyggja hef- ur alltaf einkennt mannlifið ööru fremur hér. Sel- foss hefur líka upp á að bjóða allt það sem hvert samfélag þarf og eru gerðar kröfur um. Mér fmnst líka gott að búa í samfélagi þar sem ég þekki fólk- ið, það er mikilvægt fyrir stjómmálamann að hafa slík tengsl við grasrótina," segir Guðni. í minningum fólks er ævinlega nokkur ijómi af þeim húsakynnum þar sem búskapurinn hófst. „Við byijuðum okkar búskap í lítilli kjallaraíbúð í gamla bænum. Þar vorum við í þrjú ár og leið vel. En síðan fórum við i að byggja húsið við Dælengi sem varð okkur mjög kært,“ segir Margrét. í því húsi var hamingja Húsið í Dælengi segir Guðni að hafl svo sem ekki orðið til á einum degi eða einu ári. „En það var hamingja í því húsi. Við fluttum inn á bert steingólfið; það var ekki einu sinni komin eldhúsinnrétting eða hurðir fyrir dyr. í loftunum var ekkert annað en glerull merkt John Man Will, þeim breska iðnjöfri. Maður vaknaði og horfði á nafn hans uppi í loftinu fyrir ofan mann. Og sofn- aði út frá John Man Will á kvöldin. En allt var þetta sælt stríð og mikil barátta í okkar lífi. Þama ólum við upp dætur okkar þrjár og þarna leið okk- ur vel í sátt við góða nágranna." Félagshyggja einkennir mannlífið Bæði eru Guðni og Margrét uppalin í sveit og Guðni segir það hafa verið draum sinn sem ungur Fannst þetta fjarlægur draumur Þegar Guðni og Margrét höfðu selt húsið góða í Dælengi fóru þau að leita að lóð fyrir hið nýja draumahús sitt. Fljótlega fundu þau lóðina á vestari bakka Ölfusár „... en við höfðum stundum í þessum draumum okkar um annað hús ekið á þennan stað, horft yfir og sagt að hér væri gaman að byggja. En okkur fannst það mjög fjarlægur draumur þá,“ segir Margrét. Lóðin góða var í eigu Sigfúsar Kristinssonar húsasmíðameistara og milli hans annars vegar og Guðna og Margrétar hins vegar náðust svo samn- ingar um lóðina og að Sigfús og hans menn myndu byggja húsið. Margrét rissaði á blað teikningar að draumahús- inu en það var svo Guðjón, sonur Sigfúsar, sem er verkfræðingur, sem teiknaði húsið. „Það er hægt að mæla með þeim feðgum, enda vann ég hjá Sig- fúsi þegar ég var strákur." Fæðingarsveitin í eldhúsglugganum Talið berst aftur að útsýninu í húsinu góða. Ing- ólfsfjall blasir við í norðvestri og eins sést til Skála- fells á Hellisheiði. „Ég sé Heklu frá flaggstönginni hér fyrir framan. Á björtum degi sé ég austur í Eyjafjallajökul þar sem „við austur gnæfir sú hin mikla rnynd", eins og Jónas Hallgrímsson kvað. Síðan blasir við út um eldhúsgluggann fæðingarsveit okkar beggja, Hraun- gerðishreppur," segir Guðni. Ab boða og þjóna Starf stjómmálamannsins er að sögn Guðna að sumu leyti ekki ósvipað þeim starfsskyldum sem prestar hafa. Það að boða og þjóna. Sjálfur átti Guðni sem ungur drengur þann draum að verða prestur. „Ég predikaði yfir systkinum mínum og sá prestshlutverkið í hillingum, en góðu heilli átti það þó ekki fyrir mér að liggja. Bæði góðu heilli fyrir kirkjuna og eins veit ég ekki hvort ég ***** Æ Ráöherrahjónin Guðni Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.