Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 M agasm I>V Mæðginin Guðjón og Guórún Berg- mann meó fjórar bækur fyrir jólin: Hugarorkan til árangurs Um þessar mundir eru að koma út fjórar bækur en þrjár af þeim eru eftir og ein þýdd af mæðginunum Guðjóni og Guðrún Bergmann. Þetta eru handbækur sem faila í flokk sjálfshjálparbóka. í þeim bókum sem mæðginin tengjast eru leiðbeiningar um hvernig nýta megi orkustöðvar líkamans, hugann og hin andlegu lögmál til jákvæðrar uppbyggingar. „í raun er það okkur hjartans mál að hvetja fólk tO jákvæðs sjálfsþroska á þessum forsendum. Það er gott að geta meðal annars náð jafnvægi í gegnum orkustöðvarnar og þær eru hluti af líkamanum," sagði Guðjón Bergmann þegar þau mægðinin spjölluðu við DV-Magasín. Hjálpa með margvislegum hætti Guðjón varð fyrst þekktur meðal alþjóðar þegar hann annaðist sjón- varpsþættina Tantra - listin að elska meðvitað, fyrir nokkrum misserum. Þeir þættir voru sýndir á Skjá ein- um og vöktu mikla athygli. Guðjón var einnig með jógaþætti á Skjá ein- um. Önnur af tveimur nýjum bókum Guðjóns er Jóga og íþróttir og er gef- in út af Eddu. Þetta eru leiðbeining- ar til íþróttamanna og raunar alira sem hreyfa sig, um það hvernig jóga- æflngar geta hjálpað að ná enn betri árangri. „Jógaæfingar geta hjálpað íþróttafólki með margvíslegum hætti en í bókinni fjalla ég m.a. um teygjur, öndun, slökun og hvernig virkja má hugarorku til líkamlegs árangurs," segir Guðjón. Hið hagnýta hlutverk Hin bókin sem Guðjón gefur sjálf- ur út er Jafnvægi í gegnum orku- stöðvárnar. Þetta er bók í litlu broti þar sem er að flnna hagnýtar upplýs- ingar fyrir fólk sem vill koma lífi sínu í jafnvægi í gegnum þær sjö orkustöðvar sem í líkamanum eru en hver um sig tengist mikilvægum þáttum í tilveru okkar. „í raun má segja að dulspekileg rnnfjöllun um orkustöðvar hafi heill- að marga en fáir hafl litið á það hag- nýta hlutverk sem þær hafa á líf okkar og starf,“ segir Guðjón sem skrifaði bókina fyrr á þessu ári. Lögmálin eru frábær Þriðja bókin sem þau mæðginin Guðrún og Guðjón tengjast þetta ár- ið er Lögmál andans. Þá bók þýddu þau en hún er eftir bandaríska met- söluhöfundurinn Dan Millman. í bókinni býður Millman upp á lær- dómsrika frásögn af kynnum hans af seiökonu sem færir hann í allan sannleika um þau lögmál andans sem flnna má í öllum trúarbrögðum Mæðgin með bækur. Fyrir þessi jól koma út fjórar bækur eftir mæðginin Guðjón og Guðrúnu Bergmann - en allar eru þær í flokki svonefndra sjálfshjálparbóka. Magasín-mynd E.ÓI. og mæta okkur jafnframt í allri nátt- úrunni. „Lögmálin eru frábær og þeim falin áhrifamikil sannindi. Ef allir færu að fara eftir þeim mynd- um við lifa í betri heimi,“ segir Guð- rún. Bókin eftir Guðrúnu Bergmann sjálfa heitir Gerðu það bara! og er „handbók fyrir stelpur sem vilja verða stórar" eins og segir á káp- unni. í bókinni eru leiðbeiningar fyrir konur á öllum aldri sem vilja gera breytingar og axla ábyrgð á eig- in lífi og móta það til samræmis við drauma sína og væntingar. Byggir Guðrún í þessari bók á eigin reynslu og því sem hún veit að hefur gagnast öðrum. Margviss vinna í leit að lausnum Aðspurð um áhuga á þeim efnum sem um er fjallað 1 þessum bókum segja þau mæðginin hann falla vel að þeim lífsmáta sem þau hafi tamið sér. „Við erum fjölskylda sem höfum lent í ýmsu um dagana en við höfum líka lagt i markvissa vinnu til að finna nýjar lausnir og gera breyting- ar, meðal annars með þeim aðferð- um og ráðleggingum sem í þessum bókum er að finna. Okkur flnnst líka mikflvægt að veita öðrum aðgang að þessu efni,“ sögðu mæðginin Guðjón og Guðrún Bergmann að síðustu. -sbs Thelma Osk Matthíasdóttir og Gréta Karen Jónsdóttlr voru áhugasamar vlð föndrló og piparkökumálunln lék í höndum þessara ungu listamanna. Föndrab í Léyhreilri Svanhildur Guörún Jóhannsdóttlr og Þrálnn Jónsson á kafl í piparkökunum. Eigendur Lóuhreiðursins í Kjörgarðshúsinu við Laugaveg, Guðrún Sigtryggsdóttir og Klara Sigurbjömsdóttir, buðu systrum sínum í saumaklúbbnum „Heklunálinni" og bömum þeirra í fóndur á fyrsta sunnudegi í aðventu. Allar eiga konurnar í saumaklúbbnum það sameiginlegt að hafa starfað í lengri eða skemmri tíma á DV. Bömin skemmtu sér vel við fóndrið undir öruggri handleiðslu mæðranna og áhuginn skein úr hverju andliti eins og myndirnar bera með sér. Fnður og fongulegur hopur ellefu fyrrverandi DV-kvenna sem föndraði ásamt börnum sínum í Lóuhrelörinu. Sara Dagný Stefánsdóttir og Viktoría Hinriksdóttir Sara Þorsteinsdóttir málar piparkökur njóta I .................. .................................... i lelðsagnar Dóru Kjartansdóttur. af mikilli innllfun. Klara Slgurbjörnsdöttir og Sigurbjörg Osk dóttir hennar voru einbeittar við kertaskreytlngar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.