Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2002, Qupperneq 6
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2002 Fréttir 3E>"V" Seðlabankamenn um lækkun stýrivaxta bankans: Vaxtalækkun sein að skila sér í vasa fólks - Halldór J. Kristjánsson segir eðlilegt að verðtryggðir langtímavextir skili sér seinna Enn ein vaxtalækkun stýrivaxta Seðlabankans til viðskiptabanka var tilkynnt fyrir helgi. Svo virðist sem vísitala neysluverðs á síðasta ársQórðungi 2002 verði minni en bankinn reiknaði með og það hvet- ur til vaxtalækkunar. Seðlabankinn hefur hins vegar talið að vísitala neysluverðs hafi á þessu ári van- metið undirliggjandi verðbólgu. „Áhrif þessarar vaxtalækkunar á hagkerílð ráðast að verulegu leyti af viðbrögðum langtímavaxta á skuldabréfamarkaði og hjá lána- stofnunum enda hafa þeir meiri áhrif á einkaneyslu og fjárfestingu en skammtímavextir,“ segir í frétt frá Seðlabankanum. Birgir ísleifur Gunnarsson aðalbankastjóri sagði í gær að hjá bankanum þætti mönn- um að viðskiptabankar lækkuðu ekki vexti á verðtryggðum lánum nægilega í takt við lækkanir á vöxt- um á markaðnum. Halidór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankands og formaður samtaka viðskiptabankanna, segir að rétt sé að taka fram og ítreka að viðskiptabankarnir, þ.m.t. Lands- bankinn, hafa fylgt fast eftir lækk- unum á óverðtryggðum vöxtum í bankakerfmu í takt við lækkun á stýrivöxtum. „Verðtryggðir langtimavextir lúta hins vegar alfarið markaðslög- málum. Bankarnir hafa ekki aðlag- að langtíma verðtryggða vexti eins hratt að þeim breytingum eins og á skammtímavöxtum. Þetta er eðlileg þróun þvi viðskiptabankarnir þurfa að horfa til lengri tíma, m.a. að kanna hvort sú lækkun sem fram er komin er varanleg. Það er eðlilegt að lengri tími líði frá því að mark- DV-MYND GVA Landsbankinn í jólaljósum Þótt skiptar skoöanir séu um hvort vaxtalækkanir Seðlabankans skili sér nógu fljótt til almennings í gegnum vaxtakjör viðskiptabankanna deilir enginn um að Landsbankinn er með á nótunum þegar kemur að því að skapa jólastemningu í Austurstræti eins og myndin ber með sér. aðsvextimir þokist niður á við þar til gjaldskrá bankanna varðandi langtíma verðtryggða vexti fylgja eftir. Það má því taka undir það hjá Seðlabankastjóra að aðlögun bank- anna að lækkandi vaxtastigi verð- tryggðra langtímavaxta hefur verið eitthvað hægari en varðandi skammtímavextina,“ sagði Halldór J. Kristjánsson. Halldór segir að á nokkrum tíma muni þetta ástand leita jafnvægis og fullyrðir að almenningur hafi notið og muni njóta vaxtalækkana í full- um mæli. -JBP HM unglinga í skák: Davíö vann í 8. umferö Davíð Kjartansson sigraði ind- verska skákmanninn, R. Naveen í 8. umferð heimsmeistaramóts unglinga, 20 ára og yngri, sem teíld var í gær- morgun. Davíð hefur 4 vinninga og er í 38.-56. sæti. Stefán Kristjánsson þótti óheppinn að tapa fyrir ind- verska stórmeistaranum, P. Hari- krishna í rúmlega 100 leikja skák þar. Stefán hefur 5 vinninga og er 13.-23. sæti. Efstir eru armenski stórmeistara- inn, Levon Aronian, Harikrishna, enski stórmeistarinn Luke McShane og rússneski alþjóðlegi meistarinn Artyom Timofeev með 6 vinninga. Tilboð Tilboð Tilboð Ódýrir pallettutjakkar Tilboðið gildir út desember, eða meðan birgðir endast. Standard kr 28.573,- m/vsk Galvaniseraður kr 72.808,- m/vsk Langur(180 cm) kr 52.260,- m/vsk /í_ytt'9eta ■ \ 2000 kg/ Y KRAFTVÉIAR Dalvegur 6-8 ■ 200 Kópavogur • Sími 535 3500 ■ Fax 535 3509 ■ www.kraftvelar.is DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Metstelpur í fiskinum Þær slá ekki slöku við, stúlkurnar í lausfrystingunni hjá FISK á Sauðárkróki, enda eru hagur fyrirtækisins góður. Forstjóri þeirra segir þær bera skarðan hlut frá borði miðað viö sjómenn. Metafkoma hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi: Landverkafólk ber skaröan hlut frá borði - mun meiri launahækkanir til sjómanna „Það árar ekki til skamma,“ sagði Stefán Gestsson, fundarstjóri á aðal- fundi Fiskiðjunnar Skagfirðings á fimmtudag, en metútkoma varð á rekstri Fiskiðjunnar Skagfirðings á síðasta ári, 286,370 milljóna hagnað- ur í stað 53,370 milljóna árið á und- an. Fram kom bæði í máli Jón E. Frið- rikssonar framkvæmdastjóra og Þór- ólfs Gíslasonar stjórnarformanns að árið hefði verið hagfellt rekstri fyrir- tæksins, bæði hvað veiðar, vinnslu og gengismál varðar. Jón E. Frið- riksson sagði að það stöðuga gengi sem verið hefði síðasta árið væri FISK hagstætt, bæði með tilliti til markaðanna og þess að fyrirtækið væri tiltölulega lítið skuldsett miðað við önnur sjávarútvegsfyrirtæki. Framkvæmdastjórinn fór nokkuð vitt um völl í skýrslu sinni og ræðu og dró ekki dul á að honum fyndist ekki sanngjarnt hvernig arði vinn- unnar er skipt. Landverkafólk beri þar skarðan hlut frá borði miðað við sjómennina og nefndi hann því til • staðfestingar mun meiri launahækk- anir þeirra síðarnefndu á liðnu ári. Þá gagnrýndi Jón auðlindagjald, sem hann telur hreinan landsbyggða- skatt, og fram kom í máli hans að hann teldi stofnanir sjávárútvegsins betur komnar úti á landi til að minnka kostnað, auka skilvirkni og samstarf í greininni. -ÞÁ. jV'j/ 'og s&'&t&U RÉYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóö á morgun 15.30 11.18 16.37 04.59 14.47 11.30 21.10 08.32 Vetrarlegra fyrir norðan Slydda eða él norðvestan til nálægt hádegi en fremur hæg vestlæg átt og léttir smám saman til austanlands síðdegis. Kólnar í veðri, hiti 0 til 7 stig á morgun, hlýjast suöaustan til. >íi WLifgiln v v<S Milt veöur Sunnan.5-10 m/s og smáskúrir suðvestan- og vestantil, en annars hægari, skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast við suöurströndina. Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur HHÍO' Kiti 0° Hiti 0° til 8° til 7° til 5° Vtndur Vindur; Vindur: 5-10 m/s 5-10 3-8">/8 1" 7! 71 Sunnan 5-10 Suövestan Hæg breytl- m/s og smá- 5-10 m/s og leg átt, rign- skúrir SV- og rignlng meö Ing eöa V til en ann- kóflum, síst slydda ars hægari. þó á Austur- noröan og Skýjaö meö landl. Hltl vestan til, köflum. Hltl breytlst lítlö. léttlr tli SA- 0-8 stig. lands. Lítiö ■-•: í .1 eitt kólnandl. f : m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 m AKUREYRI skýjað 5 BERGSSTAÐIR skýjað 6 BOLUNGARVÍK rigning 5 EGILSSTAÐIR léttskýjað i 1 KEFLAVÍK alskýjað 8 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 4 RAUFARHOFN hálfskýjað 3 REYKJAVÍK rigning 8 STÓRHÖFÐI úrkoma í grennd 7 BERGEN skýjað 2 HELSINKI alskýjað -1 KAUPMANNAHOFN alskýjað 0 OSLO skýjað -4 STOKKHOLMUR -2 ÞÓRSHÖFN léttskýjað 5 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað -10 ALGARVE þokumóða 14 AMSTERDAM alskýjað 3 BARCELONA skýjað 15 BERLÍN alskýjað -4 CHICAGO heiöskírt 2 DUBLIN rigning 5 HALIFAX skúr 6 HAMBORG mistur -3 FRANKFURT rigning og súld 1 JAN MAYEN þokumóöa 3 LONDON rigning og súld 7 LÚXEMBORG þoka 3 MALLORCA léttskýjað 17 MONTREAL alskýjaö -1 NARSSARSSUAQ skýjað -6 NEW YORK skýjaö 6 ORLANDO alskýjað 6 PARÍS rigning 10 VÍN snjókoma -2 WASHINGTON léttskýjað 3 WINNIPEG alskýjaö -1 ■ITVFJtl.VÍLÍYE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.