Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2002 Fréttir Slys viö Stóru-Laxá Kranabílar fluttu bílana á brott eftir haröan árekstur á brúnni yfir Stóru-Laxá á laugardag. Allir sem voru í bílunum tveimur voru fluttir á slysadeild en fjögurra ára drengur hlaut innvortis blæöingar og gekkst undir aögerö. Harður árekstur á brúnni yfir Stóru-Laxá: Drengurinn á batavegi Fjögurra ára drengur, sem fluttur var alvarlega slasaður á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur tveggja bíla á brúnni yfir Stóru-Laxá í Hreppum eftir hádegi á laugardag, er á batavegi. Að sögn læknis á slysadeild hlaut dreng- urinn innvortis blæðingar og gekkst undir aðgerð á laugardag sem heppn- aðist vel. Hann var þó enn á gjörgæsludeild í gær. Tveir fullorðnir voru í öðrum bílnum en tveir fullorðnir og tvö börn í hinum. Þau voru öll flutt á Heilsugæslustöðina á Selfossi og þaðan á slysadeild í Reykjavík. Fljúgandi hálka var þar sem slysið varð og samkvæmt upplýsingum DV voru bílarnir byrjaðir að bremsa áður en þeir komu inn á brúna. Brúin er um 130 metra löng og liggur í boga þannig að Ula sést á milli enda hennar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa áður orð- ið slys á þessum stað. -hdm Flugeldasala fer vel af stað: Magn og verð svipað og áður Magn innfluttra flugelda í ár er þaö sama og í fyrra og verðið á sprengjunum er einnig mjög svipað og áður. Að sögn Valgeirs Elíasson- ar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar, flytur Lands- björg inn 300 tonn af flugeldum til landsins, langmest af þeim frá Kína. Landsbjörg er með rúmlega helm- ings markaðshlutdeild á flugelda- markaðinum í ár og stendur fyrir rúmlega hundrað sölustöðum flug- elda undir merkjum björgunarsveit- anna viðs vegar mn landið. „Verðið er óbreytt frá því í fyrra yfir heildina litiö,“ segir Valgeir og bætir við að salan fari vel af stað. Menn séu sáttir. -vig Óvíst hjá Samson Samson-hópur- inn og einkavæð- ingarnefnd funduðu um helgina um kaup hópsins á Landsbankanum. Björgólfur Thor Björgólfsson sagði í fréttum RÚV að annaðhvort tækist samkomulag um kaupin eða ekki, enn gæti allt gerst. Áreiðanleikakönnun KPMG leiddi í ljós að bankinn er verðminni en áður var talið og hefur undirritun samningsins frestast af þeim sök- um. Ekki hefur verið gefið upp hversu miklu skeikar en talið er að það nemi hundruðum milljóna. Hærri fastalaun Umsamin fastalaun eru 30% hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess samkvæmt nýjum tölum frá Kjararannsóknarnefnd. Þessi munur er einkum sagður af því að hálaunastörf eru fleiri á Reykjavík- ursvæðinu en einnig eru störf í sumum greinum, eins og þjónustu- og afgreiðslustörf, betur launuð á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 sagði frá. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun tekur til starfa um áramót. Stofnunin tekur við verkefnum Náttúruverndar ríkis- ins, Hollustuverndar ríkisins, emb- ættis veiðistjóra og hluta verksviðs hreindýraráðs og dýraverndarráðs. Þær stofnanir verða því lagðar nið- ur. KEA úthlutar Fyrir helgi var úthlutað samtals 3,9 milljónum króna úr Menningar- og viðurkenningasjóði Kaupfélags Eyfirðinga svf. Styrkþegar eru 26 talsins, þar af fékk 21 aðili styrk til ýmissa verkefna og einnig var út- hlutað styrkjum til fimm einstak- linga, yngri en 25 ára, sem allir hafa unnið góð afrek í sínum íþrótta- greinum. Að þessu sinni bárust 107 umsóknir um styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Tveir meö fimm rétta Tveir voru með fimm rétta í Lottóinu á laugardag og fékk hvor 1,76 mUljónir í sinn hlut. 15 sagt upp hjá SÍF Fimmtán starfs- mönnum var sagt upp hjá SÍF á föstu- dag. Gunnar Örn Kristjánsson, for- stjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera hagræðingu og upp- sagnimar hafi ekkert með hug- myndir um samruna SlF og Sölu- miöstöðvar hraðfrystihúsanna, SH, að gera. Mbl. greindi frá. Áfrýjar vegna Ijósaseríu íslensk kona, sem býr í bænum Grenaa í Danmörku, ætlar að áfrýja til kirkjumálaráðuneytisins ákvörð- un sóknarnefndar bæjarins um að meina henni að hafa ljósaseríu á leiði dóttur sinnar sem lést í bílslysi í Danmörku árið 2001, samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Sóknarnefnd- in hélt þvi fram að ljósin röskuðu friði og ró kirkjugarðsins Fugladauði í Skagafirði Dauður svartfugl hefur fundist á Borgarsandi i Skagafirði upp á síðkastið. Það era einkum langvía og haftyrðill sem hafa orðið hungur- morða. RÚV greindi frá. NJAUL Á BHtGÞÓRSH VOLIr' ' '■■■■■■■■■ sí -Tv» - Terta í sérflokki. Hún skiptist í 4 hluta, meö ýlum wA/ milli hvers kafla. Kúlur, þyrlur, halar og blom - * jþ þessi hefur þoð allt og endar meö dúndrandi hvelli. Þú veröur ekki svikinn of þessum kappa. ^ruiGtU)AMAmsiR Þyngd: 9,S kg Tími: 53 sek bjoxgunarsveitanna [■^Seruk^>MS«BOMBA"M-n5fral^ö^84MSíminn^9kr/stk^Jánai^^wwJandsbjorgjs Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist alfarin úr stóli borgarstjóra: Gert ókleift að standa við skuldbindingu mína , DV-MYND E.ÓL. Þröngur stakkur skorinn „ Ég gef ekki eftir þau sjálfsögöu réttindi sem ég hef eins og aörir til aö setj- ast á lista og fylgja minni pólitísku sannfæringu og vel þess vegna frekar aö standa upp úr stóli borgarstjóra þar sem mér er svona þröngur stakkur skor- inn, “ sagöi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eftir samkomulagiö í gærkvöld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hef- ur ákveðið að segja af sér sem borgarstjóri og hverfur alfarin frá starfinu 1. febrúar næstkomandi. Hún segir útilokað að hún snúi aftur til starfans að loknum þing- kosningum. Tillaga um að Þórólfur Árna- son, fyrrverandi forstjóri Tals hf., taki við starfi borgarstjóra var samþykkt einróma á fundi borgar- stjórnarflokks Reykjavíkurlistans í Ráðhúsinu f gærkvöld. Ingibjörg Sólrún segir að Þórólfur hafi þeg- ar samþykkt að taka við embætt- inu. Sem kunnugt er sagðist Ingi- björg Sólrún ekki ætla í þingfram- boð fyrir borgarstjómarkosning- arnar í vor og ítrekaði þá afstöðu á haustmánuðum. Eftir að hún ákvað skömmu fyrir jól að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna lagöi hún á það áherslu að með því væri hún ekki að bregðast kjósendum R-listans þar sem hún yrði eftir sem áður borgarstjóri út kjörtímabilið. Hún er því spurð hvað orðið hafi um þá skuldbind- ingu nú. „Hún stendur fyllilega af minni hálfu,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Mér er hins vegar ókleift að standa við hana. Ég get ekki stað- ið við hana lengur við þær að- stæður sem hér hafa skapast og í ljósi þeirrar atburðarásar sem hér hefur orðið. Og ég hygg reyndar að ef við horfum á almenning í Reykjavík þá hafi hann ekki brugðist illa við því að ég skipti mér af landsmálunum með ein- hverjum hætti og hann hefði fylli- lega sætt sig við að ég skipti mér af landsmálunum en væri áfram borgarstjóri í Reykjavík.“ Sem hún verður ekki, sem kunnugt er. Spurð um hvort hún hafi talið þingframboð sitt mikil- vægara en borgarstjórastólinn svarar Ingibjörg Sólrún: „Mér var stillt upp við vegg í þessu máli. Ég gef ekki eftir þau sjálfsögðu rétt- indi sem ég hef eins og aðrir til að setjast á lista og fylgja minni póli- tisku sannfæringu og vel þess vegna frekar að standa upp úr stóli borgarstjóra þar sem mér er svona þröngur stakkur skorinn." „Það sem ég hef gert í þessu máli er að fara eftir minni sann- færingu, það ætla ég að gera hér eftir sem hingað til og ég læt ekki beygja mig vegna þess að ef mað- ur lætur einu sinni kúga sig er sú hætta fyrir hendi að það verði gert aftur.“ Hún neitar því að hún hafi í raun látið beygja sig í málinu: „Nei, ég er að bjarga Reykjavíkurlistanum vegna þess að ég tel að hann skipti verulegu máli.“ Ingibjörg Sólrún segir að vissu- lega sé hún sár yfir hörðum við- brögðum Framsóknar og Vinstri- grænna við þingframboði hennar. „Ég verð að játa að það sitja í mér ákveðin sárindi yfir því eftir öll þau ár sem ég hef starfað í borgar- stjórn Reykjavíkur. Mér fannst að ég hlyti að hafa sömu mannrétt- indi og annað fólk enda var aldrei eftir því kallað og hvergi skrifað inn í okkar samstarfsyfirlýsingu að ég frekar en aðrir borgarfull- trúar mætti ekki skipta mér af landsmálunum." -ÓTG Ferðamenn um áramót Færri ferðamenn koma til landsins um þessi áramót en í fyrra. Öll stærstu hótelin á höfuðborg- arsvæðinu voru að taka á móti fjölda ferðamanna í gær. Era öll herbergin á Hótel Sögu, ails 400 talsins, upppöntuð. Flestir út- lendingamir sem dvelja á landinu um áramótin koma frá meginlandi Evrópu og Bretlandi, á aldrinum 25 ára og upp í fimmtugt. -hdm/vig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.