Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2002, Qupperneq 14
14 Menning Fyrir áratug eða svo, í kjölfar þeirrar upp- stokkunar viðhorfanna sem áttu sér stað við tilkomu póstmódemismans, fengu ýmsir minnihlutahópar í myndlistarheiminum loks tækifæri til að koma á framfæri sérstökum sjónarmiðum sínum. Hér var iðulega um að ræða hugmyndir og kenndir sem voru á skjön við hátimbraða hugmyndafræði módernism- ans, vörðuðu kvenfrelsi, réttindi blökku- manna og annarra afskiptra þjóðfélagshópa svo og ýmis aðkallandi vandamál samkyn- hneigðra. Einhverra hiuta vegna hefur harðsvírað- ur femlnismi ekki skotið rótum í íslenskri myndlist, og þrátt fyrir aukningu þjóðar- brotanna í samfélaginu og öfluga starfsemi samkynhneigðra hafa viðhorf þessara hópa ekki enn komist til skila í formi myndlistar. Myndlist 1 Galleríi Hlemmi sýnir nú íslensk lista- kona, Viktoría Guðnadóttir, tvö ólík verk. Annað þeirra er vídeóverk sem nefnist Pride og er tilraun til að gaumgæfa eina hlið á þeirri dýnamík sem einkennir samskipti sam- kynhneigðra og gagnkynhneigðra í tiltölulega einsleitu menningarsamfélagi eins og íslandi. Að því leyti sætir það nokkrum tiðindum í myndiistarflórunni hér. Misst af lestinni Verkið er einfalt að gerð. í nýlegum Gay Pride-göngum samkynhneigðra í Reykjavík var vídeóvél beint úr göngunni miðri að mannfjöldanum báðum megin götunnar. f galleríinu eru þessar upptökur sýndar í sí- bylju á tveimur tjöldum, og er sýningargestur- inn hvattur til að standa mitt á milli þeirra, nánast eins og einn af göngumönnum, og fylgj- ast með viðbrögðum fólksins við göngunni. En sitthvað dregur úr áhrifamætti þessa verks. Fyrir það fyrsta er helst tii þröngt um það í annars þénugu húsnæðinu við Hlemm sem útOokar áhorfandann frá virkri „þátttöku" í göngunni. í öðru lagi virðist listakonan hafa misst af lestinni, ef svo má segja. í formáia sýn- DV-MYND E.ÓL. Eitt af því sem áhorfendur sáu í Gay Pride-göngunni í sumar sem leið „Viðbrögó íslenskra áhorfenda einkennast mestmegnis afgóðlátlegri forvitni, eins og um 1. maí- eða 17. júnígöngu væri að ræða. “ ingarskrár segir Debra nokkur Solomon að __________________________ verkið eigi að fá okkur til að upplifa „augna- blik þrungin þýðingu og auðsveipni". Hefði ekki dýnamíkin milli göngu- manna og áhorfenda verið kröftugri og áðurnefnd augnablik magnaðri, ef kvik- myndunin hefði átt sér stað meðan á fyrstu Gay Pride- göngunni stóð, þegar viðhorf almennings til samkyn- hneigðra voru sannarlega gegnsýrð fáfræði, fordómum og beyg? Góölátleg forvitni Enda kemur í ljós að við- brögð íslenskra áhorfenda einkennast mestmegnis af góðlátlegri forvitni, eins og um 1. maí- eða 17. júnígöngu væri að ræða. Þar kemur einnig til að samhengið er ekki innbyggt í myndatök- una með skýrum hætti. Að vísu djarfar fyrir regnboga- fána samkynhneigðra í nokkur augnablik, en senni- lega verður þó að upplýsa flesta áhorfendur um inntak verksins. Textaverk eftir listakon- una þekur fremra herbergi gallerísins og fyrirfinnst einnig á bók. Þar rær Vikt- oría á önnur mið, segir frá nánum tengslum ungrar stúlku við ömmu sina en forðast að blanda tilfinning- um inn i frásögnina. Okkur lesendum er ætlað að leggja þær til. Á bók er þetta elsku- legt verk og óáreitið; upp- stækkaður texti á vegg breytir þar litlu um. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin Pride stendur til 5. janúar. Gallerí Hlemmur er opið fim.-sun. kl. 14-18. Horft á áhorfendur _______MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 2002 ___________________________DV Umsjón: Siija Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Yfir heiðan morgun Þeir sem misstu af þætti Eiríks Guð- mundssonar um Stef- án Hörð Grímsson skáld annan í jólum fá annað tækifæri að kvöldi nýársdags kl. 22.15. Þar segja nokk- ur kunn skáld frá kynnum sínum af Stefáni, þ. á m. Vil- borg Dagbjartsdóttir, Ágústína Jónsdóttir, Baldur Óskarsson og Bragi Ólafsson en ekki er þátturinn síst dýrmætur fyrir þá sök að þar les Stefán Hörður sjálfur mörg sín bestu ljóð. Dýrmæt er líka setningin sem Baldur hef- ur eftir Stefáni við spurningunni Hvað er ljóð? Það veit ekki nokkur maður, svaraði Stefán Hörður, en við þekkjum það þegar við sjáum það. Stefán Hörður Grímsson lést 18. septem- ber í haust sem leið. Peð á plánetunni Jörð Mál og menning endurútgaf fyrir jólin í kilju unglingabókina vinsælu Peð á plánet- unni Jörð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur en hún kom fyrst út 1995. Þetta er saga Möggu Stínu fjórtán ára sem segir sjálf frá á sinn sérstæða hátt: „Leynilegur ástmaður minn stendur í eldheitu sambandi við bar- bídúkku . . . Hólmfríður handavinnubani lætur eins og ég sé með fjórtán þumalputta . . . auk þess hóta kaloríudraugamir að breyta mér í súmóglimukappa með tveggja sæta rass . . .“ Nýlega var samið um útgáfu Peðsins i Taílandi og verður gaman að vita hvemig skapferli Möggu Stínu rimar við geð þar- lendra stúlkna. líf ún takmarkcma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.